Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 18
18 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
ÓL í Nagano
15 km ganga karla:
(Eltiganga, ræst út eftir tímum í 10 km
göngunni)
1. Thomas Alsgaard (Noregi)...1:07:01.7
2. Björn Dæhlie (Noregi)......1:07:02.8
3. Vladimir Smirn. (Kasakstan)...1:07:31.5
4. Silvio Fauner (ítaliu).....1:07:48.9
5. Fulvio Valbusa (Ítalíu)....1:07:49.1
6. Mika Myllylae (Finnl.).....1:07:50.6
7. Markus Gandler (Austurr.)..1:08:14.2
8. Jari Isometsae (Finnlandi).1:08:19.4
9. Sergei Tchepikov (Rússl.)..1:08:24.3
10. Niklas Jonsson (Sviþjóð)...1:08:25.7
11. Achim Walcher (Austurr.)...1:08:26.9
12. Andreas Schluetter(Þýskal.)...1:08:32.3
13. FabioMaj (Ítalíu)..........1:08:55.4
14. Alois Stadlober (Austurr.).1:08:57.1
Norræn tvíkeppni
(Samanstendur af stökki af 90 metra palli
og 15 km göngu).
1. Bjarte Engen Vik (Noregi)....41:21.1
2. Samppa L. (Finnl.)...27.5 sek á eftir
3. Valery Stolyarov (Rússl.).......28.2
4. Kenji O. (Japan)..1:21.1 mín. á eftir
5. Milan Kucera (Tékklandi)......1:24.7
Íshokkí
Undankeppni kvenna:
Svíþjóð-Japan.........................5:0
Finnland-Kína.........................6:1
Karlar
D-riðill:
Bandaríkin - H-Rússland...............5:2
(2-1 1-0 2-1).
Chris Chelios (09:06), Pat Lafontair.e
(10:31), Brian Leetch (28:16), Brett Hull
(53:45), Adam Deadmarsh (58:14) - Viktor
Karachun (18:02), Vasily Pankov (40:27).
Kanada - Svíþjóð......................3:2
(0-1 3-0 0-1).
Joe Nieuwendyk (31:56), A1 Maclnnis
(37:02), Rob Blake (39:53) - Nicklas Lidst-
rom (15:27), Mats Sundin (49:31).
Staðan
Kanada...................2 2 0 0 8:2 4
Sviþjóð..................2 1 0 1 6:5 2
Bandaríkin...............2 1 0 1 7:6 2
Hv-Rússland..............2 0 0 2 2:10 0
500 m skautahlaup kvenna: mín.
1. Catriona Le May Doan (Kanada) ..1:16.60
2. Susan Auch (Kanada)..........1:16.93
3. Tomomi Okazaki (Japan)........1:17.10
4. Franziska Schenk (Þýskal.)...1:17.45
Körfuknttleikur
NBA-deildin
Leikir aðfaranótt laugardags
Indiana - Dallas..........
■Eftir tvíframlengdan leik.
Charlotte - Philadelphia.
New Jersey - Toronto.....
Orlando - New York.......
Miami - Detroit..........
Chicago - Atlanta........
Denver - Minnesota........
Portland - Houston........
Golden State - Sacrametno.
La Clippere - Boston.....
La Lakers - Seattle......
■Eftir framlengingu.
Leiörétting
í umfjöllun blaðsins um bikarúrslitaleik
kvenna í gær var sagt að Keflavíkurstúlkur
væru núverandi íslandsmeistarar. Þetta er
að sjálfsögðu ekki rétt því Grindavík er
íslandsmeistari kvenna 1997. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
....82:85
..103:96
130:115
....83:99
..100:86
112:110
..80:107
...105:81
..92:109
...96:97
108:113
ÓL í NAGANO
Nú var það silfur-Björn
TOMAS Alsgaard varð ólympíumeistari í 15 km göngu og kom
þannig í veg fyrir að landi hans, Björn Dæhlie, næði að fagna
sjöundu gullverðlaununum á ólympíuleikum og vera þannig
sigursælasti íþróttamaður vetrarleika frá upphafi. Dæhlie fór
fyrstur af stað og hafði forystu þar til aðeins 200 metrar voru
eftir en þá skaust Alsgaard framúr og nældi í gullið. Valdimir
Smirnov frá Kasakstan varð þriðji.
Dæhlie fór vel af stað og var með
20 sekúndna forystu á næstu
menn þegar gangan var hálfnuð.
Alsgaard, sem var ræstur af stað 24
sekúndum á eftir Dæhlie, náði
honum þegar sex kílómetrar voru
eftir. Hann fylgdi Dæhlie eins og
skugginn að markinu og þegar 200
metrar voru eftir hófst
endasprettur þeirra. Alsgaard átti
meira inni og þaut framúr og
Dæhlie varð að gera sér annað
sætið að góðu. Þegar kom að
síðustu brekkunni áður en komið
var inn á leikvanginn þar sem
markið var hægði Dæhlie á sér og
bauð Aisgaard að fara framúr. En
Alsgaard var ekki á því enda hefur
hann aldrei tapað fyrir Dæhlie á
endaspretti. „Eg var löngu búinn
að ákveða það fyrir keppnina að
fara ekki framúr Dæhlie, heldur
vera fyrir aftan hann og hvíla mig
fyrir lokasprettinn. Það fór mikil
orka í það að ná honum. Ég vissi að
það þýddi ekki að reyna að stinga
hann af í brekkunum, því var
skynsamlegast að bíða og taka
framúr á endasprettinum," sagði
Alsgaard.
