Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 31
q I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 31 < i i í j í í í i i i i t i i i i I i i i + Guðjón Sigfús- son var fæddur í Egilsstaðakoti í Flóa 14. febrúar 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 25. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigfús Ben- óni Vigfússon, f. á Kirkjubæjar- klaustri 22.2. 1868, d. í Reykjavík 16.7. 1948, og Gróa Gestsdóttir, f. í Geldingahoiti í Hreppum 11.11. 1874, d. í Reykjavík 7.9. 1958, en hún var dóttir Gests bónda á Húsatóft- um á Skeiðum, Eyjólfssonar bónda í Vælugerðiskoti í Flóa, og konu hans Guðlaugar Olafs- dóttur. Þau Sigfús og Gróa áttu saman tíu börn auk Guðjóns, sem öll eru nú látin. Elstur var Gestur, f. 21.2. 1902, þá Matthí- as málari, f. 2.5. 1904, Sesselja Guðlaug, f. 1.7. 1906, Sigurgeir, f. 23.7. 1907, bifreiðastjóri í Reykjavík, Kristmundur, bóndi á Hamri, f. 12.6. 1909, þá Magn- ús, f. 16.12. 1910, dó í frum- bernsku, þá Guðmundur, f. 16.5. 1913, lengst af búandi í Þorláks- höfn, Sigmundur Ágúst, f. 30.8. 1914, og systurnar Marta, f. 27.9. 1915, og Lilja, f. 11.10. 1917. Son átti Gróa áður hún giftist, þá heimasæta á Húsat- óftum, var það Kristinn, f. 26.2. 1895 á Húsatóftum, d. 22.2. 1896. Faðir hans var Árni „pró- Á jóladagsmorgun kvaddi þenn- an heim minn kæri vinur og sam- ferðamaður á lífsleiðinni, Guðjón Sigfússon. Með honum er genginn sá maður sem ég hef ævinlega sett við hlið foreldra minna, svo kær var hann mér og hugþekkur, allt frá bernsku minni. Það var einmitt á þessum tímamótum sem ég minn- ist hans fyrst, þegar hann og Fríða voru að koma heim til okkar að Kílhrauni, þau í blóma lífsins, en ég barn, fullur eftirvæntingar og tilhlökkunar, því jólin voru í nánd. ventumaður“ á Húsa- tóftum, Magnússon. Þau Sigfús og Gróa hófu búskap í Egils- staðakoti vorið 1903, þar fæðast öll þeirra börn, nema Gestur sem fæddur var á Egilsstöðum í sömu sveit. Harðindavorið 1918 bregða þau búi og eru eitt ár á Urr- iðafossi í vinnu- mennsku, tvö árin næstu í Hnausi, en flytjast þá niður á Eyrarbakka og síðar að Oseyrarnesi, þar sem Sigfús var feijumaður þijú ár, þaðan aftur austur á Eyrarbakka þar sem þau búa í nokkur ár. Síðustu árin dvöldu þau hjá Guðlaugu dóttur sinni í Reykjavík. Þegar þau hættu búskap í Egilsstaða- koti fór Guðjón að Hurðarbaki þá sex ára og var þar allt til þess að foreldrar hans setja saman bú á Eyrarbakka og taka hann til sín. Fljótlega fór hann að aðstoða föður sinn við feijuna og gekk í alla ígripavinnu sem til féll á Eyrarbakka strax á unga aldri, þá var hann í vinnumennsku bæði í Dalbæ hjá Olafi frænda sínum Gestssyni, síðar bónda á Brúna- völlum á Skeiðum, og hjá Sigur- grími Jónssyni bónda í Holti í Stokkseyrarhreppi, og víðar var hann í lausamennsku á uppvaxt- arárum sínum. Síðar fór hann að stunda alla almenna vinnu, mest við smíðar, var lengst af hjá Tré- smiðju Eyrarbakka eða allt til Það hagaði þannig til, og brást ekki það ég minnist, að þau komu alltaf til okkar um jól og dvöldu heima fram yfir áramót, og mikið breyttist þá og léttist heimilisbrag- urinn þegar þau voru komin. Þá