Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Allison Cook Robert Melling Emma Roche Evgeny Morozov söngkona meðleikari flautuleikari píanóleikari Tónlistarmenn frá Glasgow Á VEGUM Tónlistarskólans í Reykjavík eru hingað komnir fjórir ungir tónlistarmenn sem eru á loka- stigi náms við Konunglegu tónlist- arakademíuna í Glasgow. Þeir eru komnir til tónleikahalds og verða fyrstu tónleikarnir í Norræna hús- inu þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20.30. Fyrir fjórmenningunum fer próf. Philip Jenkins, deildarstjóri píanó- deildar Tónlistarakademíunnar í Glasgow. Nemendurnir eru Evg- eny Morozov píanóleikari frá Úkraínu, sem er í framhaldsnámi hjá Philip Jenkins; Emma Roche flautuleikari frá Irlandi; Allison Cook söngkona af skoskum upp- runa; og Robert Melling meðleikari sem kemur frá York. 011 hafa þau komið fram á opinberum tónleikum í ýmsum löndum og unnið til margra verðlauna hvert á sínu sviði. Á tónleikunum flytja þau m.a. pí- anóverk eftir Chopin, Liszt og Brahms, verk fyrir flautu eftir Widor, Enesco og Richard Rodney Bennet, ljóðasöng eftir Schumann, Schubert, Brahms og Alison Bauld og verk fyrir flautu, messósópran og píanó eftir Saint-Saens. Föstudaginn 20. febrúar heldur Philip Jenkins námskeið fyrir pí- anónemendur og kennara í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Tónleikar úti á landi Tónleikar verða síðan haldnir í Safnaðarheimilinu á Akranesi mið- vikudaginn 18. febrúar, í Tónlistar- skólanum í Keflavík fóstudaginn 20. febrúar og í Kirkjuhvoli í Garðabæ síðdegis laugardaginn 21. febrúar. Sýning á gömlum ljósmyndum í Hafnarfírði UNDANFARIÐ hefur staðið yf- ir sýning á gömlum ljósmyndum í nýrri Félagsmiðstöð eldri borg- ara í Hafnarfírði. Að sýningunni stendur hópur áhugamanna um varðveislu gamalla mynda og fékk til þess styrk frá Menning- armálanefnd Hafnarfjarðar. Flestar myndanna eru komnar úr gömlum fjölskyldualbúmum og hafa margar þeirra verið stækkaðar og settar við þær myndatextar, ef upplýsingar eru fyrir hendi. Þarna er t.d. að fínna yfirlits- myndir af Hafnarfirði frá ýmsum tímum, fjölda mannamynda, myndir úr atvinnulífinu frá íyrri tíð og myndir frá hemámsárun- um. Alls eru yfir 300 myndir á þessari sýningu. Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst sá að vekja fólk til umhugsunar um það að oft er að finna margvíslegar heimildir á þessum myndum. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma félagsmiðstöðvarinnar, frá kl. 13-17 alla virka daga og laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis. Námskeið í kvikmynda- og ljdðagerð Á VEGUM Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands hefst námskeið um kvikmyndagerð mánudagskvöld 16. febrúar. Nám- skeiðið er ætlað fólki sem vill þróa kvikmyndahugmynd að handriti til framleiðslu. Leiðbeinandi verður Þorsteinn Jónsson kvikmyndaleik- stjóri. Námskeið í ljóðagerð hefst mið- vikudaginn 18. febrúar. Nemendur munu skila frumsömdum ljóðum sínum og ræða þau í tímum. Leið- beinandi er Þórður Helgason bók- menntafr. og rithöfundur, lektor í KHÍ. Vörðukorinn syngur í Gerðubergi VÖRÐUKÓRINN heldur tónleika í Menninganniðstöðinni Gerðu- bergií dag sunnudaginn 15. febrú- ar kl. 16. Flytjendur eru auk kórs- ins, Loftur Erlingsson, baríton- söngvari, Agnes Löve, píanóleikari, Grétar Geirsson, harrnóníkuleikari og Loftur S. Loftsson, kontra- bassaleikari. