Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
JRttgtiiifrlafrtfr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TUNGAN I HEIMI
TÖLVUNNAR
ÞAÐ FÓR PÁ aldrei svo að Bill Gates, einn ríkasti maður
heims, hefði ekki eitthvað um örlög íslenskrar tungu að
segja, okkar dýrasta fjársjóðs. Gates er raunar ekki aðeins
einn ríkasti maður heims heldur líka einn sá valdamesti þar
eð hann á og stjórnar mesta tölvurisa heims, Microsoft, fyrir-
tæki sem segja má að móti að nokkru leyti heimsmynd og
hugsun stórs hluta mannkyns með hugbúnaði sínum. Óg þeg-
ar þessi risi hefur lagst ofan á íslenska tungu af öllum sínum
þunga og hefur ekki látið haggast fyrr en nú hefur vissulega
verið ástæða til að óttast um örlög hennar, því ef íslenska er
ekki gjaldgengt mál í risalandi verður væntanlega ekki langt
að bíða þess að það verði undir hér í puttalandi.
Allt þar til í gær benti fátt til þess, að Microsoft legði út í
kostnað við að þýða Windows 98 á íslensku, eins og greint
hefur verið frá í fréttum hér í Morgunblaðinu undanfarna
daga. Ástæðurnar hafa einkum verið tvær: íslenski markað-
urinn er lítill og að auki kaupa íslendingar hlutfallslega
miklu minna af löglegum hugbúnaði en aðrir Norðurlandabú-
ar. Við getum lítið gert við því þótt við séum lítil en það er
hins vegar óafsakanleg nesjamennska og skammsýni að
halda að við komumst upp með að stela dýrmætum hugbún-
aði hvað eftir annað, sennilega hafa menn talið að þetta væri
hægt að gera í skjóli smæðar okkar en því er þveröfugt farið,
eins og nú hefur komið á daginn.
Islendingar verða að snúa vörn í sókn í þessu máli með öll-
um tiltækum rökum. Það verður að gera tölvurisanum grein
fyrir því að hér gæti verið um framtíð íslenskrar tungu að
tefla, tungu sem geymir meðal annars einar merkustu mið-
aldabókmenntir Evrópu. I samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, að upplýsingar
hefðu borist um að afstaða umboðsaðila Microsoft á Norður-
löndum hefði mildast til íslenskuþýðingarinnar. Hann benti
ennfremur á að umfjöllun í Los Ángeles Times og í heims-
þjónustu breska ríkissjónvarpsins BBC gæfi til kynna að er-
lendir fjölmiðlar hefðu áttað sig á því að kröfur okkar væru
sanngjarnar. Og í gærkvöldi skýrði menntamálaráðherra frá
því að nýjustu fréttir bentu til þess, að Microsoft hefði nú
meiri áhuga en áður á þessu máli, sem skiptir okkur miklu.
Væntanlega verður það til þess að þetta mál fái farsælan
endi.
ÓLYMPÍULEIKAR
í EÐLISFRÆÐI
LYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði, hinir 29. í röðinni,
voru settir í Reykjavík í gær. Þeir eru árleg keppni
framhaldsskólanemenda í kennilegri og verklegri eðlisfræði.
Upphaflega voru leikarnir einungis keppni fimm Austur-Evr-
ópuþjóða, en nú taka þátt keppnislið frá 56 löndum. Þátttak-
endur, það er keppnislið ásamt fylgdarliði, telja um 500
manns, enda eru þetta fjölmennustu leikarnir til þessa.
íslendingar hafa tekið þátt í Ólympíuleikunum frá árinu
1984 og eru nú í fyrsta skipti gestgjafar þessara miklu leika.
Aðdragandinn að því að menn halda leikana hérlendis er
langur. Hann má rekja allt til ársins 1990, þegar þáverandi
menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, tók ákvörðun um að
ísland yrði gestgjafi í ár. Menntamálaráðuneytið er opinber
gestgjafi leikanna og því kom það í hlut Björns Bjarnasonar
að setja þá í gær. I umboði ráðuneytisins starfar síðan fram-
kvæmdanefnd undir forystu Þorsteins I. Sigfússonar prófess-
ors, en auk þess sitja í nefndinni fulltrúar frá Háskóla Is-
lands, Reykjavíkurborg, Eðlisfræðifélagi íslands og Félagi
eðlisfræðikennara. Ennfremur hafa fjölmargir aðilar, bæði
fyrirtæki og stofnanir, komið að undirbúningi leikanna.
Morgunblaðinu hefur verið það mikil ánægja þau ár, sem ís-
lenzkir framhaldsskólanemar hafa tekið þátt í þessum
Ólympíuleikum, að hafa verið styrktaraðili íslenzku þátttak-
endanna.