voru sagðar sögur, spilað og hlegið og tilveran varð ein samfelld gleði- stund meðan þeirra naut við. Þann- ig verður Guðjón ávallt í minningu minni gleðigjafí sem lýsti umhverfi sitt og gaf svo mikla birtu, tilhlökk- un og trú á hið góða í lífinu. Guðjón var ekki maður sem MINIMINGAR ársins 1960 að hann flyst að Selfossi, en þar vann hann m.a. hjá Trésmiðju Kaupfélags Ár- nesinga mörg ár, síðar við físk- vinnu í Straumnesi hf. meðan það starfaði, auk ígripavinnu hjá ýmsum, bæði á Selfossi og víðar. Þá rak hann í fjöldamörg ár lítið rammaverkstæði, fyrst á Selfossi, en síðar á Eyrar- bakka eftir að hann fluttist þangað aftur. Hinn 31. maí 1942 gekk Guð- jón að eiga Steinfríði Matthildi Thomassen. Var hún fædd á Eskifirði 6. desember 1909, en ólst upp frá unga aldri í Kíl- hrauni á Skeiðum. Eignuðust þau eina dóttur, Guðbjörgu, f. 7. nóv. 1944, nú bankastarfs- maður í Landsbankanum. Sam- býlismaður hennar er Styrmir Gunnarsson, málari, en hún á eina dóttur, Unni Fríðu, f. 22. júní 1964, sjúkraþjálfara á Eg- ilsstöðum, faðir hennar er Hall- dór Snorrason matreiðslumað- ur í Reykjavík. Sambýlismaður Unnar Fríðu er Marinó Már Marinósson frá Reyðarfirði og eiga þau tvö börn, Guðbjörgu Arneyju, f. 27.2. 1993, og Einar Guðjón, f. 24.4. 1996. Þau Guðjón og Steinfríður reistu sér fljótlega eftir að þau giftust hús á Eyrarbakka, sem hann byggði svo til að öllu leyti sjálfur. I því húsi bjuggu þau allt til ársins 1960 að þau flytj- ast á Selfoss þar sem þau búa fyrstu árin hjá Jóni Konráðs- syni, en kaupa síðan Kirkjuveg 13 þar sem þau búa þar til þau flytjast inn á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Guðjón missti Steinfríði konu sína hinn 6. júlí síðastliðinn. Utför Guðjóns fór fram frá Eyrarbakkakirkju 3. janúar. fæddist með „silfurskeið“ í munni eins og stundum er sagt. Hann ólst upp við mikla fátækt og hann kynntist því að vera svangur og kaldur í uppvexti sínum, en upplag- ið var gott svo erfíðleikarnir efldu hann og hertu til að takast á við lífið sem hann var fæddur til að lifa, í því kalda og einmanalega umhverfí sem mörg börn á önd- verðri þeirri öld sem nú er senn að kveðja urðu að þola. Oft minn- ist ég frásagnar hans þegar hann á sjötta afmælisdegi ævi sinnar sat við matborðið með heimilisfólkinu á Hurðarbaki, sinn íyrsta dag í þeirri vist, veturinn 1918, vetur sem talinn er sá harðasti og kaldasti á öldinni, faðir hans við sjóróðra úti í Herdís- arvík og systkini hans og móðir á bæjum í sveitinni, því heimili þeirra var bjargarlaust, og horfði á matinn svo mikinn og ilmandi. Sú stund stóð honum fyrir hugskotssjónum alla ævi síðan, svo svangur var hann þann dag, og mikið hélt hann upp á Áma bónda sem setti hann við hlið sér við matborðið og gaf honum eggið sitt, með þeim orðum að hann ætti það skilið, því hann væri að stækka. Þetta með öðru á uppvaxtarárum hans mótaði hann og gerði að þeim hófsemdar- og reglumanni sem var aðalsmerki hans í lífinu. Strax í æsku fór hann að vinna og eftir veru sína á Hurðar- baki, sem mun hafa verið þijú ár, fór hann niður á Eyrarbakka til foreldra sinna sem þá höfðu sett saman bú sitt að nýju. Með