Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ „ 36 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998_________________________ AÐSENDAR GREINAR FRAMSETNING sumra sagnfræðinga okkar er oft meir en lítið undarleg. Stund- um gæti maður haldið að þeim væri alveg sama um hvað þeir bera á borð fyrir les- endur því háskólapróf og lærdómsgráða muni -j, gera framsetninguna trúverðuga í flestra augum, jafnvel þótt um algeran þvætting sé að ræða. Með ofangreindum hætti er umsögn sagn- fræðingsins Jakobs S. Asgeirssonar um svo- nefnda Svartbók kommúnismans sem kom út í Frakklandi í fyrra og er skrifuð af frönskum sagnfræðingum. Umsögn Jakobs birtist í sunnudagsblaði Mbl. 14. júní sl. Á einum stað segir Jakob F. Ásgeirsson m.a.: „Hina rauðu ógn kommúnismans er ekki hægt að skýra með vísan til stjóm- mála- eða menningar- hefðar í þeim löndum þar sem kommúnistar rændu völdum. Ógn kommúnismans á hvorki rætur í hefð- bundnum einvalds- stjórnum fyrri tíðar né í ofbeldishneigð meðal almennings sem kann að hafa verið til staðar í þeim löndum þar sem kommúnisminn réð ríkjum. Ekki heldur er uppsprettu ógnar kommúnismans að finna í ofbeldi heims- styrjaldanna tveggja. Það fjöldaofbeldi gegn þegnunum sem einkennir kommúnistastjórnir er yfirveguð stefna hinna nýju vald- hafa og umfang ofbeldisins og grimmd valdhafanna er langt um- fram það sem áður hafði þekkst í sögu mannkyns." Stundum gæti maður haldið, segir Eiríkur Eiríksson, að sagn- fræðingum væri alveg sama um hvað þeir bera á borð fyrir lesendur. Ég get verið Jakobi F. sammála um það að umfang ofbeldis, t.d. Hitlers og Stalíns, er meira en þekkst hefur áður í mannkynssög- unni. En það stafar auðvitað af því að mannfjöldi er meiri en var hér fyrr á öldum, og drápstól og eyðing- artækni eru svo margfalt mikilvirk- ari. Því kynntist heimsbyggðin best nýverið í innanlandsátökunum í Bosníu-Hersegóvínu. En hvort grimmdin er meiri er eilíft þrætu- efni og sýnist sitt hverjum, allt frá Gengis Khan, þrælaflutningunum til Ameríku, næstum því útiýmingu indíánanna í Norður-Ameríku, dauðabúðum nasista, til gúlags Sta- líns og dráps á samherjum og þjóð- armorðsins í Rúanda o.fl. Ronald Hingley heitir breskm- sagnfræðingur sem er virtur um all; an heim fyrir fræðigrein sína. I einni bóka sinna, sem hann nefnir einfaldlega Rússland, skýrir hann frá því að allir þjóðhöfðingjar í Rússlandi, frá árdögum til Leníns og Stalíns, hafi fylgt þeim venju að hneppa þegnana í ánauð og kála í stórum stíl. ívan grimmi og Stalín hafi þó verið stórtækastir. Og dr. Hingley viðurkennir ekki þá kenn- ingu að Lenín hafi verið upphafs- maður „terrors“ í Rússlandi. Þá vil ég kalla annan sagnfræðing til sögunnar. Hann er fæddur í Rússlandi af ungverskum foreldr- um og hét Tibor Szamuelsky. Hann og fjölskylda hans urðu fyrir barð- inu á ógnarstjórn Stalíns. Eftir þennan hámenntaða sagn- og stjórnmálafræðing liggur m.a. bók- in Rússneska hefðin (The Russian Ti-adition) þar sem hann m.a. tekur undir þá skoðun dr. Hingleys að all- ir stjórnendur Rússlands frá upp- hafi og til Stalíns hafi framið glæpi, ógnað og kúgað þegna sína, auðvit- að í mismiklum mæli, og því eigi vel við að tala um rússnesku hefðina í þessu sambandi. Jakob F. segir í umsögn sinni að „rússneska keisarastjórnin hafi tek- ið af lífi 6.321 pólitískan fanga“ og á það sennilega að sýna hvað fólsku- verk keisarastjórnanna voru létt- væg samanborið við 20-30 milljóna