Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 27 Fangaskipti Kfar Falous í Libanon. Reuters. Skorar á Indónesíu stjórn að veita A- Tímorbúum frelsi Diii. Reuters. FÉLAGI í Hizbollah-samtökunum var kampakátur í gær er ísraelskir hermenn fylgdu honum úr fangelsi til bfla Rauða krossins. Fimmtíu og flmm líbanskir fangar fóru í gær frá Iíbönsku landi sem Israelar hafa á valdi sínu og lauk þar með skiptum á föngum fyrir líkamsleif- ar tíu ísraelskra hermanna sem féllu í misheppnaðri hernaðarað- gerð fyrir tíu mánuðum. Tvær rútur og tveir sendibflar óku undir fánum Rauða krossins með fangana yfir á svæði sem líb- anski herinn ræður og var þar vel fagnað af hundruðum Líbana sem biðu þeirra. „Ég er ákaflega ham- ingjusamur," sagði Ali Ashmar, meðlimur í Hizbollah, en hann hafði setið í fangelsi í Israel síðan 1988. Alls létu Israelar 60 fanga lausa í gær, að sögn Rauða krossins, en á fimmtudag aflientu þeir jarðneskar leifar 40 líbanskra skæruliða. Áður hafði lík að minnsta kosti eins ísra- elsks hermanns, sem féll í Líbanon, verið flutt til Tel Aviv. CARLOS Belo, biskup Austur- Tímorbúa, skoraði í gær á indónesísku stjómina að leyfa íbú- unum að njóta víðtækra borgara- réttinda og fækka í herliðinu sem hersitur Austur-Tímor. Belo, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels, talaði á blaðamannafundi í Dili, höfuðstað A-Tímor, sem hald- inn var samtímis því að fram fór kröfuganga í borginni til stuðnings indónesískum yfirráðum. Margir þeirra sem þátt tóku í göngunni sögðust reyndar gera það aðeins vegna þess að þeim hefði verið skipað það. Vill að skoðana- og hugsana- frelsi verði virt „Við biðjum [Indónesíustjórn] að tryggja skoðana- og hugsanafrelsi, jafnvel þótt það sé pólitískt í eðli sínu,“ tjáði Belo fréttamönnum, en hann var að útskýra nánar þær til- lögur sem hann hefði komið á framfæri við Jusuf Habibie, for- seta Indónesíu, á fundi þeirra í Djakarta á miðvikudaginn. Margir Austur-Tímorbúar hafa slæmar minningar frá því þátttak- endum í kröfugöngu gegn indónesískum yfirráðum í þessari fyrrverandi nýlendu Portúgala, sem Indónesíuher hernam 1976, laust síðast saman við indónesíska hermenn í Dili árið 1991. Að minnsta kosti 50 A-Tímorbúar létu þá lífið, en að mati vitna og óháðra mannréttindasamtaka var mann- fallið nær 200. Belo hvatti stjórnina til að ganga lengra en hún gerði fyrr í þessum mánuði, þegar hún ákvað að láta lausa 16 pólitíska fanga, flesta frá A-Tímor. Frá því Su- harto, fyi-rverandi einræðisherra Indónesíu, fór frá völdum í byrjun maí, hefur ekkert lát verið á mót- mælum gegn yfirráðum Indónesíu í A-Tímor. Gleypti flugii í beinni út- sendingu London. Reuters. BRESKI sjónvarpsmaðurinn Jonathan Hill brást fagmann- lega við er fluga flaug upp í hann í beinni útsendingu í vik- unni, og gleypti hana með bros á vör. Hill, sem er 28 ára, segir að sér hafi verið eðlilegast að spýta flugunni út úr sér. Hann hafi hins vegar ekki viljað ganga fram af áhorfendum sín- um enda hafi þetta verið um miðjan dag er mai’gir Bretar sitji að tedrykkju. „Mér svelgd- ist á,“ sagði hann er hann lýsti atvikinu fyi-ir fréttamanni. „Ég gat hins vegar ekki fengið af mér að spýta flugunni út úr mér fyrir framan myndavélarnar." Hill, sem er grænmetisæta, segh- að þessi fyrsti „kjötbiti“ sem hann hafi bragðað árum saman hafi ekki komið sér á bragðið. Deila andstæðra fylkinga í Iran Uppgjör talið lfldegt Teheran. Reuters. MOHAMMAD Khatami, hinn um- bótasinnaði forseti Irans, hefur hvatt til þess að tekin verði upp mildari islömsk stefna í