„Auðvitað er samkeppni á milli
okkar, „ sagði Alsgaard sem býr í
sömu götu og Dæhlie í norska
bænum Nannestad, sem er 60 km
vestur af Ósló. „Það er mikil barátta
um það að vera bestur í götunni,"
sagði ólympíumeistarinn. „Það eru
aðeins 200 metrar á milli húsa
okkar. Nú sendir hann börnin sín
yfir til mín til að kasta grjóti í
rúðurnar," sagði Alsgaard í gríni.
„Björn er frábær skíðamaður og
verður í fremstu röð svo lengi sem
hann verður með.“
Alsgaard vann þama önnur
gullverðlaun sín á Ólympíuleikum
því hann sigraði í 30 km göngunni í
LiUehammer fyrir fjórum árum.
Hann náði sér hins vegar ekki á
strik í 30 km göngunni í Nagano í
síðustu viku þar sem hann hætti
keppni. Átti þá í vandræðum eins og
félagar hans í norska landsliðinu
með skíðaáburðinn.
„Ég vissi að Tomas væri sterkur
á endasprettinum og eina von mín
var að auka bilið milli okkar í
brekkunum. En ég fann fyrir
þreytu í fótunum eftir tvær erfiðar
göngur og náði því ekki að slíta mig
frá honum,“ sagði Dæhlie. „Ég
komst ekki hraðar og er mjög
ánægður með silfurverðlaunin."
Reuters
Norðmenn sigursælir
NORÐMENN voru sigursælir á Ólympíuleikunum í Nagano í gær. Þeir sigruðu í 15 km göngu og i
norrænni tvíkeppni. Á myndinni eru: Tomas Alsgaard, ólympíumeistari í 15 km göngu, Bjarte Engen
Vik, ólympíumeistari í norrænni tvíkeppni og Bjöm Dæhlie, sem varð annar í 15 km göngunni.
Brynja á
brun-
æfingu
BRYNJA Þorsteinsdóttir frá
Akureyri æfði í brunbrautinni
í Nagano í gærmorgun, en hún
keppir í alpatvíkeppni á morg-
un. Hún fór tvær ferðir í brun-
brautina. í síðari umferð náði
hún 44. besta tímanum og var
sex sekúndum á eftir besta
brautartímanum. Hún sleppti
hins vegar hliði í fyrri umferð.
íslenska ólympíuliðið er við
góða heilsu að sögn Kristjáns
Vilhelmssonar, aðalfararstjóra
liðsins. „Það eru engin veik-
indi og allir mjög ánægðir
með lífið hér í Nagano. Við
tókum okkur frí í dag frá æf-
ingum vegna veðurs og vorum
að koma af leik Kanada og
Svía í íshokkí og skemmtum
okkur vel,“ sagði hann við
Morgunblaðið í gær og bað
fyrir kveðjur heim.
Veður
truflar
alpa-
greinar
VEÐUR hefúr sett stórt strik í
reikninginn í alpagreinum
Ólympíuleikanna og hafa
menn nú áhyggjur af því að
hægt verði að keppa í öllum
greinunum áður en þeim lýk-
ur. í fyrrinótt varð að fresta
bruni kvenna og risasvigi
karla vegna þoku og rigning-
ar. „Við megum ekki við því
að missa út fleiri daga,“ sagði
Giienter Hujara, sem á sæti í
tækninefnd alpagreinanna í
Nagano. Nú hafa fjórir dagar
af sjö fallið út vegna veðurs.
Þetta ástand er einnig slæmt
fyrir aðra keppendur, sem
hafa ekki getað æft mikið síð-
ustu daga vegna veðurs.
KNATTSPYRNA
Útsláttarkeppni í
Getraunakeppni Evrópu
Spænsk og ítölsk
lið keppa í fyrsta
sinn og ensk
félög aftur með
NÝTT fyrirkomulag í Getrauna-
keppni Evrópu í knattspymu,
Toto-keppninni, varð til þess að
Rnattspyrnusambönd Ítalíu og
Spánar hafa samþykkt að senda
hvort sín tvö liðin í keppnina í
sumar en þau hafa ekki verið
með síðan hún byrjaði 1995.
Englendingar, sem sendu þrjú
lið fyrsta árið og hafa ekki verið
með síðan, hafa einnig staðfest
þátttöku í sumar en þrjú efstu
liðin í keppninni fara í Evrópu-
keppni félagsliða, UEFA-keppn-
ina, í haust.
