Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 8

Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÚ MÁTT alveg fá hann Bangsímon þinn aftur, mr. Blair. Clinton er orðinn svo stór, að hann er farinn að leika sér við stelpur. Jdhanna Sigurðardóttir Þingflokki jafnaðarmanna Framvarp um fjárreið- ur sljórnmálasamtaka JÓHANNA Sigurðardóttir, Þing- flokki jafnaðarmanna, mælti á föstudag fyrir frumvarpi um starf- semi og fjárreiður stjórnmálasam- taka, en meðflutningsmaður hennar er Össur Skarphéðinsson, Þing- flokki jafnaðarmanna. Frumvarp þetta hefur verið flutt á þremur síð- ustu þingum en hefur ekki hlotið af- greiðslu. „I frumvarpi þessu er farin sú leið að setja lagaramma um starf- semi allra stjórnmálaflokka, einnig þeirra sem bjóða fram til sveitar- stjórna," sagði Jóhanna. ,Annar kafli nær hins vegar aðeins til stjómmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis, en í ákvæði til bráða- birgða II er lagt til að dómsmála- ráðherra undirbúi löggjöf í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga sem tryggi framboðum til sveitar- ... _ jýí|ú}iú|i:! Í. 4'i 4 'iij íl u ALÞINGI stjórna framlög úr sveitarsjóðum." Jóhanna sagði að á íslandi hefði lengi tíðkast að einstaklingar og fyrirtæki styrki fjárhagslega þá stjórnmálaflokka sem þeir styðji. „Það getur vissulega skapað tor- tryggni að leynd skuli hvíla yfír há- um styrkjum frá einstaklingum eða fyrirtækjum, enda er það óeðlilegt," sagði hún. Jóhanna sagði að auk þessara frjálsu framlaga væru ís- lenskir stjómmálaflokkar fjár- magnaðir af ríkissjóði. Það væri öðmm þræði gert til þess að jafna aðstöðu flokkanna. Það samræmd- ist ekki hugmyndum manna um lýð- ræði ef aðeins fjárhagslega sterk samtök gætu boðið fram til Alþing- is. Jóhanna sagði ennfremur að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að mótaðar verði lögbundnar reglur um ríkisframlög sem allir stjóm- málaflokkar gætu gengið að. Jóhanna sagði að síðustu að þeir atburðir sem orðið hefðu í byrjun þessa árs, og vísaði þar til deilu Kvennalistakvenna um skiptingu fjárframlags ríkisins, sýndu ljóslega að það væri mjög brýnt að setja lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Framlög miðist við þingmenn I umræðum um framvarpið vora m.a. gagnrýndar þær greinar sem kveða á um það hvemig stjómmála- samtök skuli skipuleggja sig. Sagði Kristinn H. Gunnarsso, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, að slík ákvæði væra óþörf. Löggjafinn ætti ekki að setja slíkar reglur, það væri í höndum samtakanna sjálfra. Guð- ný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagði m.a. að Kvenna- listinn væri að undirbúa framvarp svipaðs eðlis en kvaðst skyldi styðja það að framvarp Jóhönnu fengi al- varlega umræðu í allsherjarnefnd. Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks, gagnrýndi ým- islegt í frumvarpinu m.a. þá grein sem kvæði á um það að ef framlög til stjómmálasamtaka færu yfir 300 þúsund krónur á hverju reiknings- ári skyldi nafn styrktaraðila birt samhliða birtingu ársreikninga. í máli Ólafs kom fram að slíkt ákvæði væri tilgangslaust þar sem auðveld- lega væri hægt að komast hjá því. Ólafur lagði einnig áherslu á að framlög ættu að miðast við þing- menn en ekki flokka, en því var Guðný Guðbjömsdóttir ósammála. Vandíb qeymslu matvæla ** "Hitastigiö skiptir miklu máli. # Það ræðst af hitastiginu hvort bakteríur fjölga sér í matvælum. # Geymið kælivöru við 0-4°C, þá fjölgar bakteríum hægt. # Kælið mat hratt niður. Hafið mat sem styst í hitastigi 10-50°C. # Gætið að hitastiginu í kæliskápnum, það er oft hærra en 4°C. # Hitamælar eru ekki dýrir, en geta komið sér vel. # Upphitun þarf að ná 75°C til að drepa bakteríur. Gætið einnig að þessu þegar hitað er í örbylgjuofni. # Haldið mat heitum við a.m.k. 60°C, til að koma í veg fyrir að bakteríur fjölgi sér. HOLLUSTUVERND RÍKISINS Ármúla 1a, Reykjavík. Þjónustu- og upplýsingasfmi 568-8848. Ritgerðasamkeppni um frelsi Við viljum virkja frelsiskynslóðina UNGT fólk í dag er frjálslynt, umburð- arlynt og afslappað gagnvart boðum og bönn- um segir Andrés Andrés- son annar framkvæmda- stjóra ritgerðasamkeppni SUS um frelsispennann ásamt Helga Zimsen við- stdptafræðinema. Markmið keppninnar er að vekja ungt fólk til um- hugsunar um mikilvægi frelsis fyrir einstaklinga og samfélag og stuðla að frekari umræðu meðal þess um frelsið. „Við eram ekki að reyna að breyta fólki í öfgafulla frjáls- hyggjumenn