Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna and-
láts og útfarar ástkaers eiginmanns, bróður,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
KÁRA ÞÓRÐARSONAR
fyrrv. rafveitustjóra,
Kirkjuvegi 5,
Keflavík.
Kristín Elín Theodórsdóttir,
Þórunn Þórðardóttir,
Katrín Káradóttir, Eiríkur Svavar Eiríksson,
Theodóra Steinunn Káradóttir,
Elín Káradóttir, Hilmar Bragi Jónsson,
Hlíf Káradóttir,
Þórunn Káradóttir,
Kristín Rut Kárad. Klempan, Scott Klempan,
Þórður Kárason, Hólmfríður Sigtryggsdóttir,
Theodór Kárason, Lára Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
RAGNHEIÐAR JÓHÖNNU
ÓLAFSDÓTTUR,
Selvogsbraut 23,
Þorlákshöfn.
Guð blessi ykkur öll.
Björgvin Guðjónsson,
Helga Dagbjartsdóttir, Guðjón Ólafsson,
Hörður Björgvinsson, Guðbjörg Hjörleifsdóttir,
Guðbjörg Björgvinsdóttir, Magnús H. Sigurðsson,
Ingibjörg Björgvinsdóttir,
Katrín J. Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓREYJAR BIRNU RUNÓLFSDÓTTUR,
Hjallaseli 55,
Reykjavík,
áður Hvassaleiti 12.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Seljahlíðar, Hjallaseli 55 fyrir
hlýja og góða umönnun.
Sigurður Guðmundsson,
Björg Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson,
Sigfríð Sigurðardóttir, Tómas Ólafsson,
Hjördís Sigurðardóttir, Óskar Björgvinsson,
Sævar Sigurðsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega þeim fjölmörgu sem sendu okkur samúðarkveðjur og
vinarhug vegna andláts foreldra okkar,
GUÐRÚNAR Þ. ÖRNÓLFSDÓTTUR og
SVEINS KR. GUÐMUNDSSONAR,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða og Sjúkra-
húss Akraness.
Örnólfur Sveinsson, Guðrún Bjömsdóttir,
Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir,
Sigurbjörn Sveinsson, Dagbjört Hansdóttir
og bamabörn.
SIGRÍÐUR
GUÐBRANDSDÓTTIR
+ Sigríður Guð-
brandsdóttir
fæddist á Vogalæk á
Mýruni 18. mars
1926. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
vlkur 6. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðbrandur Jón
Tómasson, f . 23.7.
1893, d. 8.5. 1980, og
Sigþrúður Sigurðar-
dóttir, f. 12.5. 1896, d.
9.12. 1953. Sigríður
var þriðja í röðinni af
sex systkinum. Þau
eru: Ragnar, f. 30.8. 1921, d.
19.11. 1965, Sigurður Björgvin, f.
3.8. 1923, Þorkell Gísli, f. 15.1.
1928, Sigursteinn, f. 4.6. 1929, og
Tómas Birgir, f. 17.12. 1931.
Hinn 21.12. 1946 giftist hún
Þorvaldi Ólafssyni frá Vest-
mannaeyjum, foreldrar hans
voru Ólafur Guðmundsson, f. 2.7.
1892, d. 8.10. 1953, og Siggerður
Þorvaldsdóttir, f. 10.12. 1891, d.
17.3. 1929. Börn Sigríðar og Þor-
valds eru: 1) Siggerður, f. 5.11.
1947, hennar maki er Baidur S.
Baldursson. Börn þeirra eru
Ragnar, kona hans er
Bergrún Svava Jóns-
dóttir; Hrannar, kona
hans er Angeles Alv-
arez Laso; og Anna
Brynja. 2) Guðbrand-
ur Þór, f. 22.3. 1952,
kona hans er Bryndís
Björgvinsdóttir. Börn
þeirra eru Björgvin
Ivar, Sigríður Hrönn
og Aldís. 3) Júlíana
Petra, f. 25.12. 1958,
sonur hennar er Þor-
valdur Már, maki
hennar er Guðmund-
ur Björgvinsson,
þeirra börn eru Auður Hrefna og
Oddur Ingi. 4) Atli Þór, f. 28.11.
1962, kona hans er Hafdís Hall-
dórsdóttir. Börn þeirra eru Erla
Þórdís, Daníel og Halldór. Barna-
barnabörnin eru íjögur.