landinu og að áhersla verði lögð á bætt sam- skipti við umheiminn. Khatami hvatti landa sína til þess, fyrr í vikunni. að sýna fram- andi stjórnmálaskoðunum um- burðarlyndi og sagði sérstaklega mikilvægt að farið yrði vel að ungu fólki svo að það láðaðist að múhameðstrú í stað þess að hrekj- ast að henni í ótta. Yfirlýsingar Khatamis fylgja í kjölfar harðnandi deilna andstæðra fylkinga í írönskum stjórnmálum, en aukin harka hljóp í deilurnar í byrjun vikunnar, er islamskir bók- stafstrúarmenn þvinguðu fram af- sögn Abdullahs Nouris innanríkis- ráðherra með því að samþykkja á hann vantraust. Dregið úr eftirlitsferðum Nouri hefur verið bandamaður Khatamis og svaraði hinn síðar- nefndi harðlínumönnum án tafar með því að tilnefna Nouri sem varaforseta sinn og Mostafa Tajza- deh, helsta aðstoðarmann Nouris, sem starfandi innanríkisráðheiTa. Er talið sennilegt að í kjölfarið styttist í pólitískt uppgjör í Iran. Umbótasinninn Khatami vann óvæntan stórsigur í forsetakosn- ingum fyrir ári og hefur reynt að losa þær hömlur sem íslömsk bók- stafstrú hefur lagt á landsmenn. Meðal annars hafa reglur um fatn- að kvenna verið gerðar frjálslegri og einnig hafði Nouri í starfi sínu sem innanríkisráðherra fækkað mjög eftirlitsferðum inn á heimili almennings til að sannreyna hvort fólk stundaði ólöglega dansa, drykkju eða sjónvarpsgláp. Harðlínumenn, með Ayatollah Ali Khameini, erkiklerk og leiðtoga landsmanna í trúarmálefnum, í broddi fylkingar, hafa hins vegar snúist til varnar. Þeir hafa áður gert Khatami erfitt fyrir þegar þeir létu handtaka borgai-stjórann í Teheran. Borgarstjórinn, sem er bandamaður Khatamis, bíður nú réttarhalda í máli sínu. Tilnefning Nouris í nýtt embætti þykir hins vegar sýna að Khatami sé staðráð- inn í að láta engan bilbug á sér finna og að hann muni ótrauður starfa áfram að því að stýra Iran í umbótaátt. Eþíópíumenn undirbúa átök Addis Ababa. Reuters STÓRIR hópar fólks hafa mætt til herskráningar og herþjálfunar í Eþíópíu undanfarna daga eftir að stjórnvöld sendu ákall til þjóðarinn- ar um að ganga til liðs við herinn. Sögðu nokkrir sjálfboðaliðar Eþíópíustjórn hafa reynt að finna friðsamlega lausn á landamæradeilu Eþíópíu og Eritreu en að stjórnvöld í Eritreu hefðu sýnt að þau væru ekki tilbúin til að fara þá leið. Þeir hefðu á sínum tíma stutt sjálfstæðisbaráttu Eritreumanna en gætu ekki horft aðgerðalausir á árásh- á eþíópíska borgara. Stjórnvöld í Eritreu höfnuðu í síð- ustu viku málamiðlunartillögu Bandaríkjanna og Rúanda en sendi- herrar fjögun-a Afríkuríkja vinna nú að því að komast til botns í því hvort ríkið hafi ráðið hinu umdeilda land- svæði fram til 6. maí síðastliðins. Lítið hefur verið um átök á landa- mærunum undanfarnar tvær vikur og hafa stjórnvöld beggja ríkja notað tímann til að safna mannafla og fjár- munum til stríðsrekstrarins. Asakanir um illa meðferð stríðs- fanga og óbreyttra borgara hafa gengið á víxl milli þjóðanna en talið er að hundruð manna hafi fallið frá því átökin brutust út í maí. Enski landsliðsbúningurinn (stuttb.+ bolur) . .1.490 kr. Brasilíubúningurinn (stuttb.+ bolur) ...1.490 kr. Manchester, Arsenal og Liverpool búningar (stuttb.+boiur)......m 1.490 kr. Hermannabolir ..........................590 kr. Galla stretchbuxur með blómamynstri.... 2.290 kr. Velúr ungbarnagallar.....................990 kr. [Q339 Ungbarnagalli, samfella, bolur og tveir smekkir........ ...aðeins 1.590 kr. Við ætlum ekki að hætta að bjóða frábær föt á góðu verði V barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.