þeim fór hann að Oseyramesi þar sem hann annaðist feijuna með föður sínum auk allra annarra starfa sem til féllu. Þegar hann eltist var hann við ýmis störf, einkanlega til sveita, en síðar aðallega við trésmíðar hjá Trésmiðju Eyrarbakka og síðar hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hann var listrænn og lagtækur, hvað sem hann tók sér fyrir hendur, einn þeirra manna sem allt lék í höndum. Hann var áhugamaður um alla nýbreytni þrátt fyrir nægjusemi sína og sparsemi, meðal annars var hann einn fyrstur manna sem sáust á reiðhjóli hér í Flóanum, og þótti nýlunda og mörgum undrunarefni hvernig maður gat setið slíkan „fák“ á þeim tíma þegar fábreytnin var allsráðandi. Og þegar heilsa hans var svo mjög farin að bila að hann gat ekki notað hjólið sitt fékk hann sér fjórhjól og ferðaðist á því hvert sem honum sýndist. Trú- mennska og samviskusemi- voru honum í blóð bornar og engan mann annan þekkti ég sem vann starf sitt af meiri hollustu fyrir húsbændur sína. En það sem var kannski eftirminnilegast í fari Guð- jóns var glaðværðin, þessi gáski en þó um leið rætnislausa grín sem hann viðhafði um lífið og tilveruna, þegar aðrir sátu gneypir. Þess vegna var hann alls staðar aufúsu- gestur þar sem fólk kom saman til að skemmta sér, til dæmis var hann einn af stofnendum Leikfé- lags Eyrarbakka og lék með félag- inu í fjöldamörg ár. Þá var hann mikill áhugamaður um allan veiði- skap og stundaði lax- og silungs- veiði bæði á stöng og í net fram á elliár, og var hann sérstaklega fengsæll veiðimaður, enda snjall " að búa í hendurnar á sér við veiði- skapinn. Annað var líka sem Guð- jón hafði umfram marga aðra menn, en það var að hann þekkti ekki lofthræðslu og var oft fenginn til að mála þök brúarstólpa og ann- að þvíumlíkt, það sem aðrir ekki þorðu að gera. Enn eru til menn sem muna hann hlaupa eftir brúar- strengjunum á Ölfusárbrúnni með ána gínandi fyrir neðan sig. Þegar litið er yfír farinn veg held ég þó að segja megi að tvennt umfram annað hafi einkennt allt lífshlaup Guðjóns, annars vegar ráðdeildin, hagsýnin og krafan við sjálfan sig að gera hlutina rétt, hver sem í hlut átti, hins vegar trúnaðurinn gagnvart öllum sem hann umg- ekkst, ekki síst þeim sem hann vann fyrir, og svo heimilinu og eig- inkonunni, og láta ekkert skorta til heimilisins. Þetta áleit hann sín- ar helgustu skyldur, og vildi ekki þurfa að leita til annarra um þann beina. En stálvilji hans og stefnu- festa gerðu honum kleift að sigrast á öllum þeim erfiðleikum sem hann mætti í lífínu. Aldrei man ég hann æðrast eða ýta til annarra þeim þunga krossi sem hann bar í veik- indum konu sinnar, en sá tími var honum vissulega oft erfiður. Og sama var með hann sjálfan þegar ellin færðist yfír og líkaminn, sem áður var svo léttur og stæltur, fór að gefa sig. Alltaf bar hann sig vel og sló saman höndum og gerði að gamni sínu. Guðjón var einstak- ur maður, sívinnandi meðan hann gat, meira að segja eftir að hann var kominn með hækjur setti hann niður kartöflur í garðinn sinn, og liggjandi tók hann þær upp. Þar var ekkert gefið eftir, verkið varð að vinna, til þess að geta gefið vin- um og vandamönnum í pottinn með soðningunni. Guðjón er horfínn. Úti fyrir ströndinni rís báran og brotnar á klöppum neðan við sjó- garðinn á Eyrarbakka, sama báran og forðum, en nú er hann alkominn heim, á „Bakkann" þaðan sem hann vildi aldrei fara. Megi algóður Guð varðveita Guð- jón og Steinfríði og þeirra niðja. Árni Valdimarsson. GUÐJON SIGFÚSSON + Jóhann Frí- mann Hannes- son fæddist á Ei- ríksstöðum í Svart- árdal, Austur- Húnavatnssýslu 18. