Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VALTÝR
SNÆBJÖRNSSON
+ Valtýr Snæ-
björnsson fædd-
ist i Reykjavík 23.
apríl 1923. Hann lést
í Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 10. febr-
úar sfðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Snæbjörn Sigurvin
Kristinn Bjarnason
frá Hergilsey á
Breiðafirði, f. 18. júlí
1892, d. 31. janúar
1951, og Guðný Pá-
lína Ólafsdóttir frá
Akureyri, f. 9. mars
1895, d. 2. október
1950. Systkini Valtýs voru:
Björn, Fjóla, Adólf, Friðbjöm,
Sigurvin, Kristján, Guðbjöra og
Steinunn. Þau era nú öll látin
nema Guðbjöra sem býr í
Reykjavík og Steinunn sem býr í
Texas 1 Bandaríkjunum.
Hinn 26. október 1945 kvænt-
ist Valtýr Erlu Jóhönnu Eh'sa-
betu Gfsladóttur frá Sólbakka í
Vestmannaeyjum, f. 26. okt.
1927. Böra þeirra eru: 1) Gísli, f.
27. febrúar 1946, prentsmiðju-
stjóri, kvæntur Hönnu Þórðar-
dóttur. Böra þeirra eru: a)
óskfrð, lést nýfædd; b) Erla, gift
Óskari Emi Ólafssyni, böra
þeirra eru Gfgja og Birta; c)
Hrund, f sambúð með Guðmundi
Óla Sveinssyni; d) Þóra. 2) Frið-
björa Ólafur, f. 20. febrúar 1950,
framkvæmdastjóri, kvæntur
Magneu Traustadóttur, böm
þeirra eru a) Þórey, í sambúð
með Benóný Benónýssyni, bara
þeirra er Friðbjöra Sævar; b)
Jessý; 3) Valtýr Þór, f. 25. maí
1955, verslunarstjóri, kvæntur
Ingunni Lfsu Jóhannesdóttur,
böra þeirra eru: a) Valur; b)
Eraa; c) Aron. 4) Snæbjörn
Guðni, f. 31. ágúst 1958. í sam-
búð með Valgerði Ólafsdóttur,
böra þeirra eru: a) Jörundur; b)
Þorgerður Anja; c) Ragnheiður
Alma. 5) Kolbrún Eva, f. 23. maf
1960, gift Birgi Þór
Sverrissyni. Böra
þeirra eru: a) Hulda;
b) Sædís Eva; c) Val-
týr Snæbjöra.
Valtýr fluttist
nokkurra mánaða
gamall með foreldr-
um sínum til Vest-
mannaeyja og bjó
þar til æviloka utan 7
mánaða sem hann
bjó í Garðabæ í
Heimaeyjargosinu
1973. Hann gekk f
Vest-
mannaeyja, lauk síð-
an minna vélstjórnarnámi. Sem
ungur maður vann hann ýmis
störf til lands og sjávar. Árið
1948 hóf hann nám f húsasmfði
hjá föður sfnum og vann við tré-
smfðar fram að gosi, lengst af
sem sjálfstæður byggingaverk-
taki. Eftir gosið gerðist hann
byggingafúlltrúi þjá Vestmanna-
eyjabæ og starfaði sem slfkur til
ársins 1994 að hann hætti vegna
aldurs. Valtýr var félagi í
Rotaryklúbbi Vestmannaeyja,
félaginu Akóges, lét málefni iðn-
aðarmanna f Eyjum til sín taka
og síðar meir Starfsmannafélags
Vestmannaeyjabæjar. Mest
starfaði hann þó innan raða
íþróttahreyfíngarinnar í Eyjum;
fyrir Iþróttafélagið Þór og
Iþróttaband;ilag Vestmanna-
eyja. En innan raða íþrótta-
hreyfingarinnar spönnuðu störf
hans um 60 ára tfmabil. Hann
var einnig keppnismaður á þeim
vettvangi, var á sínum yngri ár-
um knattspyraumaður og keppti
fyrir íþróttafélagið Þór og með
sameiginlegu liði Eyjamanna,
sem fyrst hét KV en sfðar ÍBV.