manndráp Stalíns. En dr. Hingley segir á bls. 132 í Rússlandsbók sinni að 20.000 gyðingar hafi verið fluttir frá Moskvuborg einni árið 1891. Og svona flutningar og gyðingaofsóknir (pogrom) voru afar algengar á keis- aratímanum og fjöldi manna hvarf. Og milljónir gyðinga hröktust til Ameríku. Þá er sjálfsagt að minna á það að Ivan grimmi keisari og Stalín hafa verið mjög vinsælir meðal alþýðu manna í þessu víðfeðma ríki í austri. í dag eru stalínistarnir langstærsta stjórnmálaaflið í Rússlandi Jeltsíns. Þetta er undarlegt en þó satt og á sínar skýringar í rússneskri sögu sem er mjög andstæð kenningum Jakobs F. Ásgeirssonar sem ég skynja sem heróp um að hefja póli- tískar nornaveiðar í McCarthy-stfl gegn þeim Islendingum sem á sín- um tíma mærðu Stalín og Sovétrík- in. I niðurlagi greinar sinnar segir hann svo: „...Áratuga hollusta kommúnista og harðra sósíalista við Moskvu- valdið og aðrar kommúnistastjórnir var bein aðför að grundvelli íslensks samfélags...“ Ognaröld kommúnismans og Jakob F. Asgeirsson Eiríkur Eiríksson ÍSLEIVSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 960. þáttur í ÁGÆTU bréfu frá Bimi Friðfinnssyni ráðuneytisstjóra segir svo: „Það er vafalaust að bera í bakkafullan lækinn, en ég vil fara þess á leit við þig, að þú gerir í þætti þínum um notkun þjóðtungunnar enn eina tilraun til þess að kveða niður iyrirbær- ið „mannleg mistök“, sem nú tröllríður tungutaki þjóðarinnar. Svo gripið sé dæmi af handahófi úr Morgunblaðinu 16. júní sl. (og af nógu er að taka í daglegu máli) þá „harmar Búnaðarbank- inn þau mannlegu mistök“, sem áttu sér stað þegar fyrirsvars- maður bankans gleymdi nokkr- um laxveiðiferðum á vegum bankans í upplýsingum sem gefnar voru ráðherra. Að sjálf- sögðu ætla ég þér ekki að kveða með öllu niður mistök manna með þætti þínum, en menn einir gera mistök. Ég trúi því a.m.k. ekki enn, að til séu „ómannleg mistök", „dýrsleg mistök“ eða „vélræn mistök“. Menn gera einfaldlega mistök, en vélar geta hins vegar bilað. Bankinn gæti því harmað mis- tök þess eða þeirra sem hér eiga hlut að máli, en sleppt því hvort þau séu mannleg, dýrsleg eða vélræn... Með bestu kveðjum og þakk- læti fyrir íslenskuþætti þína.“ Umsjónarmaður hefur að vísu oft ætlað að fjalla betur um meginefni þessa bréfs, og ég held að með bréfi Björns sé ekki borið í bakkafullan lækinn. Full þörf er á því að reyna að kveða þann máldraug niður sem um ræddi í bréfinu. Við rök Björns þarf ekki að bæta, og segja má að „mannlegur" í þessu sam- bandi sé sambærilegt við hortitt í kveðskap. Er þá átt við óþarfar og smekklausar málalengingar eða eyðufyllingar. Umsjónarmanni þykir kjána- legt og leitt það málfar sem Bjöm gagnrýndi, en hann hvorki harmar það né fordæmir. Og er þá komið að því sem ég ætlaði að fjalla um í þessum pistli, en það er ofnotkun sagn- anna að harma og fordæma, sjá t.d. tilvitnuð orð í yfirlýsingu Búnaðarbankans í bréfi Bjöms. Báðar fyrmefndar sagnir eru svo merkingarsterkar, að ekki má sóa þeim á það sem hvorki er efni harms né fordæmingar. Tökum dæmi: Afstaða er- lendra manna til fiskveiðistefnu Islendinga getur verið leið og röng, og við gagnrýnum hana og jafnvel áfellumst. Hennar vegna verðum við hins vegar ekki full harms eða fordæmingar. Aftur á móti fyllumst við harmi, er fólk fellur frá í blóma lífsins, og við fordæmum hryðju- verk þar sem saklaust fólk er drepið. Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni reynum, kvað Hannes Hafstein. Ég held að ástæðan til þess að sagnirnar að harma og fordæma séu ofnotaðar í íslensku frétta- máli til dæmis, sé sú að þar sé um að ræða rangar þýðingar á ensku sögnunum to regret og condemn. Þetta hafa kennt mér sérfróðir menn í ensku. En Bimi Friðfinnssyni þakka ég tímabæra ádrepu á „mannleg mistök“. ★ Varro hefur maður heitið rómverskur, fæddur 116 árum fyrir Krist. Hann skrifaði bók um latínu og kunni margt að segja um rómversk nöfn. Maður, sem fæddur var að morgni til, mane, gat hæglega hlotið nafnið Manius, og sá sem fæddist í dag- renningu Lucius, því að ljós er á latínu lux, eignarf. lucis. End- ingin -a er í latínu höfð í kven- kyni á móti -us í karlkyni. Konur gátu þá hlotið heitin Mania og Lucia. Lucia var helg mær, því að hún hlaut píslarvættisdauða á stjómarárum Díókletíanusar, svo sem árið 304. Dagur hennar er 13. desember. Dýrkun Lúsíu barst snemma til Norðurlanda og einkum í Svíþjóð. En ekki má gleyma þvi að Sancta Lucia er verndardýrlingur Sikileyjar. Óvíst er hve gamalt skímarheit- ið Lúsía/Lússía/Lucia er hér á landi, en gamalt er ömefnið Lúsíuhöfði, og sr. Oddur á Reynivöllum (16. og 17. öld) hef- ur það í nafnaskrám sínum. Engin kona heitir Lúsía í Sturlungu, en í manntalinu 1703 eru 10, flestar sunnanlands, en þeim fækkaði brátt, og náði nafnið sér ekki upp fyrr en á síð- ustu árum, að einhverju leyti kannski með innflytjendum. Sögnin fero í latínu merkir að bera, og þarfnast það skýringa, hvers vegna höfuðóvinurinn skuli nefndur Lúsífer/Lucifer (,,ljósberi“), en þær skýringar er að finna í Jesaja 14 og Lúkasi 10,18. I Lúkasi segir Jesús við lærisveinana (sæ. larjungarna) að hann hafi séð Satan falla ofan af himni eins og eldingu. ★ Vilfríður vestan kvað: Þegar Pétur og Páll drukku mikið, fór Páll stundum langt yfir strikið, ogsannspurtégfæ að einn morgun í maí repd’ann við Pálínu með prikið. ★ Umsjónarmanni þykir sem málvöndun fréttamanna eigi til að fara í helgarfrí eða jafnvel sumarfrí. Á dögunum var ungur maður í ríkisútvarpinu haldinn eignarfallsstyggð og sagði sem svo að fénu hefði verið varið „til byggingu“, en ekki byggingar. Þetta er undarlegt, og á Stöð 2 var „framkvæmdum lokað“ aft- ur á móti. Hvers vegna var þeim ekki hætt? ★ - Ég vissi í minni þjóð einn þrumuklerk; ég þekkti eina raust þar, sem var sterk. Nú breið þú limið, stolti, mikli meiður, um móður vorrar dýra arf og kyn. Af Gimli og Eden vóx þú, væni hlyn, og vilji þinn var trúr sem helgur eiður. Þú gafst oss allt þitt líf og voldugt verk. - Guð vemdi list vors máls og íslands heiður. (Einar Benediktsson: Matthías Jochumsson, lokaerindi.) Skilríkir menn sýndu mér fyrirsögn úr Kirkjublaðinu: „Útlínur kristins hjónabands- skilnings". Ekki vissum við S.m. hvað þetta merkti. Og í Akur- eyrar-blaðinu Yikudagur segir inni í fréttagrein að hrossasóttin sé komin „til Akureyri." Borgarmenning? REYKJAVÍK er að mörgu leyti falleg og skemmtileg borg, en það getur breyst á til- tölulega skömmum tíma. í allmörg ár bjó ég í Bandaríkjunum. Þar fór hnignun borgar- menningarinnar að sækja á hugann, því borgin sem ég bjó í, New Britain í Connect- icut-fylki, var svo sann- arlega gott (eða slæmt) dæmi um afleiðingam- ar. Ég kynnti mér sögu þeirrar borgar, sem virðist einnig saga all- flestra minni borganna, a.m.k. á norðanverðri austurströnd- inni. Þó að aðstaeður séu býsna ólík- ar þeim íslensku má samt sjá all- mikil líkindi, þó að