Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skref í átt að lýðræði ) BAKSVIÐ Um 850 milljónir kjósenda ganga að kjör- borði í Kína á næstu vikum til að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Niels Peter Arskog, fréttaritari Morgun- blaðsins, fylgdist með kosningum á nokkrum stöðum. Reuters. IBUAR í bænum Beixing í Hebei-héraði fylla út kjörseðla. KÍNVERJAR streyma nú og á næstu vikum á kjörstað, víðs vegar um hið víðfeðma ríki til að kjósa sveitar- stjórnarmenn. Ekki er löng hefð fyrir frjálsum kosningum í kommúnistaríkinu Kína, það var ekki fyrr en á níunda ára- tugnum sem yfírvöld leyfðu almenningi að taka þátt í beinum kosningum. í fyrstu fengu kjósendur á landsbyggðinni að kjósa fulltrúa í sveitarstjórnir, svo í stærri bæj- um og borgum. Almenningur getur hins vegar ekki kosið fulltrúa á þing, hvorki héraðs- eða þjóðþingið. Hins vegar er svo mikil ánægja meðal almennings með sveit- arstjórnarkjörið að æ fleiri hafa lýst áhuga á því að sömu reglur gildi um þingkosning- ar. Frambjóðendum í kosningum er ekki skylt að vera í Kommúnistaflokknum, vilji þeir bjóða sig fram, þeim nægir að leggja fram stuðningsyfirlýsingu tíu manna. Að þessu sinni er yfir helmingur frambjóðanda óháður og það, og um 98% kosningaþátt- taka, segir allt sem segja þarf um áhuga kjósenda á kosningunum sem gera þeim kleift að hafa bein áhrif. Gengið er til sveitarstjómarkosninga þriðja hvert ár og er þetta í fjórða sinn sem kosningar eru haldnar. Kosið verður í um einni milljón þorpa og bæja. Þá munu íbúar stærri bæja og borga velja fulltrúa á alþýðu- þing borga og héraða en þær kosningar fara fram á fimm ára fresti. Alls ganga um 860 milljónir kjósenda að kjörborðinu. Dreifðar kosningar Ekki' er hægt að kjósa í öllum kjördæm- um á sama tíma í svo stóru landi og því ræð- ur kjörstjóm á hverjum stað hvenær skuli kosið en það verður að gerast fyrir 1. febrú- ar nk. Þá eiga alþýðuþingin ennfremur að hafa lokið kosningu héraðsstjórna og full- trúa á héraðsþing og þjóðþing. í mars verð- ur níunda þjóðþing alþýðulýðveldisins sett en um 3.000 fulltrúar eiga sæti á því og munu þeir velja forseta og stjórn til næstu fimm ára. Það sama á við alþýðuþingin í héröðunum og sveitarstjórnimar, aÚir 18 ára og eldri hafa kosningarétt og geta boðið sig fram, hafi þeir til þess stuðning 10 manna. Dæmi um þetta er borgin Nanjing, þar sem búa um 5,2 milljónir manna. Um 3,9 milljónir em á kjörskrá og velja á milli um 2.900 frambjóðenda til svæðis- og amtsþinga. Er borginni skipt upp í tíu svæði og fimm ömt, sem skiptast í 1.739 kjördeildir. Hver kjör- deild hefur einn til þrjá fulltrúa, eftir stærð, og hvert amt hefur að lágmarki 120 fulltrúa. Frambjóðendum fækkað Kínverska þjóðskráin er afar gloppótt og því lætur fólk skrá sig á kjörskrá fyrir hverjar kosningar. Menn geta skráð sig á fæðingarstað, þar sem menn vinna eða þar sem menn búa og verða listarnir að liggja fyrir tuttugu dögum fyrir kosningar. Fram- boðslista verður að leggja fram tíu dögum fynr kosningar. í Nanjing buðu 30.403 manns sig fram, tíu sinnum fleiri en fulltrúar borgarinnar. Lög kveða á um að frambjóðendur megi að- eins vera þriðjungi fleiri en fulltrúar og því fækkaði kjörstjóm frambjóðendum. Dæmi um það er í Xuan Wu-kjördeildinni í Nanj- ing þar sem um 9.000 kjósendur eiga að velja tvo fulltrúa. Frambjóðendur voru hins vegar 295. Eftir viðræður