Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, voru viðstödd útför Halldórs Kiljans Laxness ásamt ráðherrum
ríkisstjórnarinnar og eiginkonum þeirra, fyrrverandi forseta Islands, og fleiri gestum.
Morgunblaðið/Rax
SCHOLA cantorum söng, undir stjórn Harðar Áskelssonar, Um dauðans óvissan tíma, eftir Hallgrím
Pétursson og Maríukvæði, ljóð Halldórs Laxness við lag eftir Atla Heimi Sveinsson.
SÁLUMESSA
SKÁLDS
ÚTFÖR Halldórs Kiljans Laxness var gerð frá Kristskirkju í
gær að viðstaddri fjölskyldu hans og gestum þeirra, forseta
íslands, ríkissljórn, fulltrúum hins opinbera og annarra ríkja
auk annarra gesta. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólska
safnaðarins, söng sálumessu yfir skáldinu.
Morgunblaðið/Rax
SÉRA Jakob Rolland, prestur kaþólska safnaðarins, söng
sálumessu. Séra Gunnar Kristjánsson (t.v.) flutti minningarorð.
Og fegurðin mun ríkj a ein
Minningarorð séra Gunnars Kristjánssonar
við útför Halldórs Kiljans Laxness
[Texti: Lúk. 24.13-32: Emmausfaramir.]
Náð sé með yður og friður.
s
veginum til Emmaus eru tveir
daprir menn á göngu. I huga þeirra
hvílir hann enn í gröfinni, sem þeir
höfðu lagt hann í, bak við steininn
þunga. Þeir vita ekki að nú er allt
breytt þótt komið sé páskadagskvöld.
Þeir hughreysta hvor annan í myrkrinu þegar
óþekktur göngumaður slæst óvænt og skyndi-
lega í för með þeim og fylgir þeim leiðina á
enda. Hann lætur til leiðast að koma inn í húsið
og sest til borðs. En það er ekki fyrr en þeir
brjóta brauðið að þeir þekkja hann, en þá hverf-
ur hann þeim sýnum.
En samt var allt breytt, þeir höfðu fundið ná-
vist hans. Hún breytti þeirra litla heimi, kjark-
leysið vék fyrir nýju hugrekki og kom ekki von-
in aftur til þeirra, varð ekki allt eins og nýtt?
Þessi reynsla gaf þeim eldmóð til nýrra
verka. Var það ekki hlutverk þeirra að skapa
nýtt samfélag og nýjan heim? Hafði það ekki
verið markmið hans, sem þeir treystu og trúðu
á og höfðu fylgt fótmál fyrir fótmál, hafði hann
ekki kallað þá til að greiða ríki sínu leið?
Þeir höfðu fylgt honum frá einu húsi til ann-
ars. Inn í skelfileg hús holdsveiki og fátæktar,
inn í hús heiðarbændanna, inn í húsin í plássun-
um við ströndina. Þeir höfðu séð þau verk sem
hann vann og samlíðan hans með öðrum. Á
höndum hins óþekkta göngumanns voru sár
hins krossfesta. Það var hann sem hafði slegist í
for með þeim á rökkvuðum veginum.
Hvað væri líf vort án hinnar helgu návistar,
til hvers væri lífið án þeirrar vitundar og vissu
að stundum þegar þú biýtur brauðið þá fínnurðu
að hann er nálægur?
Veröldin er ekki skelfilegur staður þegar Guð
er nærri.
Að trúa á hann er að fylgja honum til starfa,
fótmál fyrir fótmál, til hinna sjúku, til þeirra sem
kggja undir súðinni, til þeirra sem verða að at-
hlægi í þorpinu.
Þetta er boðskapur litlu frásögunnar, sem
Lúkas skráði, um návist hins krossfesta og upp-
risna - og lesin var áðan.
Þennan boðskap þekkti Halldór Laxness frá
blautu bamsbeini eins og verk hans bera með
sér, hvert með sínum hætti. Það er boðskapur
um hinn byltandi mátt trúarinnar sem tekur
manninn gildan og kemur til hans með samúð og
mildi og bendir honum á helga návist hins upp-
risna.
