Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 44. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Golli f i'.’V , S*. - f r J Sinn Fein hótar að hætta friðar- viðræðum á N-Irlandi Bflsprengja slas- ar fjölda manns Belfast. Reuters. ALLT að 11 manns slösuðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lög- reglustöð í bænum Moira á Norður- írlandi seint á föstudagskvöld. Gerðist þetta aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Sinn Fein, stjórnmálaflokki IRA, Irska lýð- veldishersins, var vikið_ burt úr við- ræðunum um frið á N-írlandi vegna morða á tveimur mótmælendum. Ákveðið var á föstudag, að Sinn Fein fengi að koma aftur inn í við- ræðurnar 9. mars næstkomandi en að því tilskildu, að IRA héldi ekki áfram ofbeldisverkum. I gær hafði enginn lýst á hendur sér ábyrgð á sprengingunni en flest bendir til, að lýðveldissinnar hafi verið að verki. I Moira búa aðallega mótmælendur. Grunar lögregluna, að klofningshóp- ur úr IRA, sem er andvígur friðar- Vetraryndi HIÐ fegursta vetrarveður hefur verið víða um land síðustu daga, að minnsta kosti á suð- vesturhorninu þar sem drifhvít mjöllin hylur landið og trén hneigja krónur sínar undan silfruðum ávöxtum frostsins. Þessar ungu stúlkur voru að Ieik í Hljómskálagarðinum í gær og er ekki annað að sjá en Listaskáldið góða líti til þeirra með velþóknun. viðræðunum, hafi komið sprengj- unni fyrir. Martin MeGuinness, einn helsti samningamaður Sinn Fein í friðar- viðræðunum, sagði í gær í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að óvíst væri, að flokkurinn tæki þátt í þeim aftur. Sagði hann, að það yrði ákveð- ið að loknum fundi með þeim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, írskum starfsbróð- ur hans. Sinn Fein útilokaður? Átta manns voni fluttir á sjúkra- hús með minniháttar áverka en fréttir era um, að allt að 11 hafi slasast, þar af sex lögreglumenn. Á Norður-írlandi er óttast, að með sprengingunni sé friðurinn úti og reynist það rétt, að IRA-liðar hafi staðið að sprengingunni í fyrra- kvöld, er hugsanlegt, að Sinn Fein eigi ekki afturkvæmt í friðarviðræð- urnar. Þær munu þá lognast út af af sjálfu sér. Jeffrey Donaldson, samningamað- ur Sambandsflokksins á N-Irlandi, sagði í gær, að hefði IRA komið fyr- ir sprengjunni, sem sprakk í Moira, yrði Mo Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku stjómarinnar, að vísa Sinn Fein burt fyrir fullt og allt. Frá því í desember hafa hryðju- verkasamtök mótmælenda og kaþól- ikka myrt 13 manns en IRA lýsti því þó yfir í síðustu viku, að vopnahléið, sem greiddi götu Sinn Fein inn í friðarviðræðurnar, stæði enn.a Viðræður Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, við íraska ráðamenn í Bagdad Líkur á að Irakar gefi eftir hafa aukist Bagdad. Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf formlegar viðræður við fulltrúa Iraksstjórnar í Bagdad í gær. Er vonast til, að Irak- ar fallist á að leyfa vopnaeftirlits- mönnum SÞ óhefta vopnaleit og þannig megi koma í veg fyrir loft- árásir Bandaríkjamanna og Breta. Sagt er, að öryggisráðið hafi gefið Annan dálítið svigrúm til samninga en ekki mikið. Nokkur bjartsýni ríkir þó um, að írakar gefi eftir, að sinni að minnsta kosti, og beygi sig undir ályktanir öryggisráðsins. Annan hóf viðræður við Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks, í gærmorgun en megintilgang- ur þeirra er að tryggja, að vopnaeft- irlitsmennirnir fái ótakmarkaðan að- gang að átta höllum Saddam Husseins, forseta Iraks. Áður en þær hófust sagði Ahmed Fawzi, talsmað- ur SÞ, að mikilvægt væri, að menn gerðu sér grein fyrir þvi, að ekki stæði til að semja um eitt eða neitt, heldur að fá Iraka til að hlíta álykt- unum öryggisráðsins. Forsetasvæði kortlögð Fyrir fundinn með Aziz hitti Ann- an að máli Víktor Posúvaljuk, sendi- mann Rússa í Bagdad, en hann hefur unnið að því að finna lausn á deil- unni. Annan fékk í gær þær góðu fréttir, að vopnaeftirlitsmönnum hefði gengið vel við að kortleggja hin umdeildu svæði við forsetahallirnar en gi-unur leikur á, að þar hafi Irakar falið vopn. Hafa þeir ekki verið hindraðir við það starf en ekki er þó um eiginlega skoðun að ræða. I Ijós hefur komið, að þessi svæði era minni en áður var talið. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í ávarpi á föstudag, sem útvarpað var til arabaríkja, að Bandaríkjamenn ættu ekkert sökótt við íraska alþýðu. Ef enginn árangur yi-ði af fór Kofi Annans og loftárásir yrðu hafnar, væri það sök Saddam Hussein íraksforseta og einskis ann- ars. Dagblöð í írak spáðu því í gær, að deilan yrði til lykta leidd á fundum Annans með íröskum ráðamönnum og öryggisráðið þykir hafa greitt fyr- ir því með því að samþykkja, að Irakar megi selja helmingi meiri olíu en áður til að kaupa fyrir matvæli og iyf- Aukin bjartsýni Lamberto Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, kvaðst í gær bjartsýnn á, að lausn fyndist í deilunni við Iraka en Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, sagði, að fór Annans væri hugsanlega ekki úrslitatilraun- in. Annan hefur ákveðið að fram- lengja Iraksferðina um einn dag að beiðni Aziz og má þá búast við, að hann gefi öryggisráðinu skýrslu um hana á þriðjudag eða miðvikudag. vmsHPnfflviNNuiír ÁSUNNUDEQl Blekking og þekking 30 HVER VEIT HVAR ÉG ENDA? 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.