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 19. desember síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Svava Þorsteinsdóttir, f. 2. júlí 1891, d. 28. jan. 1973, og Hann- es Ólafsson, f. 1. sept 1890, d. 5. júní 1950. Systkini Jó- hanns: Áuður, látin, Sigurgeir og Torfhildur. Fyrsta vetrardag 1945 gift- ist Jóhann eftirlifandi eigin- konu sinni Freyju Kristínu Kristófersdóttur frá Vest- mannaeyjum, hennar foreldrar voru Þórkatla Bjarnadóttir, f. 25. feb. 1895, d. 13. júlí 1975, og Kristófer Þórarinn Guðjóns- son, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981. Börn þeirra eru: 1) Anna, f. 1946, gift Ragnari Þór Bald- vinssyni, þeirra börn: Jóhann Með örfáum orðum viljum við kveðja kæran móðurbróður okkar, Jóhann Frímann Hannesson, sem andaðist 19. des. sl. Jói, eins og hann var ávallt kallaður, var yngst- Freyr, f. 1965, gift- ur Júlíu Berg- mannsdóttur og eiga þau tvö börn. Hlíf, f. 1967, gift Stefáni Guðmunds- syni, á hún eitt barn. Þórunn, f. 1976, á hún eitt barn. Ragna, f. 1979. 2) Rúnar Þor- kell, giftist Björgu Guðmundsdóttur, þau slitu samvist- um, þeirra börn: Fríða, f. 1973, sam- býlismaður Her- mann Hermannsson, eiga þau tvö börn. Freyja Kristín, f. 1978. Jóhann Frímann, f. 1987. Fyrir átti Rúnar Pál Þóri, f. 1967, með Ellýju Pálsdóttur, sambýliskona Páls er Mekkín Árnadóttir, eiga þau tvö börn. 3) Hlynur, f. 1968, sambýlis- kona Karen Ingimarsdóttír, eiga þau eitt barn. Utför Jóhanns Frímanns fer fram frá Langboltskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15. ur móðursystkina okkar, en móðir okkar elst. Hún andaðist 1988. Mikil samskipti voru milli systkin- anna og enn meiri eftir að Jói og Freyja fluttu til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum. í hugum okkar voru þau hjónin sem eitt og var ávallt talað um Jóa og Freyju. Þau voru afskaplega ættrækin og dug- leg við heimsóknirnar og var oft komið við á æskuheimili okkar í Langagerðinu. Upp í hugann koma fjölmargar samverustundir stórfjöl- skyldunnar og brást vart að Jói væri ekki hrókur alls fagnaðar. í minningunni situr eftir mynd af Jóa frænda, afspymu hressum og glaðværum manni, eilítið stríðn- um og hláturmildum. Mörg undan- farin ár voru honum erfið vegna veikinda, en síðasta ár létti þó að- eins til. Ekki slitnaði sambandið við þau Jóa og Freyju þó móðir okkar félli frá, við systkinin öll flutt úr Langagerðinu, eða eftir að veik- indin heijuðu á hann. Enn var kom- ið í heimsókn. Kæri Jói, við viljum þakka þér innilega ánægjulegar samveru- stundir og hlýjan hug til okkar frá barnæsku. Okkur fínnst vel við eiga að láta hér fylgja smá ljóð eftir sameigin- lega frænku okkar, Þórhildi Sveins- dóttur. Lífíð