Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ h Hér kemur Lína langsokkur ÚR myndinni um Línu langsokk. KVKMYIXPIK Laugarásbíó og Iláskólabíó LÍNA LANGSOKKUR ★★ Lcikstjfíri: Waldemar Bergendahl. Byggð á sögu Astrid Lindgren. Tón- list: Anders Berglund. Leikraddir: Álfrún Örnólfsdóttir, Edda Heiðrún Bachman, Örn Árnason, Þórhallur Sigurðsson, Finnur Guðmundsson, Mist Hálfdánardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson o.fl. 1997. EINHVER ástsælasta söguhetja norrænna bamabókmennta, Lína langsokkur, hefur alltaf sama að- dráttaraflið og skemmtir nýjum og nýjum kynslóðum með prakkara- skap sínum, jarðbundnum húmor, ógnarlegu kröftum og ævintýraleg- um sögum af sjálfri sér. Kannski liggja vinsældir hennar í því að hún er það sem alla krakka dreymir um að vera. Hún gerir það sem henni dettur í hug en ber jafnframt full- komna ábyrgð á sjálfri sér. Hún er laus við þær takmarkanir sem bemska og fullorðið fólk setur krökkum: hún er frjáls að gera það sem henni sýnist. Að auki er hún sterkari en Súperman. Og hún er ódauðleg. Nú hefur verið gerð um þessa dæmalausu sögupersónu teiknimynd og ný sjónvarpssería mun brátt líta dags- ins ljós. Teiknimyndin virðist stíluð á yngsta aldurshópinn því hún er sérstaklega einföld að allri gerð og tekst ekki að gera fjölhæfri per- sónu Línu almennileg skil. í mynd- inni býr Lína auðvitað yfir öllum þessum eiginleikum sem hún er fræg fyrir en það vantar að segja frá henni á persónulegri nótum. Myndin hefur sáralítið ef nokkuð nýtt uppá að bjóða. Lína missir föður sinn í upphafi þegar hann tekur út af skipi þeirra en hún sest að á Sjónarhóli þess fullviss að hann muni koma til hennar aftur. Þar kynnist hún Tomma og Önnu og við sögu koma bæjarsnobbið, sem vill setja Línu í félagslega kerfíð, klaufalegar lögreglur, sem minna of mikið á þá Skapta og Skafta og loks innbrotsþjófar tveir, sem gegna sama hlutverki og þrjót- arnir í Aleinn heima myndunum. Lína sjálf eins og drukknar innan um þessar aukapersónur. Myndin hefur ákveðið skemmtigildi fyrir yngstu bömin, teikningamar em bærilega af hendi leystar, en lög og söngvar eru varla grípandi og ekki tekst að skapa spennu eða nægilega hlægilegar senur til þess að krydda söguna með. Leikraddir em ágæt- lega unnar. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Silli ÞRÍR kórar sungu í Húsavíkurkirkju þriðja í jólum. Jólatónleikar í Húsavíkurkirkju Húsavík. Morgunblaðið. Sigríður Björnsdóttir sýnir í Svíþjóð NÝLEGA lauk í Stokkhólmi sýn- ingu á olíumálverkum Sigríðar Björnsdóttur sem var í boði Menn- ingar- og listanefndar „Sveriges Kommunal Tjanstemáns Förbund", SKTF. Sýningin var haldin í galleríi sem SKTF rekur í stórhýsi sínu við Kungsgatan í miðborg Stokkhólms. Sigríður sýndi 39 olíumálverk með þemanu „ljósaskipti og birta sumar- næturinnar í íslensku landslagi". f gagnrýni Uppsala Nya Tidn- ingen segir um sýninguna í Sigtuna, að Sign'ður snúi sér að hinu sér- staka ljósi heimalandsins þegar hún máli landslag sitt. Og í fréttabréfi SKTF segir um sýningu Sigríðar í Stokkhólmi, að hún máli í einfóldum, kröftugum og „expressjónískum“ pensildráttum „kontúmr", teikni fjöll og víkur og enda þótt ljósið sé mikilvæg uppistaða í myndum lista- konunnar, þá finnist þar bæði ljós og myrkur eins og í gömlu íslensku sögnunum. Jólakött- urinn á þrett- ándanum JÓLASÝNING