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir. Á efnisskrá eru íslensk og erlend þjóð- og sönglög. Sérstaklega má geta laga eftir Loft S. Loftsson, eldri, sem lést á síðasta ári, en hann var stjómandi Árnesinga- kórsins í 25 ár. Leiðrétt VIÐ VINNSLU á aukablaði Morg- unblaðsins í gær um Halldór Kiljan Laxness urðu þau mistök að fyrir- sögn greinar Herdísar Þorvalds- dóttur um uppsetningar á leikverk- um skáldsins og kynni hennar af því féll niður og brenglaðist þá merking fyrstu setninganna sem vísuðu í fyr- irsögnina. Upphaf greinarinnar er þvi birt hér aftur: „Vígsla Þjóðleikhússins 1950 Þvílíkur viðburður í lífi okkar leiklistarfólks og auðvitað allra landsmanna. Borgin fékk á sig nýj- an menningarsvip. Nú þurfti að vanda vel til fyrstu sýninganna." Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. --------------- fslendingar á Ginsberg-hátíð í SUMAR verður haldin ljóða- og tónlistarhátíð í New York til minning- ar um bandaríska skáldið Allen Gins- berg sem lést í íyrra. Ginsberg er einna kunnastur fyrir ljóðaflokk sinn Howl sem kom út á sjötta áratugnum og talinn einkennandi fyrir hina svokölluðu „Beat-kynslóð“. Tveimur íslenskum skáldum hefur verið boðið á hátíðina sem verður í Central Park 12. júní, þ.e. Michael Dean Pollock og Birgittu Jónsdóttur. Fasteignavefur Morgunblaðsins □. mwt I DAG eykur Morgunblaðið enn frekar vefútgáfu sína með opnun fasteignavefjar. Þessi vefur kemur í kjöl- far Fréttavefjarins sem var opnaður 2. febraar sl. en þar má lesa nýjustu fréttir, innlendar sem erlendai- sem birtast jafnharðan og atburðimir gerast. Fast- eignavefnum er ætlað að gera fólki kleift að leita að fasteignum sem nú eru á fjórða þúsund, auk þess sem finna má fréttir tengdar fasteignamarkaðinum, hand- bók sem svarar ýmsum algengum spumingum, lána- reiknir sem reiknar út afborganir lána vegna fast- eignakaupa og svo framvegis. Fasteignavef Morgun- blaðsins má finna með því að slá inn slóðina www.mbl.is/fasteignir Líkt og Fréttavefurinn er Fasteignavefurinn öllum opinn, endurgjaldslaust. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvemig heppilegast er að nýta sér vefinn og möguleikar hans útskýrðir. Forsíða Fasteignavefjarins og flettirammar Fasteignavef Morgunblaðsins er hægt að nálgast á tvo vegu. Annars vegar með því að slá inn ofangreinda slóð eða að fara á forsíðu Morgunblaðsins á Netinu, www.mbl.is og velja þar Fasteignavefinn. Forsíða Fasteignavefjarins er eins konar inngangur að vefnum. Þar má nálgast á einum stað allar helstu slóðir og tengla inn á einstakar síður vefjar- ins. Þægilegast er hins vegar að nota flettirammann til hægri - efst og neðst á hverri síðu - sem auðkenndur er með setningunni Hvað viltu skoða? Með því að smella á rammann, má velja þann flokk innan Fasteignavefjarins, sem notandinn kýs að skoða. Til þess að gera ferðina um vefinn enn skilvirkari er í sumum flokkum unnt að fara beint inn í einstaka