ólíklegt megi teljast að aðstæðumar hér verði nokkum tímann jafn öfgafullar. Það sem þó vekur ugg í brjósti mínu er að hlutirnir eru að vissu leyti bara komnir skemur á þessari braut á Reykjavíkursvæðinu. í Bandaríkj- unum hefst þessi þróun fyrir fjöru- tíu ámm eða svo þegar fólkið tekur að flýja borgirnar. Þetta voru miklir uppgangstímar, Bandaríkjamenn óumdeilanlega konungar verald- legrar velmegunar. Fólk vildi búa rýmra og út af fyrir sig og njóta nú- tímalegra þæginda, sem þýðir bíll og hús með góðum garði í kring svo nágrannarnir trufli sem minnst. Kannski sanngjarnar og eðlilegar óskir einstaklingsins, en samfélag- inu í heild hefur blætt fyrir þennan veraldlega hluta hins ameríska draums. í fyrstu myndaðist eins konar krans af bæjum í kringum borgirnar - litlir bæir stækkuðu eða nýir urðu til - en eftir því sem árin hafa liðið hafa ný lög bæst við og verður þenslan alltaf hraðari og hraðari, og víða er verið að stækka hraðbrautirnar sem liggja gegnum eða umhverfis borgirnar frá þremur upp í sex eða sjö akreinar. Raunar eru þetta ekki lengur eiginlegir bæ- ir landfræðilega séð, þó að þeir hafi kannski einhvern tímann verið það, heldur rennur þetta allt saman, miklar breiður einbýlishúsa með auðum bútum inn á milli. Nú er svo komið að heilu borgarhlutarnir í þessum gömlu borgum eru rústir einar svo að segja. Þó þurfa þær að halda uppi miklum hluta félags- málaþjónustunnar. Hinir snyrtilegu bæir hafa nefnilega mjög ákveðin félagsleg landamæri. Fólkið þar vill sem minnst vita af þeim sem orðið hafa undir í tilverunni: heimilislausum og geð- veikum, sakamönnum og eiturlyfjasjúkling- um, og fátæku fólki yf- ir höfuð. Þjónustan kostar peninga, svo veldur þetta fólk líka óþægindum. Vanda- málið er því leyst á þann hátt að byggja ekki ódýrt húsnæði. Það gefur því auga leið að það myndast ákveð- in svæði í borgunum þar sem „vandræða- fólkið“ verður að gera sér að góðu að búa. Síðan færast þessi svæði til, því næstu götur og hverfi snarfalla í verði. Þar sem verst er komið eru húsin við heilu götumar að mestu yfirgefin, neglt fyrir glugga og einmana hundar og eiturlyfjasjúklingar vafra um. í fyrstu héldu borgarbúarnir að Þróun menningar- kjarna, segir Kristinn G. Harðarson, tekur langan tíma. vandamálin myndu haldast innan gömlu borganna, yrðu skilin þar eft- ir en eru nú óþægilega farnir að finna fyrir því að bæirnir sem næst standa eru einnig byrjaðir að rotna. Fyrir menninguna almennt er þenslan mikil þrekraun. Við að byggðin breiðir svona úr sér er eins og borgarsvæðið slitni í sundur, en hinir einstöku „bæir“ hafa ekki þá sérstöðu né fólkið þar nægilega samkennd til að geta haldið uppi lif- andi stemmningu eða menningu. Þegar byggðin hefur náð ákveðnu marki í dreifingunni hætta almenn- ingssamgöngur að virka og við það stig þarf hver ökufær maður á eigin bíl að halda, því það gengur í fæst- um tilfellum upp að einn fjölskyldu- meðlimur geti annað akstri með lið- ið út um hvippinn og hvappinn allan daginn. Umferðin bólgnar því upp úr öllu valdi og þeir bfllausu, hinir öldruðu, unglingarnir, þeir fá- tæku ... eru einangraðir í hverfum sínum þar sem þeir eru heppnir ef þeir komast í nauðsynlegustu búðir, hvað þá meira. Umhverfið verður líka hálf ógnvekjandi þegar fáir sem engir eru á ferli. Hinir gangandi eru því ósköp varnarlausir, sérstaklega hinir öldruðu og börnin. Lifandi Kristinn G. Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.