Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 27 Fangaskipti Kfar Falous í Libanon. Reuters. Skorar á Indónesíu stjórn að veita A- Tímorbúum frelsi Diii. Reuters. FÉLAGI í Hizbollah-samtökunum var kampakátur í gær er ísraelskir hermenn fylgdu honum úr fangelsi til bfla Rauða krossins. Fimmtíu og flmm líbanskir fangar fóru í gær frá Iíbönsku landi sem Israelar hafa á valdi sínu og lauk þar með skiptum á föngum fyrir líkamsleif- ar tíu ísraelskra hermanna sem féllu í misheppnaðri hernaðarað- gerð fyrir tíu mánuðum. Tvær rútur og tveir sendibflar óku undir fánum Rauða krossins með fangana yfir á svæði sem líb- anski herinn ræður og var þar vel fagnað af hundruðum Líbana sem biðu þeirra. „Ég er ákaflega ham- ingjusamur," sagði Ali Ashmar, meðlimur í Hizbollah, en hann hafði setið í fangelsi í Israel síðan 1988. Alls létu Israelar 60 fanga lausa í gær, að sögn Rauða krossins, en á fimmtudag aflientu þeir jarðneskar leifar 40 líbanskra skæruliða. Áður hafði lík að minnsta kosti eins ísra- elsks hermanns, sem féll í Líbanon, verið flutt til Tel Aviv. CARLOS Belo, biskup Austur- Tímorbúa, skoraði í gær á indónesísku stjómina að leyfa íbú- unum að njóta víðtækra borgara- réttinda og fækka í herliðinu sem hersitur Austur-Tímor. Belo, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels, talaði á blaðamannafundi í Dili, höfuðstað A-Tímor, sem hald- inn var samtímis því að fram fór kröfuganga í borginni til stuðnings indónesískum yfirráðum. Margir þeirra sem þátt tóku í göngunni sögðust reyndar gera það aðeins vegna þess að þeim hefði verið skipað það. Vill að skoðana- og hugsana- frelsi verði virt „Við biðjum [Indónesíustjórn] að tryggja skoðana- og hugsanafrelsi, jafnvel þótt það sé pólitískt í eðli sínu,“ tjáði Belo fréttamönnum, en hann var að útskýra nánar þær til- lögur sem hann hefði komið á framfæri við Jusuf Habibie, for- seta Indónesíu, á fundi þeirra í Djakarta á miðvikudaginn. Margir Austur-Tímorbúar hafa slæmar minningar frá því þátttak- endum í kröfugöngu gegn indónesískum yfirráðum í þessari fyrrverandi nýlendu Portúgala, sem Indónesíuher hernam 1976, laust síðast saman við indónesíska hermenn í Dili árið 1991. Að minnsta kosti 50 A-Tímorbúar létu þá lífið, en að mati vitna og óháðra mannréttindasamtaka var mann- fallið nær 200. Belo hvatti stjórnina til að ganga lengra en hún gerði fyrr í þessum mánuði, þegar hún ákvað að láta lausa 16 pólitíska fanga, flesta frá A-Tímor. Frá því Su- harto, fyi-rverandi einræðisherra Indónesíu, fór frá völdum í byrjun maí, hefur ekkert lát verið á mót- mælum gegn yfirráðum Indónesíu í A-Tímor. Gleypti flugii í beinni út- sendingu London. Reuters. BRESKI sjónvarpsmaðurinn Jonathan Hill brást fagmann- lega við er fluga flaug upp í hann í beinni útsendingu í vik- unni, og gleypti hana með bros á vör. Hill, sem er 28 ára, segir að sér hafi verið eðlilegast að spýta flugunni út úr sér. Hann hafi hins vegar ekki viljað ganga fram af áhorfendum sín- um enda hafi þetta verið um miðjan dag er mai’gir Bretar sitji að tedrykkju. „Mér svelgd- ist á,“ sagði hann er hann lýsti atvikinu fyi-ir fréttamanni. „Ég gat hins vegar ekki fengið af mér að spýta flugunni út úr mér fyrir framan myndavélarnar." Hill, sem er grænmetisæta, segh- að þessi fyrsti „kjötbiti“ sem hann hafi bragðað árum saman hafi ekki komið sér á bragðið. Deila andstæðra fylkinga í Iran Uppgjör talið lfldegt Teheran. Reuters. MOHAMMAD Khatami, hinn um- bótasinnaði forseti Irans, hefur hvatt til þess að tekin verði upp mildari islömsk stefna í