kjörnefndar, íbúa- nefnda og frambjóðenda, var þeim fækkað í 65. Enn var fundað og þrír frambjóðendur valdir. Þeir voru svo kynntir í blöðum og sjónvarpi fyrir kosningarnar. Flokksskírteini ekki skilyrði Átta kjörstaðir eru innan hvers kjör- svæðis og einn þeiri'a er Panda-verksmiðj- an, þar sem 878 kjósendur eru á kjörskrá. Þeir geta valið á milli þriggja samstarfs- manna sinna. Xu Ping er 44 ára, varafor- maður starfsmannafélagsins á staðnum og átti sæti á síðasta þingi. Annar fráfarandi fulltrúi svæðisins á þinginu hlaut ekki náð fyrir augum kjömefndar og því sækjast verkfræðingurinn Bai Jian Chuan og verkakonan Ma Bin, sem er félagi í komm- únistaflokknum, eftir sæti hans. Bai er ekki flokksbundinn en telur það ekki á nokkurn hátt draga úr möguleikum sínum á því að ná kjöri. Segir kjósendur meta frambjóð- endur eftir því hvort þeim sé treystandi, ekki eftir flokkslínum. Kjörið fer fram í hátíðasal verksmiðjunn- ar þar sem fundir, kvikmyndasýningar og leiksýnigar em haldnar. Starfsmenn koma saman í salnum þar sem formaður kjör- stjómar gerir grein fyrir starfi stjórnarinn- ar, hvernig frambjóðendur hafi verið valdir og fyrir kjörreglum. Kjósendur geta átt sér einn eða jafnvel tvo umboðsmenn, sem geta kosið í þeirra stað. Þjóðsöngurinn er leikinn, kjörkassar inn- siglaðir og gengið er til kosninga, sem taka tuttugu mínútur. Kjósendur mega í mesta lagi krossa við tvö nöfn á kjörseðlinum, bæta við nöfnum í stað þess að krossa við, eða skila auðu. Til að ná kjöri verða menn að fá yfir helming greiddra atkvæða. Talning fer fram á staðnum en úrslit em ekki kunngjörð fyrr en talin hafa verið at- kvæði á hinum sjö kjörstöðum svæðisins, svo og upp úr þeim kjörkössum sem farið er um með heim til aldraðra og sjúkra. Verkfræðingurinn Bai reyndist sigurveg- ari kosninganna, hlaut alls 5.958 atkvæði, Xu Ping var endurkjörin með 5.077 atkvæð- um en Ma Bin náði ekki kjöri. Kjósendur í hátíðarskapi Bærinn Zhang er í útjaðri Nanjing og nær ein kjördeild yfir hann, annan bæ og þrjár verksmiðjur. Kjósendur em 3.213 og kjörstaðimir fjórtán. í fyrstu vora fram- bjóðendumir sextán en þeim var fljótlega fækkað niður í fjóra. Zhang Wwn Cai er 51 árs, aðstoðarbæjarstjóri og félagi í komm- únistaflokknum, Zhen Yang Bao, 47 ára deildarstjóri á landbúnaðarskrifstofu amts- ins sækist eftir endurkjöri og er ekki flokks- maður, hinn 36 ára gamli landbúnaðar- verkamaður Nie Chang Yin er heldur ekki í kommúnistaflokknum og sömu sögu er að segja um Dai Yu Mei, 34 ára formann kvennasamtaka bæjarins. Af 203 kjósendum í bænum mættu 200 á kjörstað og kjörið fór fram á svipaðan hátt og í Panda-verksmiðjunni. Kjósendur era í hátíðarskapi, sumir hafa tekið sér frí úr vinnu til að komast á kjörstað, og þeir fagna réttindum sem Vesturlandabúar telja sjálf- sögð, svo sem að kosning sé leynileg. Menn era enn minnugir reynslunnar úr menning- arbyltingunni þegar það gat komið þeim í koll að hafa látið fögur orð falla um stjórn- málamenn sem síðar féllu í ónáð og því hafa fæstir kjósenda orð á því hverjum þeir fylgja að málum. Formaður kjörstjórnarinnar í Zhun, Sun Ting Zhao, segir kjósendur meta mest leynilegu kosningamar, svo og að ekki þurfi nema tíu manns að baki frambjóðanda. Hann segir fyrirkomulag kosninganna hafa verið ákveðið til að kjósendur hefðu yfirsýn yfir frambjóðendur og málefni. Hann telur kosningarnar til marks um að Kínverjar feti sig