Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ A * > Arleg ganga Oraníureglu mótmælenda um Portadown á N-Irlandi Engin lausn í sjónmáli Dublin, Hong Kong. Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, sagðist í gær skyldu beita sér fyrir Joví að deilur vegna Drumcree-göngu Óraníumanna í Portadown á N-Ir- landi, sem fram á að fara á morgun, væru hér eftir úr sögunni ef Óraniu- menn gæfu kaþólskum íbúum Gar- vaghy-vegarins frið í ár frá göngum sínum. Bertie Ahern, forsætisráð- herra Irlands, kvaðst í gær hins veg- ar svartsýnn á að lausn fyndist í deil- unni. Ahem og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hvöttu í gær til þess að deiluaðilar sýndu skynsemi og fyndu lausn á deilu sinni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist einnig á lokadegi Asíuheim- söknar sinnar í gær tilbúinn að beita sér fyrir lausn deilunnar. Clinton sagðist hafa sérstakar áhyggjur af íkveikjum í kaþólskum kirkjum að- faranótt fimmtudags, enda reið ný- lega yfir í Bandarílgunum bylgja slíkra athæfa. Morð var framið í bænum Bangor, í nágrenni Belfast, í fyrrinótt en það var í gær ekki talið tengjast deilum mótmælenda og kaþólikka. Maður- inn, sem var mótmælandi, var skot- inn fjórum sinnum í höfuðið af stuttu færi. Er talið að fyrrverandi félagar hans í öfgahópi sambandssinna hafi átt harma að hefna. Enn frekari íkveikjur áttu sér einnig stað í fyrrinótt og leit út fyrir að kaþólskir öfgamenn hefðu goldið líku líkt því þrjár bygginganna sem kveikt var í tengdust samtökum mót- mælenda eða kirkjum þeirra. Sú fjórða var kaþólskur grunnskóli í norðurhluta N-írlands, nærri DeiTy- borg. Mætast stálin stinn Óraníumenn og David Trimble, forsætisráðheiTa, hafa hingað til neitað að semja beint við íbúa Gar- vaghy-vegar í Portadown um lausn Drumcree-deilunnar því þeir vilja ekki eiga viðskipti við Brendan MacKenna, talsmann íbúanna, þar sem hann er fyrrverandi IRA-fangi og starfar nú með Sinn Féin, stjórn- málaarmi IRA Sagt er frá því í The Irish Times í gær að Óraníumenn séu tilbúnir að hugleiða einhverja málamiðlun í deilunni svo lengi sem þeir fái að ganga niður Garvaghy- veginn en jafnframt er talið ljóst að grasrótarmeðlimir samtakanna vilja ógjarnan gefa eftir í deilunni. Hitt er jafnvíst að íbúarnir hyggjast engan biibug láta á sér finna að hafa þurft að láta í minni pokann undanfarin tvö sumur. Stefnir því allt í átök. GÖNGULEIÐ ÓRANÍUMANNA Á MORGUN Meðlimir Óraníureglunnar í Portadown strengdu þess heit í vikunni að virða að vettugi bann sem felur í sér að þeir verði að ganga frá guðsþjónustu í Drumcree-kirkju sömu íeið og þeir komu. Hyggjast þeir halda áleiðis niður Drumcree-veg og þaðan niður Garvaghy-veginn, þar sem nánast eingöngu búa kaþólikkar. Bresk stjórnvöld hafa aukið fjölda hermanna '^-AND @ JL á N-frlandi til að bregðast við atburðum v, Portadown / sunnudagsins, auk þess sem ákveðið var 'xWj 7 að fjölga vígbúnum herflutningabifreiðum. ■■ '—í/L ' y® Londonderry 1 -> BELFAST NORÐUR . a'l Drumcree kirkja 350 metrar Wiðbær^y ’ortadowpS Loughall-vegur UPPHAF GÖNGU Höfuðstöðvar Óraníureglunnar Pinghús p Portadown SKÝRINGAR: ______ Leiðin til Drumcree ..... Umdeildleið frá Drumcree | 95% ibúanna kaþólskir/þjóð- ernissinnar Hverfi byggð mótmælendum/ samb.sinnum ,__. , ■ g , Fjötgun herliðs: t 1,000 hermenn 40 brynvarðir og vígbúnir herflutn.bílar Óraníumenrt ganga ár hvert víðs vegar um N-írland til að halda i heiðri sigur Vilhjálms af Óraniu, sem var mótmælandi, yfir Jakobi Stúart Bretakonungi, sem var kaþóiskur, áriö 1791 við Boyne-ána í nágrenni Portadown. Hefur kaþólskur konungur aldrei siðan setið við völd á Bretlandi. Óraníumenn hafa frá því 1807 gengið sömu leið frá Drumcree-kirkju en á það ber þó að líta að einungis á siðustu áratugum hefur það gerst að Gan/aghy-vegur hefur orðið kaþóiskt hverfi. Reuters Margir deyja í viku hverri HUNGURSNEYÐIN í Afríkurík- inu Súdan færist enn í aukana og segja starfsmenn hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna að aukinn fjöldi fólks deyi nú í viku hverri vegna vannæringar. Hung- ursneyðinni hafa Sameinuðu þjóðirnar svarað með því að standa fyrir mestu matarflutn- ingum sem um getur í sögu sam- takanna en tölur látinna hækka samt enn. Fólk flykkist nú til hjálparbúða sem starfræktar eru í landinu og þessi litli drengur hélt í gær á bróður sínum, sem er illa haldinn af vannæringu, í búðum sem samtökin Læknar án landamæra rekja í Aijep. í hjálparbúðunum í Aijep deyja nú um 30 manns í viku hverri af völdum vannær- ingar. Kjósendur ekki hrifnir af Hague London. The Daily Telegraph. EFTIR eitt ár í embætti formanns breska íhaldsflokksins á