Tuttugu fyrstu hjúskaparár
sín var Sigríður heimavinnandi
húsmóðir, en vann síðan um tutt-
ugu ára skeið við verslunarstörf,
síðast hjá Vogue í Mjóddinni.
títför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan
15.
Það er ekki auðvelt að kyngja því
að hún tengdamóðir mín er dáin.
Sérstaklega er það erfitt fyrir þau
yngri í fjölskyldunni, sem mörg
hver áttu sitt annað heimili hjá
ömmu og afa á Staðarbakkanum.
Það var kappsmál hjá þeim hjónum
að hafa ungviðið sem oftast hjá sér,
enda sóttust börnin eftir því að
koma til þeirra og vera hjá þeim
sem allra mest. Það sama má
reyndar segja um þá sem eldri eru.
Avallt voru móttökumar góðar og
alltaf var hægt að leita til hennar
Sigríðar í leit að svörum við spurn-
ingum er vörðuðu lífið og tilveruna.
Hún vissi margt, og leitaði oft í
bækur, blöð og tímarit eftir enn
meiri fróðleik. Hún fylgdist vel með
því sem var að gerast á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins, og oftar en ekki
hafði hún ákveðna skoðun á málefn-
um. Reynslu sinni af ýmsum þjóð-
legum störfum og siðum útdeildi
hún eftir bestu getu. Flest lék í
höndum hennar og eiga margir af-
komenda hennar m.a. í fórum sínum
fót sem hún hafði hannað og saum-
að, eða prjónað á þá. Fagurbók-
menntum unni hún og yfirleitt var
ljóðabók innan seilingar. Hún naut
þess að fara í leikhús og var vel að
sér um það sem henni þótti mark-
vert á þeim vettvangi. Islenska
náttúrufegurðin átti hlutdeild í
hjarta hennar og naut hún þess að
ferðast um landið sitt og staldra við
um stund á fögrum stað, það
skemmdi ekki fyrir ef um sögustað
var að ræða. Sveitir Borgarfjarðar
voru henni þó ávallt efst í huga,
enda þar fædd og uppalin.
Ég hugsa til þess og margs ann-
ars er ég minnist tengdamóður
5- £
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
minnar. Aldrei mun ég gleyma um-
hyggju hennar, hjálpsemi og góðum
siðum.
Mér eru ofarlega í huga á þessari
stundu orðin sem hún var vön að
segja í æðruleysi um óumbreytan-
lega atburði: „Þetta er bara svona.“
Ég kveð þig, kæra tengdamóðir,
megi minningin um þig verða Þor-
valdi, tengdafóður mínum, fjöl-
skyldu þinni og vinum, sá styrkur
sem við þörfnumst á þessari stundu.
Blessuð sé minning þín.
Baldur.
Tengdamóðir mín, Sigríður Guð-
brandsdóttir, er látin. Þetta kom
sem reiðarslag íyrir alla í fjölskyld-
unni því allir höfðu búist við að hún
væri á leið heim eftir erfið veikindi.
En vegir guðs eru órannsakanlegir.
Hún skilur eftir stórt skarð, því
hún, ásamt eftirlifandi eiginmanni
sínum, Þorvaldi Olafssyni, var
hjarta fjölskyldunnar sem allir
þræðir lágu til og alltaf var opið hús
á heimili þeirra á Staðarbakkanum.
Hún sá um að allir gætu notið skjóls
og hlýju er leið þein-a lá á þeirra
yndislega heimili. Ávallt gat hún
laðað það besta fram í öllum og tók
á móti öllum á sama hátt og gerði
þar engan mun á. Hún var ávallt til
viðræðu um allt, hvort sem það var
um persónuleg mál eða þjóðmálin
almennt. Hún hafði sínar skoðanir á
hlutunum en reyndi aldrei að
þvinga neinn til að hafa þær líka og
virti allar þær skoðanir sem aðrir
höfðu á hinum ýmsu málefnum er
tekin voru til umræðu hverju sinni.
Hennar er sárt saknað af hinum
fullorðnu og barnahópnum í fjöl-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suóurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
skyldunni, en söknuður barnabarn-
anna er mjög sár ef hægt er að gera
greinarmun þar á. En Sigga þekkti
og kynntist þeim mjög náið og gaf
þeim öllum, hverju og einu, sinn
tíma í lífsins ólgusjó. Hún vissi um
hinar sérstöku þarfír og áhugamál
hvers og eins og átti ávallt eitthvað
gott í munninn eða lagði eitthvað til
málanna, t.d. varðandi áhugamálin.