Þátttakendurnir í Ólympíuleikunum hafa verið valdir til
keppninnar vegna afburða frammistöðu í keppni í eðlisfræði í
heimalöndum sínum. Keppendur eru allir yngri en tuttugu
ára og fararstjórar keppenda eru virtir eðlisfræðingar og
meðal forystumanna á sviði eðlisfræðikennslu. Það að Ölymp-
íuleikarnir eru haldnir á Islandi er áreiðanlega mikil lyfti-
stöng fyrir eðlisfræðiiðkun hérlendis og hvetur ungt fólk til
lærdóms í raungreinum. Þá hljóta leikarnir einnig að verða
raungreinakennslu á Islandi mikil lyftistöng. Því ber að
fagna.
HARVARD UNIA
JOHN F.
OOL OF
TANSU Ciller, fyrrura forsætisráðherra Tyrklands, og Benazir Bhutto, fyrru!
ast með kossi að loknum fyrsta fundi Ráðs kvenleiðtoga við Harvard-háskóla i
bogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, og Hannah Suchocka, fyrrum forsæ
Konur
leiðtogas
Konur er gegnt hafa leiðtogaembættum
mynduðu fyrir skömmu með sér samtök,
Ráð kvenleiðtoga, er héldu fyrsta ársfund
sinn fyrr á þessu ári. Er markmið ráðsins að
efla hlut kvenna í æðstu embættum og
styðja við bak ungra kvenna er hyggja á
leiðtogastörf. Steingrímur Sigurgeirsson
ræddi við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta
ráðsins, og Lauru Liswood, framkvæmda-
stjóra þess.
GRUNNURINN að stofnun
ráðsins var lagður á
kvennaþingi er haldið var í
Stokkhólmi í maí 1996 og
bar yfirskriftina „Leiðtogastörf ‘
(Leadership). Þingið var skipulagt af
bandarískum aðilum og var Laura
Liswood í forystuhópi þeirra. I hópi
þeirra er boðið var til þingsins voru
allar þær konur er höfðu gegnt emb-
ætti forsætisráðhera eða forseta.
Einnig var boðið til þingsins fjöl-
mörgum konum úr atvinnulífínu og
víðar til að fá nasasjón af því hvernig
það væri að gegna leiðtogaembætti.
Vigdís Finnbogadóttir segir að hún
og Mary Robinson írlandsforseti, er
báðar voru þá brátt að fara að láta af
embætti, hefðu ræðst við fyrir þingið
og ákveðið að taka þátt í umræðum
þar.
„Þarna komu menn úr æðstu stöð-
um til að ræða við konur en það var
aldrei talað beint um kvenréttindi.
Mergurinn málsins var að sýna og
sanna fyrir konum að þær geti verið
leiðtogar og leiðbeina í þeim málum,“
segir Vigdís. „Við, sem höfðum gegnt
störfum af þessu tagi, höfðum með
okkur sérfundi, er voru mjög
skemmtilegir og þar var rætt um
ástand heimsins."
Á þessum fundum vaknaði sú hug-
mynd að konur er gegnt höfðu leið-
togaembætti mynduðu með sér sam-
tök en karlar er gegnt hafa leiðtoga-
embætti hafa um árabO átt með sér
slík samtök og nefnast þau Inter-
Action. Var ákveðið að hin nýju sam-
tök hlytu nafnið Ráð kvenleiðtoga
eða Council of Women World
Leaders.
Laura Liswood, framkvæmda-
stjóri stefnunnar í Stokkhólmi, starf-
aði áfram að framgangi mála. Hún
hafði tengsl við Harvard Business
School og varð úr að stjórnmála-
fræðideild skólans, John F. Kennedy
School of Govemment, bauðst til að
taka samtökin að sér og veita þeim
aðstöðu.
Vigdís segir það hafa verið gríðar-
lega mikilvægt að fá Harvard-há-
skóla í lið með samtökunum. „Við
höfðum reyndar fyrst hugsað okkur
að hafa aðsetur í Stokkhólmi en
Stokkhólmur hefur ákveðna lýðræð-
isímynd í huga fólks. Samtök sem
þessi verða að vera sýnOeg og Stokk-
hólmur hefði verið kjörinn vettvang-
ur. Borgin treysti sér hins vegar ekki
til að taka þetta að sér þar sem það
er kostnaðarsamt að hýsa starfsemi
af þessu tagi. Hins vegar buðu
Hollendingar okkur að koma og hafa
aðsetur í Hollandi.
Er hér var komið sögu segir Vig-
dís að Harvard-háskóli hafi haft
fregnir af því að samtökin væru að
leita að aðstöðu en um svipað leyti
hafði Vigdísi verið boðið að vera með
tímasetu í JFK School of Govern-
ment og halda fyrirlestra um leið-
togamál fyrir konur.
Fyrir tilstiOi Liswood hafi náðst
samkomulag við Harvard og skólinn
breitt út fangið og tekið ráðið í sína
arma.
