Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
148. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Kínaferð Bills Clintons Bandaríkjaforseta lokið
Spáir því að Kína
verði lýðræðisríki
Hong Kong. Reuters.
NIU daga heimsókn Bills Clintons
Bandaríkjaforseta til Kína lauk í
gær og forsetinn kvaðst telja að
Kínverjar myndu fyrr eða síðar
taka upp lýðræði og hefðu „réttu
forystumennina" til að koma á um-
bótum.
„Vissulega," svaraði Clinton
þegar hann var spurður á blaða-
mannafundi í Hong Kong, síðasta
viðkomustað sínum í ferðinni,
hvort Kína yrði einhvem tíma lýð-
ræðisríki. „Eg trúi því að það geti
gerst og tel að það gerist."
Clinton hvatti ennfremur kín-
versku stjórnina til að verða við
áskorunum um að virða mannrétt-
indi og varði yfirlýsingu sína frá
því á þriðjudag um að Tævan ætti
ekld að vera sjálfstætt ríki og að í
öllu Kína ætti aðeins að vera ein
ríkisstjórn. Tævanar mótmæltu yf-
irlýsingunni en Clinton sagði í gær
að þetta væri engin stefnubreyting
af hálfu Bandaríkjastjómar.
Leiðtogunum hælt
Aður en forsetinn hélt heimleiðis
ræddi hann við Martin Lee, leið-
toga lýðræðissinna í Hong Kong,
og lýsti yfír stuðningi við almennar
kröfur hans um aukið lýðræði.
Clinton var þó varfærinn og kom
sér hjá því að styðja kröfu Lees um
að yfirvöld í Hong Kong flýttu
Reuters
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
veifar til Hong Kong-búa.
áætlun um lýðræðislegar kosning-
ar til löggjafarsamkundu bresku
nýlendunnar fyrrverandi.
Forsetinn fór lofsamlegum orð-
um um Jiang Zemin forseta Kína
og Zhu Rongji forsætisráðherra og
sagði ljóst að þeir væm staðráðnir
í að koma á lýðræðislegum umbót-
um þrátt fyrir að „áhrifamikil öfl“ í
Kína væra treg til að fallast á rót-
tækar breytingar. „Ég tel mjög lík-
legt að Kínverjar hafi réttu for-
ystumennina á réttum tíma.“
Clinton sagði að Kínverjar
þyrftu ekki aðeins að leysa þekkt-
ustu andófsmenn landsins úr haldi
heldur „heilu flokkana" og það yrði
þá túlkað sem stefnubreyting af
hálfu kínverskra stjórnvalda frem-
ur en niðurstaða samningavið-
ræðna við Bandaríkjamenn.
Talið er að 150 Kínverjar séu í
haldi vegna friðsamlegra mótmæla
á Torgi hins himneska friðar árið
1989 og mannréttindasamtök áætla
að 2.000 andófsmenn séu í kín-
verskum fangelsum.
Clinton kvaðst hafa rætt við
Jiang um ásakanir þess efnis að
Kínverjar hefðu reynt að hafa áhrif
á kosningamar í Bandaríkjunum
árið 1996 með ólöglegum fjárfram-
lögum í sjóði demókrata. Hann
sagði að Jiang hefði neitað þessu
og kvaðst trúa honum.
Forsetinn sagði að ferðin hefði
verið gagnleg þótt engir tímamóta-
samningar hefðu náðst. Hann
kvaðst þó óánægður með að ekki
skyldi hafa náðst samkomulag um
að bandarísk fyrirtæki fengju auk-
inn aðgang að kínverskum mörkuð-
um gegn því að Bandaríkjamenn
styddu aðild Kína að Heimsvið-
skiptastofnuninni (WHO).
Skdgareldar nálgast Orlando-borg á Flórída
Tug'ir þúsunda hafa
flúið heimili sín
Reuters
STARFSMENN bandarískrar skógræktarstofnunar virða fyrir sér
skógareld í Palm Coast á Flórída.
