Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Sumarsalöt
Áreiðanlega eru það fleiri en ég, segir Kristín
Gestsdóttir, sem borða mikið af alls konar
grænmetissalötum á sumrin.
NÚ ER alltaf til nóg af fersku
grænmeti og kryddjurtum í búð-
um. Helst vil ég þó rækta þetta
sjálf og er nú þegar byrjuð að
borða alls konar heimaræktað
salat svo og spínat, grænkál,
radísur, graslauk, sáðlauk, stein-
selju og sítrónumelissu, en þess-
ar tvær síðastnefndu eru einu
kryddjurtimar sem ég sáði til í
vor - því miður - því þegar ég
ætlaði að bæta við um daginn og
kaupa kryddjurtir í pottum,
blöskraði mér verðið, en það var
frá 280-340 kr. plantan. Ég sleppi
því þá bara og fer út á landið mitt
og tíni blóðberg og lambagras og
nota í staðinn og kannski nokkur
nýsprottin fíflablöð eða súrublöð
að ógleymdi hvönninni sem víða
vex t.d. við eyðibýli. Nú flykkjast
landsmenn í sumarbústaði, tjald-
vagna og tjöld og auðvitað í bílt-
úra líka, en í þessar ferðir er vel
við hæfi að taka með sér ferskt
grænmeti í salöt eða bara til að
stýfa úr hnefa og í bíltúrinn og
lautarferðina er gott að hafa með
blaut salatblöð og steinsljugrein-
ar í poka til að borða með nest-
inu. Hér eru nokkrar tillögur að
grænmetissalötum, notið hug-
myndaflugið og tínið villtar, ætar
jurtir saman við, nóg sprettur af
þeim allt í kringum okkur.
Spínat/radísusalat
Blaðsalat með eggj-
um og tómötum
handa 4
Nokkur salatblöð, sú tegund sem
ykkur hentar
flórir frekar litlir tómatar
eða tveir stærri
4 harðsoðin egg
1 dl matarolía
1 'k tsk. sinnep
fersk steinselja
1. Þvoið salatblöðin og þerrið,
raðið á fjóra diska.
2. Skerið eggin í tvennt langs-
um, takið úr þeim eggjarauðuna,
merjið gegnum sigti, hrærið sinn-
ep út í og síðan mataroh'una, eina
skeið í einu. Khppið steinselju og
setjið saman við. Skiptið þessu í
holurnar á eggjahvítunum, leggið
tvo eggjahelminga á hvem disk,
skerið tómatana í báta, ekki alveg
í gegn, og setjið milli eggjahelm-
inganna. Berið brauð með.
Salat úr okkar al-
gengasta grænmeti
handa 4
6 meðalstórir tómatar
/2 meðalstór gúrka
handa 4
Nokkur falleg ung og smá spínatblöð
4 radísur
4 sneiðar magurt beikon
nokkur ung, smá fíflablöð (má sleppa)
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós niðursoðinn aspas
(tæp 300 g)
1 dl aspassafi
mikið af nýmöluðum pipar
1. Þvoið spínatblöðin, raðið ut-
an með á disk. Þvoið radísumar,
skerið í þunnar sneiðar, raðið of-
an á spínatblöðin.
2. Skerið beikonið og fíflablöðin
smátt. Hitið pönnu og harðsteikið
hvort tveggja, takið af pönnunni
og setjið á eldhúspappír, sem sog-
ar feitina í sig.
3. Hrærið saman sýrðan rjóma,
aspassafa og pipar. Skerið aspas-
inn í sneiðar og setjið saman við.
Setjið þessa sósu fyrir innan
spínatið á miðjan diskinn. Stráið
beikon/fíflablöðunum ofan á sós-
una.
Berið fram með brauði.
Athugið: Að sjálfsögðu má nota
ferskan, soðinn aspas.