Hún vissi t.d. nöfnin á leikmönnum
uppáhaldsliðsins í enska boltanum
og hvað allir hétu í uppáhaldshljóm-
sveitinni, sem gátu verið margar
eftir því hver átti í hlut, einnig pass-
aði hún að hafa rétta myndbandið
tilbúið og horfa á með þeim allra
yngstu. Hún var mikill unnandi
bókmennta og lista og var óspör á
að miðla til allra þeirra er vildu
þekkingu sinni i þeim efnum og oft
var amma látin lesa yfir ritgerðir,
ljóð eða smásögur sem einhver
hafði unnið að í fjölskyldunni til að
bera saman við verk annarra stór-
skálda og fá hennar álit á hlutunum.
Ég held að öll bamabömin og
barnabamabömin hafi einhvern
tímann kúrt í kjöltu hennar og
hlustað á hana lesa skemmtilega
sögu. Og ekki má gleyma því að spil
voru oft og iðulega tekin fram og
held ég að flest ef ekki allur barna-
skarinn hafi í fyrsta sinn spilað með
ömmu og lært reglurnar af henni.
Handlagin var hún með afbrigðum,
bæði með prjóna og í saumaskap, og
fengu allir þeir sem á þurftu að
halda að njóta þeirra krafta. Alltaf
tókst henni að sauma eða prjóna allt
sem í tísku var hverju sinni. Margar
skemmtilegar stundir átti öll fjöl-
skyldan saman bæði í fjölskyldu-
boðum á Staðarbakkanum og í sum-
arfríum og ávallt var hún hrókur
alls fagnaðar og sá til þess að eng-
inn væri útundan. Þannig væri
hægt að telja upp margar minning-
ar er tengjast þessari yndislegu
konu sem hverfur okkur sjónum svo
snöggt. Með þessum ljóðlínum úr
kvæði Davíðs Stefánssonar, sem var
eitt af uppáhaldsskáldum Siggu, vil
ég kveðja að lokum og þakka sam-
fylgdina og kynnin.
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Og eins og bamið rís frá svefnsins sæng,
eins sigrar lifið fuglsins mjúka væng.
Er tungan kennir töfra söngs og máls,
þá teygir hann sinn hvíta svanaháls.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar guðs í Paradís.
(Davíð Stef.)
Elsku Valdi minn, börn, tengda-
börn, barnaböm, bamabarnabörn
og aðrir aðstandendur, ég votta þér
og ykkur mína dýpstu samúð. Megi
guð styrkja ykkur öll í þessari
mikiu sorg.
Guðmundur Már Björgvinsson.
Hún tengdamóðir mín og ein af
perlum þessa mannlífs er dáin.
Þrátt fyrir vitneskjuna um að hún
gengi ekki heil til skógar upp á
síðkastið var dauðinn svo órafjarri í
huga okkar og svo sár fyrir okkur
sem eftir stöndum. Hún var lögð á
Sjúkrahús Reykjavíkur með blóð-
tappa í lungum fyrir um þremur
vikum og eftir nokkurra daga harða
baráttu fyrir lífinu virtist bati
framundan en skyndilega versnaði
henni aftur og eiginmaður og börn
voru sótt snemma að morgni föstu-
dagsins 6. febrúar, kallið var komið.
Það er mikill missir að henni Sig-
ríði Guðbrandsdóttur. Hún átti
stóra fjölskyldu og spilaði stórt
hlutverk í lífi okkar allra. Heimili
þeirra á Staðarbakka 36 í Reykjavík
er nokkurs konar ættaróðal fjöl-
skyldunnar og hún ættmóðirin. Hún
kom börnum sínum til manns, hún
studdi barnabörnin út í lífið. Þegar
vel gekk gladdist hún með, ef á móti
blés reyndi hún að rétta hjálpar-
hönd. Minningarnar um hana eru
svo ótal margar, gleðin þegar böm-
in okkar fæddust, jólaboðin, sumar-
bústaðaferðir, allt sem hún saumaði
og prjónaði, hún að lesa fyrir börn-
in, samverustundir og spjall. Hún
og Erla Þórdís voru vinkonur sem