Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
„Ég get skipt
starfseminni í þrjá
meginþætti. Þriðj-
ungur er dag-
skrárgerð, þriðj-
ungur er auglýs-
ingagerð fyrir inn-
anlandsmarkað og
þriðjungur er aug-
lýsingagerð fyrir
erlend fyrirtæki."
og bflstjóra þarf að fá sín laun. Svo
eru líka smærri verkefni, en mikil-
væg samt.“
Hvers vegna telur þú að þessi
viðskipti hafí aukist?
„Það er engin spurning að Island
hefur verið í tísku um skeið. Fyrir
því geta verið ýmsar ástæður. Við
höfum t.d. rekið mikið markaðs-
starf og það er í sjálfu sér mikil
landkynning. Við kynnum ekki að-
eins fyrirtækið þegar við skiptum
við erlenda aðila, heldur einnig
landið og þjóðina.
Svo er fólk á borð við Björk og
Vigdísi sem eru stöðugt í umræð-
unni. Eg treysti mér ekki til að
vera með einhverja mælistiku á
hvað þær kynna landið mikið og
vel, en erlendir viðskiptavinir okk-
ar spyrja ótrúlega oft hvort við get-
um útvegað tónlist með Björk í
auglýsingu.
Þegar við bætist að vegalengdir
era allar miklum mun „styttri" með
tilkomu batnandi samgangna og
Netsins þá átta menn sig á því að
Island er ekki svo ýkja langt í
burtu þrátt fyrir allt. Og ekki má
gleyma því sem skiptir kannski
ekki minnstu máli og það er óvenju-
legt umhverfið sem hér er að finna.
Þetta er umhverfi sem menn
þekkja ekki og það laðar að erlenda
auglýsendur.
Svo koma menn hingað og era yf-
irleitt hrifnir af landslaginu og góða
loftinu og fallegu birtunni. En oftar
en ekki kemur landslagið mönnum
ekki svo mjög á óvart. Þeir hafa
reiknað með undarlegheitum í þeim
efnum. Það er miklu fremur
Reykjavík sem kemur þeim á óvart.
I ljós kemur að Reykjavík er lífleg,
skemmtileg og hreinleg borg með
mikla menningu og hressu mann-
lífi.“
Maður hefði haldið að verðlagið
myndi fæla menn frá því að leita til
íslands eftir afgreiðslu á verkefn-
um sínum.
„I viðræðum við tilvonandi við-
skiptavini drögum við ekkert und-
an. Við segjum þeim að á Islandi sé
matur, bjór og bílaleigubflar dýrir.
En á móti kemur ýmislegt sem get-
ur dregið úr kostnaði. Stutt að fara
á tökustaði, lítið skrifræði miðað við
það sem gengur og gerist í Evrópu
og það gefur svigrúm.
Menn átta sig þannig smátt og
smátt á því að á Islandi eru menn
að fá alla þá umhverfiskosti sem
þeir era að leita að á hjara veraldar
en era þó á sama tíma í þróuðu og
viðskiptavænu vinnuumhverfi."
Þetta hljómar eins og fallvalt
gengi, að Islandsímyndin geti
slokknað jafn skjótt og hún kvikn-
aði?
„Það er einmitt það sem við meg-
um og eigum að hræðast í þessari
grein. Við eigum að njóta þessarar
velgengni meðan hún stendur og
jafnframt að vinna verkin eins vel
og frekast er kostur til að halda
frekar viðskiptavinunum.
Þeim hefur enn verið að fjölga
nokkuð þannig að Island er ennþá
„inn“ eins og sagt er. En við þurf-
um að haga okkur í samræmi við að
góða gengið á þessu sviði geti
breyst. Þannig höfum við í vaxandi
mæli verið að kynna okkur sem fyr-
irtæki sem getur unnið auglýsingar
fyrir erlenda aðila í upptökuverum.
Það er að byrja að skila árangri. Þá
höfum við markvisst verið að bæta
alla alhliða þjónustu við viðskipta-
vinina.“
Velgengni í óstöðugri
atvinnugrein
VIÐSKIPnAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Saga fílm hefur tuttugu ár að baki í maí næstkomandi.