Halldór Laxness var þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga góða bemsku, því hefur hann lýst í bók-
um sínum. Foreldrar hans voru hjónin í Laxnesi
í Mosfellsdal, þau Sigríður Halldórsdóttir, hús-
freyja þar, og Guðjón Helgason, bóndi og vega-
verkstjóri, hann var einnig söngstjóri í sveitinni
og organisti í Lágafellskirkju og fyrir kom að
böm hans léku þar við athafnir, einnig Halldór.
Halldór var elstur þriggja bama þeirra hjóna,
yngri voru Helga og Sign'ður, sem báðar em
látnar. Sérstakur kafli í æskuminningum Hall-
dórs er helgaður Guðnýju Klængsdóttur, móður-
ömmu hans, sem átti ekki ktinn þátt í uppeldi
drengsins.
Halldór hélt ungur út í hinn stóra heim þótt
hann ætti alla tíð sterk tengsl við heimasveit
sína. Hann var heimsborgari, kannski frá fæð-
ingu. Hann dvaldist oft um lengri eða skemmri
tíma erlendis. Ekki aðeins við skriftir, heldur
sótti hann einnig fundi um víða veröld, þáði
heimboð og ferðaðist sér til fróðleiks og skemmt-
unar.
Erlendis kynntist hann ungur hörðum átökum
og djúpum heimspekilegum og trúarheimspeki-
legum umræðum.
Hann tók afstöðu sem markaði stefnu hans
þaðan í frá, það var samstaða með hinum smáu,
og jafnframt andóf gegn stríði, ofbeldi og kfs-
firrtum lífsgildum. Hann hreifst af hugsjóna-
steftium sem sumar hveijar urðu honum þó að-
eins skammgóður vermfr og leit hann hug-
myndakerfi síðar meir ávallt homauga. Halldór
setti svip á íslenska þjóðmálaumræðu langt fram
eftir þessari öld. Hann var upp á sitt besta á
þeim tímum þegar rithöfundar fengust við meira
en að skrifa bækur. Hann var þjóðfélagslegur
umbótamaður á breytingatímum í íslensku sam-
félagi og einatt í eldknu hinnar pólitísku baráttu.
Hann var því löngum umdeildur í íslensku þjóð-
lífi. En það hlutskipti lét hann ekki á sig fá. Hann
varð fyrir árásum en hann gat einnig reitt til
höggs. í hugmyndafræðilegum átökum er oft
htla vægð að finna.
Á þriðja áratugnum velti hann því fyrir sér
hvort hann ætti ekki að fara út í stjómmál og
hann var ákveðinn í því að koma á fót velferðar-
stofnunum vítt og breitt um landið. Halldór var
ekki aðeins rithöfundur í þröngum skilningi,
heldur mætti orða það sem svo, að hann hafi ver-
ið knúinn áfram af spámannlegum eldmóði til
þess að bæta kf og Kjör fólks.
Hann lagði land undir fót og hóf að skrifa
skáldsögur um sitt eigið þjóðkf. Þessar stóm
skáldsögur náðu beint til þjóðarinnar. En þær
vöktu ekki aðeins aðdáun heldur einnig andúð í
garð skáldsins.
í skáldsögum sínum fjallar Hakdór um ís-
lenskt þjóðlíf, inn á þann vettvang átti hann
brýnt erindi. Hann fjallar um kf þessarar þjóðar
í sögu og samtíð. Öllu kemur hann til skila með
sterkum persónulegum stíl, ktríkum og meitluð-
um setningum. Sjaldan er þó hin góðlátlega en
stundum hárbeitta laxnesska kaldhæðni langt
undan og síðast en ekki síst skapar hann eftir-
minnilegar persónur. Hann sækir í hinn auðuga
sjóð íslenskrar bókmenntahefðar og heldur henni
fram alla tíð. Stfll hans og framsetning áttu
drjúgan þátt í því að gera verk hans að þjóðar-
eign.
En meira kemm- til, meðal annars viðhorf hans
til dýpri og varanlegri þátta í mannsins tflvist.
Margir velta því fyrfr sér í þessu samhengi