Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Háskólinn á Akureyri Um 500 nemendur hefja nám næsta skólaár ÚTLIT er fyrir að nemendur við Há- skólann á Akureyri næsta skólaár verði rúmlega 500 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri, en á liðnu skólaári stunduðu um 420 nemendur nám við háskólann. Umóknarfrestur nýnema rann út í liðinni viku en alls bárust um 270 um- sóknir og eru þær 100 fleiri en bárust háskólanum fyrir síðasta skólaár þegar um 170 nýnemar sóttu um. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði gleðilegt að nemendur yrðu nú væntanlega fleiri en 500 á næsta skólaári. Hann sagði að háskólinn þyrfti ekki á auknu húsnæði að halda vegna þess- ara tímamóta, rýmið yrði nýtt betur. „Við munum gera allt til að taka á móti þessum aukna fjölda,“ sagði Þorsteinn. Rektor sagði að aukning væri nokkuð jöfn milli deilda, en tvær nýj- ar námsbrautir verða settar á lagg- irnar í haust, nám í ferðaþjónustu og tölvu- og upplýsingatækni og hafa um 30 manns sótt um nám við þessar nýju námsbrautir. Nýtt riámsfram- boð hefði því áhrif á að nemendum fjölgai- nú milli ára. Greinilegt væri einnig að sífellt fleiri nemendur bú- settir víða um land sæktu um nám við Háskólann á Akureyri. Kristín Þorkelsdóttir opnar sýningu í Svartfugli Gönguferð um Innbæinn GÖNGUFERÐ um Innbæinn og Fjöruna undir leiðsögn Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, safnvarðar á Minjasafninu á Akureyri, á sunnudag, 5. júlí. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina og inn eftir Fjörunni og saga byggðarinnar og húsanna rakin. N orðan heiða Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bilnum og orð hennar hugfost þegar þið akið. Dfotimn Gud, veit mör vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar or ég ek þessari bifreið. i Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, lötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri NORÐAN heiða er yfirskrift sýningar Kristínar Þorkelsddtt- ur sem opnuð verður í Galleríi Svartfugli í Kaupvangstræti á Akureyri í dag, Iaugardaginn 4. júlí. Sýningin er hlutdeild Sunn- lendings af þingeyskum ættum í Listasumri á Akureyri og er þetta sjöunda einkasýning Krist- ínar. Á sýningunni verða um 20 vatnslitamyndir sem Kristin hef- ur málað á vettvangi á ferðum sinum um norðanvert landið, allt frá Ströndum til Vopnafjarðar á undanförnum árum. Það sem einkennir sýninguna er m.a. form myndanna og stærð; allar myndirnar utan ein eru á lang- veginn og af minni gerðinni en vinaleg stærð gallerísins ræður mestu þar um. Ljóð í litum Flestar eru myndirnar unnar í vissum trúnaði við myndefnið, en kunnugir geta þekkt vett- vanginn. Nokkrar myndanna hafa þó slitið sig lausar frá upp- hafl sínu, vaxið frá foreldrinu og 'TSdiutínn - Uit Á* Cff c(2 BAUTINN sér um verslun og veitingar á landsmóti hestamanna á Melgerðismelum SÖLUTURN Sælgæti - Gos - ís SKYNDIBITI Hamborgarar - Pizzur - Samlokur - Pylsur MATVÖRUVERSLUN Allt fyrir grillið - Ný brauð - Mjólk - Myndavélar - Filmur - Allar helstu nýlenduvörur RESTAURANT Heimilismatur - Grillmatur - Kaffi, kakó og meðlæti - Bjór og drykkir EINSTAKAR VEITINGAR BAUTINN/SMIÐJAN Hafnarstræti 92, Akureyri sími: 4621818 orðið „ljóð í litum“ eru eins kon- ar ættjarðarljóð vatnslitamálara eins og segir í frétt um sýning- una. Þessar myndir kallar Krist- ín Litskríkjur. Hún hefur dvalið í Davíðshúsi síðustu þrjár vikur og vill þakka Akureyringum gestrisnina með því að skipta út myndum á sýn- ingunni eftir fyrstu sýningarvik- una og sýna nýmálaðar myndir frá Akureyri og nágrenni. Gallerí Svartfugl er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18, en þess utan er opið þegar dyr gallerísins eru upp á gátt. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. ---------------- Hestur í lífi þjóðar „HESTUR í lífi þjóðar" er heiti á sýningu sem verður í lestrarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri við Brekkugötu 17 en hún er haldin í til- efni af Landsmóti hestamanna sem hefst á Melgerðismelum í Eyjafirði í næstu viku. Sýningin verður opnuð í dag, laugardaginn 4. júlí kl. 14, en að henni standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. Á sýningunni er brugðið upp myndum af hestinum eins og hann birtist í munum og myndum í eigu Minjasafnsins og bókmenntum frá Amtsbókasafninu. Sýningin stendur til 18. júlí næstkomandi og er opin á sama tíma og bókasafnið, frá kl. 10 til 19 mánudaga, miðvikudaga og fóstudaga og 10 til 20.30 þriðjudaga og fimmtudaga. Um helgar er opið frá kl. 13 til 19. Morgunblaðið/Kristján ÞÓRARINN Ágústsson, Samveri, Halldór Gunnarsson í stjórn Lands- sambands hestamanna, Jón Ólafur Sigfússon framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna og Jón Þór Hannesson, Saga fúm, við undirrit- un samningsins. Samver, Saga film og hestamenn Beinar útsending- ar frá landsmóti FULLTRÚAR Samvers og Saga film, stjórnar Landssambands hesta- manna og framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna hafa undir- ritað samning um upptöku og út- sendingar frá landsmótinu sem hefst á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit í næstu viku. Samver og Saga film munu taka upp allt mótið, frá upphafí til enda, og verður um tuttugu manna starfs- lið við það verkefni mótsdagana, en gera má ráð fyrir að um tólf mynda- vélar verði í gangi á mótssvæðinu þegar mest er. Jón Ólafur Sigfússon fram- kvæmdastjóri Landsmóts hesta- manna sagði að um tímamótasamn- ing væri að ræða, aldrei áður hefði eins miklu myndefni verið safnað saman á landsmóti. Gert er ráð fyrir að gefnar verði út myndir á mynd- böndum að móti loknu og eins verður gerð sjónvarpsmynd. Beinar útsendingar Sýnt verður beint frá landsmótinu á Melgerðismelum í Ríkissjónvarp- inu, en m.a. er ráðgert að vera með um tveggja klukkustunda útsend- ingu á laugardag, 11. júlí, og um þrjár klukkustundir á lokadegi þess, sunnudaginn 12. júlí. Eitthvað verð- ur einnig sýnt beint fyrir helgina. Ekki er talið að bein útsending frá mótinu muni draga úr aðsókn, þvert á móti telja menn að hún muni ýta undir hana. Mikilvægt væri fyrir þá sem ekki eiga heimangengt að geta fylgst með mótinu og eru aðstand- endur þess því ánægðir með hversu vel því verður sinnt. „Þetta mun auð- velda almenningi að fylgjast með þessari íþróttagrein og vonandi munum við í kjölfarið fá fleh'i iðk- endur er fram líða stundir," sagði Jón Ólafur. Nú í vikunni var lokið við að leggja nýtt örbylgjukerfi fram að Melgerð- ismelum og var sett þar upp ný stöð fyrir GSM og NMT kerfi sem Ey- firðingar munu njóta góðs af í fram- tíðinni. Miðaverð á Landsmótið er það sama og var fyrir fjórum árum, 5000 krónur fyrir fullorðna, eða 12 ára og eldri en börn á aldrinum 8-11 ára greiða 1000 krónur. Ókeypis er fyrir börn yngri en 8 ára. Innifalið í verð- inu er aðgangur að tveimur dans- leikjum og tjaldstæði. Um miðnætti á laugardag lækkar verðið í 2.500 fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Vörður Langiíma- vegaáætlun fagnað VÖRÐUR, Félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, fagnar í ályktun sem samþykkt var nýlega þeirri fyr- irhyggju sem felst í nýsamþykktri langtímavegaáætlun. „Hún skýrir markmiðin og nýtir fjármuni til vegagerðar betur. Við hvetjum að- standendur vegaáætlunarinnar til að kynna almenningi innihald hennar og þá hagkvæmni og byggðateng- ingu sem hún felur í sér. Með þessu er ljóst að vegakerfið er og verður æðanet þjóðfélagsins," segir í álykt- un frá stjórn Varðar. Messur ^JFUJIFILM Vdntar duglegt, reyklaust fólk í eftirfarandi störf: VERSLUNARSTJÓRI: í verslun ó Akureyri, frumkvæði, áhugi á Ijósmyndun og þjónstulipurð skilyrði AFGREIÐSLA: í verslun í Reykjavík, áhugi á Ijósmyndun og þjónustulipurð skilyrði Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn til Ljósmyndavörur, Skipholti 31,105 Reykjavík. iiDSszsaiEæeiinB Sklpholti 31 R»yk|avík Kaupvangsstrseti 1 Akureyri AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, Björg Þórhalls- dóttir syngur einsöng, Lúðrasveit frá Fuglafirði í Færeyjum leikur í at- höfninni. Sumartónleikar verða í kirkjunni kl. 17 á sunnudag. Flytj- endur eru Björg Þórhallsdóttir sópr- an og Björn Steinar Sólbergsson org- elleikari GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 21 annaðkvöld. Ath. breyttan tíma. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sunnudagaskóli fjölskyldunnar, ald- ursskipt biblíukennsla fyrir alla fjöl- skylduna kl. 11.30 á morgun. Sam- koma kl. 20. Mikill og líflegur söngur. Fólk frá Kanada sér um biblíu- kennslu og predikun á báðum sam- komum. Barnapössun fyrir eins til 5 ára börn. Unglingasamkoma kl. 20.30 næsta fóstudagskvöld. Vonarlínan: 462-1210, símsvari með uppörvunar- orð úr biblíunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Eyrarlandsvegi 26. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Helgistund verður í trjálundinum Brúarhvammi á Árskógsströnd á morgun, sunnudaginn 5. júlí, kl. 14. Eftir stundina verða kaffiveitingar í boði og leikir fyrir börnin. Brúar- hvammur er norðan við Þorvalds- dalsána, neðan við þjóðveg. Hægt er að aka að honum frá Sparisjóði Ár- skógsstrandar og Bíla- og vélaverk- stæði Hjalta Sigfússonar við Foss- brún og fara þar yfir gömlu brúna. AKSJON Laugardagur 4. júlf 21:00Þ Sumarlandlð Þáttur ætl- aður ferðafólki á Akureyri og Akur- eyringum í ferðahug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.