William Hague enn undir högg að sækja, ef marka má Gallup-könnun sem birt var í The Daily Telegraph í gær. Ef marka má könnunina telja einungis 29% kjósenda að Hague hafi reynst snjall leiðtogi flokksins og ef kjós- endur Ihaldsflokksins eru einungis taldir með eru aðeins 44% þeirra ánægð með störf hans. Áhyggjueíni er fyrir Hague að 58% kjósenda telja hann ekki snjall- an leiðtoga, þar af 49% kjósenda flokksins, og þegar svarendur voru beðnir um að bera Hague saman við Tony Blair, forsætisráðherra og leið- toga Verkamannaflokksins, og Paddy Ashdown, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, kom Hague sýnu verst út. 12,2% töldu Hague besta kostinn, Blair 58,6% og Ashdown 15,3%. Palestínumenn lokuðu vegi að Gaza-svæðinu Mikil spenna en af- tókst átökum stýra Jerúsalem. JReuters. BÆÐI ísraelar og Palestínumenn drógu lið sitt til baka áður en til átaka kæmi í gær, eftir að mikil spenna hafði skapast í kjölfar þess að Palestínumenn lokuðu vegi sem liggur að Gaza-svæðinu. Deilan hófst á fimmtudag, þegar ísraelsmenn meinuðu palestínskum ráðherra að aka í gegnum eftirlits- hlið ísraelska hersins á vegi sem liggur að ákveðnum hluta Gaza- svæðisins, þar sem Palestínumönn- um er „venjulega ekki heimill að- gangur", að sögn hersins. Palest- ínskar lögreglusveitir og óbreyttir borgarar settust þá um nokkur mik- ilvæg gatnamót og hindruðu aðgang að landnámssvæðum gyðinga. Á næturfundi yfirmanns í ísraelska hernum og öryggisfulltrúa Palestínu- manna á Gaza-svæðinu náðist sam- komulag um að nefnd yrði skipuð til að ræða umferð um veginn. ísraels- her hafði þá aukið lið sitt á svæðinu og Palestínumenn höfðu miðað riffl- um að ísraelskum herstöðvum. Ásakanir á báða bóga Þrátt fyrir að ekki hafi komið til átaka þykir atvikið benda til þess að aukin spenna sé að færast í sam- skipti ísraela og Palestínumanna, á sama tíma og friðarviðræður með milligöngu Bandaríkjanna virðast komnar í þrot. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, lýsti atvikinu sem „vísvitandi ögrun af hálfu Palestínu- manna“, og lagði áherslu á að beittu Palestínumenn ofbeldi myndu ísra- elar svara í sömu mynt. „Hér er um að ræða stórfellt brot á Óslóarsam- komulaginu“, sagði hann. Palestínskir embættismenn sögðu hins vegar að ísraelsmenn hefðu brotið gegn friðarsamningum með því að meina palestínska ráðherran- um að komast leiðar sinnar. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palest- ínumanna, varaði Netanyahu við því að nota atvikið sem átyllu til að koma í veg fyrir að samið verði um frekari brottfluttning Israelsmanna frá Vesturbakkanum. ^'jMaEEi 100 borg- arar falla í Bissau RÚMLEGA 100 borgarar, að- allega konur og börn, biðu bana í bardögum í grennd við bæinn Mansoa í Guinea Bissau í fyrradag, að því er ítalska fréttastofan MISNA hafði eftir trúboðum og sjónarvottum í gær. Átök geisa á svæðinu milli hermanna frá Senegal og uppreisnarmanna. Áætlað er að 500.000 manns hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Ýjað að skattalækkun í Japan RYUTARO Hashimoto, for- sætisráðherra Japans, ýjaði að því í gær að tekjuskattar yrðu lækkaðir og það varð til þess að gengi jensins og japanskra hlutabréfa hækkaði. Has- himoto sagði að stjórnin væri að endurskoða tekjuskattana og margir túlkuðu ummælin þannig að stjórnin væri að undirbúa varanlega skatta- lækkun. Ensk bulla handtekin fyrir morð ENSKUR knattspyrnuáhuga- maður hefur verið hnepptur í varðhald í Frakklandi fyrir að stinga ungan Frakka til bana í lest eftir ósigur Englendinga fyrir Argentínumönnum á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Englendingurinn kvaðst hafa haldið að ungi maðurinn væri Argentínumað- ur, séð hann brosa og talið hann vera að hæðast að sér. Kröfu Þjóðverja mótmælt PÓLSKA þingið gagnrýndi í gær ályktun sem þýska þingið samþykkti 29. maí, þar sem þess var krafist að Þjóðverjar, sem bjuggu á svæðum sem Pólland fékk eftir síðari heims- styrjöldina, fengju rétt til að flytjast til fyrri heimkynna sinna. Boeing-þotur skoðaðar BANDARÍSKA loftferðaeftir- litið hefur fyrirskipað tafar- lausa skoðun á 23 bandarísk- um Boeing 737-þotum vegna vandamáls sem hefur komið upp í gírkössum. Talið er að vandamálið hafi orðið til þess að hreyflar í tveimur þotum - Transaero-flugfélagsins í Rússlandi og Braathens-flug- félagsins í Noregi - stöðvuðust í aðflugi. Sprengjugabb á Kastrup DANSKA lögreglan leitaði í gær að sprengju í pakistanskri farþegaþotu, sem lenti á Kastrup-flugvelli í fyrrakvöld eftir að flugmönnunum hafði borist sprengjuhótun. Engin sprengja fannst í þotunni. 1 c f I L I l | t » f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.