Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 11
AUKALANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, á aukalandsfundi
Gerir tillögu um
sameiginlegt framboð
Morgunblaðið/Jim Smart
MARGRÉT FRimannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins við upphaf
laukalandsfundar í gær.
Svavar Gestsson
vill að ákvörðun
verði frestað
í RÆÐU við upphaf aukalandsfund-
ar Alþýðubandalagsins á Hótel Sögu
í gær flutti Margrét Frímannsdóttir,
formaður flokksins, tillögu um sam-
eiginlegt framboð Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks, Samtaka um Kvenna-
lista og annarra félagshyggjuflokka í
öllum kjördæmum landsins fyrii-
næstu Alþingiskosningar. Hún
hvatti kjördæmisráð flokksins til að
hefja undirbúning að slíku samstarfí
og stefna ætti að því að honum yrði
að mestu lokið í september.
Margrét og Jóhannes Geirdal,
varaformaður flokksins báru tillög-
una fram sameiginlega. Þorvarður
Tjörvi Ólafsson, formaður Verðandi,
ungliðahreyfíngar Alþýðubandalags-
ins, lýsti í ræðu einnig afdráttarlaus-
um stuðningi við stefnu formannsins.
Svavar Gestsson, formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, lýsti í
ræðu sinni þeirri skoðun að fresta
ætti ákvörðun um sameiginlegt
framboð og fela miðstjórn flokksins
endanlegt úrskurðarvald. Yrði
ákvörðun tekin strax væri hætta á
klofningi flokksins.
Persónuleg skoðun Svavars á sam-
eiginlegu framboði kom skýrt fram.
„Það væri betra fyrir málefni og
hugsjónir Alþýðubandalagsins að
láta reyna á styrk sinn í næstu kosn-
ingum sem Aiþýðubandalag í mál-
efnabandalagi við hina flokkana.
Margt bendir til þess að Alþýðu-
bandalagið fengi við þær aðstæður
verulegt fylgi; skoðanakannanir hafa
verið okkur hagstæðar að undan-
fórnu,“ sagði Svavar í ræðunni.
Bæði hjá Svavari og Mai'gréti kom
skýrt fram að Alþýðubandalagið ætti
að starfa áfram hvernig sem færi
varðandi sameiginlegt framboð.
Samstarf við verkalýðs-
hreyfínguna mikilvægt
Margrét lagði mikla áherslu á að
samstarf yrði haft við verkalýðs-
hreyfinguna í málefnastarfi félags-
hyggjuflokkanna, i samræmi við
þann áhuga sem fram hafi komið hjá
forystumönnum hennar að undan-
fórnu á óformlegum tengslum.
Margi-ét vitnaði í ræðu sinni
óspart til sögulegra fordæma af sam-
fylkingu vinstri manna, bæði til sam-
fylkingar vinstri arms Alþýðuflokks-
ins og Kommúnistaflokks íslands ár-
ið 1938 og stofnunar Alþýðubanda-
lagsins í tveimur áfóngum, 1956 og
1968.
Meðal annars vitnaði hún í langa
kafla í ræðu Brynjólfs Bjarnasonar,
þingmanns Sósíalistaflokksins, sem
hann flutti við stofnun kosninga-
bandalags vinstri manna undir
merkjum Alþýðubandalagsins árið
1956. Þar ræddi Brynjólfur meðal
annars um nauðsyn þess að verka-
menn sneru bökum saman í pólitísku
samstarfi. „I annan stað kynni ein-
hver að spyrja hvort ekki sé með
þessu verið að stíga skref til að
leggja Sósíalistaflokkinn niður, þar
sem hann býður ekki fram sjálfur,
heldur styður annan flokk. Ég held
að nauðsynlegt sé í því sambandi að
gera grein fyrir hlutverki Sósíalista-
flokksins. Það er sannarlega annað
og meira en að koma fulltrúum inn á
Alþingi og í bæjarstjórnir, enda þótt
það hafi alla tíð verið mjög mikil-
vægt,“ segir í ræðu Brynjólfs.
