Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 37 JÓHANN TRYGGVASON ■4- Jóhann * Tryggvason var fæddur á Ytra- Hvarfi í Svarfað- ardal 20. janúar 1916. Hann lést í London 26. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jó- hannsson bóndi (d. 1971) og kona hans Soffía Stefánsdótt- ir (d. 1963). Jóhann kvæntist árið 1938 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Klöru Símonsen (f. 1918) sem er norsk í föðurætt en alin upp á íslandi. Þau eignuð- ust sex börn sem öll eru á Iífi: Þórunn Soffía húsmóðir (f. 1939), býr í Sviss, maki Vlad- imir Ashkenazy; Tryggvi hljóðupptökumaður (f. 1942), býr í Englandi, maki Marian Freeman; Sólveig húsmóðir (f. 1944), býr í Sviss, fráskilin; Stefán (f. 1947), vinnur við tölvur, býr í Dubai, maki Cerys Powell; Sigrún sjúkraþjálf- ari (f. 1952), býr á Islandi, maki Einar Arnalds; Kolbrún húsmóðir (f. 1955), býr í Englandi, maki Patrick Jos- eph Connolly. Af- komendur Jóhanns og Klöru eru orðnir fjölmargir. Jóhann varð tón- listarkennari að atvinnu og kenndi frá 1938 söng við Aust- urbæjarskólann í Reykjavík en árið 1945 fluttist hann til London til frekara náms og bjó þar alla tíð síðan og stund- aði tónlistarkennslu að námi loknu. Utför Jóhanns fór fram I London 2. janúar. Jóhann Tryggvason tónlistar- kennari hafði átti við heilsubrest að stríða um nokkurt skeið fyrir andlát sitt. Jóhann var afar minnis- stæður þeim sem honum kynntust. Hann var fremur lágvaxinn, þéttur á velli og kvikur í hreyfingum og einstaklega fjörlegur. Gáfurnar voru leiftrandi, minnið traust og áhuginn og sjóndeildarhringurinn víðfeðmur. Hann var knúinn stöð- ugri þrá og vilja til fróðleiks og athafna og fjölmargir ólíkir þættir léku í höndunum á honum. Tónlist- in varð hans ævistarf, en örlögin hefðu allt eins getað fengið honum það hlutskipti að verða verkhagur og dugandi búhöldur norður í Svarfaðardal. Jóhann lifði miklar þjóðfélags- breytingar á liðlega 80 ára langri ævi. Hann var fæddur árið 1916 í torfbæ á íslandi, en lést á tímum hátækninnar eftir að hafa búið lengst af í milljónaborginni London. Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf að Ytra-Hvarfi í Svarf- aðardal hjá foreldrum sínum sem bjuggu þar ágætu búi. Þegar hann var u.þ.b. fimm ára gamall kom orgel á heimilið, sem annars var næsta fátítt á þessum tíma. Það kveikti óðara áhuga Jóhanns sem lærði nær af sjálfsdáðum að spila á hljóðfærið. Tryggvi, faðir Jó- hanns, spilaði svolítið á fiðlu og gat komið syni sínum á sporið við að lesa nótur. Fjórtán ára fór hann í læri í einar þijár vikur til bróður síns, Jakobs, á Akureyri. Jakob varð síðar organisti þar í bæ og skólastjóri tónlistarskólans. Frá 16 ára aldri til tvítugs var Jóhann einnig organisti í nokkrum kirkjum fyrir norðan og auk þess stjórnaði hann um tíma tveimur kórum. Þá spilaði hann undir á þöglum kvik- myndasýningum á Dalvík. Það var vilji foreldra Jóhanns að hann tæki síðan við búinu af þeim á Ytra-Hvarfi, enda var hann að mörgu leyti ágætlega til þess fallinn, verkhagur og dugmikill. En tónlistin togaði stöðugt sterkar í drenginn. Árið 1935 brá hann sér suður til Reykjavíkur á sex vikna námskeið fyrir organista utan af landi hjá Páli ísólfssyni. Eftir það varð ekki aftur snúið og árið eftir flutti Jóhann alfarinn úr sveitinni og til Reykjavíkur. Þar hóf hann nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík og var þar næstu fjögur árin. Jóhann fékk í vöggugjöf afburða tónlistarhæfileika en aðstæður hans í uppvextinum réðu því að möguleikar hans til að komast til fulls þroska á því sviði