Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 15 LANDIÐ Fjölbreytt dagskrá í tilefni 25 ára frá goslokum í Eyjum ^ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ANDRÉS Sigurvinsson og Ásta Guðmundsdóttir hafa séð um undirbúning og umgjörð há- tíðarhaldanna vegna 25 ára goslokaafmælisins. Vestmannaeyjum - Um helgina verður þess minnst að 25 ár eru liðin frá því eld- gosinu á Heimaey lauk formlega en hinn 3. júlí 1973 var gefin út formleg tilkynn- ing um að eldgosinu, sem hófst 23. janú- ar, væri lokið. í tilefni þess að aklarfjórð- ungur er liðinn frá þessum gleðitfðindum ætla Vestmanaeyingar að efna til mikillar hátíðar um helgina. Dagskrá sem stendur alla helgina hefst síðdegis í dag og stend- ur nær samfelt til sunnudagskvölds. Nefnd á vegum Vestmannaeyjabæjar hefur undanfarna mánuði unnið að undir- búningi hátiðarhaldanna og fékk hún Eyjamanninn Andrés Sigurvinsson leik- stjóra til liðs við sig við undirbúning og skipulagningu hátiðarhaldanna. í samtali við Morgunblaðið sagði Andrés að dag- skrá helgarinnar byggðist á Eyjastemmn- ingu í karnivalstíl þar sem mottóið væri að maður væri manns gaman og fólk ætti að taka þátt í að skemmta sér og öðrum. Andrés sagðist hafa fengið Ástu Guð- mundsdóttur, búninga-, fata- og skrímsla- hönnuð, til liðs við sig í undirbúningnum og saman hefðu þau mótað umgjörð há- tíðarhaldanna. Dagskrá hátíðarhaldanna hefst í dag kl. 17 með skrúðgöngu frá Friðarhöfn að Stakkagerðistúni við undirleik hljóm- sveitarinnar Stalla-Hú en ýmsar uppá- komur verða á þeirri leið sem skrúðgang- an fer um. Myndlistarsýning Vilhjálms Vilhjálmssonar verður opnuð í Akóges og samsýning Bjarna Ólafs Magnússonar, Hallsteins Sigurðssonar, Sylvie Achard og Sjafnar Sigfúsdóttur verða opnaðar í Gallerý Prýði. Metukróin, kró Emils And- ersen, Malla á Júlíu, verður opnuð fyrir almenning en þar hafði Malli komið upp vísj að sjóminjasafni. í kvöld verður svo gjölbreytt tónlistar- dagskrá í Kiwanishúsinu í umsjá Haf- steins Guðfinnssonar þar sem flutt verður tónlist eftir Oddgeir Kristjánsson við ljóð Ása í Bæ og fleiri og sjá margir flytjend- ur um að koma því efni til skila. Húsið við Hilmisgötu verður formlega opnað þar sem boðið verður upp á unglist og götu- leikhús og veitingatjaldi þjóðhátíðar verð- ur komið upp við Vesturveg þar sem söngvar og dansar verða fluttir en einnig verður þar Eyjastemmning við undirleik margra valinkunnra Eyjamanna. Ung- Iingatónleikar verða síðan á Stakkagerð- istúni en í Skvísusundi verður líf og fjör þar sem boðið verður upp á Ieiklist, myndasýningar og ýmsar veitingar auk þess sem Iagið verður tekið að Eyja- mannasið. Á laugardagsmorgun kemur víkinga- skipið fslendingur, undir skipstjórn Eyja- peyjans Gunnars Marels Eggertssonar, í heimsókn til Eyja og verður það almenn- ingi til sýnis. Söfnin í Eyjum verða opin en þar verða yfirlitssýningar sem tengj- ast eldgosinu. Klukkan 14 hefst síðan há- tíðardagskrá á Stakkagerðistúni, þar mun Davíð Oddsson forsætisráðherra flytja ávarp en einnig verður boðið upp á ýmiskonar léttmeti. Myndlistarsýning Jó- hönnu Bogadóttur verður opnuð síðdegis í Listaskólanum og þar fyrir utan verður Slökkvilið Vestmannaeyja með uppákomu en kl. 16.30 býður Herjólfur upp á hring- siglingu kringum Eyjar. Á laugardags- kvöldið verður síðan dagskrá í Kiwanis- húsinu, á Stakkó, í tjaldinu við Vesturveg, í Skvísusundi og í Húsinu. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 10 við Landakirkju en þaðan verður gengið að krossinum við eldfell þar sem fram fer göngumessa. í hádeginu býður bæjar- stjórn siðan til grillveislu í Skansfjöru þar sem fram fer fjölbreytt skemmtidagskrá og boðið verður upp á óvissuferðir úr fjörunni bæði á sjó og landi. Dagskrá í Skansfjöru stendur fram eftir degi en þar lýkur síðan þessari hátíðardagskrá vegna 25 ára frá iokum eldgossins. Andrés Sigurvinsson sagði að leitast hefði verið við að hafa dagskrána sem skemmtilegasta og líflegasta. Allir ættu að vera í stuði og fagna enda væri hér um fagnaðarhátíð að ræða. Hann sagði að allir skemmtikraftar væru Eyjamenn og ekkert væri sótt upp á land í þeim efnum. Hann sagði að eitt atriði stæði til sem ekki hefði verið sett inn á dagskrána en það væri sig úr Dönsku tó í Heimakletti niður í bát sem þar yrði fyrir neðan. Ekki væri búið að ganga endanlega frá hvort hægt yrði að koma því við en vonir stæðu til þess og yrði það frábær sýning ef af yrði. Andrés sagðist vonast til að Eyjamenn tækju virkan þátt í hátíðardagskránni og að fólk fjölmennti til Eyja til að taka átt í þessum viðburði sem yrði án efa öllum ógleymanlegur því Eyjamenn kynnu að skemmta sér og halda hátíðir og þegar þeir væru í stuði væri hægt að lofa góðri skemmtun. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir KRAKKARNIR frá Sómalíu, Ghana og Eþíópíu í góðum félags- skap Islendinga. Sómalskir ung- lingar í heimsókn í Bjarnarfirði Drangsnesi - Þessa dagana dvelur hópur afrískra flótta- manna frá Danmörku að Bakka í Bjarnarfirði. Þetta eru 8 unglingar á aldrinum 16-19 ára. Flestir eru frá Sómalíu en einn drengur er frá Eþíópíu og ein stúlkan er frá Ghana. Auk þeirra eru með í för umsjónar- menn þeirra eða fararstjórar; einn Sómali, Dani og íslensk kona, Vigdís, en þau vinna öll á heimilinu sem þessir krakkar búa á í Danmörku. Með í hópn- um eru líka dætur þeirra Vig- dísar og Danans, þ.e. ein ís- lensk stelpa og önnur dönsk. Sannarlega fjölþjóðlegur hóp- ur samankominn á Ströndum. Þessir unglingar hafa búið nokkur ár í Danmörku en höfðu áður dvalið í flótta- mannabúðum við misjafnan kost í einhvern tíma. Til að hafa einhverja vasa- peninga meðan á íslandsdvöl- inni stendur hafa þau fengið vinnu hjá ýmsum aðilum á svæðinu. Sveitarstjórn Kald- rananeshrepps tók á móti þess- um góðu gestum og bauð þeim ásamt unglingum úr Kaldrana- neshreppi upp á kakó og pönnukökur. Byrjuðu krakk- arnir kvöldið með að spila sam- an fótbolta og fór strax vel á með þeim. Þau fengu svo að vera með í unglingavinnunni hjá Kaldrananeshreppi í tvo daga við að leggja þökur og rífa niður gamlar girðingar. Og eft- ir vinnu var farið saman í sund og fótbolta. Hefur hópurinn náð mjög vel saman og góð vin- átta tekist milli unglinganna. Sundlaug opn- uð á tjaldstæð- inu í Vík Fagradal - Opnuð hefur verið sundlaug á tjald- stæðinu í Vík. Er þetta 10 metra löng og 5 metra breið laug sem er klædd innan með segldúk. Það var Reynir Ragn- arsson, lögreglumaður í Vík, sem dreif í því að sundlaugjn væri fengin hingað. í mörg ár hefur verið rætt um að byggja þyrfti sundlaug í Vík og er því von íbúa í Mýrdalnum að þetta framtak Reynis verði til þess að byggð verði alvörusundlaug í Vík. Vatnið sem fékkst þeg- ar borað var eftir heitu vatni í Vík rennur að hluta til í laugina en í sumar hefur Mýrdalshreppur dælt úr holunni í tilrauna- skyni og hefur hitinn í lauginni farið upp í 39 gráður á celsíus sem er vel viðunandi hiti í sund- laug. Sundlaugin er í fallegu umhverfi og í skjóli frá náttúrunnar hendi. Bún- ingsaðstaða og sturtur eru í þjónustuhúsi á tjald- svæðinu. Sundlaugin verður opin í sumar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SUNDLAUGIN í Vík í Mýrdal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson MARGRÉT Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, eigendur Hótels Dyrhólaeyjar. Hótel Dyr- hólaey opnað í Mýrdalnum Fagradal - Nýlega var opnað nýtt hótel á Brekk- um í Mýrdal og hlaut það nafnið Hótel Dyrhólaey. Hótelið er skammt frá þjóðveginum og stendur uppi á hæð. Ötsýnið er geysifallegt því í suðri sést Dyrhólaey, í austri Reynis- drangar og í norðri gnæfir Búrfell og Mýrdalsjökull. Eigendur hótelsins eru Steinþór Vigfússon og Margrét Harðardóttir og hafa þau í nokkur ár rekið sveitagistingu í íbúðarhúsi sínu á Brekkum en þar eru 4 tveggja manna herbergi. Þetta nýja hótel hefur 14 tveggja manna herbergi með sturtu og tvö eins manns herbergi. Þar er einnig mjög rúmgóður matsalur og í boði er morg- unverður og kvöldverður. Hönnuður hótelsins er Sveinn Pálsson verkfræð- ingur í Vík. Hægt er að komast í veiði í Oddnýjar- tjöm skammt frá bænum. Einnig eru mjög fallegar gönguleiðir í kring um hót- elið. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.