Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 25
Ef af virkjun yrði þyrftu þeir sem
leituðu eftir ósnortinni náttúru og
öræfunum að aka lengra inn í land
en væru hins vegar fljótari í förum
á góðum vegum og kæmust fyrr í
snertingu við jökulinn, Fagradal og
Grágæsavatn svo dæmi séu tekin.
Algengt er að í skipulögðu hópferð-
unum fari heill dagur í að keyra frá
Héraði eða Snæfelli til Kverkfjalla.
Sá tími myndi styttast töluvert og
menn gætu notað þann tíma til að
skoða sig betur um á hverjum stað,“
segir einnig.
Ósnortin víðerni yrðu minni
Einnig er nefnt að fleirum gæfist
tækifæri til að skoða staði á borð
við Dimmugljúfur og að þótt línu-
leiðin um Odáðahraun yrði nýjung
mundi línan skerða upplifun ferða-
manna á leið um hraunið og heið-
amar.
„Þar sem ásýnd lands breyttist
ef virkjað yrði, myndu hin ósnortnu
víðerni verða minni að flatarmáli
en áður þó þarna yrðu enn víðáttu-
mikil ósnortin svæði. Gildi þeirra
yrðu hins vegar minni þar sem ein-
ingarnar yrðu smærri og aðdráttar-
afl svæðisins fyrir þá ferðamenn
sem sækjast eftir slíku yrði því
ekki eins mikið og áður.“
Þá segir að hálendið norðan
Vatnajökuls sé lítið notað miðað við
syðri hluta hálendisins. Það gæti
því tekið á móti hluta af þeirri aukn-
ingu sem spáð er að verði á fjölda
ferðamanna næsta áratuginn. Fyr-
irhugaðar virkjanir og ijölgun
ferðamanna á hálendinu gangi hins
vegar þvert gegn vilja þeirra sem
stunda þama ferðamennsku í dag.
„Ef ætlun ferðamálayfirvalda er að
höfða áfram til sama hóps verður
að halda fjöida ferðamanna á há-
lendinu takmörkuðum. Það fælist
t.d. í því að halda vegum ennþá það
slæmum að aðeins jeppar kæmust
inn á svæðið,“ segir Anna Dóra
Sæþórsdóttir.
Samt væri æskilegt að bæta vegi
inn á ákveðna staði, t.d. Dimmu-
gljúfur og Laugarvalladal, til þess
að létta álagi á öðrum. Aðeins betri
vegir gera dagsferðir inn á svæðið
frekar mögulegar. Við það léttir
álagi á gististaði hálendisins, það
þyrfti minni uppbyggingu auk þess
sem gisting ferðamanna í byggð
hefði jákvæð efnahagsleg áhrif.“
Ennfremur segir að búast megi við
því að við virkjanir myndi svæðið
missa hluta af þeirri sérstöðu sem
það hefur í dag og við það breytist
ferðamennska á svæðinu.
Minni sérstaða, harðari
samkeppni
Samkvæmt könnun Félagsvís-
indastofnunar hafi Norðurlöndin,
Grænland, Bandaríkin, Kanada,
Stóra-Bretland og írland verið þau
lönd sem helst komu til greina í
stað íslands í huga þeirra ferða-
manna sem hingað komu. „Sum
þessara landa eru þekkt fyrir að
búa yfir víðáttumiklum óbyggðum
en hafa jafnframt virkjað mikið af
vatnsföllum," segir í skýrslunni og
er vísað til þess að 10% ferðamanna
hafi nefnt Noreg sem annað land
sem kom til greina að sækja heim.
„Ferðamennska þar byggir að
miklu leyti á náttúruskoðun eins
og hér á landi. Samt sem áður hafa
mörg vatnsföll verið virkjuð þannig
að þar á ferðamennska, sem bygg-
ist á náttúruskoðun samleið með
vatnsaflsvirkjunum. Eðlismunur er
þó á ferðamennsku þar í landi og
á íslandi. í Noregi er uppbygging
á aðstöðu fyrir ferðamenn mun
betri en hér og vegir sömuleiðis."
Sagt er að ísland höfði frekar
til þeirra ferðamanna sem vilja litla
uppbyggingu í kringum sig en er-
lendir ferðamenn í Noregi séu frek-
ar hlutlausir í afstöðu til slíks.
Skýrsluhöfundur telur Noreg ekki
búa yfir jafnvíðáttumiklum auðnum
og Island, auðnum sem eru svo
framandi í augum þeirra erlendu
ferðamanna sem hingað sækja.
„Því er hætta á því að ef virkjað
yrði mundi sérstaða íslands sem
ferðamannalands minnka og sam-
keppnin við fyrrnefnd lönd yrði
harðari," segir í lok skýrslunnar um
áhrif virkjana norðan Vatnajökuls
á ferðamennsku.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast vikulega 1
£0 Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? £0 Viltu margfalda afköst í námi? £Q Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst fimmtudaginn 22. janúar n.k. Skráning er I síma 565-9500. Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fuilkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.
