Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 49

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1997 49 Skráðu þig strax, námskeiðin eru að fyllast. Skráning í síma 565-2212 HRESS I NYJU HÚSNÆÐI - FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FOLK I FRÉTTUM 8 vikna námskeið jfff NÁMSKEID HEFJAST 12.JANÚAR ® ÁRANGURSRÍK FITUBRENNSLU LEIKFIMI, ÞRISVAR TIL SEX SINNUM í VIKU ® LOKAÐIR TÍMAR FYRIR KONUR ® MORGUN- DAG OG KVÖLDHÓPAR 3 UMMÁLSMÆLINGAR OG VIKTUN 3 BARNAGÆSLA <3 FULLKOMINN TÆKJASALUR ® ÖLL KENNSLA í HÖNDUM FAGFÓLKS Ljúfsár tregi RICHARD Barreto, lögreglustjóri Miami Beach, heldur hér á gögnum sem voru gerð opinber í Versace-málinu og eru rúmar 700 síður. Versace-málinu lokið TðKLIST I.I ISI A IIISKI I! ÆR OG KÝR Ær og kýr, geislaplata hljómsveitar- innar Spaða. Hana skipa: Aðalgeir Arason mandólínleikari og söngvari, Anna Hólmfríður Yates söngkona, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Ei- ríkur Stephensen klarinettleikari, Guðmundur Guðmundsson gítarleik- ari, Guðmundur Ingólfsson bassaleik- ari og söngvari, Guðmundur Pálsson fiðlu- og munngígjuleikari og söngv- ari, Guðmundur Andri Thorsson söngvari, Gunnar Helgi Kristinsson harmoníku- og píanólcikari, Helgi Guðmundsson munnhörpuleikari, Magnús Haraldsson gítarleikari og söngvari og Snæbjörn Guðmundsson blokk- og þverflautideikari. Ólafur Halldórsson og Guðmundur Ingólfs- son sáu um upptöku og hljóðblöndun. Spaði gefur út. 1.999 kr. 47 mín. ÚRVALIÐ í íslenskri tónlistarút- gáfu er mikið um þessar mundir og þar kennir ýmissa grasa. Spaðar skera sig nokkuð úr, með trega- blandinni þjóðlagatónlist sem á rætur sínar í Grikklandi og á Balkanskaganum. Þótt tónlist Spaða sé blönduð trega, hlaðin mollhljómum, er hægt að kalla hana gleðitónlist. Textarnir eru margir hverjir gamansamir og haganlega smíðaðir; stutt í húmor- inn. Ljóðin eru séríslensk þótt tón- listin sé suðaustræn, mörg hver má kalla drykkjuvisur og í sumum glittir í sveitamennskuna: „Kæt- umst meðan keik er sál / kæri vinur þína skál! / Biti aftan, blaðstýft hægra / brátt við munum njóta vægra / veitinga sem kvenfélagið býður fram í skálanum." (Land og synir). Reglunni um stuðla og höf- uðstafi er fylgt í sumum lögum; það er skemmtilegt og raunar alltof sjaldgæft í dægurlagatextum nú til dags. Megnið af lögunum er eftir sveit- armeðlimi sjálfa, þótt inni á milli séu lög eftir aðra, aðallega gríska tónlistarmenn ef undirrituðum skjátlast ekki (varla er Stavros Xarhakos af öðru þjóðemi en grísku). Þegar litið er á nöfn laga- höfunda er augljóst að nafninu Guðmundur fylgir sköpunargáfa, ellegar ræður tilviljun því að texta- og lagahöfundar heita flestir Guð- mundur. Guðmundarnir Ingólfsson, A. Thorsson, Guðmundsson og J. Arason eru atkvæðamiklir, en að auki eiga Aðalgeir Arason, Gunnar Helgi Kristinsson og Magnús Har- aldsson nokkurn hlut að máli. Flest lögin eru ágætlega samin og myndu ugglaust passa ágætlega í ekta gríska brúðkaupsveislu. Þó era ekki öll lögin í þessum dúrnum, nægir að nefna sveitalagið A norð- urleið og poppballöðuna Rútuna. Flutningur er í góðu lagi, söngur skammlaus og hljóðfæraleikur mjög góður. Spaðar hafa greinilega stúderað þessa tegund tónlistar ár- um saman og ná blæbrigðunum af- ar vel. Klassískur gítar er mikið notaður og líka fiðla, flautur og klarinett. Ær og kýr þeirra Spaða eru vel áheyrilegur diskur. Fagmennskan er allsráðandi í lagasmíðum, texta- gerð og hljóðfæraleik. Auðheyrt er að Spaðar skemmtu sér vel við upp- tökur og sú gleði smitar hlustand- ann, þótt vissulega séu sum lögin tregablandin. ívar Páll Jónsson LÖGREGLAN í Miami Beach í Flórída