Stofnandi, eigandi og forstjóri fyrirtækisins er Jón Þór Hann-
esson, fæddur í Reykjavík árið 1944. Vegur fyrirtækisins
hefur farið vaxandi síðustu árin og sífellt bjóðast nýir mögu-
leikar á landvinningum.
eftir Guðmund Guðjónsson
ÓN Þór segist hafa átt
ósköp venjulega æsku í
austurbænum, sem hafi
verið „eins konar Breið-
holt þess tíma“, ekki var
um mikið efnaheimili að ræða, en
þó átti fólkið vel til hnífs og skeiðar,
skólagangan var „venjuleg" og Jón
Þór var í íþróttum eins og títt er
um ungmenni.
Eftir að hafa lokið gagnfræða-
skóla lærði Jón rafeindavirkjun hjá
því sáluga fyrirtæki Pósti og síma,
en allt til 17 ára aldurs lærði hann
að vinna fyrir sér eins og hann orð-
ar það. Hann var í sveit og til sjós,
bar út dagblöð, seldi dagblöð og
stundaði verslunarstörf. Þegar
hann útskrifaðist úr rafeindanámi
sínu fór þekkt popphljómsveit á
þeim tíma, Tónar, að bera víurnar í
hann. Sveitina vantaði bassaleik-
ara, en gallinn var bara sá að Jón
kunni ekkert á bassa. En hann
hafði lært hljóðmennsku og Ijóst að
tækniþekking hans stóð undir
áhuga popparanna.
„Eg hef alltaf haft áhuga á tónlist,
vann m.a. við gerð dægurlagaþátta á
borð við Lög unga fólksins og þátt-
inn Fjör í kringum fóninn. Auk þess
hafði ég dundað við að setja sjálfur
saman magnara sem lítið úrval var
af í þá daga. Strákamir hafa því séð
að ýmiss konar gagn mátti af mér
hafa. Eg var því settur á skólabekk
og lærði á bassa á einni viku. Ég
hafði hins vegar engan áhuga á því
að vinna hjá Pósti og síma þó að mér
stæði það til boða og daginn sem ég
útskrifaðist þaðan úr rafeindanám-
inu hætti ég og var ráðinn til Sjón-
varpsins. Það var 1. aprfl 1966,“ seg-
ir Jón Þór.
Hann var umsvifalaust sendur til
Danmerkur, á námskeið sem
danska sjónvarpið hélt um hljóð-
setningu á kvikmyndum, kom síðan
heim og veitti um skeið forstöðu
kvikmyndadeildar Sjónvarpsins.
Síðan lá leiðin til Noregs þar sem
hann vann eitt ár við norska sjón-
varpið. Tilefnið þá var að kynna sér
litvæðinguna sem þá var að ryðja
sér til rúms í sjónvarpi.
Þegar heim kom vann hann enn
hjá Sjónvarpinu, en færðist mikið í
fang því hann fór einnig að vinna
hjá Auglýsingastofunni Argus við
gerð sjónvarpsauglýsinga, auk þess
sem hann sá að veralegu leyti um
upptökur á hljómplötum hjá Fálk-
anum. Allt þetta gerði hann í frí-
tíma sínum frá Sjónvarpinu.
Upp úr starfínu fyrir Fálkann
stofnaði hann Hljóðrita í Hafnar-
firði ásamt Jónasi R. Jónssyni, Sig-
urjóni Sighvatssyni og Böðvari
Guðmundssyni, „fyrsta alvöru upp-
tökuver landsins," segir Jón. Um
þessar mundir var bæði komir.n
„órói“ innan Sjónvarpsins og einnig
í hann sjálfan vegna óróa sjón-
varpsmanna, því nú var Jón Þór
svo störfum hlaðinn að það hálfa
hefði verið nóg og farið var að bera
á því að verkefnin út um borg og bí
vora farin að þvælast hvert fyrir
öðra.
Það varð sem sagt eitthvað und-
an að láta og það reyndist vera
starfið hjá Sjónvarpinu. Arið 1976
hætti Jón Þór hjá RÚV og steypti
sér af fullum þunga í auglýsinga-
gerð undir merkjum Argusar. Það
stóð þó ekki lengi, tveimur árum
síðar, í maí 1978, stofnaði hann
Saga film ásamt Snorra Þórissyni.
„Þvflíkt bjartsýniskast"
Fyrirtækið fluttist fljótlega úr
húsakynnum Argusar í Sjálfstæðis-
húsið á Háaleitisbraut og starfaði
þar tfl ársins 1987, er það flutti í
núverandi húsnæði í Vatnagörðum.
