Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 23 _______LISTIR____ Leiðarvísir að heilbrigðu lífi BÆKUR II c i 1 s u b 5 k HOLLRÁÐ OG HEILSUBÓT Öðlist betri heilsu á 8 vikum eftir Andrew VVeil í þýðingu Arngríms Thorlacius, Björns Jónssonar og Órnólfs Thorlacius. Setberg 1997. ANDREW Weil er mörgum ís- lendingum að góðu kunnur, því að í fyrra var gefin út eftir hann bók- in um Lækningamátt líkamans, sem mun hafa selzt bærilega. Alla- vega hefur útgáfufyrirtækið Set- berg ákveðið að kynna fleiri bækur Weils. Hann er bandarískur lækn- ir, fæddur í Fíladelfíu árið 1942 (með grátt og hvítt alskegg á mynd á baksíðu, - ég hélt hann hlyti að vera miklu eldri), útskrif- aður frá Harvard 1968 og hefur komið víða við. Hann hefur mikinn áhuga á því að fá fólk til að nýta það sem hann kallar lækningamátt líkamans, og hefur rannsakað og kynnt almenningi mismunandi lækningaaðferðir, hollt mataræði, lækningajurtir og mikilvægi heil- brigðs lífernis, eins og segir innan á bókarkápu. Hollráð og heilsubót heitir á frummálinu „Eight Weeks to Optimum Health“ og finnst mér undirtitill á íslenzku prýðilega þýddur: Öðlist betri heilsu á átta vikum. Samt er eins og þýðendur hafi ekki viljað leggja eins mikla áherzlu á tímaþáttinn og Weil. Hann byggði reyndar fyrri bók sína einnig á átta vikna árangri. Allt í lagi, segir þú þá, lesandi góður, er þarna enn einn leiðar- vísirinn að heilbrigðu lífi og betri lífsstíl? Já, en hér kemur bók sem er skemmtilegri aflestrar en marg- ar hinna. Höfundur er hispurslaus og hefur hressandi framkomu við lesanda sinn og kryddar textann með uppskriftum að andlegu og líkamlegu fæði og frásögnum af bata nafngreindra sjúklinga þótt víða hljóti nöfnum þó að vera breytt til að trúnaðar sé gætt. Hann er eins og í fyrri bók sinni allharðorður í garð kollega sinna, annarra lækna, og hefðbundnar aðferðir þeirra og hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort það hafí ekki kallað á viðbrögð bandarísku læknasamtakanna? Ekki segir neitt um það í bókinni. Færu allir slitgigtarsjúklingar hér á landi að ráðum Weils, eins og fimmtuga konan sem sagt er frá á bls. 40, gætum við íslending- ar sparað mikið í heilbrigðisþjón- ustunni. Weil kom henni af gigtar- lyfjum og matartegundum sem hann fullyrðir að geti magnað bólgu, þar á meðal bólgu í liðum. Þess í stað skyldi hún neyta ólífuol- íu og nokkurra fisktegunda (sem innihalda omega-3 fítusýrur), krydda með engifer og túrmerik og neyta vorrósarolíu, andoxandi vítamína og steinefna. Á tæpum 2 mánuðum losnaði konan við lyfin. Án efa skaðar það fólk ekki að endurskoða mataræði sitt. Geti það dregið úr þörf á lyfjatöku er ekki nema gott eitt um það að segja. Hafa þarf þó hugfast að fullyrðing sem þessi er ekki nægilega rök- studd og er ekki byggð á vísinda- legum grunni. Hvað sem því líður er Weil þess viss að hafa megi mikil áhrif á heilsu sína með lífs- stílnum og sjálfsagt að taka undir það. Mataræðið skal fyrst og fremst vera ferskt grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn og fískur og með þvú sem ferskust ólífuolía, hvítlaukur og laukur, snefílefni og vítamín. Auk þess sem grænt ljós er gefið á hið daglega rauðvínsglas eins nú er siður. Til viðbótar er síðan íjallað um hreyfingu og ýmis verkefni fyrir sál og líkama. Eitt af verkefnunum er fréttafasta (þá skal hlífa sér við því að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum um hríð), annað öndunaræfíngar og þannig mætti lengi telja. Allt getur þetta hjálpað hijáðum streittum íslend- ingum. Katrín Fjeldsted VILTU BREYTfl TIL ? VILTU BRE s YTA TIL ? VILTU BREYTfl TIL ? I ftk TOUIII-OG 5 vt u. ac u. Sk I öt HÝ" Tölvu- og kerfisfræðinámið er tveggja ára nám. Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30 og laugardaga frá kl. 8:30-12:00. Námið er að fullu lánshæft. VI æ s ■n -4 c= •sa Stöðumat — w u. S «« rr Forrilun 1 Kerfisfræði Uinsjón og rekstor lölvuneta u Vefsíðustjórnun n r Lokaverkel'ni L_| Nýsköpun i tölvuiðnaði Lokaverkefni - Lokaverkefni 90 •n M X g L_| I nk;i Lokavcrkefni RAFIÐNAÐARSKOLINN Skeifan 11 b - Sími 568 5010 c iii viAiua nniA i iii viAiua nniA l 111 vuiaa nniA c 111 viAiaa nniA FYRST KEM ÉG GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR24 SÍMI: 520 1100 SVO BÍLLINN MINN FYRIR ÞA SEM VILJA NÁ LENGRA Verð frá 2.1 9 0.00 0, (0 HONDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.