1995 sendu Tottenham,
Wimbledon og Sheffield Wed-
nesday varalið í keppnina sem
varð til þess að Spurs og
Wimbledon var meinað að taka
þátt í Evrópumótum en þvl
banni var síðan aflétt. Lið ann-
arra stórþjóða tóku keppnin
aheldur ekki alvarlega en
UEFA vonast til að með gerðri
breytingu verði vægi hennar
meira en áður.
Leikið verður heima og að
heiman í fimm umferðum og
hafa 45 knattspymusambönd
staðfest að þau sendi samtals 60
lið til keppninnar en Skotland,
Andorra, Moldóva, Bosnía,
Liechtenstein og San Marínó
verða ekki með að þessu sinni.
Lið frá sterkari knattspyrnu-
þjóðum byrja ekki fyrr en í
annarri eða þriðju umferð.
Fyrsta umferðin verður helgina
20. til 21. júní - á sama tíma og
heimsmeistarakeppnin verður í
fullum gangi - en síðasta um-
ferðin á að fara fram 11. og 25.
ágúst. Leiftur er fulltrúi íslands
í keppninni eins og í fyrra en
Keflavík var með 1995 og 1996.
Úrslitum hagrætt
í Belgíu um árabil?
Eddy Wauters, formaðui'
belgíska knattspyrnufélagsins
Antwerpen segist hafa sannanir
undir höndum þess efnis að úrslit-
um leikja í 1. deild hafi verið hag-
rætt um árabil.
Wauters sagði að fyrir leik
Antwerpen og Excelsior Mouscron
í átta liða úrslitum bikarkeppninn-
ar sl. miðvikudag hefði maður kom-
ið til sín og boðið Antwerpen sigur
auk þess að halda sæti sínu í deild-
inni en liðið er neðst, hefur tapað
14 leikjum og unnið þrjá. Wauters
sagðist hafa hafnað tilboðinu og
svo fór að Mouscron vann 5:0.
Wauters sagði að að maðurinn
hefði sagst hafa samþykki leik-
manna Excelsior fyrir „réttum" úr-
slitum og farið fram á 250.000
belgíska franka, um 480 þús. kr.,
fyrir hvern mann sem þyrfti að
múta. „Ef þið viljið vinna með okk-
ur er öruggt að þið haldið sætinu í
fyrstu deild - allt sem við höfum
gert hefur staðist,“ hafði hann eftir
viðmælanda sínum. Wauters sagði
ennfremur að eftir því sem á leið
viðræðurnar hefði maðurinn skýrt
málin enn frekar og þá hefði hann
sannfærst um að úrslitum hefði
verið hagrætt um árabil.
Formaðurinn tók samræðurnar
upp á segulband og var með mynd-
ir frá fundinum máli sínu til stað-
festingar en gaf hvorki upp nafn
félaga eða leikmanna á blaða-
mannafundinum þar sem hann
greindi frá málinu. I belgísku sjón-
varpi kom fram að allt að fimm
manns ættu hlut að máli og þar af
faðir leikmanns í fyrstu deild og
fyrrum lykilleikmaður. Það sagði
einnig að málið varpaði nýju ljósi á
mútumál í fyrra. Þá var Aalst í 17.
sæti í mars, átta stigum á eftir
Mechelen en lauk keppni í 15. sæti,
fimm stigum á undan Mechelen
sem féll með Cercle Briigge. „Ég
veit ekkert um þetta og það kæmi
mér á óvart ef eitthvað hefði gerst
án minnar vitneskju," sagði for-
maður Cercle. „Enginn ræddi við
okkur í fyrra.“ Umrædd sjónvarps-
stöð sagði að viðmælandi Wauters
hefði sagt að Cerele Briigge hefði
fallið vegna þess að félagið hefði
ekki verið samvinnuþýtt og einnig
bent á framgöngu Aalst undir lokin
til enn frekar áréttingar. Aalst
sigraði í fjórum leikjum og gerði
tvö jafntefli í síðustu sex umferð-
unum en tapaði 14 leikjum og sigr-
aði í fjórum í fyrstu 28 umferðun-
um. „Þetta er kjaftæði,“ sagði
þjálfari Aalst um ásakanirnar en í
júní í fyrra var félagið hreinsað af
ásökunum um mútur.
Knattspyrnusamband Belgíu er
að rannsaka málið. Talsmaður þess
sagði að það væri litið alvarlegum
augum en of snemmt væri að segja
til um hvers eðlis það væri, hvort
fyrmefndum viðmælanda væri al-
vara með máli sínu eða hvort hann
væri að blekkja menn. Engu að síð-
ur skaðar málið ímynd belgískrar
knattspyrnu en ekki er langt síðan
fyrrverandi formaður Anderlecht
viðurkenndi að hafa gi'eitt dómara
milljón franka fyrii' Evrópuleik
liðsins við Nottingham Forest
1984.1984 var einnig greint frá því
að Standard Liege hefði „keypt“
leik á móti Waterschei tveimur ár-
um áður, sigrað og þar með tryggt
sér meistaratitilinn.