Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ A * > Arleg ganga Oraníureglu mótmælenda um Portadown á N-Irlandi Engin lausn í sjónmáli Dublin, Hong Kong. Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, sagðist í gær skyldu beita sér fyrir Joví að deilur vegna Drumcree-göngu Óraníumanna í Portadown á N-Ir- landi, sem fram á að fara á morgun, væru hér eftir úr sögunni ef Óraniu- menn gæfu kaþólskum íbúum Gar- vaghy-vegarins frið í ár frá göngum sínum. Bertie Ahern, forsætisráð- herra Irlands, kvaðst í gær hins veg- ar svartsýnn á að lausn fyndist í deil- unni. Ahem og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hvöttu í gær til þess að deiluaðilar sýndu skynsemi og fyndu lausn á deilu sinni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist einnig á lokadegi Asíuheim- söknar sinnar í gær tilbúinn að beita sér fyrir lausn deilunnar. Clinton sagðist hafa sérstakar áhyggjur af íkveikjum í kaþólskum kirkjum að- faranótt fimmtudags, enda reið ný- lega yfir í Bandarílgunum bylgja slíkra athæfa. Morð var framið í bænum Bangor, í nágrenni Belfast, í fyrrinótt en það var í gær ekki talið tengjast deilum mótmælenda og kaþólikka. Maður- inn, sem var mótmælandi, var skot- inn fjórum sinnum í höfuðið af stuttu færi. Er talið að fyrrverandi félagar hans í öfgahópi sambandssinna hafi átt harma að hefna. Enn frekari íkveikjur áttu sér einnig stað í fyrrinótt og leit út fyrir að kaþólskir öfgamenn hefðu goldið líku líkt því þrjár bygginganna sem kveikt var í tengdust samtökum mót- mælenda eða kirkjum þeirra. Sú fjórða var kaþólskur grunnskóli í norðurhluta N-írlands, nærri DeiTy- borg. Mætast stálin stinn Óraníumenn og David Trimble, forsætisráðheiTa, hafa hingað til neitað að semja beint við íbúa Gar- vaghy-vegar í Portadown um lausn Drumcree-deilunnar því þeir vilja ekki eiga viðskipti við Brendan MacKenna, talsmann íbúanna, þar sem hann er fyrrverandi IRA-fangi og starfar nú með Sinn Féin, stjórn- málaarmi IRA Sagt er frá því í The Irish Times í gær að Óraníumenn séu tilbúnir að hugleiða einhverja málamiðlun í deilunni svo lengi sem þeir fái að ganga niður Garvaghy- veginn en jafnframt er talið ljóst að grasrótarmeðlimir samtakanna vilja ógjarnan gefa eftir í deilunni. Hitt er jafnvíst að íbúarnir hyggjast engan biibug láta á sér finna að hafa þurft að láta í minni pokann undanfarin tvö sumur. Stefnir því allt í átök. GÖNGULEIÐ ÓRANÍUMANNA Á MORGUN Meðlimir Óraníureglunnar í Portadown strengdu þess heit í vikunni að virða að vettugi bann sem felur í sér að þeir verði að ganga frá guðsþjónustu í Drumcree-kirkju sömu íeið og þeir komu. Hyggjast þeir halda áleiðis niður Drumcree-veg og þaðan niður Garvaghy-veginn, þar sem nánast eingöngu búa kaþólikkar. Bresk stjórnvöld hafa aukið fjölda hermanna '^-AND @ JL á N-frlandi til að bregðast við atburðum v, Portadown / sunnudagsins, auk þess sem ákveðið var 'xWj 7 að fjölga vígbúnum herflutningabifreiðum. ■■ '—í/L ' y® Londonderry 1 -> BELFAST NORÐUR . a'l Drumcree kirkja 350 metrar Wiðbær^y ’ortadowpS Loughall-vegur UPPHAF GÖNGU Höfuðstöðvar Óraníureglunnar Pinghús p Portadown SKÝRINGAR: ______ Leiðin til Drumcree ..... Umdeildleið frá Drumcree | 95% ibúanna kaþólskir/þjóð- ernissinnar Hverfi byggð mótmælendum/ samb.sinnum ,__. , ■ g , Fjötgun herliðs: t 1,000 hermenn 40 brynvarðir og vígbúnir herflutn.bílar Óraníumenrt ganga ár hvert víðs vegar um N-írland til að halda i heiðri sigur Vilhjálms af Óraniu, sem var mótmælandi, yfir Jakobi Stúart Bretakonungi, sem var kaþóiskur, áriö 1791 við Boyne-ána í nágrenni Portadown. Hefur kaþólskur konungur aldrei siðan setið við völd á Bretlandi. Óraníumenn hafa frá því 1807 gengið sömu leið frá Drumcree-kirkju en á það ber þó að líta að einungis á siðustu áratugum hefur það gerst að Gan/aghy-vegur hefur orðið kaþóiskt hverfi. Reuters Margir deyja í viku hverri HUNGURSNEYÐIN í Afríkurík- inu Súdan færist enn í aukana og segja starfsmenn hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna að aukinn fjöldi fólks deyi nú í viku hverri vegna vannæringar. Hung- ursneyðinni hafa Sameinuðu þjóðirnar svarað með því að standa fyrir mestu matarflutn- ingum sem um getur í sögu sam- takanna en tölur látinna hækka samt enn. Fólk flykkist nú til hjálparbúða sem starfræktar eru í landinu og þessi litli drengur hélt í gær á bróður sínum, sem er illa haldinn af vannæringu, í búðum sem samtökin Læknar án landamæra rekja í Aijep. í hjálparbúðunum í Aijep deyja nú um 30 manns í viku hverri af völdum vannær- ingar. Kjósendur ekki hrifnir af Hague London. The Daily Telegraph. EFTIR eitt ár í embætti formanns breska íhaldsflokksins á