Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Útför Halldórs Kiljans Laxness gerð frá Kristskirkju í Landakoti ^r^SÓLIN braust fram úr skýjum og lýsti inn um steinda glugga Kristskirkju í Landakoti í þann mund sem sálu- messa hófst vegna útfarar Halldórs Kiljans Laxness. Um 300 manns, fjölskylda skáldsins, vinir, forseti Islands, rík- isstjórn, fulltrúar erlendra ríkja og fleiri voru viðstaddir. Á sama tíma safnaðist fólk saman í safnaðarheimili kirkj- unnar og í Hlégarði í Mosfellsbæ og fylgdist þar með beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá athöfninni. Séra Jakob Rolland, prestur kaþ- ólska safnaðarins, söng sálumessu '®*rog flutti stutta predikun og séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós, flutti minning- arorð. Séra Jakob Rolland gerði trú Halldórs Laxness að umtalsefni í predikun sinni og sagði að sumir myndu jafnvel hneykslast á því að hann væri jarðsunginn frá kaþólskri kirkju. „Var hann trúaður? Á hann í raun og veru samleið með Jesú Kristi? Eða hafði hann ekki fyrir löngu varpað af sér oki kristindóms- ins? Ég veit að maður getur lesið ýmislegt í ritum hans, sem kemur ekki heim og saman við boðskap kirlqunnar. Efasemdir í trúmálum voru honum yfirsterkari um tíma. : '~^3n eigum við sjálf að þykjast sterk- ari í trúnni?" Séra Jakob kvaðst vita að þrátt fyrir allar efasemdir hefði Halldór aldrei misst trú á þessa undraveru sem maðurinn sjálfur væri. Hann vitnaði að lokum í skáld- ið og sagði: „Eitt faðirvor beðið á næturþeli þegar aðrir sofa er miklu voldugri atburður en allir sigrar Rómaveldis samanlagðir, og eitt andvarp hrelldrar sálar sem þráir Guð sinn eru miklu stórfenglegri tíðindi á himnum en byltingin í Rússlandi eða pólitík Breta í Asíu.“ I minningarorðum sínum sagði séra Gunnar Kristjánsson, meðal annars: „Halldór Laxness var skáld _,samúðarinnar, fegurðarinnar og <J,-feinnar heilögu návistar. Hann kall- aði þjóðina til umhugsunar um dýptina í mannsins tilvist á nýjan hátt. Hverjar eru grundvallarhug- myndimar, ekki aðeins í boðskap kirkjunnar heldur í lífi mannsins?" Síðar sagði séra Gunnar: „Vér kveðjum Halldór Laxness, hið skap- andi og gefandi skáld, sem náði æv- intýralegu sambandi við þjóð sína. Og vér getum spurt hversu óendan- lega fátækari þjóðin væri hefði hún ekki eignast verk hans. En þjóð- skáldið Halldór Laxness kveðjum «~~yér aldrei í eiginlegri merkingu þess orðs, ungir sem aldnir njóta verka hans um ókomna tíma.“ Við lok útfararinnar var kistan borin úr Idrkjunni og fór líkfylgdin í Fossvogskirkju en bálför skáldsins verður gerð eftir helgi. Verður duft hans lagt í jörð í kyrrþey á Mosfelli í Mosfellsdal. Líkmenn voru Auður -nlónsdóttir, dótturdóttir skáldsins, Halldór Þorgeirsson, tengdasonur Lýsisframleiðsla ársins seld, en dregið hefur ur spurn eftir loðnumjöli Lækkun um leið og loðna veiðist HEIMSMARKAÐSVERÐ á loðnumjöli er um 450 sterl- ingspund tonnið um þessar mund- ir, svipað óg fyrrihluta síðasta árs. Markaðsstjóri SR-Mjöls hf. segir eftirspum hafa minnkað og að verðið muni ömgglega lækka um leið og loðnan fari að veiðast. Hátt verð er á loðnulýsi og öll fram- leiðsla ársins hefur verið seld fyrir- fram. Ovissan vegna verkfalls sjó- manna leiðir til lægra verðs til ís- lenskra framleiðenda. Verð á loðnumjöli