Sögusvuntunnar, Jólakötturinn, verður í síðasta sinn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi þriðjudaginn 6. janúar, kl. 17. Sýningin er ætluð fyrir börn á aldrinum 3-8 ára og kemur hingað til lands frá Slóveníu. Brúðuleikhúsið í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, sýndi í vor uppsetningu sína á Jóla- kettinum í Þjóðleikhúsinu. Sögusvið- ið er rúmið hennar Jarþrúðar sem liggur og tottar snuðið sitt og vill ekki sofna. Höfundur og leikari er Hallveig Thorlacius, sem einnig hef- ur búið til brúður og leikmynd. Leik- stjóri er Guðrún Asmundsdóttir. * Olafur Már sýnir í Mos- fellsbæ ÓLAFUR Már sýnir myndverk á veitingastaðnum Alafoss Föt Best í Mosfellsbæ. A sýningunni em 17 verk unnin á árinu 1997 og er við- fangsefnið fólk á ferð í íslensku landslagi. Sýningin er opin þegar veitingar- staðurinn er opinn og stendur út jan- úar. BARNAKÓR Borgarhólsskóla, Kór Hafralækjarskóla og Karlakórinn Hreimur héldu jólatónleika í Húsa- víkurkirkju þriðja dag jóla. Alls vom það um eitt hundrað söngvar- ar frá hinum innstu dölum héraðs- IHMISl Hljómdískar CLARINET - PIANO Rúnar Óskarsson, klarínetta, og Sandra de Bmin, pianó, flylja vcrk eftir Francis Poulenc, Alban Berg, Olav Berg, Johannes Brahms og Þor- kel Sigurbjörnsson. Hljóðritun, vinnsla og framleiðsla: Reynir Thor Finnbogason, Jos Vermeulen. Hljóð- ritað í Maria Minor, Utrecht. Northern Light. 1997 ARSIS classics 97017 NÝJASTI hljómdiskur Rúnars Óskarssonar barst mér (fyrir mis- tök) fullseint í hendur til að hægt væri að birta umfjöllun fyrir jól, en hvað um það, undirritaður skrifaði lofsamlega um árs gamlan hljóm- disk og rakti þá m.a. náms- og tón- listarferil Rúnars í stuttu máli, og því óþarfi að endurtaka það. Aftur á móti rík ástæða til að vekja athygli á ins og út að sjó, sem þátt tóku í söngnum. Stjórnendur voru Line Werner, Borgarhólsskóla, og Ro- bert Faulknar, undirleikari var Juliet Faulkner. Kirkjan var full- setin og fögnuðu áheyrendur fjöl- tónlistarmanninum og mjög vand- aðri og áhugaverðri efnisskrá á nýja diskinum. Svo maður snúi sér fyrst að verkunum ber hæst klarínettu- sónötu Brahms op. 120 nr. 1, en hann samdi tvær sónötur fyrir klar- ínettu og píanó í framhaldi af klar- ínettutríóinu op. 114 og kvintettin- um fræga og undur fallega op. 115. Allt eru þetta innihaldsríkar og af- burðagóðar tónsmíðar - og þessi líka, sem sé ektafínn Brahms. Sónata Francis Poulenc gefur henni ekki mikið eftir, indæl og djúp á „súrsætum" nótum. Poulenc lofaði Guð fyrir að hafa ekkert kerfi til að skrifa tónlist, og ég held að maður geti alveg tekið undir það - hvað hann varðar. Hér höfum við fjögur stutt verk (ekki smá-) fýrir klarínettu og píanó eftir austurríska snillinginn AJban Berg, sem var reyndar eitt mikil- vægasta tónskáld 20. aldarinnar. Þó verkin séu stutt og formið knappt er nóg rúm fyrir snilldina að „auglýsa breyttri og skemmtilegri söng- skrá. Faulknerhjónin, sem kennt hafa í Hafralækjarskóla undanfarin ár, hafa skapað í kringum sig mikið og gott sönglíf, sem héraðsbúar sig“. Norðmaðurinn Olav Berg á hér ágætt verk, Fantasia Breve. Hljóm- diskinum lýkur á fjórum gömlum ís- lenskum þjóðlögum í mjög snjallri útsetningu (sem endurspeglar texta) Þorkels Sigurbjörnssonar. Rúnar Oskarsson er frábær klar- ínettuleikari með þróaðan skilning og þroskað músíkalskt