Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1997 49 Skráðu þig strax, námskeiðin eru að fyllast. Skráning í síma 565-2212 HRESS I NYJU HÚSNÆÐI - FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FOLK I FRÉTTUM 8 vikna námskeið jfff NÁMSKEID HEFJAST 12.JANÚAR ® ÁRANGURSRÍK FITUBRENNSLU LEIKFIMI, ÞRISVAR TIL SEX SINNUM í VIKU ® LOKAÐIR TÍMAR FYRIR KONUR ® MORGUN- DAG OG KVÖLDHÓPAR 3 UMMÁLSMÆLINGAR OG VIKTUN 3 BARNAGÆSLA <3 FULLKOMINN TÆKJASALUR ® ÖLL KENNSLA í HÖNDUM FAGFÓLKS Ljúfsár tregi RICHARD Barreto, lögreglustjóri Miami Beach, heldur hér á gögnum sem voru gerð opinber í Versace-málinu og eru rúmar 700 síður. Versace-málinu lokið TðKLIST I.I ISI A IIISKI I! ÆR OG KÝR Ær og kýr, geislaplata hljómsveitar- innar Spaða. Hana skipa: Aðalgeir Arason mandólínleikari og söngvari, Anna Hólmfríður Yates söngkona, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Ei- ríkur Stephensen klarinettleikari, Guðmundur Guðmundsson gítarleik- ari, Guðmundur Ingólfsson bassaleik- ari og söngvari, Guðmundur Pálsson fiðlu- og munngígjuleikari og söngv- ari, Guðmundur Andri Thorsson söngvari, Gunnar Helgi Kristinsson harmoníku- og píanólcikari, Helgi Guðmundsson munnhörpuleikari, Magnús Haraldsson gítarleikari og söngvari og Snæbjörn Guðmundsson blokk- og þverflautideikari. Ólafur Halldórsson og Guðmundur Ingólfs- son sáu um upptöku og hljóðblöndun. Spaði gefur út. 1.999 kr. 47 mín. ÚRVALIÐ í íslenskri tónlistarút- gáfu er mikið um þessar mundir og þar kennir ýmissa grasa. Spaðar skera sig nokkuð úr, með trega- blandinni þjóðlagatónlist sem á rætur sínar í Grikklandi og á Balkanskaganum. Þótt tónlist Spaða sé blönduð trega, hlaðin mollhljómum, er hægt að kalla hana gleðitónlist. Textarnir eru margir hverjir gamansamir og haganlega smíðaðir; stutt í húmor- inn. Ljóðin eru séríslensk þótt tón- listin sé suðaustræn, mörg hver má kalla drykkjuvisur og í sumum glittir í sveitamennskuna: „Kæt- umst meðan keik er sál / kæri vinur þína skál! / Biti aftan, blaðstýft hægra / brátt við munum njóta vægra / veitinga sem kvenfélagið býður fram í skálanum." (Land og synir). Reglunni um stuðla og höf- uðstafi er fylgt í sumum lögum; það er skemmtilegt og raunar alltof sjaldgæft í dægurlagatextum nú til dags. Megnið af lögunum er eftir sveit- armeðlimi sjálfa, þótt inni á milli séu lög eftir aðra, aðallega gríska tónlistarmenn ef undirrituðum skjátlast ekki (varla er Stavros Xarhakos af öðru þjóðemi en grísku). Þegar litið er á nöfn laga- höfunda er augljóst að nafninu Guðmundur fylgir sköpunargáfa, ellegar ræður tilviljun því að texta- og lagahöfundar heita flestir Guð- mundur. Guðmundarnir Ingólfsson, A. Thorsson, Guðmundsson og J. Arason eru atkvæðamiklir, en að auki eiga Aðalgeir Arason, Gunnar Helgi Kristinsson og Magnús Har- aldsson nokkurn hlut að máli. Flest lögin eru ágætlega samin og myndu ugglaust passa ágætlega í ekta gríska brúðkaupsveislu. Þó era ekki öll lögin í þessum dúrnum, nægir að nefna sveitalagið A norð- urleið og poppballöðuna Rútuna. Flutningur er í góðu lagi, söngur skammlaus og hljóðfæraleikur mjög góður. Spaðar hafa greinilega stúderað þessa tegund tónlistar ár- um saman og ná blæbrigðunum af- ar vel. Klassískur gítar er mikið notaður og líka fiðla, flautur og klarinett. Ær og kýr þeirra Spaða eru vel áheyrilegur diskur. Fagmennskan er allsráðandi í lagasmíðum, texta- gerð og hljóðfæraleik. Auðheyrt er að Spaðar skemmtu sér vel við upp- tökur og sú gleði smitar hlustand- ann, þótt vissulega séu sum lögin tregablandin. ívar Páll Jónsson LÖGREGLAN í Miami Beach í Flórída hefur formlega lokið