Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM OLIVIA Newton-John var óþekkjanleg í skvísufötunum og samstarfsmenn hennar blístruðu á eftir henni án þess að þekkja hana. Fann aðal- leikkonuna í matarboði Arið 1974 fór maður að nafni Allan Carr að sjá söngleikinn „Grease“ á Broadway. Sýningin heillaði hann svo mikið að tveim- ur árum seinna keypti hann kvikmynda- réttinn að leikritinu. Rakel Þorbergsdótt- ir talaði við framleiðanda og handritshöf- und hinnar geysivinsælu kvikmyndar. - HVER er munurmn á kvikmynd- inni ogleikritinu? „Kvikmyndin er nokkurs konar draumsýn um menntaskólaárin á mjög dæmigerða ameríska vísu. Þrátt fyrir það naut hún gífurlegra vinsælda um allan heim enda er Ridell High menntaskólinn sem við hefðum öll viljað vera í. í leikritinu voru bara „grease“-töffarar en við fluttum myndina út í úthverfi og gerðum krakkahópinn fjölbreyttari. Auk þess bættum við lögum og atrið- um inn í myndina sem ekki voru í leikritinu.“ -Af hverju var ákveðið að gefa myndina út aftur? „Astæðan fyrir því að myndin var endurútgeíln er sú að eftirspumin í kvikmyndahúsum hefur haldist í tuttugu ár. Endurútgáfan er með nýjum litum auk þess sem við bætt- um hljóðið því hljómgæði hafa aukist gífurlega síðustu tvo áratugi. Bættur hljómburður skiptir ótrúlega miklu máli og á forsýningu endurútgáfunn- ar dansaði fólk í bíóhúsinu. Eigin- kona Arnolds Schwarzeneggers reyndi til dæmis ítrekað að fá hann út á gólfið.“ - Af hverju ætti fólk að fara aftur á „Grease“ núna? „Myndin er að sjálfsögðu sú sama en hún hefur aldrei litið jafnvel út eða hljómað jafnvel og núna.“ - Var langur aðdragandi að nýju útgáfunni? „Ég fór að vinna að henni fyrir einu og hálfu ári en miðaði við að hún kæmi út á tuttugu ára afmæli sínu. Fyrir utan Star Wars myndirn- ar hafa endurútgáfur af kvikmynd- um ekki gengið vel. Það þurfti því aðeins að sannfæra mig um ágæti þess að gefa „Grease" aftur út.“ Nýja útgáfan hefur hins vegar geng- ið mjög vel og hefur þénað um 50 milljónir dollara á heimsvísu sem er frábært.“ -Hvernig gekk að fínna leikar- ana? „Ég vildi John Travolta strax í upphafi. Hann hafði leikið lítið hlut- verk í uppfærslunni á Broadway og það var draumur hans að leika Danny Zuko. Travolta var lítt þekkt- ur því það var ekki búið að frumsýna „Saturday Night Fever“ þegar hann var ráðinn. Það var því ljóst að fyrst aðalkarlleikarinn væri óþekktur þyrftum við einhverja fræga konu á móti honum. Hún þurfti að vera fal- leg, geta sungið og dansað og verið hvort tveggja saklaus og eggjandi í senn. Þá stúlku var mjög erfitt að finna og eftir langa og mikla leit fór ég í matarboð tU vinafólks míns. Þar var ung áströlsk söngkona sem var heillandi, hlý, skemmtileg og full af fjöri, Olivia Newton-John. Undir lok kvöldsins bauð ég ég henni aðalhlut- verkið í „Grease“ en hún var í vafa og bað um að fá prufutöku. Ég sagði að venjulega væru það kvikmynda- verin sem færu fram á prufutökur en ekki leikararnir. Hún var ákveðin og sagðist ekki taka hlutverkið að sér nema eftir prufutöku því hún hefði áður leikið í kvikmynd og var óánægð með þá útkomu. Þetta er sennilega í eina skiptið í kvikmyndasögunni sem leikkona fer fram á prufutöku. Þetta er algjört einsdæmi. Hún fékk prufutökuna og við sögðum John frá því að hún væri taugaóstyrk og í vafa hvort hún gæti þetta. Hann lagði sig allan fram um að gera þetta sem auðveldast fyrir hana, var léttur og hress og fékk hana til að slaka á. Þau tóku atriðið í bílabíóinu þar sem hún skellir bíl- hurðinni og rýkur í burtu og það var fullkomið. Við hefðum getað notað tökuna í myndinni því hún tókst svo vel. Það var því engin spurning um að Olivia hentaði fullkomlega í hlut- verk Sandyar. Olivia og John smella frábærlega saman á hvíta tjaldinu og á milli þeirra eru þessir réttu straumar sem gera þau sérstök og heillandi sam- an.“ - Við hvað starfaðir þú áður en „Grease" varð til? „Ég var umboðsmaður fólks í skemmtanaiðnaðinum áður en ég gerði „Grease“ og hef gert tvær myndir síðan. Sú fyrri var „The First Time“ með Jaqueline Bisset en hin var „C.C. & Company" með Ann- Margret." - Hversu miklu fær framleiðandi að ráða við gerð kvikmyndar? „Samband leikstjóra og framleið- anda er mjög misjafnt eftir myndum en í þessu tilfelli voru völdin að mestu hjá mér. Ég keypti sjálfur réttinn að kvikmyndinni og lagði fram eigið fé. Ég skrifaði líka hand- ritið upp úr leikritinu og því er mín sýn á heildarhugmyndina ráðandi. Ég réð leikstjórann og dansstjórn- andann og við mynduðum gott teymi. - Myndin er því eins og tvítugt af- kvæmi þitt? „Já, það má eiginlega segja það. Ég bjóst aldrei við því að tveimur áratugum síðar yrði tU nýr áhorf- endahópur og ný kynslóð aðdáenda „Grease." - Heldur þú að gerð verði söngva- mynd sem slái„Grease“ út ívinsæld- um? „Það er mjög erfitt að finna sögu sem myndi ganga jafnvel og þessi en ég hef leitað lengi. Ég vona svo sannarlega að hún fínnist einhvern daginn og ég myndi gjarnan vilja gera þá mynd. Söngleikir eru mjög dýrir í framkvæmd og það hefur líka áhrif.“ -Ertu að vinna að kvikmynd í augnablikinu? „Já, ég er að fara að gera róman- tíska gamanmynd fyrir Paramount kvikmyndaverið sem heitir „Per- sonal Shopper". Við erum að klára handritið og erum með nokkrar stjörnur í sigtinu." HIN saklausa Sandy með „Bleiku dömunum" í náttfatapartýi. ALLAN Carr með þeim Oliviu Newton-John og John Travolta við tök- ur á „Grease“. u ^ndalKleiser, ráöia^ —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.