HRAÐLJESnTRARSKÓLCNIN ÖKU Æf\ SKOMNN Vx/ | MJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567-0-300
Nýtt árskort í stærstu heflsuræktarstöð landsins [
Aðeins 19.464t*
eða 1.622- á mánuði í aerobic, leikfimi,
spinning og tækjasali í þremur stoðvum Máttar
Nú er hafin sala á árskortum á einstöku tilboðsverði, aðeins 23.000- krónur eða
19.464- með þátttöku stéttarfélags. Mánaðarlegt æfingagjald er því frá 1.622-
krónum á mánuði eða 54- krónur á dag að meðaltali. Sala þessara árskorta
stendurtil 31. janúar 1998.
Einnig standa til boða 8 mánaða Hvatningarkort á 15.900- krónur eða 1.987- á
mánuði. Fjögurra mánaða Hvatningarkort kostar 12.000- eða 3000- á mánuði.
í verðskrá eru mörg önnur tilboð.
Einkaþjálfun nýtur vaxandi vinsælda, stakur tími kostar 2.000- krónur.
Nýjar æfingatöflur taka gildi mánudaginn 5. janúar 1998.
* Wleð aðild að stéttarfélagi, getur árskortið lækkað úr 23.000- krónum f 19.464-. Athugið
að þátttaka stéttarfélaga í eefingagjöldum getur verið mismunandi. Æfingastöðin f Skipholti er
eingöngu ætluð konum.
• Barnagæsla
# Þrjár heilsuræktarstöðvar í Rvík.
# Fjölbreytt námskeið
# Frjálsir tímar í leikfimi (þolfimi)
# Einkaþjálfun
# Fullkomnir tækjasalir
# Fagleg þjálfun og aðstoð
# Aðhald og eftirlit
# Fullkominn hjólasalur (SPINNING)
# Sjúkraþjálfun á öllum stöðum
FAXAFEN
SKIPHOLT
G
RAFARVOGUR
Mánud./miðvikudagar
7:00 Morgunleikfimi
8:30 Þolfimi og hjól
10:20 Hjólatími (miðv.)
12:05 Þrekhringur
14:30 Gigt/stoðkerfi
17:00 Hjólaþrek
17:15 Leikfimi (MRL)
17:45 Þrekhringur
18:15 Þrekhringur
18:15 Hjólaþrek o.fl.
19:30 Þolfimí
Föstudagar
7:00 Morgunleikfimi
8:30 Þolfimi/hjól
10:20 Hjólatími
12:05 Hjól/þrekhringur
17:30 Hjól, MRL
18:15 Þrekhringur
Þriðjud./fimmtudagar
6:45 Hjólaþrek/teygjur
10:20 Hjólatími
12:05 Hjólatími
13:25 Kvennaleikfimi
16:30 Þol og þrek
16:45 Hjólatími
17:30 Vaxtarmótun
18:30 Þrekhringur
18:45 Hjólatími/teygjur
Laugardagar
9:00 Hjólatími
9:00 Aðhaldsnámskeið
10:00 Aðhaldfrh.
10:15 Vaxtarmótun
11:00 Ofurþrek á hjóium
11:30 Þrekhringur
13:00 Hjólatími
Sunnudagar
11:00 Ýmislegt
Mánud./miðvikudagar
9:00 Leikfimi, vaxtarm.
10:10 Leikfimi (MRL)
12:05 Hressarkonur
13:15 Leikfimi.vaxtarm.
16:40 Leikfimi
17:45 Leikfimi, 3x20
18:45 Leikfimi
19:45 Jóga
Föstudagar
9:00 Leikfimi, stöðvar
10:10 Leikfimi (MRL)
12:05 Hressar konur
13:15 Leikfimi, stöðvar
16:40 Leikfimi
17:45 Leikfimi, 3x20
Þriðjud./fimmtudagar
12:05 Háls/herðar/bak,
leikfimi
14:15 Konurmeð börn
á brjósti
16:30 Leikfimi
17:30 Leikfimi, 3x20
18:30 Aðhaldsnámskeið
19:30 Aðhaldsnámskeið
Lokað laugardaga og
sunnudaga.
Mánud./miðvikudagar
9:15 Konur, leikfimi
13:25 Leikfimi, vaxtarm.
17:15 MRL, pallar
18:15 Pallar/stöðvar
19:15 Þrek og þol
20:15 Karlarnir í hverfinu
Föstudagar
9:15 Konur, leikfimi
13:25 Leikfimi, vaxtarm.
17:15 Leikfimi (MRL)
Þriðjud./fimmtudagar
17:15 Leikfimi (MRL)
18:15 Leikfimi, 3x20
19:30 Konur, aðhald
Laugardagar
9:00 Karlaþrek
10:00 Leikfimi, 3x20
Sunnudagar
Tækjasalur
opinn frákl. 10.
Rekstrarstjórar eru Elias Nielsson iþróttafræðingur og Kristin Gunnlaugsdóttir.
Tilboð á árskortum gildir til 31. janúar 1998.
Upplýsingar og bókanir í dag, sunnudaginn 4. janúar í síma 568-9915.
Faxafeni 14, sími 568-9915, Skipholti 50a, sími 5814522 og
Langarima 21-23, sími 567-7474.