Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 29
28 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AÐILD AÐ
LÍFEYRISSJÓÐUM
Fyrir skömmu var frá því
skýrt hér í Morgunblaðinu,
að starfsmönnum Landflutninga
Samskipa hefði verið gert skylt
að gerast félagsmenn í Sam-
vinnulífeyrissjóðnum en neitun
á því mundi jafngilda uppsögn
hjá fyrirtækinu. Forsvarsmenn
Samskipa báru fyrir sig úrskurð
fjármálaráðuneytis í öðru máli
en talsmenn fjármálaráðuneytis
sögðu, að úrskurða yrði í hverju
einstöku tilviki fyrir sig og féll-
ust þar með ekki á málflutning
forráðamanna skipafélagsins.
Starfsmenn Landflutninga Sam-
skipa hafa til þessa verið félags-
menn í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur og greitt í Lífeyris-
sjóð verzlunarmanna. Magnús
L. Sveinsson, formaður VR
sagði af þessu tilefni í samtali
við Morgunblaðið, að það væri
gerræði, sem ætti að heyra for-
tíðinni til að þvinga þessa starfs-
menn í annan lífeyrissjóð.
í fréttaskýringu í Morgun-
blaðinu í gær kemur fram, að
félagsmenn í Samvinnulífeyris-
sjóðnum greiði hærri iðgjöld í
sjóðinn en félagsmenn í Lífeyr-
issjóði verzlunarmanna en njóti
minni réttinda. Margeir Daníels-
son, framkvæmdastjóri Sam-
vinnulífeyrissjóðsins telur þenn-
an samanburð ósanngjarnan á
þeirri forsendu, að Lífeyrissjóð-
ur verzlunarmanna hafi nýlega
aukið réttindi sinna félags-
manna en Samvinnulífeyrissjóð-
urinn hafi ákveðið að bíða með
breytingar þar til ljóst væri,
hvernig ný lög um lífeyrissjóði
litu út. Að loknum fyrirhuguðum
breytingum verði réttindi fé-
lagsmanna þessara tveggja
sjóða mjög svipuð.
Þessar deilur sýna fyrst og
fremst, að sú afstaða Morgun-
blaðsins, að launþegar eigi að
hafa rétt til þess að ákveða sjálf-
ir í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða
er réttmæt og eðlileg. Hér er
um að ræða mjög veigamikinn
þátt í afkomu fólks. Hvernig
tryggir hver og einn afkomu
sína í ellinni, þegar starfsævi
er lokið? Hveijir eru betur til
þess fallnir að taka slíka ákvörð-
un en launþegar sjálfir?
Er það eðlilegt að forráða-
menn Samskipa ákveði hvað
hentar bezt í lífeyrismálum
starfsmanna landflutninga fyr-
irtækisins? Er eðlilegt, að Mar-
geir Daníelsson eða Magnús L.
Sveinsson taki ákvörðun um
það, hvað hentar hveijum og
einum í þessum efnum? Auðvit-
að ekki.
Deilurnar um lífeyrissjóð
starfsmanna Landflutninga
Samskipa sýna í hnotskurn
hversu fáránlegt það kerfi er,
að launþegar taki ekki slíkar
ákvarðanir sjálfir. Þeir vita bezt
hvað að þeim snýr. Svo lengi,
sem tryggt er, að allir launþegar
eigi aðild að einhveijum lífeyris-
sjóði á það að vera mál þeirra
sjálfra hver sá lífeyrissjóður er.
Það er rétt hjá Magnúsi L.
Sveinssyni að það er gerræði,
sem heyrir fortíðinni til að
þvinga viðkomandi starfsmenn
Samskipa til að skipta um lífeyr-
issjóð. En það væri líka sama
gerræði að banna félagsmönn-
um í Lífeyrissjóði verzlun-
armanna að skipta um sjóð, ef
það hentaði þeim.
