Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Herkúles fer sigurför um heiminn WALT Disney fyrirtækið gerist æ öflugra í fram- leiðslu sinni á teiknimynd- um í fullri lengd. Um hverja stórhá- tíð fá litlu bömin okkar að kynnast nýjum hetjum til að dýrka og dá. Um þessi jól er það 35. myndin og fjallar hún um gríska guðinn Herkúles sem þarf að yfirstíga margar þrautir á unglingsárum til þess að vera álitinn hetja af samfé- lagi sínu, og þar með tekinn í guða tölu. Við erum heppin að eiga marga góða leikarar sem ljá þessum skemmtilegu veram rödd sína snilldarlega vel, og fengum því álit nokkurra þeirra á persónunum sem þeir blása lífi í. Selma Björnsdóttir leikur Meggu „Megga er eiginlega margfóld í roðinu. Vandamálið er að hún er á mála hjá Hades sem er mjög vond- ur, en það er ærin ástæða fyrir því. Hún getur virst vera ofsalega vond en í rauninni er hún algjör engill. Það var mjög gaman að tala inn á Meggu því hún er mjög skemmti- legur karakter. Hún er voðaleg pæja og hefur sérstakan talanda, svo ég féll alveg fyrir henni. Mér finnst hún ólík öðrum kvenpersón- um sem við höfum séð í Disney myndum, tvímælalaust „femme fatale". Ég held að fyrirmyndin sé Barnfóstran úr samnefndum sjón- varpsþáttunum. Hún er nútíma- kona, engin veimiltíta og þarf því ekki aðstoð frá karlmanni til að leysa sín mál,“ segir Selma um hlut- verk sitt í Herkúles. FÍLÓ er fyrst og fremst vinur Herkúlesar. MEGGA er engin veimiltíta. GUÐLEGIR feðg- ar; Seifur og Herkúles. Valur Freyr Einarsson talar fyrir sjálfan Herkúles „Herkúles er voða sterkur og lendir í ákveðnum vandræðum út af því. En hann er góður og hjarta- hreinn strákur. Af því að hann er guð, og þar með ólíkur öllum öðr- um, lendir hann í einelti þegar hann er unglingur. Þetta er mjög skemmtileg mynd, og þá ekki síst fyrir fullorðna. Hún er mjög vel skrifuð og snjöll á allan hátt. Þar sem hún er byggð á þess- um grísku goðsögum er hún mjög fræðandi og virkar því á fleiri en einn hátt. Húmorinn er mjög góður og fylgir amerískri bíómyndahefð að því leyti; mikið um hnyttnar setningar sem ldtla hláturtaugarn- ar, og allt gert á mjög smekklegan hátt.“ Guðmundur Ólafsson túlkar geitina Fíló „Þetta er umboðsmaður af lífi og sál sem sér mikla möguleika í Herkúles. Hann er kátur og gífur- legur kraftur í honum. Fíló er alltaf á fullu en fyrst og fremst er hann vinur Herkúlesar. Þeir rekast á einn góðan veðurdag þegar Fíló er í geðlægð því það hefur ekkert rekið á fjörur hans í langan tíma. Þó Fíló sjái ekki mikið í þessum unga manni til að byrja með, ákveður hann samt að taka hann að sér. Það er mikið verið að vitna í nú- tímann í þessari mynd þó að hún gerist fyrir Kristsburð, og það á sérstaklega við um takta og stæla. Það er ansi skondið oft, og mér finnst myndin öll mjög skemmti- leg.“ Pétur Einarsson er röddin á bak við Seif „Seifur er pabbi hans Herkúlesar og er alveg rosalega hress gaur. Þetta er ekki mjög stórt hlutverk, en eitt af því erfiðasta var hláturinn hans sem er mjög sérstakur. Hann er mikið persónueinkenni, ég varð því að gera hlæja eins og hann gerir í bandarísku útgáfunni og það tók mig svolítinn tíma að ná því. Seifur er öðruvísi en við erum vön að ímynda okkur guði. Þótt hann sé með þetta guðlega vald sitt á hreinu, hefur hann marga mannlega bresti. Pabbi minn var ekkert líkur hon- um, en ég held samt að margir myndu vilja eiga pabba eins og hann, því hann skilur vilja og lang- anir drengsins síns mjög vel.“ LAUGAVEGI 54, SIMt 552 5201 / Islensk jól í útlöndum VIGDIS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, og Astríður dóttir hennar voru viðstaddar íslendingamessu í St. Páls-kirkju í Kaupmannahöfn á jóladag. Séra Lárus Guðmundsson, sendiráðsprestur í Danmörku, predikaði og fjöldi Islendinga mætti til að hlýða á Guðs orð á móðurmálinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.