Margrét minnti einnig á það að Al-
þýðubandalagið hefði löngum hvatt
til samfylkingar félagshyggjuflokk-
anna en talað fyrir daufum eyrum
þangað til fyrir fáeinum árum þegar
stefnubreyting varð í þessum málum
hjá Alþýðuflokki. „Lái mér hver sem
vill þó ég undrist stundum harðorðar
yfirlýsingai- einstakra manna í minn
garð fyrir það eitt að framfylgja yfir-
lýstri stefnu Alþýðubandalagsins til
margra ára,“ sagði Margrét.
Átök um Evrópusambandið
banabiti samfylkingar?
I ræðu Svavars komu fram fjöl-
margir fyrirvarar og efasemdir um
sameiginlegt framboð. Meðal þess
sem hann taldi standa í vegi fyrir svo
nánu samstarfi við Alþýðuflokkinn
UM 340 fulltrúar voru kosnir til setu á fundinum af um 40 Alþýðubandalagsfélögum um land allt. Á meðan flestir fundarmenn fögnuðu formanni
sínum að ræðu lokinni rýndi Svavar Gestsson í plögg sín.
Hjörleifur Guttormsson mótmælti samfylkingartillögunni á aukalandsfundi
Felur í sér enda-
lok flokksins
HJÖRLEIFUR Guttormsson al-
þingismaður mótmælti harðlega til-
lögu formanns og varaformanns Al-
þýðubandalagsins um sameiginlegt
framboð með Alþýðuflokknum í
ræðu sinni á aukalandsfundi flokks-
ins í gærkvöldi. Hann sagði að með
þátttöku í sameiginlegu framboði
væri Alþýðubandalagið að fella
merki sitt og stinga undir stól mál-
efnum sem um áratugi hefðu skap-
að því sérstöðu. „Mín sannfæring er
önnur og ég verð ekki samferða
hópi sem fellir merkið fyrirfram, áð-
ur en kjósendum gefst færi á að
taka afstöðu og velja milli flokka á
sem ljósustum forsendum," sagði
Hjörleifur m.a. í ræðu sinni.
Alþýðubandalagið hyrfí
ofan í skúffu formanns
„Ákvörðun um sameiginlegt
framboð hefur í för með sér að Al-
þýðubandalagið hverfur af sjónar-
sviðinu sem stjórnmálaafl. Flokkur-
inn yrði notaður á næstu mánuðum
til að ganga tæknilega frá sameigin-
legum framboðum með Alþýðu-
flokki og ieifunum af Kvennalistan-
um, en hyrfi síðan ofan í skúffu hjá
formanni flokksins. Hverjum dettur
í hug að AB muni starfa sem póli-
tískt afl stundinni lengur eftir að til
verður sameiginlegur þingflokkur?
Sumir vilja sjá slíkan þingflokk
strax í haust. Éftir að til yrði þing-
flokkur kosinn af sameiginlegum
lista spyr enginn um reytur eða
heimilisfang Alþýðubandalagsins
aðrir en innheimtumenn. Það er
grátbroslegt þegar fonnaður
flokksins talar um það að hér sé
verið að gera tilraun til fjögurra
ára, og hægt sé að draga Alþýðu-
bandalagið út úr skúffunni að þeim
tíma liðnum. I raun eru menn að
fjalla hér um tillögu sem felur í sér
endalok þess,“ sagði Hjörleifur í
ræðu sinni.
Hjörleifur sagði að Alþýðubanda-
lagið væri þess megnugt að styrkja
stöðu sína ef forysta þess væri ekki
að heykjast á því að bera fram
stefnu flokksins. Nú stefndi flokks-
forystan að því að nota tryggð og
hollustu félagsmanna Alþýðubanda-
lagsins til að flytja menn nauð-
uga/viljuga yfir í fang krata.
Hjörleifur mótmælti þeim um-
mælum formannsins að samfylking-
arpólitík hefði verið hluti af farangri
flokksins og forvera þess. „Rétt er
að talsmenn Sósíalistaflokksins sál-
uga höfðu samfylkingu mjög á orði
til að verjast hnappheldu kalda
stríðsins og til að byggja brýr milli
manna innan verkalýðshreyfingar
þess tíma. Sem kosningabandalag
1956 var Alþýðubandalagið afurð
slíkrar samfylkingai’stefnu. Sambúð
1 þessu kosningabandaiagi reyndist
erfið og niðm-staðan eftir miklar
hremmingar, átök og klofning var
að því var breytt í formlegan stjóm-
málaflokk árið 1968. Ég óska engum
svo ills að þurfa að ganga í gegnum
viðlíka hrossakaup og tíðkuð voru
um árabil innan þessa kosninga-
bandalags, en upp á slíkt er nú boðið
þrjátíu árum síðar,“ sagði hann.