innsæi í tón- mál ólíkra meistara. Hann hefur á valdi sínu breitt „repertoire", og ein- staklega áhugaverður er lifandi og öruggur flutningur hans á seinni tíma verkum. Hér höfum við einnig frábæran píanóleik Söndru de Bruin, sem virðist hafa kammertón- listina í taugakerfinu og jafn vel heima í nútíma tónlist sem klass- ískri. Og hljóðritun er fín - einsog fyrri daginn. Þetta er hljómdiskur sem enginn sannur tónlistarunnandi getur leitt hjá sér. Framúrskarandi fínn sam- leikur í tónlist í háum gæðaflokki. Oddur Björnsson Innihaldsríkar tónsmíðar HVALVEIÐISTÖÐIN í Framnesi. Tímarit • 4. HEFTI í ritröðinni Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auðkúlu- hreppum hinum fornu er komið út. Meðal efnis er bréf frá séra Sig- urði Jónssyni á Rafnseyri, föður Jóns forseta, sem aldrei hefur birst áður. Einungis örfá sendibréf eru til frá hendi séra Sigurðar. Einnig er í heftinu áður óbirt æviágrip Nat- hanaels Mósessonar, sem vai• þekktur maður á Vestfjörðum á sinni tíð, en þar fjallai• hann meðal annars um veru sína á hvalveiði- stöðinni á Framnesodda í Dýrafírði. „Mjög lítið hefur verið fjallað um daglegt líf á þessari „hval- veiðistassjón “, sem á þeim tíma er Nathanael fjallar um, var einhver fjölmennasti vinnustaður á landinu; stóriðja þeirra daga,“ segir í kynn- ingu. Heftið fæst í öllum bókverslun- um landsins og er leiðbein- andi verð kr. 1.000. Nýjar bækur • 16 SÖNGLÖG geyma þau ein- söngslög Jórunnar Viðar sem hún vill láta frá sér fara. Jórunn er löngu landsþekkt fyrir lög sín, hvort sem um er að ræða einsöngslög eða kórverk, en af ein- söngslögunum nægir að nefna lög eins og Unglíngurinn í skóginum, Vort líf, Gestaboð um nótt og Það á að gefa börnum brauð, en það síð- astnefnda er oft átlitið íslenskt þjóðlag. Bókin er í stóru broti, 57 bls., saumuð kilja. • Isalög er lagasafn Jóns Þórar- inssonai-, einsöngslög þau sem hann vill gefa út, frá upphafí ferils hans til dagsins í dag. Yngsta lagið lauk hann við á nýársnótt 1997, er það Hin fyrstu jól við texta Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Mörg laga Jóns Þórarinssonar eru vel þekkt, t.d. Islenskt vögguljóð á hörpu, Fuglinn í fjörunni og Jeg elsker dig, en í bókinni er að fínna lög sem eiga eftir að prýða efnis- skrár einsöngvara um ókomna framtíð, því mörg þeirra eru nú fyrst að koma fyrir almennigs sjón- ir. Bókin er í stóru broti, 75 bls. með saumaða kilju. OEinsöngslög, IV, V og VI er í framhaldi á lagaflokknum Ein- söngslög. 1994 komu út fyrstu bækurnar í þeim flokki, Einsöngs- lög I-III. Jón Kristinn Cortez, Jónas Ingi- mundarson, Ólafur Vignir Alberts- son og Trausti Jónsson völdu lögin í bækurnar og lög sem eru vel þekkt og hafa lifað lengi með þjóð- inni, ásamt minna þekktum og jafnvel óþekktum verkum ís- lenskra tónskálda. ÖII eiga þau það sameiginlegt að vera annars staðar ófáanleg á prenti, þótt mörg þeirra séu í umferð í misgóðum ljósritum, stundum af handskríft höfundar. Líkt og fyrrí bækurnar í flokknum eru Einsöngslög IV, V og VI í tveimur útgáfum, annars vegar fyrír háa rödd og hins vegar fyrír lága rödd. Bækumar eru i stóru broti, 54 blaðsíðna saumaðar kiljur. Útgefandi bókanna er Tónverka- útgáfan ísalög og fást sönglögin í Tónastöðinni, Skipholti 54. ■ i 0 i: L I í: I. t I I í : I I I g I M í < < I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.