SVÍAR
OG EMU
Ummæli Göran Tunhammar,
framkvæmdastjóra
sænskra vinnuveitenda, í sam-
tali við viðskiptablað Morgun-
blaðsins sl. fimmtudag sýna í
hnotskurn vanda þeirra, sem
standa munu utan hins sameig-
inlega gjaldmiðils Evrópuríkja,
sem gengur í gildi um næstu
áramót. Hann segir:
„Ef við gefum okkur að EMU
verði að veruleika, sem það mun
verða innan skamms, er þá betra
að vera innan þess eða utan?
Okkar svar er einfalt. Það er
betra að vera innan þess og það
má færa mjög sterk hagfræðileg
rök fyrir því. Svíþjóð, líkt og
ísland, er mjög lítið gjaldmiðils-
svæði. Við yrðum því mun ber-
skjaldaðri utan EMU en innan
þess ... Ég sé það fyrir mér sem
mjög raunhæfan möguleika, að
stórfyrirtæki muni óska eftir því
við sína birgja að þeir sendi
þeim reikninga í evrum, ekki í
sænskum krónum. Evran verður
því óbeint tekin upp í litlum og
meðalstórum fyrirtækjum. Þá
held ég, að við munum líka sjá
innan fárra ára, að evrópskir
ferðamenn fari að krefjast þess
af sænskum ferðamannastöðum
að verð sé gefið upp í evrum og
hægt sé að greiða með þeim en
ekki í sænskum krónum.“
Ekki er ósennilegt, að þau
sjónarmið, sem Göran Tun-
hammar lýsir hér eigi líka við
um ísland, þótt sá munur sé á
stöðu okkar og Svía, að þeir eru
aðilar að ESB en við ekki. Það
verður stöðugt áleitnari spurn-
ing, hver aðstaða okkur verður
utan hins sameiginlega evr-
ópska gjaldmiðils.
Kvöldlandið rís
úr hafi
ÖLL AFREK
• hefjast með
ferðalagi í hug-
skoti manna með
skáldlega sýn.
Þannig var Einar Benediktsson far-
inn að yrkja um afstæðiskenning-
una, áður en hann þekkti kjarnann
í kenningum Einsteins, ef hann
hefur þá nokkurn tíma kynnzt hon-
um eða heyrt kenninga hans getið.
Kannski fékk hann afstæðiskenn-
inguna frá Poe, einhvern tíma
minnir mig Kristján Karlsson hafi
bent mér á þann möguleika. Hvað
sem því líður fóru afkomendur for-
feðra okkar, víkinganna, vestur um
haf á bókum. Þær eru jafngóður
farkostur og hvað annað. Víkingun-
um var í blóð borið að sjást um
einsog segir í Karlamagnús sögu.
Og þeir herbergðust sæmilega
vestra, ef draga má ályktanir af
skrifuðum heimildum, þar sem fjall-
að er um farlengd þeirra, svo að
enn sé vísað til sögu Karls mikla.
En að honum komum við síðar.
meadows á norður-
hluta Nýfundna-
lands. Longefellow,
bandaríska þjóð-
skáldið á síðustu
öld, og fleiri unn-
endur fornrar nor-
rænnar menningar
vestur í Boston, voru í engum vafa
um vesturfarir víkinga og búsetu
þeirra. Þeir þóttust vita að víkingar
hefðu verið á ferð í Nýja Englandi
og skrifuðu margt og mikið um
búsetu þeirra þar. Fullyrtu m.a. að
ijóðrið í Norumbega utan við Bos-
ton bæri nafn Noregs. Reistu þar
því merkilegt minnismerki víking-
um til heiðurs. En aðrir hafa dreg-
ið ályktanir þeirra í efa.
Víkingar áttu uppruna sinn í
• Víkinni í Noregi. Þaðan fóru
þeir i víking einsog margsagt er í
Haralds sögu hárfagra og víðar en
tóku sig svo upp og fóru um allar
trissur, einsog heimildir herma.