undirflokka þeirra. Und- irflokkamir em aðgreindir frá yfir- flokkum í flettirammanum með band- striki og inndrætti. Flettiramminn hægra megin Hægra megin á síðunni er flettirammi undir heitinu Aðrir vefír blaðsins og stendur Veldu hér í hon- um. Þar má velja aðra helstu vefi blaðsins: Fréttavef Morgunblaðsins og sérefni s.s. Svipmyndir liðins árs, vef um jeppaför á Suðurskaut, vef helgað- an Halldóri Kiljan Laxness, umfjöllun um menningarefni og svo framvegis. Dálkarnir vinstra og hægra megin í dálkunum vinstra megin, undir hausnum Leiðarvísirinn, og hægra megin undir hausnum Umfjöllun, er að finna tengla, sem vísa á síður innan Fasteignavefjarins. Þessar sömu síður er einnig hægt að nálgast með því að nota flettirammann. Eignaleitin í eignagrunni Fasteignavefjar Morgunblaðsins eru nú á fjórða þús- und eigna frá helstu fasteignasölum landsins og stöðugt bætast fleiri við. Þar er á einfaldan hátt hægt að nálgast eignir sem fólk er á höttunum eftir og á svipstundu eru upplýsingar um þær eignir, sem uppfylla skilyrðin, komnar á skjáinn. í eignaleitinni er hægt að tilgreina tegund eignar, hverfi, fermetra, herbergjafjölda og verðbil. Hægt er að nota eins mörg skilyrði og hver vill, en þó verður ávallt að tilgreina tegund eignar. Að valinu loknu er slegið á hnappinn Leita. Innan skamms birtist niðurstaðan með þeim eignum, sem uppfylltu leitarskilyrðin. Hægt er að þrengja leitina betur eða smella á einstakar eignir, til þess að fá nánari upplýsingar. Þegar smellt er á tiltekna eign í listanum kemur upp á skjáinn lltill rammi með lýs- ingu á eigninni og öðrum upplýsingum, sem máli skipta um eignina, auk myndar, ef til er. Eins er þar að finna nafn fasteignasölunnar og frekari upplýs- ingar um hvernig eigi að setja sig í samband við hana. Að lokum skal bent á fyrirspurnarformið, sem er að finna neðst í rammanum. Það er notað til að senda fasteignasölunni ósk um frekari upplýsingar um viðkomandi eign, sem mun svara með tölvupósti eða símtali eftir því sem óskað er. Umfjöllun Fréttir sérblaðs Morgunblaðsins Heimili/fasteign- ir, auk fastra pistla blaðsins eins og Lagnafréttir, Smiðjan og Markaðurinn, er hægt að lesa með því að velja flokkinn Umijöllun í flettirammanum. Sú síða sem þá kemur upp er nokkurs konar fréttaforsíða og þar er hægt að nálgast helstu fréttir og pistla. Stutt- ur inngangur er við hverja frétt. Fyrir neðan inn- gang fréttarinnar er hnappur, þar sem á stendur Öll fréttin. Með því að smella á hann birtist ýtarlegri umfjöllun um viðkomandi frétt eða pistil. Að auki er hægt að nálgast fréttir og pistla með því að fara beint inn á sérsíður efnisflokkanna, annað hvort frá flettiramma eða frá aðalsíðu umfjöllunar, en þar er, auk fasteignafrétta vikunnar, aðgangur að pistlum allt frá áramótum 1997. Hér kennir margra grasa jafnt fyrir íbúðareigendur, væntanlega kaupendur og alla þá, sem vilja búa vel. Handbókin í Handbókinni er leitast við að svara algengustu spumingum, sem vakna þegar verið er að fjárfesta í fasteign. Eins er reynt að benda á atriði sem æski- legt er að fólk velti fyrir sér þegar fasteignaviðskipti eru annars vegar. Sérstök ástæða er til þess