Var þá stækkað gífurlega við sig í
fermetrafjölda.
„Þetta var álitið þvílíkt bjart-
sýniskast, að fólki leist ekkert á
blikuna. En sannleikurinn var sá að
það stóð okkur fyrir þrifum að hafa
ekki upptökuver, þannig að starfs-
aðstaða okkar batnaði til mikilla
muna og svo voru uppgangstímar í
þjóðfélaginu á þeim áram og að
okkar mati upplagt að stækka við
okkur einmitt þá. Við treystum
auðvitað á sjálfa okkur, vorum þá
eins og nú, fyrirferðarmiklir á
markaðnum.
Við voram raunar svo bjartsýnir,
að við stofnuðum fyrirtæki á þessu
sviði í Danmörku, Creativ
Commercials hét það. Við ætluðum
að hasla okkur völl á Norðurlönd-
um. En tímasetningin var ekki góð.
Okkur varð raunar ágætlega
ágengt að mörgu leyti, en efna-
hagsumhverfið fór einmitt versn-
andi á þessum tíma og við höfðum
ekki ráð á að halda fyrirtækinu úti.
Það er vont að tapa peningum sem
era ekki til.
En það var einmitt á þessum ár-
um, að ég keypti Snorra út úr fyrir-
tækinu og hef rekið það síðan, fyrst
með tveimur öðrum hluthöfum og
síðan einum síðustu árin,“ segir Jón
Þór.
Segðu mér eitthvað um starfs-
svið Saga fílm. Hvað eruð þið að
gera?
„Ég get skipt starfseminni í þrjá
meginþætti. Þriðjungur er dag-
skrárgerð, þriðjungur er auglýs-
ingagerð fyrir innanlandsmarkað
og þriðjungur er auglýsingagerð
fyrir erlend fyrirtæki sem hafa í
vaxandi mæli sóst eftir því að fá
auglýsingar sínar teknar upp hér á
landi. A þessu sést að við eram ekki
með öll eggin okkar í sömu körf-
unni. Það gengur ekki, því ef til að
mynda auglýsingamarkaðurinn hér
heima tæki upp á því að dragast
saman, sem hann gæti gert ef efna-
hagsaðstæður versnuðu, þá fengj-
um við fyrir ferðina. Með því að
dreifa kröftunum mildum við högg-
in ef á gefur á einu sviði.“
Þú segir innlend auglýsingagerð.
Er hún ekki í höndum auglýsinga-
stofa, sem hefur heldur fjölgað í
góðærinu en hitt?
„Þetta skiptist nokkuð jafnt.
Auglýsingastofumar eru okkur
mjög mikilvægir viðskiptavinir.
Þær hafa sína viðskiptavini og
koma yfirleitt til okkar með hug-
myndir sem era mislangt á veg
komnar. Síðan vinnum við hug-
myndirnar undir umsjá stofanna.
Hitt er einnig algengt, að fyrirtæki
og stofnanir hafi innan vébanda
sinna sitt eigið markaðs- og auglýs-
ingafólk sem leitar beint til okkar
með hugmyndir sínar og jafnvel
handritsvinnu. Við eram vel í stakk
búin að taka einnig þannig á mál-
inu, báðar útfærslurnar henta okk-
ur vel og samvinna við hlutaðeig-
andi er yfirleitt góð. Síðari útfærsl-
an á einnig vel við þegar við eram
beðin að vinna fyrirtækjamyndir,
t.d. vegna afmæla, menntunar eða
kynningarmyndbönd fyrir erlenda
viðskiptavini," segir Jón Þór.
Vaxandi erlend viðskipti
Þú minntist á að auglýsingagerð
fyrir erlenda aðila færðist í vöxt.
Segðu okkur meira frá því.
„Við höfum alltaf verið með er-
lend verkefni í gegnum árin, t.d.
unnum við stórt verkefni fyrir
James Bond bíómynd árið 1983 svo
dæmi sé tekið. En allra síðustu árin
hafa þessi erlendu viðskipti aukist
stórlega. 1996 voram við með þrjú
stór erlend verkefni, tvö í fyrra.
Þegar ég segi stór þá á ég við verk-
efni sem era upp á meira en 20
milljónir og fyrir þær upphæðir
þurfum við að framkvæma verkefn-
in. Það er í mörg horn að líta, fag-
fólk allt frá kokkum til fyrirsætna