Vigdís segir að það hafi ekki síst
verið í ljósi þess að Harvard-háskóli
ætli sér að vera leiðandi háskóli í
framtíðinni á þessu sviði og stefni að
því að konur geti numið hjá þeim
leiðtogastörf og hvernig eigi að vinna
þau. „Þeir vilja skapa sér þá ímynd
að þeir séu skólinn sem konur eigi að
leita til þegar þær vilja nema þau
fræði sem gagnast þeim til leiðtoga-
starfa.“
Að sögn Liswood hentar þetta
samtökunum jafnframt mjög vel, þar
sem þarna gefist kjörið tækifæri til
að ná til kvenna er hyggi
á leiðtogastörf í framtíð-
inni. Hún tekur jafnframt
fram að það hafi verið
gert að skilyrði af hálfu
Vigdísar að karlar myndu
einnig tengjast þessu starfi, það yrði
ekki bundið við konur einvörðungu.
Var því stofnaður ráðgjafahópur í
tengslum við ráðið og leitað til fjöl-
margra karla í leiðtogastörfum í því
sambandi.
Vigdís segir ástæðuna íyrir þessu
skilyrði hafa verið að konur hefðu
rætt mikið og lengi innbyrðis um sín
mál. Nú væri kominn tími til að kon-
ur og karlar töluðu saman. „Það kom
líka á daginn að þegar við fórum að
leita til þekktra karla í heiminum
urðu þeir fjarska glaðir, fannst þetta
vera gullhamrar og voru mjög reiðu-
búnir að vera með. Þarna eru komnir
margir mektarmenn sem við erum í
góðu sambandi við.“
í apríllok var síðan haldinn fyrsti
leiðtogafundurinn á vegum ráðsins
við Harvard-háskóla í Boston, þar
sem kom saman hópur kvenna er
gegnt hafði leiðtogastörfum. Meðal
þeirra kvenna sem sátu fundinn má
nefna Felicity Gordon, forsætisráð-
herra Bermúda, Kim Campbell, fyiT-
um forsætisráðherra Kanada, Eu-
geniu Charles, fyi’rum forsætisráð-
herra Dóminíska lýðveldisins, Vi-
oletu B. ChamoiTO, fyrrum forseta
Nicaragua, Tansu Ciller,
fyrrum forsætisráðherra
Tyrklands, Kazimieru
Prunskiene, fyrrum for-
sætisráðherra Litháen,
Hönnu Suchocka, fyn-um
forsætisráðherra Póllands, og Ben-
azir Bhutto, fyrrum forsætisráð-
herra Pakistan.
Fundurinn stóð í tvo daga og segir
Liswood að þar hafi verið samþykkt-
ar sjö leiðir til að ná fram markmið-
um samtakanna. Nefndi hún sem
dæmi að haldinn yrði árlegur leið-
togafundur; ráðið myndi miðla af
reynslu sinni til kvenna er næðu
kjöri í leiðtogastörf; ráðið myndi
gera allt sem í valdi þess stæði til að
aðstoða og hvetja ungar konur til að
sækjast eftir æðstu embættum ríkis-
stjórna og tekin yrði saman reynsla
þeirra kvenna er þegar hefðu gegnt
slíkum embættum.
Liswood segir að einhver mesta
hvatning sem konur geti fengið sé að
sjá dæmi þess að konur hafi og geti
gegnt slíkum störfum. Nefnir hún
sem dæmi að reynsla Vigdísar hafi
þegar orðið mörgum ungum konum
mikil hvatning.
Hún segir mjög athyglisvert fyrir
sig sem Bandaríkjamann að fylgjast
með starfi kvenna á Norðurlöndum
en líklega sé hlutfall kvenna í stjórn-
sýslu hvergi meira og margt megi
læra af krafti og öryggi norrænna
kvenna. í Bandaiíkjunum hafi vissu-
lega miðað mikið áfram en enn sé
hlutfall kvenna í opinberum leiðtoga-
embættum ekki hátt þótt það hafi
aukist. Hún segir aðspurð að alls
ekki sé lengur óhugsandi að kona
muni gegna forsetaembætti. Hins
vegar hafi flestir forsetar Bandaríkj-
anna komið úr röðum ríkisstjóra,
öldungardeildarþingmanna eða úr
liernum. I þeim stofnunum sé hlut-
fall kvenna í æðstu stöðum hins veg-
ar því miður ekki hátt.
I framhaldi af fundi ráðsins í
Boston var Vigdísi boðið að koma á
fund hjá Inter-Action-samtökunum í
Ríó de Janeiro og fór hún þangað
ásamt Lauru Liswood. Á Ríó-fundin-
um lét Helmut Schmidt, íyrrum
kanslari Þýskalands af forsetaemb-
Þátttaka
Harvard
mikilvæg