Þorþagrundir þeirra voru ekki ein-
ungis Norðurlönd og Bretlandseyj-
ar, heldur víðlend lönd önnur í austri
og vestri. Því hefur verið haldið
fram að aðalástæðan til þess landn-
HELGI
spjall
2Víkingarnir fóru ekki til
• Ameríku, hefur verið sagt full-
um fetum, þvíað mönnum er einkar
lagið að flækja einföldustu hluti;
jafnvel — og kannski ekki sízt -
fræðimönnum. Samt eru til ná-
kvæmar frásagnir af ferðum þeirra,
ættaðar frá þeim sem þátt tóku í
þeim. Fornminjar hafa staðfest
ævintýri þeirra og það eiga fleiri
landskikar eftir að koma við sögu
en tóttaþorpið í L’Anse aux
ámsmenn lögðust út á Islandi hafi
verið skattpíning Haralds konungs.
Hann var öðrum mönnum klókari
í þeim efnum og seldi farmönnum
jafnvel sjófararleyfi. Snorri segir
hann hafi svipt andstæðinga sína
óðalsrétti, en raunar hófst landnám
Norðmanna og annarra víkinga fyr-
ir daga hins hárfagra konungs.
Sumir eru þess fullvissir að víking-
ar dragi nafn sitt af Víkinni við
Osló. En um það er deilt einsog
annað. Um uppruna orðsins eru til
margar tilgátur fræðimanna.
4Víkingar skrifuðu sögu sína
, með skipum. Síðan tóku rithöf-
undar við og skráðu hana á bækur.
Þetta fólk var ekki að flækja einfalda
hluti og Grænlendinga saga hefur
reynzt pottþéttari heimild en nokkurn
óraði fyrir, áður en uppgröfturinn
hófst á Nýfundnalandi. Kort Sigurðar
Stefánssonbar frá því um 1590 er
mikilvæg staðfesting á Grænlendinga
sögu og öðrum heimildum um vest-
urfarir víkinga og á því er m.a. sýnt
vínlandið á Nýfundnalandi. Og hvað
um Vínlandskortið sem nú þykir
sannað að sé ófalsað (sjá New Editi-
on, 1995 og t.a.m. The Times, 2.
marz, 1996).
5Víkingar fundu hagkvæmustu
• - og þar með stytztu leiðina
til Ameríku,skipið. Víkingskipin
voru tækniundur síns tíma. Islend-
ingur, sem horfir á þau í söfnum í
Osló og Hróarskeldu, finnur til
stolts og gleði yfir þessum tungl-
feijum síns tíma. Jafnvel Rómveijar
gátu ekki keppt við víkingana í
þessum efnum og þó var þeim ekki
eiginlegt að kunna stolti sínu og
metnaði hóf. Heimsveldi þeirra náði
þangað sem úthafíð tók við. En þar
hófst veldi víkinga og þeir sigldu
inn í vitundarheim Kólumbusar á
Grænlendinga sögu, kortum og
munnlegum heimildum. Fáar heim-
ildir eru þó traustari en hugmyndir
sem ferðast frá einum manni til
annars; ekkert ferðalag jafn heill-
andi. Þess vegna tölum við um Leif
heppna og Kólumbus í sömu andrá.
M.
Fyrir skömmu var
haldinn árlegur fundur
um alþjóðleg efnahags-
mál í Davos í Sviss, þar
sem saman koma áhrifa-
miklir stjórnmálamenn,
stjórnendur risafyrir-
tækja, heimskunnir sér-
fræðingar og margir fleiri. Á þessum fundi
talaði einn af meðlimum framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, Karel Van
Miert, sem hefur með að gera samkeppnis-
mál innan ESB. Hann sagði m.a.: „Vand-
inn er í æ ríkara mæli sá, að það eru ein-
ungis fá fyrirtæki eftir í hveijum geira
atvinnulífsins og þau hafa tilhneigingu til
að sameinast eða starfa saman til þess
að ná betri árangri á heimsmarkaði. Ég
segi við þau, að frjáls samkeppni snúist
ekki um slíkan samruna. Fari fram sem
horfi verði niðurstaðan einokunarfyrirtæki
í einkaeign á alþjóðavísu í stað gömlu ríkis-
einokunarfyrirtækjanna."