skertust áreiðanlega nokkuð. Kannski má orða það svo að hann hafi fæðst á röngum stað eða tuttugu árum of snemma. Þetta sést best á því að Jóhann hóf ekki eiginlegt tón- listarnám fyrr en tvítugur að aldri. íslenskt sveitalíf var fátækt og fábreytt í æsku hans og mun sjald- gæfara en nú að föng væru á að hlúa að sérstökum hugðarefnum eða „draumórum" ungra manna. „Skýjaglópum" varð að halda við raunveruleika daglegs lífs og „hag- nýt“ störf. Og svo komu kreppuár. Þegar Jóhann innritaðist í Tón- listarskólann tvítugur ól hann með sér þann draum að verða konsert- píanisti. En hann komst fljótt niður á jörðina, orðinn of gamall til að byija slíkan feril. Árna Kristjáns- syni, kennara hans, leist hreint ekkert á stirða fingurna á honum, en Jóhann hafði erfiðað við brúar- smíði allt sumarið. En það voru aðrir möguleikar, kennsla og kór- stjórn, og veturinn 1937-1938 var Jóhann jafnframt i sérkennara- deild Kennaraskólans og lauk það- an söngkennaraprófi. Þá um haustið tók hann til við söng- kennslu við Austurbæjarskólann. Jafnframt stundaði hann einka- kennslu og spilaði á dansleikjum til að afla heimilinu tekna, því hann kvæntist Klöru Símonsen þetta sama ár og árið eftir fæddist fyrsta barnið, en þau áttu eftir að verða sex. í Austurbæjarskólanum stofnaði Jóhann skólakór, stjórnaði einnig fleiri kórum, og 1942 réðst hann í að stofna Samkór Reykja- víkur sem Róbert Abraham Ottós- son tók síðar við. Þessi kór hélt allmarga tónleika, m.a. einn fyrir Tónlistarfélagið til ágóða fyrir væntanlegt tónlistarhús, sem þá var ráðgert að risi nálægt þar sem nú eru gatnamót Hringbrautar og Snorrabrautar. Einnig stjórnaði Jóhann lúðrasveitinni Svan um all- langt skeið. Undir lok heimsstyijaldarinnar fór að koma í Jóhann fiðringur að fara til útlanda og læra meira í tónlist. Hann fékk eins árs leyfi á launum frá Austurbæjarskólanum til að fara utan og læra hljómsveit- arstjórn. Royal Academy í London varð fyrir valinu og til London kom hann í október 1945. Jakob bróðir hans fór með honum í framhalds- nám í Royal Academy. Fjölskyldur þeirra urðu hins vegar eftir heima, en rétt eftir stríðið var erlendum fjölskyldum ekki hleypt inn í land- ið vegna skorts á nauðsynjum. Borgin var víða í rústum og ömur- legt til að sjá og húsnæðisekla mikil. Jóhann sagði eitt sinn við mig um fyrstu mánuðina í London: „Ég man hvað mér fannst sjóndeildar- hringurinn allur víðari í London heldur en í Reykjavík; ekki ólíkt því þegar ég fór úr sveitinni til Reykjavíkur. London var eftir stríðið alheimsborg í tónlist, hvergi voru haldnir fleiri konsertar en þar, hvergi fleiri hljómsveitir starf- andi. Þetta verkaði eins og vítam- ínssprauta á mig í tónlistarlegum skilningi. Fram að jólum fór ég á konsert næstum því hvem einasta dag, en svo fór nú að grynnka í pyngjunni." Jóhanni fannst að eitt ár væri ekki nóg til þess að læra eitthvað að gagni svo úr varð að hann fékk fjölskylduna til sín og hélt áfram námi í samtals fjögur ár og öðlaðist prýðilega menntun. Að vonum var erfitt að kljúfa þetta fjárhagslega, en Jóhann kenndi talsvert með náminu. Það hjálpaði einnig upp á sakirnar á þessum árum að Jóhann og dóttir hans Þórann, sem þótti undrabam á píanó, fóru til íslands á hveiju sumri í 11 ár þar sem þau héldu tónleika, þann fyrsta 1947 með hinum gamla kór Jóhanns, Sam- kórnum. Eftir að námi lauk ílentust Jó- hann og fjölskylda í London. Ástæða þess að þau fóru þá ekki heim var sú að þá var Þórunn dóttir hans í námi Royal Academy og Jóhann vildi gefa henni færi á að ljúka því. Jóhann tók til við tónlistarkennslu