Þá keppti hann einnig f fijálsum
iþróttum og átti um tíma ís-
landsmet f stangarstökki.
Útför Valtýs fór fram frá
Landakirkju f Vestmannaeyjum
f gær.
Elsku besti afí okkar.
Nú ert þú því miður farinn frá
okkur. Við sjáum þig aldrei meir.
Þú sem gerðir allt fyrir okkur. Við
eigum eftir að sakna þín alla ævi. í
hverju sem við lendum, hugsum við
alltaf til þín. Þú leyfðir okkur allt,
þú skammaðir okkur aldrei og þú
gerðir allt til þess að við yrðum
alltaf ánægðar. Þú varst fyndinn,
skemmtilegur, góður og langbesti
afi í heiminum. En þá veiktist þú,
þá breyttist líf okkar. Við eigum
alltaf eftir að sakna þín. Þótt þú
sért dáinn þá elskum við þig alltaf.
Við viijum votta ömmu Erlu inni-
legar samúðarkveðjur.
Sædfs Eva Birgisdóttir
og Jessý Friðbjarnardóttir.
Maðurinn með ljáinn hafði hægt
en örugglega nálgast vin okkar og
fyrrum vinnufélaga, Valla Snæ,
undangengna mánuði. Þriðjudags-
morguninn 10. febrúar var svo
komið að „klappinu á öxlina“, síð-
ustu snertingu við dauðlega menn í
heimi hér.
Hraustmennið Valli Snæ, þessi
gamli íþróttakappi, sem unnið
hafði til ótal metafreka í ýmsum
íþróttagreinum í nafni Iþróttafé-
lagsins Þórs í Eyjum. Kraftalegi
dyravörðurinn, sem hélt mönnum í
skeijum með augnaráðinu einu
saman, ef hitna fór i kolum á fjör-
ugum dansleikjum í „þá gömlu,
góðu daga“. Ef augnaráðið dugði
ekki á verstu óróaseggina, lyfti
Útsalan
er hafin
Valli þeim einfaldlega upp á háls-
málinu og vippaði þeim út fyrir
meðan mesti móðurinn rann af
mönnum.
Valli var það sem við samstarfs-
fólk hans kölluðum „fínn karl með
stórt hjarta“. Hann gat verið
þverari en þykkasti þverbiti en
hjartað var gott sem í brjóstinu
sló. Hann var fastur fyrir og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum.
Oft á tíðum brá hann fyrir sig
eigin mállýsku við lýsingar sínar á
samverkafólki og öðrum er bar á
góma í skrafi á vinnustað. Því var
oft hváð, er Valli nefndi líkt og
„slánann á rosabullunum" eða
„kerluna í bláa sloppnum" og þá
var viðstöddum ætlað að geta í
eyður. Samstarfsfólkið nefndi
þetta tungutak hins vegar hina
einu og sönnu „valtýsku“ og var
hann afar sáttur við nafngiftina.
Honum þótti hún Erla sín, fal-
legasta og duglegasta stelpan í
bænum, engu breytti þótt stelpan
væri liðlega sjötug enda var Valli
sammála því, sem Jeanne Moreau
segir á einum stað: „Ellin ver
mann ekki fyrir ástinni, en að
vissu leyti er ástin vöm gegn ell-
inni“.
Nokkrir starfsmanna Ráðhúss-
ins og á tæknideild Vestmanna-
eyjabæjar unnu með þessum
öðlingi í allt að 20 ár, aðrir skemur.
Aldrei gátum við merkt að aldur
hans kæmi í veg fyrir að hann sam-
lagaðist sér yngri samverkamönn-
um.