Svipuðum skoðunum hefur ítrekað verið
lýst hér í Reykjavíkurbréfi á undanförnum
árum, þar sem hvað eftir annað hefur
verið bent á, að einokun einkafyrirtækja
væri ekkert betri en einokun ríkisfyrir-
tækja eða sú einokun, sem gömlu Sam-
bandsfyrirtækin voru búin að ná á vissum
sviðum viðskiptalífsins á sínum tíma.
Það var vel til fundið hjá Verzlunarráð-
inu að fjalla á viðskiptaþingi í liðinni viku
um samkeppnismál. í frásögn viðskipta-
blaðs Morgunblaðsins sl. fímmtudag af
umræðum á viðskiptaþingi sagði m.a.:
„Kolbeinn (Kristinsson, formaður Verzlun-
arráðs íslands) vék að þeim umræðum,
sem hafa orðið um samþjöppun, blokka-
myndun og fákeppni í íslenzku atvinnulífí
að undanförnu. Hann benti á, að þessa
þróun mætti rekja til aukinnar sam-
keppni, bæði innanlands og á erlendum
mörkuðum. Hann sagði, að í heilbrigðu
atvinnulífi yrði að gera ráð fyrir því, að
einhver fyrirtæki væru að renna saman
og ný að verða til. „Viðhorf viðskiptalífs-
ins gagnvart samruna og blokkamyndun
má hvorki mótast af fordómum á móti
stórum fyrirtækjum né blindri trú á, að
stór fyrirtæki séu alltaf betri en lítil. Aðal-
atriðið er, að markaðurinn sé opinn, að
þeir, sem geti gert hlutina betur en aðrir
fái tækifæri til að komast að og að engir
aðilar geti slegið eign sinni á einhveija
markaði."
Þetta er auðvitað kjarni málsins en
vandinn í okkar litla samfélagi, sem raun-
ar virðist líka vera orðið vandamál á heims-
vísu, hefur verið sá, að í sumum tilvikum
hefur verið erfitt fyrir nýja aðila að fá
tækifæri til að sýna, að þeir gætu gert
betur og það hefur verið hætta á því að
einstök fyrirtæki reyndu að „eignast“
markaðinn.
Glöggt dæmi um þetta eru viðskipta-
hættir Pósts og síma hf., sem nú er reynd-
ar ekki til lengur, á undanförnum árum.
Fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins var
svo gífurlegur samanborið við bolmagn
lítilla fyrirtækja, sem voru að reyna að
keppa við risafyrirtækið í jaðri umsvifa
þess, að þeim var gert nánast ómögulegt
að starfa. Á þetta hefur enn ekki reynt
að ráði gagnvart Landssíma íslands hf.
en það á væntanlega eftir að koma í ljós,
hvort breyting hefur orðið á því hugarfari
í viðskiptalegum efnum, sem ríkti hjá Pósti
og síma hf. Kannski var mesta vandamál-
ið á þessu sviði, að Póstur og sími hf. starf-
aði á pólitísku verndarsvæði með þeim
afleiðingum, að stjórnvöld gripu ekki í
taumana til að veija litlu fyrirtækin fyrir
fruntalegum vinnubrögðum hins stóra
heldur þvert á móti.
Hins vegar má nefna pnnur dæmi, sem
ganga í gagnstæða átt. Árum saman þótti
bíleigendum nóg um þau iðgjöld, sem þeir
greiddu af bílatryggingum. Það er auðvit-
að staðreynd, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr, að frumkvæði FÍB hefur
orðið til þess að stórlækka iðgjöldin. Það
á eftir að koma í ljós, hvort framhald verð-
ur á því og hvort hinir brezku samstarfsað-
ilar FÍB telji sér hagkvæmt að halda áfram
eftir ákveðinn reynslutíma. Haldi þeir
áfram skulda íslenzku tryggingafélögin
viðskiptavinum sínum skýringar. Haldi
þeir ekki áfram verður ljóst, að íslenzku
tryggingafélögin hafa haft efnisleg rök
fyrir sinni afstöðu.
