Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt alnæmistilfelli greinist að jafnaði á tveggja mánaða fresti Fleiri konur gi’eindust með HlV-veiruna í fyrra JAFNVÆGISÁSTAND virðist ríkja í útbreiðslu HlV-veirunar hér á landi þótt fleiri tilfelli hafi greinst á síðasta ári en undanfarin ár. Haraldur Briem sóttvamalæknir segist ekki telja að um marktæka aukningu sé að ræða þótt óvenjumörg ný tilfelli hafi greinst á síðasta ári. Greining veirunnar gangi upp og niður og menn þurfi að líta nokkur ár til baka til að átta sig á því hver þróunin sé. „Ný tilfelli koma að jafnaði fram á eins til tveggja mánaða fresti,“ segir Haraldur. „Heild- arfjöldi smitaðra fer því vaxandi þar sem sífellt bætist í hóp þeirra sem greinast með veiruna." Haraldur segir hlutfall gagnkynhneigðra sem greinast með veiruna og þá sérstaklega kvenna fara vaxandi. Þetta sé að hans mati í samræmi við munstur sjúkdómsins og komi ekki á óvart. Smit hafi í upphafi verið mest áberandi meðal samkynhneigðra karlmanna og fíkniefna- neyenda. Það hafi nú borist yfir í konur og í framhaldi af því megi einnig búast við aukningu tilfella meðal gagnkynhneigðra karlmanna. Árangursrík lyQameðferð Haraldur segist þó vera nokkuð bjartsýnn. Sjúklingar hafi undirgengist nýja öfluga lyfjameðferð hér á landi frá því í febrúar 1996 sem hafi orsakað gífurlega breytingu til batnað- ar. Meðferðin geri það að verkum að minni líkur séu á því að þeir sem eru smitaðir af HIV- veirunni fái alnæmi og að þeir sem fái sjúkdóm- inn látist af völdum hans. Innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað mikið og dæmi séu um að fólk sem hafi verið mikið veikt hafí snúið aftur til eðlilegs lífs. Einnig segir hann lyfið hydroxyurea, sem hafí verið notað gegn blóðkrabbameini, vera mjög öfl- ugt sé það notað með alnæmislyfjunum. Það geri smitaðar frumur næmari fyrir lyfjameðferðinni þannig að þær deyi fyrr. Haraldur segir að til hafi staðið að hefja notkun þess hér á landi en hann viti ekki enn til þess að það hafi verið gert. Samvinnuferðir-Landsýn Páskaferð frá Bret landi á 9.500 kr. Fasteigna- vefur Morg- unblaðsins MORGUNBLAÐIÐ eykur enn vefútgáfu sína í dag með opnun fasteignavefjar. Fast- eignavefnum er ætlað að gera fólki kleift að leita að fasteign- um á vefnum en á fjórða þús- und fasteignir eru kynntar á vefnum. Auk þess má finna fréttir tengdar fasteignamarkaðinum, handbók sem svarar ýmsum algengum spurningum, lána- reikni sem reiknar út afborg- anir lána vegna fasteigna- kaupa og svo framvegis. Fasteignavef Morgunblaðs- ins má finna með því að slá inn slóðina www.mbl.is/fasteign- ir/ Líkt og Fréttavefurinn er Fasteignavefurinn öllum op- inn, endurgjaldslaust. SAMVINNUFERÐIR-Landsýn bjóða Islendingum á Bretlandseyj- um fargjöld heim og út aftur um páskana á 80 sterlingspund eða um 9.500 kr. Markmið félagsins er að vera með helmingi lægra fargjald en þau flugfélög eða ferðaskrifstof- ur sem bjóða næstbest og gæti far- seðillinn því lækkað enn meira. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða, segir að í fyrra hafi einn félagi í Is- lendingafélaginu í London spurst fyrir um kjör hjá ferða- skrifstofunni. Félagið hafi gert gott tilboð í þessar ferðir sem hafi leitt til þess að umræddur félags- maður og ferðaskrifstofan hafi fengið hótanir frá stjóm íslend- ingafélagsins og breskum lög- manni þess, meðal annars um skaðabætur fyrir að ávarpa fólk í félaginu. Það varð til þess að hætt var við þessar ferðir. „Við látum hins vegar ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð og höfum skipulagt ferð um páskana sem við munum kynna hér heima,“ segir Helgi. Hugsanlegt framhald Um er að ræða vikuferð um páskana frá Manchester á þriðju- degi fyrir páska og til baka aftur þriðjudaginn eftir páska. Farið er með vél Atlanta sem tekur 360 far- þega. Fargjaldið báðar leiðir er 80 pund eða 9.500 kr. án flugvallar- skatta. Morgunblaðið/Benedikt Bræla á loðnu- miðunum BRÆLA var á miðunum úti af Austurlandi í fyrrinótt og héldu skipin til hafnar síðdegis á föstu- dag. Gerðu skipstjórar sér vonir um að komast út aftur í gær- kvöld. Hólmaborgin fékk 800 tonn í troll og landaði á Eskifirði á fóstudag, en margir bátar voru með slatta. Loðnan er ýmist fryst fyrir Rússlandsmarkað eða sett í bræðslu. Hrognafylling er 11-12% og er það ekki nægjan- legt fyrir Japansmarkað, auk þess sem áta er í loðnunni. Full- trúar japanskra kaupenda eru orðnir fjölmennir á AustQörðum og á myndinni skoða þeir loðn- una úr Hólmaborg á Eskifirði. A ► 1-56 Hækkun sjálfræðis- aldurs. Og hvað svo? ►Sjálfræðisaldurinn hækkaði úr 16 í 18 ár frá áramótum um leið og ný lög tóku gildi. /12 Ný von vaknar í Hondúras ► Nýr forseti Hondúras tók við völdum á dögunum og vonir vakn- að um að betri tíð sé í vændum. /16 í fótspor föðurins ► Anna Soffía Hauksdóttir varð prófessor í rafmagnsverkfræði að- eins þritug að aldri. /24 Velgengni í óstöðugri atvinnugrein ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Jón Þór Haraldsson hjá Saga film. /26 B ► 1-24 Lundinn - Ijúfastur fugla ►í Vestmannaeyjum fer nú fram viðamikil athugun á atferli og hátt- um lundans. /1&10-13 Örlagadómur Titanic ►Titanic slysið er mönnum hug- leikið þessa dagana. /10 Á Broadway skína skærustu stjörnur ►Ólafur Laufdal er að breyta nafninu á skemmtistað sínum. /14 c FERÐALOG ► 1-4 Stokkhólmur—Hels- inki — Stokkhóimur ►Fjórtán tímar í fljótandi lúxus- hóteli. /2 Landinn sækir í sólina enn sem fyrr ►Ferðaskrifstofumar kynna sum- arbæklingana um helgina. /4 ID BÍLAR ► 1-4 Stefnir að því að eign- ast Lexus RX300 ►Þórarinn Sigþórsson tannlæknir hyggjst verða fyrstur íslendinga að á eignast þennanx nýja lúxusj- eppa. /3 Reynsluakstur ►Prelude með fjórhjóla- stýri og VTEC-vél. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-16 Fyrsta vottunarstofan fyrir sérfræðikunn- áttu ►Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn í Hafnarfirði hefur verið útnefndur sem fyrsta alþjóðlega vottunar- stofan fyrir sérfræðikunnáttu hér álandi. /16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42 Leiðari 28 Stjömuspá 42 Helgispjall 28 Skák 42 Reykjavíkurbréf 28 Fólk í fréttum 46 Minningar 30 Útv./sjónv. 44,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 16b Idag 42 Mannlífsstr. 20b INNLENDARFI ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Atvinnu- og raðaugl. forsiða:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.