landinu og að áhersla verði lögð á bætt sam- skipti við umheiminn. Khatami hvatti landa sína til þess, fyrr í vikunni. að sýna fram- andi stjórnmálaskoðunum um- burðarlyndi og sagði sérstaklega mikilvægt að farið yrði vel að ungu fólki svo að það láðaðist að múhameðstrú í stað þess að hrekj- ast að henni í ótta. Yfirlýsingar Khatamis fylgja í kjölfar harðnandi deilna andstæðra fylkinga í írönskum stjórnmálum, en aukin harka hljóp í deilurnar í byrjun vikunnar, er islamskir bók- stafstrúarmenn þvinguðu fram af- sögn Abdullahs Nouris innanríkis- ráðherra með því að samþykkja á hann vantraust. Dregið úr eftirlitsferðum Nouri hefur verið bandamaður Khatamis og svaraði hinn síðar- nefndi harðlínumönnum án tafar með því að tilnefna Nouri sem varaforseta sinn og Mostafa Tajza- deh, helsta aðstoðarmann Nouris, sem starfandi innanríkisráðheiTa. Er talið sennilegt að í kjölfarið styttist í pólitískt uppgjör í Iran. Umbótasinninn Khatami vann óvæntan stórsigur í forsetakosn- ingum fyrir ári og hefur reynt að losa þær hömlur sem íslömsk bók- stafstrú hefur lagt á landsmenn. Meðal annars hafa reglur um fatn- að kvenna verið gerðar frjálslegri og einnig hafði Nouri í starfi sínu sem innanríkisráðherra fækkað mjög eftirlitsferðum inn á heimili almennings til að sannreyna hvort fólk stundaði ólöglega dansa, drykkju eða sjónvarpsgláp. Harðlínumenn, með Ayatollah Ali Khameini, erkiklerk og leiðtoga landsmanna í trúarmálefnum, í broddi fylkingar, hafa hins vegar snúist til varnar. Þeir hafa áður gert Khatami erfitt fyrir þegar þeir létu handtaka borgai-stjórann í Teheran. Borgarstjórinn, sem er bandamaður Khatamis, bíður nú réttarhalda í máli sínu. Tilnefning Nouris í nýtt embætti þykir hins vegar sýna að Khatami sé staðráð- inn í að láta engan bilbug á sér finna og að hann muni ótrauður starfa áfram að því að stýra Iran í umbótaátt. Eþíópíumenn undirbúa átök Addis Ababa. Reuters STÓRIR hópar fólks hafa mætt til herskráningar og herþjálfunar í Eþíópíu undanfarna daga eftir að stjórnvöld sendu ákall til þjóðarinn- ar um að ganga til liðs við herinn. Sögðu nokkrir sjálfboðaliðar Eþíópíustjórn hafa reynt að finna friðsamlega lausn á landamæradeilu Eþíópíu og Eritreu en að stjórnvöld í Eritreu hefðu sýnt að þau væru ekki tilbúin til að fara þá leið. Þeir hefðu á sínum tíma stutt sjálfstæðisbaráttu Eritreumanna en gætu ekki horft aðgerðalausir á árásh- á eþíópíska borgara. Stjórnvöld í Eritreu höfnuðu í síð- ustu viku málamiðlunartillögu Bandaríkjanna og Rúanda en sendi- herrar fjögun-a Afríkuríkja vinna nú að því að komast til botns í því hvort ríkið hafi ráðið hinu umdeilda land- svæði fram til 6. maí síðastliðins. Lítið hefur verið um átök á landa- mærunum undanfarnar tvær vikur og hafa stjórnvöld beggja ríkja notað tímann til að safna mannafla og fjár- munum til stríðsrekstrarins. Asakanir um illa meðferð stríðs- fanga og óbreyttra borgara hafa gengið á víxl milli þjóðanna en talið er að hundruð manna hafi fallið frá því átökin brutust út í maí. Enski landsliðsbúningurinn (stuttb.+ bolur) . .1.490 kr. Brasilíubúningurinn (stuttb.+ bolur) ...1.490 kr. Manchester, Arsenal og Liverpool búningar (stuttb.+boiur)......m 1.490 kr. Hermannabolir ..........................590 kr. Galla stretchbuxur með blómamynstri.... 2.290 kr. Velúr ungbarnagallar.....................990 kr. [Q339 Ungbarnagalli, samfella, bolur og tveir smekkir........ ...aðeins 1.590 kr. Við ætlum ekki að hætta að bjóða frábær föt á góðu verði V barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.