Nýjasta dæmið um áhrif samkeppni er
frelsi í innanlandsflugi. Það fer ekkert á
milli mála, að veruleg lækkun hefur orðið
á fargjöldum innanlands vegna þeirrar
samkeppni, sem íslandsflug hf. hefur veitt
Flugleiðum og dótturfyrirtæki þess Flugfé-
lagj íslands hf. Niðurstaðan liggur hins
vegar ekki fyrir, þ.e. hvort- rekstrargrund-
völlur verður fundinn fyrir bæði fyrirtæk-
in. En það er auðvitað umhugsunarefni,
að aukin samkeppni í innanlandsflugi er
til komin vegna aðildar okkar að EES og
ákvarðana, sem teknar hafa verið í Bruss-
el.
Verðlækkun Landssímans á GSM-síma-
gjöldum, sem tilkynnt var fyrir helgi er
tilkomin vegna væntanlegrar samkeppni
af hálfu íslenzka farsímafélagsins hf., sem
hefur rekstur GSM-símaþjónustu eftir
nokkra mánuði en starfsleyfi þess er til-
komið vegna tilskipana frá Brussel. í
mörgum tilvikum eru neytendur að njóta
góðs af aukinni samkeppni vegna ákvarð-
ana sem teknar hafa verið á vettvangi
Evrópusambandsins og okkur er skylt að
fylgja eftir vegna aðildar okkar að Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
I enn öðrum tilvikum má spyrja, hvort
talsmenn einstakra fyrirtækja hafi hugs-
anlega haft rétt fyrir sér, þegar þeir hafa
haldið því fram, að íslenzki markaðurinn
sé svo lítill, að hann standi ekki undir
nema tveimur og jafnvel: einu fyrirtæki.
Þetta á ekki sízt við um millilandaflugið.
Léleg rekstrarafkoma Flugleiða ár eftir
ár hlýtur að vekja spumingar um það,
hvort einhver grundvallarskekkja sé í
rekstri fyrirtækisins eða hvort staðreyndin
sé einfaldlega sú, að það sé á mörkunum
að hægt sé að halda úti einu flugfélagi í
áætlunarflugi á milli landa. Þegar fylgzt
er með þeim fargjöldum, sem fólk í öðrum
löndum á kost á milli Evrópu og Ameríku
pg þau borin saman við fargjöld á milli
íslands og Evrópu, veltir almenningur því
fyrir sér, hvort íslenzkir farþegar séu að
greiða niður fargjöld fyrir útlendinga yfír
Atlantshafíð. En jafnframt er ljóst, að
Flugleiðir mundu ekki fljúga daglega til
Bandaríkjanna, ef starfsemi þeirra væri
með öðrum hætti.
Það er hins vegar engin spurning um,
að lífleg og fijáls samkeppni hefur aukizt
á fjölmörgum sviðum viðskiptalífsins á
undanförnum árum. Það á við um matvöru-
verzlun, þar sem búast má við enn harðn-
andi samkeppni á næstu árum. Það á líka
við um fjölmargar aðrar greinar verzlunar.
Samkeppni á fjármálamarkaðnum
harðnar mjög. Nýjustu sviptingar á skulda-
bréfamarkaðnum eru glöggt dæmi um
það. Landsvirkjun náði mjög hagkvæmum
kjörum á nýju skuldabréfaláni fyrir nokkr-
um dögum en skuldabréfaútboð Búnaðar-
bankans á hærri vöxtum degi síðar vekur
spurningar um, hvort samkeppnin á þess-
um markaði sé orðinn illvíg. Atvinnulífíð
getur hins vegar ekki annað en notið góðs
af þeirri hörðu samkeppni, sem upp er
komin á fjármálamarkaðnum, þótt enn sé
nokkur munur á vaxtakjörum hér og er-
lendis.