en ungt fólk þarf að gera sér grein fyrir því að frelsið er alls staðar að verki,“ segir Andrés. Þátttaka í keppninni er heimil öllu ungu fólki 16-20 ára og geta þeir sem vilja sent inn smásögur, ritgerðir eða ljóð, sem lýsa mikil- vægi frelsis fyrir einstaklinginn. Hámarkslengd er 7 blaðsíður og hægt að nálgast frekari upplýs- ingar á heimasíðu Frelsispenn- ans www.xd.is/frelsi Höfundur besta efnisins hlýt- ur frelsispennann til eignar og 60.000 króna verðlaun en önnur verðlaun era 30.000 krónur. Verðlaunin verða veitt í boði sem haldið verður fyrir alla þátttak- endur. - Nú hefur ungt fólk það orð á sér að skorta hugsjónir og bar- áttumál og er oft merkt með nafni x-kynslóðarinnar eða þeirr- ar týndu. Hvað segir þú um það? „Ungt fólk í dag er mjög af- slappað gagnvart boðum og bönnum, X-kynslóðin svokallaða hlustar til dæmis á ákveðna teg- und tónlistar og vill losa sig und- an tilteknum höftum. Við viljum frekar kenna ungt fólk í dag við frelsið og kalla það frelsiskyn- slóð, því það er tilbúið til þess að þola sjálfu sér og öðram meira en forverar þess af ‘68 kynslóð- inni. Hins vegar er langt í frá að þessi kynslóð sé ábyrgðarlaus. Ungt fólk í dag er meðvitaðra um mannréttindi en þær kyn- slóðir sem komið hafa á undan. Það býr auðvitað við talsvert frelsi og jafnvel miklu meira frelsi en eldri kynslóðir, til dæm- is frjálst útvarp. Þá hefur ungt fólk séð flokksblöðin hverfa og frjálsa og óháða fjölmiðla taka við. Þessi kynslóð man varla eftir því hvemig kommúnisminn var eða lífið fyrir fall Berlínarmúrsins. En það er mikill misskilningur að ungt fólk hafi ekki skoðan- ir. Það fær bara ekki mikið að tjá þær þvi aðrir gefa sér að það sé skoðanalaust. Ungt fólk fylgist mjög vel með því sem ger- ist úti í heimi, svo dæmi sé tek- ið.“ - Er baráttunni ekki bara lok- ið? „Nei, það er svo margt annað sem á eftir að vinna. Það er ekki langt síðan að Islendingar tóku upp réttarkerfi sem samrýmist Mannréttindasáttmála Evrópu, kannski 8 eða 9 ár, og það má ekki gleyma því sem unnist hef- ur. Okkur finnst frelsið sjálfsagt en það er hægt að afnema það með mjög lítilli fyrirhöfn. Þriðj- ungur ríkja heimsins býr við ein- hvers konar form einræðis og þegnar mjög margra ríkja þurfa að þola skerðingu mannréttinda ► Andrés Andrésson fæddist í Reykjavík árið 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlfð árið 1994 og hóf nám í stjórnmálafræði árið 1996. Hann er fram- kvæmdastjóri ritgerðasam- keppni Sambands ungra sjálf- stæðismanna um frelsið. að einhverju leyti. Þannig að við einblínum ekki einvörðungu á lít- ilsháttar frelsisskerðingu hér heima. Við þurfum að sjá hlutina í stærra samhengi.“ - Hvað á ungt fólk við með frelsiskerðingu hér? Stífan opn- unartíma veitingahúsa eða einka- leyfi á sölu áfengis? „Það virðist kannski léttvægt en skiptir samt sem áður miklu máli, til dæmis varðandi viðhorf til ríkisins. A það að vera stóri bróðir eða pabbi sem heldur í höndina á okkur? Það ætti að vera í lagi að leyfa okkur að leika lausum hala svo fremi að við sköðum ekki aðra. Frelsi fylgir ábyrgð og ég tel ungt fólk vera hugsandi einstaklinga. Það þekk- ir takmörk frelsisins." - Hvaða höft önnur búum við við? „Hér ríkir ekki fullt atvinnu- frelsi sem þýðir að skortur er á framkvæði og nýsköpun hjá einkafyrirtækjum. Þannig vant- ar grandvöll til fjárfestingar og fjölgunar atvinnutækifæra. Þetta skiptir máli fyrir frelsi ungs fólks til þess að hafa atvinnu í framtíðinni. Of mikið vafstur rík- isins í atvinnurekstri snertir frelsi ungs fólks, beint og óbeint. Einnig má nefna frelsi til þess að halda eftir stærst- um hluta launa sinna. Þarf fólk að horfa upp á það stóram hluta tekna þess sé sóað í ríkissjóði?" - EkM má gleyma frelsinu til þess að fiytja iír landi sem ungt fólk virð- ist ætla að nýta sér ef marka má kannanir, eða hvað? „Það vill fá að nýta þá mennt- un sem það hefur aflað sér. Ef stöðnun ríkir í atvinnulífinu hér getur það ekki nýtt sér þekking- una.“ - Er þetta ekki skortur á skyldurækni við föður- og móð- urlandið sem ól það upp? „Eg held að flest ungmenni vilji búa hérlendis og afla sér lífsviðurværis hér en það þarf að skapa þeim tækifæri. Það getur ríkisvaldið gert með því að búa til réttan farveg. En það á ekki að vasast í smáatriðum daglegs lífs. Hvað kemur ríkinu til dæmis við hvað við heitum?" Ætlum ekki að búa til öfgafulla frjálshyggju- menn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.