Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 50

Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 50
50 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Eitt blað fyrir alla! Plmrgnwlrlatiiti - kjarni málsins! Morgunblaðið/Ámi Sæberg PERSONURNAR í leikritinu gætu hæglega átt heima í sögu Agötu Christie, að sögn höfundanna ungu. velta fyrir okkur sögu eftir Agötu Christie og fórum að ímynda okk- ur krakka í skólanum í gervum per- sónanna. Út frá þessu spannst svo sagan. Við tókum báðar þátt í skóla- leikritum tveggja síðustu ára þar sem við sáum hvernig leikrit líta út á blaði. Þannig fengum við fyrir- mynd að handritinu.“ „Þetta var mjög gaman til að byrja með,“ segir Sigríður. „Við höfðum nógan tíma til að velta sög- unni og persónunum fyrir okkur og skrifuðum leikritið smám saman. Þegar ákveðið var að setja það upp þurftum við hins vegar að klára það á skömmum tíma í jólafríinu. Þá kárnaði gamanið heldur." Framtíðin Oft er talað um leiklistarbakteríu, sjúkdóm sem fólk læknist seint og illa af, smitist það á annað borð. Það er ekki laust við að sýkingarein- kenna gæti hjá þeim stallsystrum og í rannsóknarskyni voru þær spurðar um framtíðina og leikhúsið. „Ég fer til Svíþjóðar bráðum og er þegar búin að skrá mig í leiklist- arnámskeið í skólanum sem ég byrja í þar,“ segir Sunna Dís. „Ég veit auðvitað ekki hvort ég mun leggja leiklistina fyrir mig, en ég hef mikinn áhuga svo það er aldrei að vita.“ Sigríður tekur í sama streng. „Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist leikhúsinu. Ég fer líklega í Mennta- skólann í Hamrahlíð í haust og mig langar til að halda leiklistarnámi áfram að menntaskóla loknum. En þetta verður bara að koma í ljós.“ MORÐ í matinn er gert að fyrirmynd sígildra morð- og leynilögreglu- sagna. LEIKLIST er fastur liður í félagslífi margra _______ skóla. Þótt leikhússtarf hafi einkum verið áberandi í fram- haldsskólunum er það víðar að finna. Leiksýningar hafa verið ár- legur viðburður í Laugalækjarskóla um nokkurt skeið. I hópnum sem stendur að sýningunni í ár eru Alf- rún Tryggvadóttir, Eiríkur Egill Jónsson, Hjalti Kristinsson, Hulda Sif Ólafsdóttir, Linda Heiðarsdóttir, Pálmi Viðar Snorrason, Sigríður Torlacius, Sunna Dís Másdóttir og Ögmundur Rafn Magnússon. Leik- stjóri er Þórunn Pálsdóttir. Verkið sem sett er á fjalirnar í ár er alveg sérstakt. Höfundar þess og tveir af aðalleikurum eru nefnilega nemend- ur tíunda bekkjar skólans. Blaða- maður fór á sýninguna og hitti leik- skáldin ungu, þær Sunnu Dís og Sigríði, að henni lokinni. Leikrit Laugalækjarskóla Akralind - nýbygging Við Akralind er nú í byggingu vel hannað iðnaðar- og þjónustuhús. í dag eru einungis eftir um 840 fm sem skiptast þannig: Á jarðhæð þrjá iðnaðareiningar 120 fm hver og 240 fm þjónustu- og iðnaðareining. A 2. hæð er 240 fm skrifstofueining. Eigninni verður skilað fullbúinni að utan og samkvæmt samkomulagi að innan. Tryggðu þér gott húsnæði á mesta uppgangssvæði Stór- 0 Reykjavíkursvæðisins. Nánari upplýsingar veittar í síma 511 2900 og á WWM ■ I V skrifstofu okkar. FASTEIGINJ ASALA sími 511 2900 Verkið Leikritið heitir „Morð í matinn" og er gert að fyrirmynd sígildra morð- og leynilögi'eglusagna. Akveðnum fjölda fólks er boðið til kvöldverðar, en heldur færri kom- ast lifandi í burtu og einhver, eða einhverjir, eru færðir þaðan í bönd- um. Sunna Dís og Sigríður voru beðnar að lýsa tildrögum verksins. Sigríður útskýrði byggingu leik- ritsins: „Vegna reynslu okkar af sviðinu í skólanum og þeim vanda- málum sem geta fylgt því að koma leikriti eftir aðra inn á það, hönnuð- um við sýninguna sérstaklega með það fyrir augum að auðvelt yrði að setja hana upp. Persónurnar áttu eiginlega heima í dæmigerðri Agötu Christie morðsögu. Þess vegna nefndum við þær enskum nöfnum og létum söguna gerast í kringum 1920 til 1930.“ „Nöfnin eru líka sérstaklega valin með það fyrir augum að lýsa per- sónunum," segir Sunna Dís. „Við pældum mikið í þeim og þurftum að fletta í orðabókum til að finna not- hæf nöfn sem lýstu hroka og fleiri eiginleikum." Hugmyndin Það er heldur óvenjulegt að svo ungt fólk taki sér leikritun fyrir hendur. Þetta er fjörug og vel heppnuð morðsaga og stúlkumar voru spurðar hvemig hugmyndin hefði komið til. „Þetta gerðist eiginlega óvart," segir Sunna Dís. „Við vomm að Morð í matinn .y-. Tölvuskóli Reykjavíkur 100 klst. forritunar- námskeið Skráning og nánari uppl. í síma 561 6699 Tölvuskóii Reykjavíkur Vegna gffurlegrar eftirspurnar bjóðum við upp á grunnnámskeið í forritun og hugbúnaðargerð í visuai Basic s.o Grunnþekking: Ágæt þekking á Windows 95, áhugi á forritun og þokkaleg enskukunnátta. Kennd veröa m.a. grundvallaratriði almennrar forritunar, upp- bygging og undirbúningur forritunar, forritun í gluggaumhverfi, uppbygging gagnaforritunar, forritun og uppbygging viðskiptakerfa, forritun tengd Internetinu, grafísk forritun og innsýn f leikjaforritun, samspil við stýrikerfi o.fl. Borgartúni28 Smi 5616699 Fax5616696 tolvuskoli@totvuskoli$ „Titanic“ í Rússlandi ► LEIKSTJÓRINN James Cameron hlustar hér á spurning- ar blaðamanna sem hljómuðu á blaðamannafundi sem var hald- inn í Moskvu á dögunum í tilefni frumsýningar myndarinnar „Tit- anic“. Cameron valdi að frum- sýna stórmyndina í Kaliningrad sem er svo fátækt svæði að leik- sljórinn þurfti sjálfur að koma með sýningartækin með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.