Ahyggjur á
alþjóða-
mörkuðum
ÞAÐ ER FROÐ-
legt að sjá, að sömu
áhyggjur eru nú
uppi á alþjóðamörk-
uðum um skort á
samkeppni og hvað
eftir annað hafa komið upp hér á okkar
litla markaði á undanförnum árum. Segja
má, að staðan á hinum íslenzka markaði
sýni ástandið á heimsvísu í hnotskurn.
Um þetta var fjallað í fróðlegri grein í
Financial Times í gær, föstudag, þar sem
bent er á, að stjórnmálamönnum um allan
heim stendur ekki á sama um þá þróun,
að fyrirtæki verði sífellt stærri og nái til
sín meiri hluta af markaðnum.
Þekktasta dæmið af þessu tagi er senni-
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 14. febrúar
í ÖSKJUHLÍÐ
Morgunblaðið/Ásdis
lega starfsemi bandaríska hugbúnaðarfyr-
irtækisins Microsoft. Þetta Reykjavíkur-
bréf verður ekki skrifað án þess að hug-
búnaður fyrirtækisins komi þar við sögu
og segja má, að nánast hver einasti tölvu-
notandi um allan heim noti hugbúnað frá
Microsoft. Svo sterk er staða fyrirtækisins
orðin, að bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefur hafíð viðamikinn málarekstur gegn
því til þess að koma í veg fyrir, að það
einoki nánast allan hugbúnað og þá alveg
sérstaklega þann hugbúnað, sem þarf til
þess að nýta aðgang að netinu.
Microsoft er sígilt dæmi um þann vanda,
sem við er að glíma í samkeppnismálum.
Fyrirtækið er stofnað af ungum snilling-
um, sem á skömmum tíma náðu að hasla
sér völl. Framleiðsluvörur þeirra náðu yfir-
burðastöðu vegna gæða. Þegar þar var
komið sögu sneru þeir sér skipulega að
því að ryðja hveijum keppinautinum á
fætur öðrum úr vegi. Fyrir áratug voru
önnur ritvinnsluforrit vinsælli en Word en
þeirra verður lítið vart nú orðið. Lotus
hugbúnaðarfyrirtækið náði fyrir mörgum
árum forystu í gerð töflureikna en Micro-
soft hefur fyrir löngu rutt þeim úr vegi.
Netscape fyrirtækið náði forystu í gerð
hugbúnaðar fyrir netið en Microsoft hefur
saxað á forskot þess jafnt og þétt og í
fyrrnefndri grein í Financial Times er því
haldið fram, að Netscape kunni að vera
til sölu.
Hveijir hafa notið góðs af þessari sam-
keppni? Það er engin spurning um, að
tölvunotendur hafa fram að þessu verið
sigurvegarar í henni. En verður það til
lengdar? Hvað gerist, ef Microsoft tekst
að ryðja nánast öllum keppinautum til hlið-
ar og ráða þessum markaði um heim all-
an? Hversu lengi njóta notendur þá góðs
af samkeppni undanfarinna ára?
Hið hefðbundna svar er, að reynslan
sýni, að markaðurinn sé svo kröftugur,
að einn aðili komist aldrei til lengdar upp
með að ráða honum. í því sambandi bend-
ir Financial Times á, að fyrir nokkrum
áratugum hafi US Steel verið stærsta stál-
fyrirtæki í Bandaríkjunum en sé nú minni
háttar fyrirtæki í þeirri grein vegna þess,
að önnur stálfyrirtæki hafi náð forskoti í
þróun nýrrar tækni. General Motors hafi
fyrir tveimur áratugum verið með fjórðung
af bílamarkaðnum í heiminum en sé kom-
in niður í 16%. Og sjálfsagt má nefna fleiri
slík dæmi.