gefur, lífíð tekur, Iffið heimtar skatt af þér, enginn getur aftur snúið, innan stundar kvðlda fer. Þq'óta kraftar, fapar kliður, þreyttum verður hvíldin góð, erfiðleikar allir gleymast, unað veitir hvíldin hljóð. Elsku Freyja og frændsystkini okkar, Anna, Rúnar og Hlynur, við sendum ykkur og fjölskyldum ykk- ar okkar hjartnæmustu samúðar- kveðjur og megi guð vera með ykkur. Systkinin úr Langa- gerðinu og fjölskyldur. Með sólskinsfána úr suðurátt, á silfurbryddum skóm nú fer að vor með fíðluslátt, hinn fijálsa, bjarta hljóm, og ríki ljóssins hrósar hátt hvert hljóðlátt jarðarblóm. (Jakob Thorarensen.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug, er ég minnist vinar míns Jóhanns Frímanns Hannessonar. Fáum dög- um fyrir andlát hans rifjuðum við þær upp saman úr afmælisdagabók, sem hann var með og tileinkaðar voru hans degi. Þótt kynni okkar hafí ekki verið löng í árum, var sem við hefðum alltaf þekkst. Kom þar til uppruni og æskuslóðir „Húna- vatnssýslan" okkar, gagnkvæm virðing og traust. Hann bar tak- markalaust traust og virðingu til mín og einlægan trúnað. Þannig kynntist ég þeim hjónum Freyju hans, sem umvafði hann til hinstu stundar, eins og henni einni er lag- ið, ásamt dyggum stuðningi bama og allra ástvina þeirra. Þegar við hugsuðum norður og ræddum um héraðið okkar var eins og oftast í minningum sólskin og bjart, vafa- laust hafa verið skúrir á milli en þær horfnar. Síðast liðið sumar áttu þau hjón góðan tíma fyrir norðan, í faðmi ættingja og vina. Ferðuðust og nutu tækifæra sem buðust, m.a. vel skipulagðrar ferðar til Siglu- fjarðar sem ég tók einnig þátt í og varð okkur öllum ógleymanlegt ævintýri. Þau ferðuðust oft til út- landa, svo var einnig á liðnu sumri, er þau voru með syni sínum og hans fjölskyldu. Þaðan hringdi Jó- hann til mín til að segja mér af þeim, og óska vinum sínum alls góðs í sumarleyfmu. Hann var eftir- minnilegur samferðafólki hvar sem hann fór, vann af kjarki og dugnaði störf sín bæði til sjós og lands. Síð- ustu starfsár voru hjá Vegagerð ríkisins, lauk þar starfsvettvangi hans. Sl. vor var hann heiðraður fyrir störf sín þar ásamt fleirum. Gleði hans var mikil er þau hjónin komu til okkar vinnufélaga til að sýna fagran grip, þannig deildu þau af sínu og við hrifumst með. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var óspar á krafta sína að styðja og koma áleiðis hugðarefnum sínum. Hann hlakk- aði til hvers dags, lagði lið með jákvæðu hugarfari og þakklæti þá þjónustu sem hans aldurshópi stendur til boða á vegum Reykja- víkurborgar. Það verður seijit full- þakkað, en í minnum haft. Á kveð- justund sækir margt á hugann, tregi, þakklæti, birta og ylur. Við sem þekktum Jóhann söknum góðs vinar, þökkum samfylgd, minning- in er björt og hlý. Með sólskinsfána úr suðurátt á silfurbryddum skóm fer Jóhann vinur okkar til nýrra heimkynna og verður þar eins og við ávallt munum hann, fallega klæddur, glaður og hlýr. Minningin um fjölskylduföður yljar um ókomna tíma og guðs blessun fylgi elsku Freyju og ást- vinum öllum. Guðrún Jónsdóttir. JOHANN FRIMANN HANNESSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.