í átt að lýðræði en að menningarleg og efnahagsleg staða landsins komi enn í veg fyrir að gengið verði til beinna kosninga til æðstu embætta. „Enn era margir sem þekkja ekki kosningareglumar og við verð- um því að halda námskeið og fyrirlestra nokkra síðustu mánuðina fyrir kosningar til að upplýsa kjósendur, segir Sun. Ekki sæst við Bandaríkin Teheran. Reuters. Námsmenn neita að hitta Nyrup Þórshöfn. Morgunblaðið. ALI Khamenei, erkiklerkur og valdamesti maður í Iran, neitaði því á föstudag, að íransstjórn vildi ná sáttum við stjómvöld í Bandarikjunum. Kemur þessi yf- irlýsing aðeins nokkmm dögum áður en bandaríska sjónvarps- stöðin CNN sendir út viðtal við Mohammad Khatami, forseta Irans, en hann kvaðst fyrir skömmu vilja viðræður við Bandaríkjamenn. „Vestrænir fjölmiðlar segja, að ýmis öfl í þessu landi og jafnvel ríkisstjórain vilji sættast við Vesturlönd og Bandaríkin," sagði Khamenei í ræðu, sem út- varpað var um íran, „en það stangast á við raunveruleikann og er alrangt. Khatami forseti, sem er tiltölu- lega hófsamur maður, talaði í síðasta mánuði með virðingu um Bandaríkjamenn og kvaðst vilja viðræður við þá og búist hefur verið við, að hann muni ítreka það í viðtalinu við CNN um miðja næstu viku. Vaxandi átök hafa verið á bak við tjöldin f Iran milli harðlfnu- manna og hófsamra og virðast þeir fyrrnefndu hafa undirtökin enn sem komið er. Þeir setja það sem skilyrði fyrir bættum sam- skiptum við Bandaríkjastjórn að hún hætti að fjandskapast út f ír- an og afhendi milljarða dollara, sem frystir hafa verið í banda- rfskum bönkum eftir fslömsku byltinguna 1979. Jarð- skjálfti í Noregi Ósló. Morgunblaðið. JARÐSKJÁLFTI, sem líklega var á bilinu 2,5 til 3 á Riehters-kvarða, skók Vestfold í Noregi á nýárs- dagskvöld. Hafa skjálftar verið nokkuð tíðir þar síðasta áratuginn. Skjálftinn reið yfir klukkan 22.00 og var einna öflugastur í bæjunum Sandefjord og Larvik. Stóð hann í einar fimm eða sex sekúndur og urðu margir mjög skelkaðir. Talið er, að upptökin hafi verið í Óslóarfirði en á þessum slóðum hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sl. tíu ár. Sá mesti, sem vitað er um, varð hins vegar 1904 en hann var 5,5 á Richter. FÆREYSKIR námsmenn hafa eins og margir ráðamenn á eyj- unum neitað að hitta Poul Nyr- up Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að máli þegar hann kemur til Færeyja í vikunni. Þá verður haldinn ríkjafundur Dan- merkur, Grænlands og Færeyja í Þórshöfn en Færeyingar em afar reiðir vegna óstaðfestra fullyrðinga um að Nymp Rasmussen hafi haft vitneskju um bága stöðu Faroyja-bankans, sem færeyska stjórnin tók við af Den Danske bank, en yfírtakan kostaði Færeyinga milljarða króna. Niðurstaða rannsóknar á mál- inu liggur ekki fyrir fyrr en eft- ir Færeyjaför forsætisráðherr- ans og hefur það vakið mikla reiði að hann skuli koma til eyj- anna svo skömmu áður en skýrslan verður birt. Hafa margir stjórnmálamenn í Færeyjum neitað að hitta Nymp Rasmussen, og nú hafa náms- menn bæst í hópinn. Forsætisráðherrann hafði óskað eftir því að eiga fund með unga fólkinu en talsmenn þess segjast ekki vilja taka þátt f til- raun Nymps Rasmussens til að ávinna sér hylli Færeyinga. Ed- mund Joensen, lögmaður Færeyinga, hefur hins vegar lýst því yfír að hann telji við- brögð stjórnmálamanna og námsmanna bera vott um van- þroska.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.