William Hague enn undir högg að sækja, ef marka má Gallup-könnun sem birt var í The Daily Telegraph í gær. Ef marka má könnunina telja einungis 29% kjósenda að Hague hafi reynst snjall leiðtogi flokksins og ef kjós- endur Ihaldsflokksins eru einungis taldir með eru aðeins 44% þeirra ánægð með störf hans. Áhyggjueíni er fyrir Hague að 58% kjósenda telja hann ekki snjall- an leiðtoga, þar af 49% kjósenda flokksins, og þegar svarendur voru beðnir um að bera Hague saman við Tony Blair, forsætisráðherra og leið- toga Verkamannaflokksins, og Paddy Ashdown, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, kom Hague sýnu verst út. 12,2% töldu Hague besta kostinn, Blair 58,6% og Ashdown 15,3%. Palestínumenn lokuðu vegi að Gaza-svæðinu Mikil spenna en af- tókst átökum stýra Jerúsalem. JReuters. BÆÐI ísraelar og Palestínumenn drógu lið sitt til baka áður en til átaka kæmi í gær, eftir að mikil spenna hafði skapast í kjölfar þess að Palestínumenn lokuðu vegi sem liggur að Gaza-svæðinu. Deilan hófst á fimmtudag, þegar ísraelsmenn meinuðu palestínskum ráðherra að aka í gegnum eftirlits- hlið ísraelska hersins á vegi sem liggur að ákveðnum hluta Gaza- svæðisins, þar sem Palestínumönn- um er „venjulega ekki heimill að- gangur", að sögn hersins. Palest- ínskar lögreglusveitir og óbreyttir borgarar settust þá um nokkur mik- ilvæg gatnamót og hindruðu aðgang að landnámssvæðum gyðinga. Á næturfundi yfirmanns í ísraelska hernum og öryggisfulltrúa Palestínu- manna á Gaza-svæðinu náðist sam- komulag um að nefnd yrði skipuð til að ræða umferð um veginn. ísraels- her hafði þá aukið lið sitt á svæðinu og Palestínumenn höfðu miðað riffl- um að ísraelskum herstöðvum. Ásakanir á báða bóga Þrátt fyrir að ekki hafi komið til átaka þykir atvikið benda til þess að aukin spenna sé að færast í sam- skipti ísraela og Palestínumanna, á sama tíma og friðarviðræður með milligöngu Bandaríkjanna virðast komnar í þrot. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, lýsti atvikinu sem „vísvitandi ögrun af hálfu Palestínu- manna“, og lagði áherslu á að beittu Palestínumenn ofbeldi myndu ísra- elar svara í sömu mynt. „Hér er um að ræða stórfellt brot á Óslóarsam- komulaginu“, sagði hann. Palestínskir embættismenn sögðu hins vegar að ísraelsmenn hefðu brotið gegn friðarsamningum með því að meina palestínska ráðherran- um að komast leiðar sinnar. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palest- ínumanna, varaði Netanyahu við því að nota atvikið sem átyllu til að koma í veg fyrir að samið verði um frekari brottfluttning Israelsmanna frá Vesturbakkanum. ^'jMaEEi 100 borg- arar falla í Bissau RÚMLEGA 100 borgarar, að- allega konur og börn, biðu bana í bardögum í grennd við bæinn Mansoa í Guinea Bissau í fyrradag, að því er ítalska fréttastofan MISNA hafði eftir trúboðum og sjónarvottum í gær. Átök geisa á svæðinu milli hermanna frá Senegal og uppreisnarmanna. Áætlað er að 500.000 manns hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Ýjað að skattalækkun í Japan RYUTARO Hashimoto, for- sætisráðherra Japans, ýjaði að því í gær að tekjuskattar yrðu lækkaðir og það varð til þess að gengi jensins og japanskra hlutabréfa hækkaði. Has- himoto sagði að stjórnin væri að endurskoða tekjuskattana og margir túlkuðu ummælin þannig að stjórnin væri að undirbúa varanlega skatta- lækkun. Ensk bulla handtekin fyrir morð ENSKUR knattspyrnuáhuga- maður hefur verið hnepptur í varðhald í Frakklandi fyrir að stinga ungan Frakka til bana í lest eftir ósigur Englendinga fyrir Argentínumönnum á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Englendingurinn kvaðst hafa haldið að ungi maðurinn væri Argentínumað- ur, séð hann brosa og talið hann vera að hæðast að sér. Kröfu Þjóðverja mótmælt PÓLSKA þingið gagnrýndi í gær ályktun sem þýska þingið samþykkti 29. maí, þar sem þess var krafist að Þjóðverjar, sem bjuggu á svæðum sem Pólland fékk eftir síðari heims- styrjöldina, fengju rétt til að flytjast til fyrri heimkynna sinna. Boeing-þotur skoðaðar BANDARÍSKA loftferðaeftir- litið hefur fyrirskipað tafar- lausa skoðun á 23 bandarísk- um Boeing 737-þotum vegna vandamáls sem hefur komið upp í gírkössum. Talið er að vandamálið hafi orðið til þess að hreyflar í tveimur þotum - Transaero-flugfélagsins í Rússlandi og Braathens-flug- félagsins í Noregi - stöðvuðust í aðflugi. Sprengjugabb á Kastrup DANSKA lögreglan leitaði í gær að sprengju í pakistanskri farþegaþotu, sem lenti á Kastrup-flugvelli í fyrrakvöld eftir að flugmönnunum hafði borist sprengjuhótun. Engin sprengja fannst í þotunni. 1 c f I L I l | t » f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.