í London, bæði við skóla og í einkatímum. Um tíma stjórnaði hann einnig hljómsveit og kór. Sennilega naut hann sín best í einkatímum, þar var hann hreint frábær kennari, strangur, kröfuharður en jafnframt mjög lif- andi og hvetjandi. Jóhann sagði mér einu sinni að það væri ekki til nein ein formúla við kennslu, það yrði að skyggnast inn í hug hvers einstaks nemanda og ná fram því besta sem hann byggi yfir. Mikill heiðursmaður hefur nú kvatt þennan heim. Til hinstu stundar glataði hann aldrei þjóð- erni sínu, þrátt fyrir langdvöl á enskri grund. Tungutakið var ómenguð norðlenska, í minni sér geymdi hann ýmsar sögur frá æskuárunum norður í landi, sagði óborganlega frá og hermdi eftir persónum þannig að þær stóðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Jóhann var jafnan glaður og reif- ur, þótti gott í staupinu og var hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann var hjartahlýr og yndislegur maður, elskur að börnum og þau að honum, og ávallt var hann reiðubúinn að greiða hvers manns götu. Munu þeir vera margir ís- lendingarnir sem nutu gestrisni þeirra hjóna í London á umliðnum árum. Mest dáðist ég þó að tengdaföð- ur mínum fyrir leiftrandi gáfur, ótvíræða tónlistarhæfileika og þann kraft og kjark að bijótast til menntunar og þroska á því sviði sem átti hug hans allan, þrátt fyr- ir að mörgu leyti mótdrægar ýtri aðstæður. Einar Arnalds. Crfisclrykkjur UciHngohú/lð GAPt-mn Sími 555-4477 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * St'mi 553 1099 + Útfðr föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANS KR. EYJÓLFSSONAR, sem andaðist 15. desember, fer fram frá Dómkirkjunni 5. janúar ki. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Tjaldanesheimilið (sími 566 6147). Lára Hansdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Bragi Hansson, Rose Marie Christiansen, Grétar M. Hansson, Kristín Sigsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar og fósturmóðir, ÁSDÍS KÁRADÓTTIR, áður húsfreyja að Garðskagavita, lést á Hrafnistu Reykjavík að kvöldi gamlárs- dags. Sigrún Sigurbergsdóttir, Kári Sigurbergsson, Valgerður Marinósdóttir. + Okkar ástkæra, JÓHANNA EINARSDÓTTIR, Hátúni 10B, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. janúar. Útförin auglýst siðar. Vandamenn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ INGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR, Álfaskeiði 45, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala 15. desembersl., verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30. Magnús Ragnarsson, Erla Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Margrét Ragnarsdóttir, Elínborg Ragnarsdóttir, Óskar Ásgeirsson, Hjördís Ragnarsdóttir, Örn Halidórsson, barnabörn og bamabarnabörn. + , Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hrafnistu, Reykjavfk, áður til heimilis að Kaplaskjólsvegi 60, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 6. janúar, kl 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög og stofnanir. Vilborg Sigurðardóttir, Sigurður Hermannsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Sigmundur Arthúrsson, Ásdís Sigurðardóttir, og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNAR EIÐSSONAR, Hörgslundi 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólk St. Jósefsspítala og Heimahlynningar. Hallfríður Kristín Freysteinsdóttir, Guðbjörg Kristín Arnardóttir, Eiður Arnarson, Hafdís Stefánsdóttir, Einar Örn Eiðsson, Valur Rafn Valgeirsson, Einar Rafn Eiðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.