hefur formlega lokið rann- sókn sinni á morðinu á ítalska fata- hönnuðinum Gianni Versace sem var myrtur 15. júlí á síðasta ári. Að sögn lögreglustjórans Richard Barreto er Andrew Cunanan gefið að sök að hafa myrt Versace en ástæða verkn- aðarins er það eina sem lögreglan hefur ekki enn getað upplýst. Cun- anan framdi sjálfsmorð um borð í húsbáti skammt frá morðstaðnum 23. júh' og að sögn Barreto hvarf þar með vonin um að ástæða morðsins yrði upplýst. Hann var einnig grun- aður um að hafa myrt fjóra aðra karimenn á ferð sinni um Bandarík- in. Lögreglan í Miami Beach gerði opinber gögn úr rannsókn málsins utan mynda af krufningu Versace þar sem beðið er dómsúrskurðar eft- ir að fjölskylda fatahönnuðarins fór fi-am á þær yrðu innsiglaðar. „Gianni Versace var fómarlamb geðveiks fjöldamorðingja og við eigum að meðhöndla hann sem fómarlamb og með virðingu," sagði Lou Cola- suonno, talsmaður Versace-fjöl- skyldunnar. Rómantísk gifting HfÖI NÝ NÁMSKEID HEFJAST 12.JANÚAR BRESKA leikkonan Helen Mirren, sem hef- ur oft sagst vera and- stæðingur hjónabands- ins, gekk í það heilaga á gamlársdag með bandariska kvikmynda- gerðarmanninum Taylor Hackford. At- höfnin fór fram í lítilli skoskri þorpskirkju Iielen Mirren ® HJÓLABRENNSLA 2x TIL 7x í VIKU 3 LOKAÐIR TÍMAR FYRIR KARLA 0G KONUR <9 TÆKJASALUR OG ÞOLFIMI FYRIR ALLA ® UMMÁLSMÆLINGAR OG VIKTUN 9 UPPSKRIFTABÓK við kertaljós á 53. afmælis- degi Hackford og klæddist brúðguminn skotapilsi en brúðurin var í kremlitaðri dragt. Meðal kvikmynda Hackfords eru „Officer and a Gentleman" og „Against All Odds“ en Mirren er þekktust fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum „Prime Suspect." ÞRÍR ÞOLFIMISALIR • FULLKOMINN TÆKJASALUR 20 HJÓL • VATNSGUFA • TVEIR NÝIR LJÓSABEKKIR YOGA • TAE KW0N00 • MÓDELNÁMSKEIÐ • FUNK AEROBIC • KG-UNGLINGAKLÚBBUR • VILDARKLÚBBURINN / ÓDÝR, ÞÆGILEGUR 0G SKEMMTILEGUR KOSTUR. Vildarklúbbstílboð frá 5 - 11 Jan.'98. HRESS IJKAMSRÆKT OG LJÓS Dalshraun 11 • Við Keflavíkurveginn • Sími 565 2212 HAMSUN var ekki allur þar sem hann var séður. ' | Konan frá vátni hinna ilmandi sálna (Womnn from the Lake of Scented Souls)-k-k'k1/2 Gífurlega sorgleg mynd um hamingjuleysi og vonleysi tveggja ólíkra kvenna. Aðall þessarar myndar er stórkostlegur leikur tveggja aðal- leikkvennanna og frá- bært handrit. Gotti (Gotti)'k'k'k Sannsöguleg mynd eins stærsta mafíósa sem New York hefur ahð. Góðir leikarar og vel unnin en handritið hefði mátt vera sterkara. Óþelló (Othello)'k'k'k Shakespeare leikrit í fallegum og vönduðum búningi með fín- um leikurum en Irene Jacob hverfur í skuggann af karlhetj- unum tveimur Fishburne og Branagh. Góður dagur (One Fine Day)'k'k Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fal- legu leikurunum Michelle Pfeif- fer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík. Hamsun (Hamsun)'k'k'kVz Stórgóð og átakanleg mynd um nasistaaðdáun norska Nóbel- skáldsins Knut Hamsun. Max von Sydow er frábær eina ferð- ina enn sem skáldið og Ghita Nörby sem eiginkonan þjáða. Fyrsta árásin (Jackie Chan’s First Stri- kef'k'kVz Aðdáendur Jackie Chan geta séð þennan ótrúlega áhættuatriða- mann sparka í allar áttir. Mynd þar sem gallamir auka skemmtanagildið. Fangaflug (ConAir)'k'k'k Alræmdustu iilmenn- um Ameríku er sam- an safnað í eina flug- vél og þá er hætta á ferðum! Alabamalúð- inn sem Nicolas Cage leikur bjargar öllu. Jude (Jude)'k'kkr Falleg og einstaklega dramat- ísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera þau sjálf. Christopher Eccleston og Kate Winslet í að- alhlutverkum. ^mvndbönd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.