Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 4
aiŒAJHxu; 4 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 VIKAN 28/12-3/1. ► UM 20 manns slösuðust um áramótin vegna gallaðra kínverskra handblysa. Raki komst í gám með biysunum er þau voru á leið til lands- ins og er það talin hugsan- leg orsök þess að þau sprungu í höndum fólks. ►ÞRIR Íslendingar, þeir Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, komust á Suðurpólinn á nýárskvöid eftir 1.086 kílómetra göngu. ►SEX hásetum á Helga- felli, dönsku leiguskipi Sam- skipa, var sagt upp störfum þjá danska fyrirtækinu vegna þess að þeir neituðu að vinna um jólin. Samskip bjóða fjórum mannanna nýtt starf. ►MARKÚS Örn Antonsson var skipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hef- ur gegnt starfinu áður, en var um skeið borgarstjóri f Reykjavík áður en hann sneri aftur til RÚV sem framkvæmdastjóri h(jóð- varps. ►EKKI er vitnað í giidandi iög á nýrri prentun fimm þúsund króna seðla, sem sett var í umferð nýlega. Lögfræðingar te(ja þó að um löglegan gjaldmiðil sé að ræða. ►FLESTIR iaunataxtar hækkuðu um 4% um ára- mótin og um leið lækkaði tekjuskattshlutfallið um 1,9%. Hins vegar lækkaði persónuafsláttur og há- tekjuskatturinn svokallaði hækkaði, en tekjuviðmiðun hans var færð ofar. Einkavæðing símans boðuð PÓSTI og síma hf. var skipt upp um áramótin og urðu þá til fyrirtækin Landssími Islands og íslandspóstur. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir knýjandi að losað verði um 100% eignarhald ríkisins á Landssímanum, en eignaraðild þurfí að verða dreifð og íslendingar að eiga meirihluta í féiag- inu. Eldur í benzínbland- aðri steinolíu VIÐ rannsókn kom í ljós að steinolía í tanki Olíufélagsins hf. á Vopnafirði hefur blandazt benzíni og fyrir vikið orðið mun eldfimari. Tveir eldsvoðar urðu á bænum Böðvarsdal í Vopnafírði með skömmu millibili er eldur blossaði upp í steinolíu. í síðari brunanum hlaut bóndinn í Böðvarsdal brunasár, sem drógu hann til dauða en í þeim fyrri hafði íbúðarhús hans brunnið. Lögregla fer með áframhaldandi rannsókn máls- ins. Grunur um sýndar- viðskipti VERÐBRÉFAÞING hefur tekið til at- hugunar viðskipti með bréf í nokkrum fyrirtækjum síðustu daga gamla árs- ins. Rannsóknin beinist einkum að því hvort ætlunin hafi verið að hafa áhrif á lokaverð ársins. Slíkt kann að varða við lög. Erfitt á sjúkrahúsum ERFITT ástand var á sjúkrahúsum um hátíðamar vegna uppsagna unglækna. Sjúklingar, sem áttu að fara í aðgerð, geta til dæmis búizt við að komast ekki undir hnífínn. Unglæknar telja ekki útilokað að lausn á deilunni geti verið í sjónmáli. Nýrra kosninga krafist í Kenýa STJÓRNARANDSTAÐAN í Kenýa krafðist þess á föstudag að efnt yrði til nýrra forsetakosninga í landinu eftir að ljóst var að Daniel arap Moi var endurkjörinn forseti í kosningunum á mánudag og þriðju- dag. Forsetinn þurfti að fá 25% atkvæða í að minnsta kosti fimm héruðum til að ná kjöri og náði þvi marki, samkvæmt nýjustu tölum í gær. Kosningarnar einkenndust af mikilli ringulreið og ásökunum um kosn- ingasvik en flokkur Moi, KANU, hvatti stjómarandstöðuna til að virða úrslit kosninganna. Stjómin hótaði hörðum aðgerðum ef til óeirða kæmi í kjölfar kosninganna. Daniel arap Moi Morð á N-írlandi EINN maður beið bana og fimm særðust þegar liðsmenn herskárrar hreyfingar norður-írskra sambandss- sinna, UVF, réðust á krá í hverfi kaþólikka í Belfast á nýársdag. UVF sagðist hafa gert árásina til að hefna dráps á leiðtoga hreyfingar- innar, Billy Wright, í Maze-fangels- inu á laugardag. Áður hafði hreyfíng- in hefnt morðsins með því að skjóta fyrrverandi liðsmann írska lýðveldis- hersins (IRA) til bana. Óttast var að tilræðin græfu undan vopnahlésyfir- lýsingum helstu hreyfinga mótmæl- enda og kaþólikka á Norður-írlandi og