í þessum umræðum má líka spyija hvert
sé markmiðið með sameiningu fyrirtækja
í stærri einingar. Er markmiðið að ná ein-
okunaraðstöðu? Eða er tilgangurinn eins
og Financial Times segir að lækka út-
gjöld. Ef tekið er mið af íslenzku bönkun-
um, þar sem miklar umræður fara nú fram
um, hver eigi að sameinast hveijum er
sennilega alveg ljóst, að markmiðið er að
draga verulega úr útgjöldum. Með því að
sameina einhveija tvo af bönkunum þrem-
ur næst veruleg hagræðing. Útibúum
fækkar, starfsfólki fækkar, kostnaðurinn
verður minni, hagnaðurinn meiri og vænt-
anlega eykst svigrúmið til þess að draga
úr vaxtamun og lækka þjónustugjöld. Það
sama á við um bankakerfið í öðrum lönd-
um. Því er haldið fram, að bankastarfs-
mönnum muni fækka um tugi þúsunda í
Evrópu fram að aldamótum vegna samein-
ingar banka og nýrrar tækni.
Hættan er hins vegar sú, að einokunar-
aðstaðan verði eins konar aukaáhrif af
slíkum aðgerðum. Þegar fyrirtæki samein-
ist og stækki og nái sterkari stöðu á mark-
aðnum sé það einfaldlega innbyggt í mann-
legt eðli, að þau nýti sér þá yfírburðastöðu
sjálfum sér í hag og viðskiptavininum í
óhag.
ÞAÐ ER ENGINN
Breytt af- vafl á l,ví- að' við-
. * skiptalífínu hér er
Staöa breytt afstaða til
umræðna um sam-
keppni eða skort á samkeppni. Fyrir ein-
ungis einum áratug var því illa tekið af
forystumönnum í viðskiptalífinu, ef orð var
á því haft, að samkeppni skorti hér á okk-
ar litla markaði. Ummæli Kolbeins Krist-
inssonar, formanns Verzlunarráðsins, sem
vitnað var til hér að framan sýna að þetta
viðhorf er ekki lengur ríkjandi. Sú stað-
reynd, að Verzlunarráðið tekur þessi mál-
efni til umræðu á Viðskiptaþingi er til
marks um vilja forráðamanna þess til að
ýta undir slíkar umræður.
Hvort sem menn starfa á vettvangi við-
skiptalífsins, í stjórnmálum eða annars
staðar er fiestum, ef ekki öllum, orðið ljóst,
að íslenzkt þjóðfélag hefur notið góðs af
þeim tilskipunum Evrópusambandsins,
sem hafa leitt til þess að hvert einokunar-
vígið á fætur öðru eða vígi fákeppni, ef
menn vilja heldur kalla það svo, hafa fall-
ið. Við búum við heilbrigðara atvinnulíf
og opnara þjóðfélag. Fólk er ánægðara
en það var vegna þess, að það sér að hin-
ar almennu leikreglur markaðarins ráða
ferðinni á æ fleiri sviðum þjóðlífsins. Sam-
keppnisstaðan er jafnari en hún var.
Það væri hins vegar ánægjulegt, ef ís-
lenzkir stjórnmálamenn tækju frumkvæði
að því að ryðja síðustu höftum og hömlum
á samkeppni úr vegi. Enn eru miklar tak-
markanir á samkeppni bæði í landbúnaði
og sjávarútvegi. Fyrstu skrefin hafa verið
stigin til að auka samkeppni í landbúnaði
og reynslan af þeim sýnir, að það er eng-
in hætta á ferðum.
Vandamálin, sem við er að etja í sjávar-
útvegi eru ekki sízt vegna þess, að hann
er reyrður í fjötra endalausra hafta og
margvíslegra takmarkana. Ef veiðiheim-
ildir gengju kaupum og sölum á opnum
markaði með sama hætti og hlutabréf
gera og útgerðarmenn greiddu eðlilegt
verð fyrir réttinn til þess að veiða mundu
mörg þau vandamál, sem nú er við að etja
í sjávarútvegi, m.a.í kjaradeilum útgerðar-
manna við sjómenn, hverfa.
„í mörgum tilvik-
um eru neytendur
að njóta góðs af
aukinni sam-
keppnivegna
ákvarðana sem
teknar hafa verið
á vettvangi Evr-
ópusambandsins
og okkur er skylt
að fylgja eftir
vegna aðildar
okkar að Evr-
ópska efnahags-
svæðinu.“
r i