Danir í há-
tíðarskapi
ÁÆTLAÐ er að 100.000 manns
hafi safnast saman á Ráðhústorg-
inu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi
til að fylgjast með leik Dana og
Brasilíumanna á heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu sem sýndur
var þar á risastórum sjónvarps-
skjá.
Brasilíumenn sigruðu í leikn-
um, 3:2, eftir að Danir höfðu náð
forystu með marki Martins Jorg-
ensens eftir aðeins 95 sekúndur.
Brasilíumenn jöfnuðu á 11. mín-
útu, með marki Bebetos, og Ri-
valdo bætti öðru við á 27. minútu.
Danir neituðu að gefast upp og
Brian Laudrup jafnaði á 50. mín-
útu en Rivaldo skoraði sigurmark
Brasilíumanna 10 mínútum síðar.
Skemmtu sér fram á nótt
Að sögn blaðamanns Politiken,
sem var á Ráðhústorginu, áætlaði
lögreglan að allt að 100.000
manns hefðu verið þar í gær-
kvöldi. Mannfjöldinn var í hátíð-
arskapi og skemmti sér vel þrátt
fyrir ósigurinn, enda þótti danska
liðið leika vel og leikurinn spenn-
andi. Búist var við að margir yrðu
á torginu langt fram á nótt við
bjórdrykkju.
Lögreglan sagði að friðsamlegt
hefði verið á torginu. Um 20.000
manns söfnuðust einnig saman í
miðborg Árósa og ekki kom þar
til átaka.
■ Hetjuleg barátta/B4
SKÓGARELDAR loga glatt á
Flórída í Bandaríkjunum og hafa
Islendingar búsettir í nágrenni
Daytona Beach þurft að yfirgefa
heimili sín líkt og aðrir íbúar
borgarinnar. Um 70.000 manns
hafði í gær verið fyrirskipað að yf-
irgefa heimili sín vegna eldanna
og a.m.k. 125 hús orðið þeim að
bráð.
Eldamir nálguðust í gær Or-
lando-borg, þar sem fleiri Islend-
ingar era búsettir, en ekki var talið
að íbúar þar þyrftu að hafa áhyggj-
ur, né þeir sem staddir era á
Flórída í sumarleyfi.
Þórir Gröndal, ræðismaður ís-
lands í Miami, sagði í samtali við
Morgunblaðið að eftir því sem
hann kæmist næst væra á bilinu
þrjár til tíu íslenzkar fjölskyldur
búsettar á eldasvæðunum. Hann
hefði náð sambandi við Guðnýju
Fischer, sem býr í Palm Coast, rétt
hjá Ormond Beach. „Þar geisaði
mikill eldur í gær [fyrradag] og
þeim hafði verið iyrirskipað að yf-
irgefa hús sín.“
Hús Guðnýjar stendur í land-
tungu sem hefur verið radd inn í
skóginn. Þórir segir að víða sé búið
að byggja íbúðarhús á slíkum
svæðum sem verði strax að rýma
ef skógareldar kvikna, sem ekki er
neitt nýtt á þessum slóðum. Miklir
þurrkar undanfarna mánuði hafa
þó gert ástandið verra en oft áður.
■ Skógareldarnir/19
Bretland og EMU
Aðild
möguleg
innan
fárra ára
London. Reuters.
GORDON Brown, fjármála-
ráðherra Bretlands, ýjaði að
því í gær að stjórn Verka-
mannaflokksins myndi sækja
um aðild landsins að Efna-
hags- og myntbandalagi Evr-
ópu (EMU) og sagði að breski
efnahagurinn ætti að verða
undir aðildina búinn innan
fárra ára.
„Með áætlun okkar um
efnahagsumbætur og undir-
búning fyrirtækja er raunsætt
að telja að efnahagnum verði
þannig háttað að Bretland geti
tekið upp sameiginlega gjald-
miðilinn snemma á næsta
kjörtímabili," sagði Brown i
bréfi til Giles Radice, for-
manns fjárlaganefndar breska
þingsins.
Brown hafði sagt í október
að stjórnin myndi að öllum lík-
indum ekki efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu á þessu kjör-
tímabili, sem ætti að ljúka árið
2002, um hvort Bretar ættu að
leggja pundið niður.