stefndu friðarviðræðunum í Belf- ast í hættu. ► YFIRVÖLD í Hong Kong hafa látíð drepa rúma milljón kjúklinga og aiifugla til að reyna að útrýma veirunni, sem veld- ur fuglaflensunni svoköll- uðu. Fjórir menn hafa dáið af völdum sjúkdómsins og heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn- ir á hundum og köttum til ganga úr skugga um hvort þeir hafi smitast. ► UNGjapönskkonabeið bana og 83 slösuðust þegar jumbóþota flugfélagsins United Airlines lenti í ókyrrð í lofti á sunnudags- kvöld og tók skyndilega 300 m dýfu. Vélin var á leið frá Tókýó til Honolulu og farþegar, flugfreyjur og matarbakkavagnar þeyttust upp í loft þegar vélin tók dýfuna. ► KENNETH Kaunda, fyrrverandi forseti Zamb- íu og leiðtogi UNIP, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, var látinn laus úr fangelsi á nýársdag og úrskurðaður í stofufang- elsi. Kaunda, sem er 73 ára, var handtekinn á jóla- dag og sakaður um aðild að uppreisnartilraun nokkurra liðsforingja fyr- ir tveimur mánuðum. ► SUÐUR-Afríka og Kína tóku upp stjórnmálasam- band á nýársdag og stjórn- völd í Afríkuríkinu lýsti því yfir að þau viður- kenndu afstöðu kínversku stjórnarinnar til Tævans, sem hún lítur á sem upp- reisnarhérað í Kína. ► Michael Kennedy, sonur Roberts Kennedys, lést af völdum meiðsla sem hann varð fyrir á höfði og hálsi í skíðaslysi í Colorado á nýársdag. ________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR V efsíður um ástvini ÍSLENSKUR kerfis- og við- skiptafræðingur búsettur í Sví- þjóð hefur komið upp heimasíðu á alnetinu þar sem hægt verður að koma fyrir myndum, minnn- ingargreinum og öðru efni um látið fólk. Björn Halldórsson starfar fyr- ir sænska símafyrirtækið Erics- son en hefur nú stofnað sérstakt fyrirtæki um gerð minningar- síðnanna. Til að koma fyrir efni á síðun- um þarf að senda nafn, heimilis- fang, lykilorð og þær myndir sem óskað er að birtist til fyrirtækis Björns, www.minning.com, í Lundi í Svíþjóð, eða til umboðs- manns hans á íslandi. Um tveim- ur vikum síðar kemur svar og þá verður hægt að stofna síðuna og byija að slá inn texta, til dæmis gamlar minningargreinar eða nýtt efni. Fyrirtæidð getur einnig séð um þessa vinnu fyrir þá sem ekki hafa alnetsaðgang. Textanum sem sendur er inn er hægt að breyta siðar og bæta við nýjum að vild. Einnig er hægt að búa til tengingar yfir á minningarsíður um ættingja eða vini hins látna. Hægt er að leita að ákveðnu nafni, fæðingar- eða dánardegi, mánuði eða ári á síð- unum. Skráning ókeypis fyrstu tvo mánuðina Að sögn Björns verður skrán- ing lykilorðs ókeypis fyrstu tvo mánuðina en mun eftir það kosta 5.000 krónur. Þá er innifalin skönnun á allt að tiu myndum. „Mín hugsun er sú að þetta verði á netinu um ókomna framtíð, Morgunblaðið/Ámi Sæberg BJÖRN Halldórsson ásamt syni sínum, Birni Robin, fyrir framan tölvuna. helst meðan netið er til. Þetta verður heimild íslenska fólksins, þar sem saga einstaklinga verður varðveitt í texta og mynd.“ Björn stefnir að því að mark- aðssefja síðurnar víðar en á ís- landi. „Ég ætla að láta þýða síð- una í vor og svo ætla ég að koma henni á markað í Bandaríkjunum og öðrum enskumælandi löndum. Ég er þegar búinn að láta skrá netfangið meporium.com í þess- um tilgangi. Áhuginn á þessum efnum er sennilega ekki jafnmik- ill þar og hér en markaðurinn er það stór að það er vel reyn- andi að koma þessu á framfæri þar.