var hátt á síð- asta ári og að sögn Sólveigar Samú- elsdóttur, markaðsstjóra hjá SR- mjöli hf., stærsta framleiðanda og seljanda loðnuafurða á landinu, hef- ur það leitt til minnkandi eftir- spumar. Vegna þess hvað mjölið hefur verið dýrt hafa kaupendur dregið úr notkun þess og aukið hlut jurtapróteina í fóðurblöndum sín- um. Eftirspum er því lítil eins og er. Heimsmarkaðsverð er talið vera 450 sterlingspund á tonnið en afar lítil viðskipti em á bak við það verð. Telur Sólveig að til þess að ná sínum skerf af mjölmarkaðnum á nýjan leik þurfi framleiðendur að sætta sig við lægra verð. Býst hún við að verðið muni lækka um leið og loðnan fer að veiðast, þá fyrst reyni á viðskiptin. Verkfall sjómanna hefur haft af- ar slæm áhrif á markaðsstöðu ís- lenskra mjölframleiðenda, að mati Sólveigar. Vegna boðaðs verkfalls var ekki hægt að selja fyrirfram því seljendur gátu ekki tryggt af- hendingu. Þannig misstu íslenskir fram- leiðendur af möguleikunum að selja mjölið á allt upp undir 465-470 sterlingspund á tonnið og verða að taka því verði sem býðst þegar loðnan fer að veiðast. Kaup- endur töldu tryggara að kaupa það mjöl sem þeir ætluðu að nota í febrúar, mars og apríl, í Suður- Ameríku, Danmörku eða Noregi. Sólveig segir að ekki bæti stöð- una að verkfall geti skollið aftur á 15. mars. Mánuður sé stuttur tími og loðnan enn ekki farin að veiðast. „Þessi stöðugu verkföll hér virka illa inn á markaðinn, við fáum þann stimpil á okkur að við séum óút- reiknanleg. Þetta kemur fram í lægra verði fyrir afurðirnar," segir Sólveig. Lítið framboð er á lýsi á heims- markaðnum vegna veðurfarslegra aðstæðna við Suður-Ameríku. Verð á loðnulýsi hefur því hækkað. Sól- veig telur að búið sé að gera fyrir- framsamninga um alla lýsisfram- leiðslu íslendinga á þessari vertíð og áætlar að meðalverðið sé um 600 bandaríkjadalir fyrir hvert tonn. Halldórs, Þór Kolbeinsson, dóttur- sonur hans, Halldór E. Laxness, sonarsonur hans, Jón M. Guð- mundsson, fyrrverandi oddviti og bóndi á Reykjum, Ólafur Ragnars- son, útgefandi skáldsins, Thor Vil- hjálmsson rithöfundur og Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Auk hefðbundinnar tónlistar við gregoríanska sálumessu var flutt við athöfnina íslensk tónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng lögin Vertu Guð faðir eftir Jón Leifs við sálm Hallgríms Péturssonar og Vöggu- kvæði eftir Halldór Kiijan Laxness sem hefst á orðunum Hvert örstutt spor við lag Jóns Nordals. Þá flutti Schola cantorum undir stjóm Harð- ar Áskelssonar Um dauðans óvissa tíma, eftir Hallgrím Pétursson, við lag útsett af Róbert Abraham Ottóssyni. Við sálumessuna lásu Gunnar Þór Ólafsson og Gunnar Eyjólfsson úr ritningunni, úr Jobsbók og fyrsta bréfi heilags Jóhannesar postula. Bryndís Halla Gylfadóttir lék á selló í upphafi Kom, dauðans blær, eftir Johann Sebastian Bach við orgelleik en organistar voru þeir Douglas A. Brotchie og Hörður Áskelsson. ■ Halldór Kiljan Laxness/10-11 KISTA Halldórs Kiljans Laxness borin úr kirkju. Næst kistunni ganga ekkja skáldsins, Auður Laxness, dætur þeirra, Guðný og Sigríður, og aðrir ættingjar. Myndin á forsíðu blaðsins er tekin við upphaf athafnarinnar. Eitt faðirvor voldugra en allir sigrar Rómaveldis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.