rann- sókn sinni á morðinu á ítalska fata- hönnuðinum Gianni Versace sem var myrtur 15. júlí á síðasta ári. Að sögn lögreglustjórans Richard Barreto er Andrew Cunanan gefið að sök að hafa myrt Versace en ástæða verkn- aðarins er það eina sem lögreglan hefur ekki enn getað upplýst. Cun- anan framdi sjálfsmorð um borð í húsbáti skammt frá morðstaðnum 23. júh' og að sögn Barreto hvarf þar með vonin um að ástæða morðsins yrði upplýst. Hann var einnig grun- aður um að hafa myrt fjóra aðra karimenn á ferð sinni um Bandarík- in. Lögreglan í Miami Beach gerði opinber gögn úr rannsókn málsins utan mynda af krufningu Versace þar sem beðið er dómsúrskurðar eft- ir að fjölskylda fatahönnuðarins fór fi-am á þær yrðu innsiglaðar. „Gianni Versace var fómarlamb geðveiks fjöldamorðingja og við eigum að meðhöndla hann sem fómarlamb og með virðingu," sagði Lou Cola- suonno, talsmaður Versace-fjöl- skyldunnar. Rómantísk gifting HfÖI NÝ NÁMSKEID HEFJAST 12.JANÚAR BRESKA leikkonan Helen Mirren, sem hef- ur oft sagst vera and- stæðingur hjónabands- ins, gekk í það heilaga á gamlársdag með bandariska kvikmynda- gerðarmanninum Taylor Hackford. At- höfnin fór fram í lítilli skoskri þorpskirkju Iielen Mirren ® HJÓLABRENNSLA 2x TIL 7x í VIKU 3 LOKAÐIR TÍMAR FYRIR KARLA 0G KONUR <9 TÆKJASALUR OG ÞOLFIMI FYRIR ALLA ® UMMÁLSMÆLINGAR OG VIKTUN 9 UPPSKRIFTABÓK við kertaljós á 53. afmælis- degi Hackford og klæddist brúðguminn skotapilsi en brúðurin var í kremlitaðri dragt. Meðal kvikmynda Hackfords eru „Officer and a Gentleman" og „Against All Odds“ en Mirren er þekktust fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum „Prime Suspect." ÞRÍR ÞOLFIMISALIR • FULLKOMINN TÆKJASALUR 20 HJÓL • VATNSGUFA • TVEIR NÝIR LJÓSABEKKIR YOGA • TAE KW0N00 • MÓDELNÁMSKEIÐ • FUNK AEROBIC • KG-UNGLINGAKLÚBBUR • VILDARKLÚBBURINN / ÓDÝR, ÞÆGILEGUR 0G SKEMMTILEGUR KOSTUR. Vildarklúbbstílboð frá 5 - 11 Jan.'98. HRESS IJKAMSRÆKT OG LJÓS Dalshraun 11 • Við Keflavíkurveginn • Sími 565 2212 HAMSUN var ekki allur þar sem hann var séður. ' | Konan frá vátni hinna ilmandi sálna (Womnn from the Lake of Scented Souls)-k-k'k1/2 Gífurlega sorgleg mynd um hamingjuleysi og vonleysi tveggja ólíkra kvenna. Aðall þessarar myndar er stórkostlegur leikur tveggja aðal- leikkvennanna og frá- bært handrit. Gotti (Gotti)'k'k'k Sannsöguleg mynd eins stærsta mafíósa sem New York hefur ahð. Góðir leikarar og vel unnin en handritið hefði mátt vera sterkara. Óþelló (Othello)'k'k'k Shakespeare leikrit í fallegum og vönduðum búningi með fín- um leikurum en Irene Jacob hverfur í skuggann af karlhetj- unum tveimur Fishburne og Branagh. Góður dagur (One Fine Day)'k'k Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fal- legu leikurunum Michelle Pfeif- fer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík. Hamsun (Hamsun)'k'k'kVz Stórgóð og átakanleg mynd um nasistaaðdáun norska Nóbel- skáldsins Knut Hamsun. Max von Sydow er frábær eina ferð- ina enn sem skáldið og Ghita Nörby sem eiginkonan þjáða. Fyrsta árásin (Jackie Chan’s First Stri- kef'k'kVz Aðdáendur Jackie Chan geta séð þennan ótrúlega áhættuatriða- mann sparka í allar áttir. Mynd þar sem gallamir auka skemmtanagildið. Fangaflug (ConAir)'k'k'k Alræmdustu iilmenn- um Ameríku er sam- an safnað í eina flug- vél og þá er hætta á ferðum! Alabamalúð- inn sem Nicolas Cage leikur bjargar öllu. Jude (Jude)'k'kkr Falleg og einstaklega dramat- ísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera þau sjálf. Christopher Eccleston og Kate Winslet í að- alhlutverkum. ^mvndbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.