“ Björn segist ekki vita til þess að svipaðar vefsíður séu til annars staðar. „Að vísu sá ég fyrir jól umfjöllun um útfarar- stofu í Kanada sem bauð upp á að sendur væri minningartexti til þeirra ásamt dánarvottorði og þeir myndu búa til einhvers kon- ar síðu. En síðan mín er mun sveigjanlegri og býður upp á meiri möguleika, sérstaklega varðandi það að þróa og breyta siðunni." I tengslum við minning- arsíðuna er einnig þjónusta sem Björn kallar miðlun. Þar geta þeir sem misst hafa ástvini kom- ist í samband við aðra í sömu stöðu og einnig er hægt að senda inn reynslusögur af slíkum missi. Slóð minningarsíðnanna er http://www.minning.com. Lítið um fýl í Mýrdal Ekki vitað hvað veldur fýliausum hömrum KRISTINN Haukur Skarphéðins- son fuglafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun segir algengt að fýlar setjist í hamra þegar milt er veður. Hann kveðst ekki hafa skýringu á því að lítið hefur sést til fýls í hömrum í Mýrdal undanfarið, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Kristinn Haukur kveðst vantrú- aður á að ætisskortur sé ástæðan fyrir þessu því fýlar sæki fæðu um langan veg en hamrarnir séu aðal- lega heimsóttir sem varpstöðvar. Reyndar hafí verið sögusagnir um að lítið hafi verið um síli í Vík síðast- liðið sumar. Kristinn Haukur segir það óvenjulegt að fýlar sjáist ekki í Mýrdal um þetta leyti. Staðreynd- in sé hins vegar sú að minni fólks á svona lagað sé mjög skammætt og erfítt sé að kveða fast að orði meðan rannsóknir liggja ekki að baki. 28. desember síðastliðinn framkvæmdi Náttúrufræðistofnun jólatalningu á fýl en niðurstöðumar eru ekki komnar. Þumalfíngurs- reglan er sú að ef kalt er í veðri setjist fýlar ekki upp í hamrana en í mildu veðri geri þeir það. Tillaga um grjótnám samþykkt TILLAGA um deiliskipulag í Geld- inganesi, sem er forsenda gijótnáms á staðnum, var iögð fram af R-listan- um 18. desember sl. Pétur Jónsson, borgarfulltrúi R-listans, sat hjá við atkvæðagreiðslu og þar með féll til- lagan á jöfnu. Pétur bað þá um frestun en borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mót- mæltu slíkri afgreiðslu þar sem búið væri að afgreiða málið og fella það í borgarstjóm. í lok fundar óskaði forseti borgarstjómar eftir því að málið yrði tekið upp að nýju og þurfti þar með að leita svokallaðra afbrigða og til að teljist samþykkt þarf 2/3 atkvæða. Aðeins R-listinn samþykkti að málið yrði tekið fyrir að nýju, og því náðist ekki tilskilinn 2/3 meiri- hluti atkvæða. Lýsti forseti borgar- stjórnar því þá yfír að málið væri fellt. í fyrradag var engu að síður boð- að til aukafundar í borgarstjóm og málið tekið fyrir að nýju. Þá mætti Pétur Jónsson ekki en fyrir hann var Gunnar Gissurarson. Tillaga R-list- ans um deiliskipulag í Geldinganesi var tekin fyrir á ný og var þá sam- þykkt með átta atkvæðum gegn sjö. ♦ ♦ ♦ Verkfallsboð- un samþykkt á ísafirði SJ ÓMANNAFÉLAG ísfírðinga samþykkti í atkvæðagreiðslu boðun verkfalls 2. febrúar með miklum meirihluta greiddra atkvæða. At- kvæði voru talin sl. föstudag. 122 félagsmenn vom á kjörskrá. 57 greiddu atkvæði eða 46,7%. Já sögðu 49 eða 86% en 8 sögðu nei eða 14,04%. David Steel lávarður í boði Halldórs DAVID Steel lávarður, fyrrverandi formaður Fijálslynda flokksins í Bretlandi, kemur hing- að til lands á þriðjudag í boði Halldórs Ás- grímssonar utanríkis- ráðherra. Steel hefur látið ut- anríkis- og þróunarmál mjög til sín taka og heldur tvö erindi um þau efni hér á landi. Fyrra erindið, um tak- mörk Evrópusamrun- ans, flytur hann á há- degisverðarfundi Sam- bands ungra framsóknarmanna á Hótel Borg á þriðjudag. Það síðara flallar um þróunarmál og verður haldið í Odda, húsi fé- lagsvísindadeildar Há- skóla íslands, kl. 17 sama dag. Á þriðjudagsmorgun mun Steel eiga fund með Halldóri Asgríms- syni um þróunarmál. Steel er kunnur í Bret- landi fyrir baráttu sína fyrir málstað þróunar- ríkjanna. Hann var formaður samtaka gegn Apart- heid-stefnunni í Suður- Afríku og hefur mikil sambönd i ríkjum suð- urhluta Afríku, en þar hefur ísland einkum haslað sér völl í þróunars- amvinnu. David Steel ( í f í I ( ( i ( I I ( i I f ( I f ( I fl ( I ( ( I i c I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.