1 lítil rauð og önnur lítil græn paprika
1 salatlaukur (nota má graslauk)
1. Skerið tómatana í sneiðar og
raðið utan með á fjóra diska. Af-
hýðið gúrkuna og skerið í þunnar
sneiðar, raðið innan við tómatana.
2. Takið steina úr papríkum og
skerið í sneiðar, raðið á víxl innan
við gúrkuna.
3. Afhýðið laukinn, skerið í
sneiðar, takið í sundur í hringi og
raðið ofan á eða klippið graslauk
yfir.
Salatsósa:
Safi úr 'h sitrónu
'h dl matarolía
2 skvettur úr tabaskósósuflösku
1-2 tsk. þunnthunang
salt milll fingurgómanna
smábútur af hvannalegg, má sleppa
1. Afhýðið hvannalegginn og
rífíð á rifjámi.
2. Setjið allt í hristiglas og
hristið þar til sósan þykknar.
Hellið síðan í salatsósuflösku eða
í smáskál og berið með salatinu.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Leifur heppni
í LESBÓK 27. júní sl. er
fróðleg grein um afrek
Nínu Sæmundsson á sviði
höggmynda og afhjúpun á
glæsilegri höggmynd af
Leifi Eiríkssyni heppna
sem fólk af norrænum
uppruna gaf Los Angeles
1936. Leifur er tilgreindur
„Norseman". Norðmenn
leggja nú um stundir mikla
áherslu á að Leifur hafa
verið Norðmaður.
Væri ekki heillaráð að
hefja gagnsókn Islendinga
og biðja sem flesta Norð-
menn og norsk sendiráð
vinsamlegast að upplýsa
hvar í Noregi Leifur sé
fæddur. Ekkert svar. Skák
og mát.
G. Guðmundsson.
Tapað/fundið
Týndi gleraugum
GLERAUGU týndust á
Leggjarbrjóti, leiðinni
milli Þingvalla og Hval-
fjarðar, sl. laugardag.
Finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 553-0090.
Armbandsúr glataðist
KARLMANNS arm-
bandsúr týndist fimmtu-
daginn 25. júní í Laugar-
dalnum, á planinu við Hús-
dýragarðinn. Finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 561-3948.
Barnahúfa týndist
BLÁ, prjónuð barnahúfa
með hvítu munstri, týndist
í Hlíðunum föstudaginn 26.
júní. Finnandi vinsamlega
hafi samband í síma 552-
3773.
Dýrahald
Hefur einhver séð
Dimmalimm?
KISULÓRAN okkar, hún
Dimmalimm, sem er falleg
svört síðhærð læða, um 2
ára, hefúr ekki skilað sér
heim nú þrjú kvöld í röð.
Þetta er mjög óvanalegt
því hún er ekki vön að fara
langt að heiman eða vera
lengi úti í senn.
Dimmalimm er með rauða
hálsól með bjöllum á og
hún er eyrnamerkt G-
8014. Hún á heima á Norð-
urvangi í Hafnai’fh’ði.
Finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 555-4303
gsm 891-6155, vs. 568-1616
Elín Birna og í gsm 897-
7949 Valli.
Kettlingar
fást gefins
ÁTTA vikna fallega
bröndóttir kettlingar fást
gefins. Uppl. í síma 554-
6788.
Kettlingar
fást gefins
ÞRÍR gullfallegir kassa-
vanir kettlingar fást gef-
ins. Uppl. í síma 565-8216.
Morgunblaðið/Golli
DORGAÐ í Hafnarfjarðarhöfn.
Víkverji skrifar...
RÓUN í íslenskri verslun hefur
verið hröð á undanfórnum ára-
tugum. Samkeppni hefur aukist,
þjónusta batnað, ekki síst með
sveigjanlegri afgreiðslutíma versl-
ana, vöruúrval tekið stakkaskipt-
um og verð færst nær því sem
gengur og gerist í kringum okkur.