Valli var sérlega þakklátur fyrir
hvert smáviðvik, sem fyrir hann var
gert og það var ávallt geymt en ekki
gleymt. Síðustu árin, eftir að hann
lét af störfum sem byggingarfull-
trúi, hellti hann sér út í „Espolin"
tölvuættfræðiskráningu og átti það
svo að segja hug hans allan síðustu
árin. Hann lagði oftar en ekki leið
sína í Ráðhúsið, þáði kaffisopa og
spjaU og nældi sér yfirleitt í ein-
hveija ættfræðipunkta hveiju sinni
til að fylla betur upp í tölvuskrán-
ingu sína heima á bæ. Hann lét sér
ekki síður annt um aðra ættboga en
sinn eiginn.
Synir Valla og Erlu era fjórir
auk dótturinnar, Kolbrúnar Evu,
sem er yngst bama þeirra. Meðan
heilsan leyfði vora þær ófáar
stundimar, sem Valli lagði hönd á
plóg fyrir bömin sín við nýbygg-
ingar eða lagfæringar á híbýlum
þeirra. Þá vora þeir margir helgar-
bfltúramir með bamabömin og
jafnan eitthvað keypt, sem gladdi
litla munna.
Kæra Erla, böm, tengdaböm,
bamaböm, bamabamaböm og
aðrir ættingjar.
Við sendum ykkur einlægar
samúðarkveðjur. Megi minning um
Valla Snæ lifa.
Samstarfsfólk.
Valtýr Snæbjörnsson var ötull
baráttumaður bæði í leik og starfi.
Við hjá Starfsmannafélagi Vest-
mannaeyjabæjar (STAVEY) feng-
um að njóta krafta hans allan þann
tíma er hann var félagsmaður í
okkar félagi. Á fyrsta aðalfundi fé-
lagsins eftir að hann hóf störf hjá
Vestmannaeyjabæ árið 1975 var
hann kosinn í trúnaðarráð, síðar á
sama ári varamaður í samninga-
nefnd. Hann var kosinn formaður
STAVEY 1977-1981, í samninga-
nefnd BSRB 1977, síðan aftur kos-
inn varaformaður 1982-1984, og í
stjóm lífeyrissjóð starfsmanna
Vestmannaeyjabæjar 1980-1994, í
oflofsheimilanefnd 1984-1986 og
formaður verkfallsráðs í síðasta
verkfalli félagsins 1984.
Það má segja að lífeyrissjóðsmál
félagsmanna hafi átt hug hans all-
an. Valtýr gerði sér strax grein
fyrir því að sjóðinn þyrfti að
tryggja svo félagsmenn gætu notið
hans þegar að því kæmi. Lífeyris-
sjóðsmál hafa ekki verið talin eitt
af aðaláhugamálum fólks á besta
aldri, en Valtýr gaf ekkert eftir, líf-
eyrismálin skyldum við tryggja
hvað sem á gengi og þótti nú mörg-
um nóg um á þeim tíma. Segja má
að Valtýr hafi verið mjög framsýnn
varðandi nauðsyn þess að félags-
menn væra sér meðvitaðir um rétt-
indi sín og kjör.
Valtýr var sæmdur gullmerki
STAVEY á 50 ár afmæli félagsins
1990. Stjóm STAVEY þakkar Val-
tý fyrir mikil og óeigingjöm störf í
þágu félagsins og sendir eftirlif-
andi eiginkonu hans, Erlu, bömum
þeirra og fjölskyldum innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd STAVEY,
Þorgerður Jóhannsdóttir
formaður
Þórhallur Guðjónsson
ritari.
Valtýr Snæbjömsson, fyrrverandi
byggingarfulltrúi Vestmannaeyja,
er látinn 74 ára að aldri. Hafði
hann átt við vanheilsu að stríða hin
seinni ár og kallið kom að morgni
10. febrúar sl.
