Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 25

Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 25 in kvennastörf eða karlar í hefð- bundin karlastörf. Helst þyrfti að stuðla að jöfnu kynjahlutfalli í öllum starfsgreinum." Verkaskipting Þótt erfðir úr fóðurætt hafi verið ráðandi þegar að vah á lífsstarfí kom höfðu genin úr móðurætt ekki sagt sitt síðasta orð, því að tónlistin varð að vissu leyti örlagavaldur í lífi Önnu Soffíu. í Háskólakómum kynntist hún eiginmanni sínum, Þorgeiri Óskarssyni sjúkraþjálfara, meðan þau vora í námi. Þau giftu sig árið 1981 og fóru síðan saman til Banda- ríkjanna í framhaldsnám. Bömin þeirra tvö, sem eru fimm ára og á öðru ári, komu þó síðar til sögunnar. „Við byrjuðum seint að eignast börn, okkur fannst ekkert liggja á. Ég var líka í mjög erfiðu námi, gat ekki sinnt mörgu utan þess, og í raun var ég ekki reiðubúin í bam- eignir fyrr en um þrítugt. Það er þó vissulega einstaklingsbundið eins og annað.“ Auk þess að vera í fullu starfi sem prófessor og forstöðumaður starfar Anna Soffía í ýmsum ráðum og nefndum, er meðal annars í Rann- sóknarráði íslands, Kæranefnd út- boðsmála og Landafundanefnd. En rekstur heimilis er tímafrekur, eink- um þar sem böm era fyrir, og því er hún spurð hvemig henni gangi að koma öllu heim og saman? „Það gengur vel. Vinnutími minn er um 50 stundir á viku, getur orðið 60 stundir þegar mikið er að gera, og ég vinn jafnt og þétt, og hratt. En ef ég segði að ég gæti sinnt húsmóður- starfinu með vinnu minni fyndist mér ég gera lítið úr starfi húsmóður- innar. Við hjónin eram samhent og það hefur ætíð verið jöfn verkaskipt- ing á milli okkar. Við skiptumst á um að elda og höfum valið okkur þá sér- stöku leið að vera innkaupastjórar hvort um sig eitt ár í senn. Sá sem gegnir því embætti sér um að kaupa inn, gætir þess að ekkert vanti í ís- skápinn og ákveður hvað verði í mat- inn. A meðan sér hinn aðilinn um þvottana. Eftir að börnin fæddust fengum við okkur barnfóstra sem er heima hjá börnunum á daginn og sér auk þess um þrif og þvotta, þannig að við eram laus við helstu húsverkin. Þeg- ar við komum heim úr vinnu, oftast milli klukkan fjögur og fimm, sinn- um við bömunum, eldum og göngum frá. Eiginlega geram við lítið annað, eram í vinnunni og svo með börnun- um. Jú eitt gerum við reyndar, við stundum líkamsrækt. Við höfíim bæði ánægju af íþróttaiðkun. Maður- inn minn er gamall hlaupari og ég var mikið á skíðum í gamla daga.“ Og áhugamálin era fleiri þegar betur er að gáð. Hún hefur áhuga á myndlist og finnst gaman að fara í leikhús. ,Aftur á móti er ég ekki mikil bíókelling og hef aldrei verið. Tón- listin hefur að sjálfsögðu alltaf skip- að stóran sess í lífi mínu, ég hlusta á alla tegund tónlistar nema kannski grófasta rokkið. Sígild tónlist hefur þó vinninginn og þai- era þeir Rachmaninoff, Brahms, Mozart og Beethoven í uppáhaldi. Við fórum þó sjaldan á tónleika og í leikhús núna og sjáum vinina ekki alveg eins oft og áður. En við þurfum heldur ekki að vera út um allar trissur, tíminn sem eigum með börnum okkar ung- um er stuttur og dýrmætur og því betra að njóta hans. Það lærði ég af móður minni. Ef við setjum upp lítið reiknings- dæmi þá má segja að fólk vaki yfir- leitt um 116 tima á viku. Ef það vinn- ur rúma 50 tíma á viku hefur það 60 tíma sem það getur eytt með fjöl- skyldunni. Það er því ekki rétt að segja að ekkert líf sé fyrir utan vinn- una. En það er mikil pressa utan frá og neikvæð umfjöllun sem snýst um það að telja fólki trú um að allir vinni svo mikið og að allir foreldrar séu vondir við börnin sín. Þetta er niðurrífandi þankagangur, og það er rangt að tala svona og koma því inn hjá fólki að eitthvað sé að lífi þeirra. Mjög marg- ir foreldrar standa sig mjög vel og tekst vel að sameina vinnu og fjöl- skyldulíf, og því má ekki gleyma, þó svo að auðvitað verði að ræða og taka á því sem miður fer.“ FRÉTTIR Stuðningur við fræðslu- og leiðbeiningarstarf Skóg- ræktarfélags Islands UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur Skógræktarfé- lags Islands og Búnaðarbanka ís- lands hf. um eflingu á fræðslu- og leiðbeiningarstarfi fyrir almenning um allt land. Þessi samningur kem- ur í framhaldi af samstarfi aðilanna á síðasta ári. Eitt af meginmarkmiðum skóg- ræktarfélaganna er að vinna að fræðslu og leiðbeiningum um skóg- rækt og landgræðslu. Með stuðningi Búnaðarbankans er Skógræktarfé- lagi íslands, í samvinnu við aðildar- félögin 53, gert kleift að gangast fyr- ir fjölbreyttu starfi fyrir áhugasamt ræktunarfólk. Á dagskrá era fundir, námskeið, sérstök námskeið ætluð sumarbústaðaeigendum, skógar- göngur og fræðsluferðir svo eitthvað sé nefnt. Verða þessir viðburðir aug- lýstir jafnharðan og eins kynntir í sérstökum bæklingi sem allir félags- menn fá sendan á næstunni. Fyrsti viðburðurinn í þessu sam- starfi verður nk. þriðjudagskvöld en þá mun Jón Loftsson skógræktar- stjóri fjalla um framtíð skógræktar á Islandi í máli og myndum sem hann kallar „Skógrækt inn í 21. öldina“. SKÓGARGÖNGUR verða í sumar. Opib sunnudagirm 15. febrúar kl. 13.00~16.00 í Abalstræti 9. Komdu 09 fáðu bækling! RÐASBÍMF'i AÐAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.