Nær allar þessar breytingar hafa
verið neytendum til hagsbóta enda
virðist íslenskt samfélag loks vera
farið að líkjast vestrænum þjón-
ustusamfélögum, þar sem þarfír og
óskir neytenda eru í fyrirrúmi.
Jafnvel á sviði símaþjónustu er val-
kostunum farið að fjölga, sem þeg-
ar hefur leitt til nýjunga og breyt-
inga á þeim vettvangi.
Má nefna sem dæmi að þegar
Víkverji festi kaup á sínum fyrsta
GSM-síma fyrir um fjórum árum
kostaði það mörg þúsund krónur að
fá náðasamlegast að tengjast kerfi
Pósts og síma, þannig að notkun
símans gæti hafíst. Er eiginkona
Víkverja festi kaup á síma af þessu
tagi fyrir nokkrum vikum fékk hún
í kaupbæti ókeypis tengingu við
kerfí samkeppnisaðila ríkisfyrir-
tækisins og sextíu ókeypis mínútur.
XXX
Eitt er þó það fyrirtæki, sem enn
hefxu’ einokunaraðstöðu, og
getur leyft sér að sniðganga þai’fir
og óskir neytenda eins og því sýn-
ist, nefnilega Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins. Hinar rússnesku
biðraðir sem gjaman myndast fyr-
ir utan búðir þess fyrirtækis eru
niðurlægjandi fyrir þá sem í þeim
standa og í raun ótrúlegt að fólk
skuli láta bjóða sér að eyða dýr-
mætum tíma sínum í að standa í
biðröðum sem þessum. Víkverji
man ekki eftir að hafa séð ástand
af þessu tagi myndast með reglu-
legum hætti í neinni annarri versl-
un enda einungis einokunin sem
gerir að verkum að þetta getur við-
gengist.
Með nýjum reglum er tóku gildi
um mánaðamótin gefst ÁTVR færi
á að færa afgreiðslutíma verslana
sinna nær þeim afgreiðslutíma sem
viðgengst hjá öðmm búðum í sömu
verslunarkjömum og búðir ÁTVR
er að finna. Vonandi verður sú
heimild nýtt þannig að hægt verði
að útrýma biðröðunum.
Þá hefur verið opnað fyrir það,
að versianir ÁTVR taki á móti
greiðslukortum. Það er auðvitað
sérstakt rannsóknarefni hvernig
vera má að fyrirtæki er hefur það
að markmiði að selja neysluvöru
skuli líðast að taka upp slíka þjón-
ustu er heíúr verið talin sjálfsögð í
nær öllum verslunum landsins í á
annan áratug. En ekki nóg með
það. Fyrirtækið semur einungis við
eitt greiðslukortafyrirtæki þó svo
að stór hluti þjóðarinnar sé með
greiðslukort frá öðra fyrirtæki. Nú
væri þetta auðvitað ekkert stórmál
ef neytendur gætu leitað annað.
Þar sem ÁTVR býr við einokunar-
aðstöðu er þetta hins vegar óskilj-
anlegt, ekki síst í ljósi þess, sem
fram hefur komið í fréttum, að fyr-
irtækinu buðust bestu viðskipta-
kjör sem í boði eru á markaðnum.
Við þetta bætist að hvergi á
Vesturlöndum er verð á áfengi
hærra. Jafnvel á Norðurlöndun-
um, þar sem einnig er að finna
ríkiseinokun, er verðlag umtals-
vert lægra en á íslandi. Það ætti
því engan að furða að heimavín-
gerð nýtur stöðugt vaxandi vin-
sælda hér á landi og kannski
táknrænt að verslun sem selur
tæki og tól til slíkrar framleiðslu
skuli vera starfrækt við hlið ríkis-
ins í Kringlunni. Víkverja rennur
í grun að töluvert hátt hlutfall
neyslu léttvína hér á landi megi
rekja til slíkrar heimaframleiðslu.
Sú neysla er hins vegar hvergi
skráð og af henni ekki greiddir
skattar. Er það framtíðin sem
menn vilja?