Valtýr, eða Valli Snæ eins og
hann var ætíð kallaður, var fæddur
í Reykjavík en fluttist til Eyja 17
daga gamall og bjó þar alla tíð síð-
an. Á sínum yngri árum stundaði
hann ýmsa vinnu s.s. sjómennsku
eins og títt var um peyja á þessum
árum. Árið 1955 lauk hann iðnnámi
í húsasmíði og starfaði við smíðar í
samstarfi við aðra og sjálfstætt
fram að gosi.
Árið 1973 varð hann síðan bygg-
ingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar
og var það starfsvettvangur hans í
hartnær 20 ár.
Valli kvæntist Erlu Jóhönnu
Elísabetu Gísladóttur og eignuðust
þau fimm böm. Ekki er hægt að
minnast á Valla án þess að nefna
íþróttir og þá sérstaklega Iþrótta-
félagið Þór. Hann var í hópi bestu
íþróttamanna Eyjanna í mörg ár,
stundaði knattspymu og frjálsar
íþróttir af miklum dugnaði. Jafn-
framt tók hann virkan þátt í félags-
störfum. Var hann m.a. formaður
íþróttafélagsins Þórs, í stjóm ÍBV,
gjaldkeri Iðnaðarmannafélags
Vestmannaeyja, í stjóm Lands-
sambands iðnaðarmanna, formað-
ur Starfsmannafélags Vestmanna-
eyjabæjar og í stjóm Lífeyrissjóðs
starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.
Einnig tók hann virkan þátt í
Rotaryklúbbi Vestmannaeyja og
félaginu Akóges. Hlaut Valli marg-
víslega viðurkenningu fyrir störf
sín að íþrótta- og félagsmálum.
Ofangreind upptalning lýsir best
dugnaði Valla. Hann var forkur til
allra verka og ósérhlífinn í meira
lagi. Verkin vora látin tala og svo
var hægt að blaðra þegar verkefn-
inu var lokið. Hann hafði þá
þrjósku og seiglu sem þurfti til
þess að koma málum í gegn.
Valli hafði skoðanir á mönnum
og málefnum og sagði þær um-
búðalaust hvort sem mönnum lík-
aði betur eða verr. Hann var vinur
vina sinna og hjálpsamur þegar á
bjátaði því stutt var í blíðuna.
í pípum og plötum sem má þrýsta
og sveigja, iaust við CFC, í sam-
ræmi við ríkjandi evrópska staðla.
Hentar vel til einangrunar kæli-
kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi,
og fyrir pípulagningar.
PP
&co
Leitið frekari upplýsinga
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29,108 RETKJAVÍK,
SÍMI553 8840 / 568 6100.
Valli var einn af þessum karakt-
eram sem tóku virkan þátt í mann-
lífinu í Eyjum eftir seinna stríð og
settu mark sitt á samfélagið. Allir
þekktu Valla og hann þekkti alla.
Slfldr menn verða því miður æ fá-
tíðari og er mikill missir að þessum
sterka og afgerandi manni.
Sendi ég Erlu og öllum aðstand-
endum mínar einlægustu samúðar-
kveðjur. Jafnframt sendi ég kveðj-
ur frá bæjarstjóm Vestmannaeyja
með þakklæti fyrir farsæl störf
Valla í þágu bæjarfélagsins.
Guðjón Hjörleifsson.
Genginn er vinur okkar, Valtýr
Snæbjömsson.
Valíi Snæ ávallt neftidur var einn
af eðal Vestmannaeyingum. Hann
var þungaviktarmaður í Vest-
mannaeyjasamlífi, mikill félags-
maður, vinur vina sinna, sem alltaf
var tilbúinn að rétta hjálparhönd.
Kynni okkar hófust 1962 þegar
við fóram saman til Danmerkur
með hóp Þórara í keppnisferðalag.