að benda fólki, sem ekki hefur áður keypt íbúð, að kynna sér þennan hluta vefjarins. Handbókin er valin með því að fara í flettirammann og renna músinni niður að kostinum Handbókin, sem er upphafssíða þessa efnisflokks. Þar er að finna yfirlit yfir helstu efnisþætti flokksins sem eru: Undirbúningur, þar sem finna má gagnleg- ar ábendingar, sem lúta að undirbúningi fasteigna- kaupa, svo sem hvers konar íbúð á að kaupa, hvaða □ Neucope; Fosteiqnouefur Motgunbloðsins B3B B»c* : : R«lo*4 Hecn» $*«roh 0wv>» RrW S*owrtty m : /fe,lhHp://vwinbl.tí/f«t*t9nir/1 1 Hentugast er að nota flettirammana til þess að velja sér efnisflokka innan vefsins. Nelttnpe: toUnignnuefur MDtqunblahvint H«n» OuW. : Ihttp ://»<>* mb1is/f«it«tqnir ^ RMHH | Hvaö vlltu skofta? : vtf‘í » fignaleítin I gagnagrurmi vefjartna eru um J.SOOeigr*. SxoeíJt 88 ilQMALEITIM f/BBBSSSttk \ Fréttir Handb&Mn Undiraldfiu- upplýsingarum lasleignakaup Hér get ur þú lettaft aft húsnasfti U solu, jafnt i llokki íbúftarhúsnœftis s em og Wartaftunnn Sxsíp> Eionirásvasfti: T egund eignar... [107 Vesw/Wer -1 Embý* Flölbv* H»6k Lagnafréttir Lánareiknir ogásvæftl : SigurfturGrétar ; Guömundssonflytur |6tag»tnt rl jafngreiOslulán og greiosluraf stuldabréfi. Feimetrar: Nybyggingar ; fAoáa#- | 80 »}»( 140 Herbergi: rl ^vinnuhúsnæfti Briskúr ; Smiftjan HúsbréfakerfiO l.*í“ T.I |AÍ« ,| ; skemmtlegarhugmvndir. spumingum um Verftfrá .. I Blómvikunnareruí umsjá | Enjtomöik ní' ■ : Agústu Bjdmsdóttur. ; í Gott eraft hafa 1 Enginnwik “f 13*' Hægt er að tiltaka leitarskilyrði að vild, eitt eða fleiri, og síðan er smellt á hanppinn „leita“. þjónustu fasteignasalar veita o.s.fi'v.; Að fjárfesta í húsnæði, þar sem teknar hafa verið saman leiðbein- ingar til að gera íbúðarleitina þægilega og hnitmið- aða; Fjármögnun fasteignn, þar sem fjallað er um þær fjármögnunarleiðir, sem eru fasteignakaupend- um opnar og Frágangur samninga, en þar er tekin fyrir sú pappírsvinna og gjöld sem eignakaupum fýlgja. Síðast en ekki síst er að finna efnisflokk, þar sem teknir hafa verið saman Gntlistar, sérhannaðir til útprentunar til þess að auðvelda fólki að greina raunverulegar húsnæðisþarfir sínar og eins að benda á þau fjölmörgu atriði - smá og stór - sem þarf að hafa augun opin fyrir þegar fasteign er skoðuð. Lánareiknirinn, heimasíður fasteignasala og aðrar gagnlegar tengingar Eitt af því helsta, sem vefst fyrir fólki við fast- eignakaup er hverju það hefur ráð á. I Lánnreiknin- um er hægt að reikna út afborganir og vexti á jafn- greiðslulánum og skuldabréfum. í flokknum Fast- eignnsalnr er að finna slóðir að heimasíðum fast- eignasala sem eru með fasteignir í eignagrunni Fast- eignavefjarins. I flokknum Gngnlegnr tengingnr er að finna íslenskar slóðir sem tengjast fasteignakaup- um á einhvem hátt. Þess verður gætt að á Fasteignavefnum séu ávallt nýjar og réttar upplýsingar. Markmiðið með vefnum er að þjóna fólki í fasteignaviðskiptum sem best og því mun hann ávallt miðast við þarfir dagsins. Notendur Fasteignavefjarins eru hvattir til þess að koma með þarflegar ábendingar svo að hann gagnist sem best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.