En það var með allra fyrstu ferð-
um sem famar vora með fótboltalið
til útlanda frá íslandi. Þegar við
fóram í Tívolí reiknaði Valli út, tók
mat og gerði skissur af ýmsu sem
nota mætti á þjóðhátíð. Var hann
vakandi og sofandi yfir hvemig
þjóðhátíðin mætti verða sem allra
mesta prýði. Valli annaðist ætíð
smíði „brúarinnar“ fyrir þjóðhátíð,
en hún var einkenni Þórs þjóðhá-
tíðar. Var það keppikefli hans að
brúin kláraðist fyrst allra mann-
virkja.
Valli lærði húsasmíði. Hann
stofnaði Kompaníið ásamt félögum
sínum úr Smiði og Gísla Gíslasyni.
Eftir að Kompaníið hætti starfsemi
gerðist hann sjálfstæður atvinnu-
rekandi allt fram að gosi. Eftir gos
gerðist hann starfsmaður Vest-
mannaeyjabæjar og starfaði sem
byggingafulltrúi, þar til heilsa hans
bilaði fyrir örfáum áram.
Valli hóf störf að félagsmálum
1942 en þá var hann kosinn í stjóm
íþróttafélagsins Þórs. Gegndi hann
þar ýmsum trúnaðarstörfum og
var m.a. formaður þess í átta ár frá
1950-1958. Einnig sat hann
nokkram sinnum í stjóm ÍBV,
fyrst árið 1946. Alls sat hann í
stjóm ÍBV hátt í tuttugu ár þar af
sex sem varaformaður. Hann
gegndi trúnarðarstörfum hjá Iðn-
aðarmannafélagi Vestmannaeyja,
fyrst árið 1956 og þá sem gjaldkeri.
Einnig sat hann í stjóm Lands-
sambands iðnaðarmanna í sex ár.
Fljótlega eftir að hann hóf störf hjá
Vestmannaeyjabæ var hann kjör-
inn í stjóm Starfsmannafélags
bæjarins, ýmist sem meðstjóm-
andi, varaformaður eða formaður.
Árið 1958 gekk hann í Rotarýklúbb
Vestmannaeyja. Þar var hann kos-
inn í stjóm árið 1975, fyrst sem
stallari og síðar sem forseti. Hann
gekk í Akoges 1963 og var heiðurs-
félagi þess. Fyrir störf sín að
íþrótta- og félagsmálum hefur
hann hlotið margvíslega viður-
kenningu. Þar má nefna: Árið 1955
fékk hann afreksbikar Þórs fyrir
íþróttir og félagsstörf. Árið 1963 á
50 ára afmæli Þórs var hann gerð-
ur að heiðursfélaga. Á 25 ára af-
mæli ÍBV var hann sæmdur gull-
merki Þórs og ÍBV. Á 60 ára af-
mæli Þórs var hann sæmdur gull-
merki ÍSÍ. Á 70 ára afmæli Þórs
var hann sæmdur silfurmerki KSÍ.
Á 75 ára afmæli Þórs var hann
sæmdur gullmerki KSÍ og æðsta
heiðursmerki ÍSÍ, Gullkrossinum.
Á Þjóðhátíð 1992 var honum
afhent líkan af brúnni yfir tjömina
í dalnum fyrir smíði brúarinnar frá
upphafi og fleiri störf tengd þjóð-
hátíð Vestmannaeyja. Á 50 ára af-
mæli Starfsmannafélags Vest-
mannaeyjabæjar var honum afhent
gullmerki félagsins. Árið 1988 var
hann sæmdur Paul Harris Fellow-
orðunni en hún er æðsta viður-
kenning sem félaga í Rotary getur
hlotnast. Á áram áður þegar hann
var í stjóm ÍBV vora fiindir alltaf
haldnir á heimili hans, Hergilsey.
Eitt herbergið var hlaðið bikurum,
en þá átti félagið ekkert húsnæði.