Leita bandamanna
og reisa nýtt merki
I lok ræðu sinnar varpaði Hjör-
leifur fram þeirri spumingu hverra
kosta væri völ. „Eigum við, sem er-
um andvíg því að láta staursetja
okkur og flokkinn okkar, að horfa á
eftir sameiginlegum málstað út í
óvissuna? Við eigum vissulega þann
kost að ganga út í sumarið og gró-
andann, leita okkur bandamanna og
reisa nýtt merki um skýra stefnu í
nýju samhengi. Það er þörf á rót-
tækri stefnu, þar sem helstu burðar-
ásar þurfa að verða umhverfis-
vernd, jafnrétti og óháð Island. Ég
er viss um að stuðningur við slíkar
áherslur á hljómgrunn í brjóstum
margra,“ sagði hann.
var að hann hefði ekki fallist tafar-
laust á þá stefnu að fella niður komu-
gjöld á sjúkrahúsum og skólagjöld í
framhaldsskólum. Margrét sagðist
aftur á móti geta fullyrt, eftir við-
ræður við forystumenn Alþýðuflokks
og Samtaka um Kvennalista, að
þessi stefnumál Alþýðubandalagsins
myndu nást fram í sameiginlegu
framboði.
Svavar nefndi einnig að kæmu upp
pólitísk átök um aðild íslands að
Evrópusambandinu á næsta kjör-
tímabili, og kosið yrði um það fljót-
lega eftir aldamót, myndi það leiða
til sundrungar hreyfmgarinnar sem
nú ætti að mynda. Hann taldi einnig
að önnur utanríkismál gætu komið
upp á milli flokkanna.
Svavar sagði að Alþýðubandalagið
ætti að gera þá kröfu í sameiginlegu
framboði að fá fleiri þingmenn en
það hefur nú, í samræmi við aukið
fylgi flokksins sem fram hafi komið í
skoðanakönnunum.
Hann vildi einnig að tekið yrði á
fimmtíu milljóna króna skuld Al-
þýðubandalagsins, sem væri með veð
í framlögum til þingmanna flokksins
i framtíðinni.
Svavar vill millileið
Svavar sagði að taka yrði á ofan-
greindum atriðum og fleirum áður en
gefin yrði út endanleg yfirlýsing um
sameiginlegt framboð. „Það að
ákveða sameiginlegt framboð endan-
lega nú fyrirvaralaust og þar með að
Alþýðubandalagið bjóði ekki fram
aftur væri því að mínu mati beinn af-
leikur á þessu stigi málsins þó að það
gæti orðið skynsamlegt á lokastigi
þegar öll skilyrði eru uppfyllt. Þau
hafa ekki verið uppfyllt ennþá. Þess
vegna teldi ég eðlilegast á þessum
landsfundi að farin verði eins konar
millileið og að þeim leiðum sem til
greina virðast koma verði vísað til at-
hugunar í kjördæmisráðunum. Síðan
taki miðstjórn flokksins hina endan-
legu ákvörðun þegar forysta flokks-
ins metur það þannig að hún hafi
safnað öllum þráðum í hönd sér; þeg-
ar öllum lykilspurningum hefur verið
svarað. Við höfum nægan tíma.“
Skýrsla utanríkis-
málahóps
Engar
breytingar
á Natóaðild
í SKÝRSLU sameiginlegs málefna-
hóps Alþýðuflokks, Alþýðubanda-
lags og Kvennalista um utanríkis-
mál, sem lagður var fram fyrir upp-
haf aukalandsfundarins, segir að
ekki sé áformað að Islendingar
gangi úr Atlantshafsbandalaginu á
komandi kjörtímabili, en að framtíð-
arstefnan sé sú að hægt verði að
standa utan hernaðarbandalaga.
Einnig segir þar að við núverandi
aðstæður sé „ekki áformað að ís-
land sæki um aðild að ESB á kjör-
tímabilinu".
Málefnahópurinn telur að íslensk
stjórnvöld eigi og verði að staðfesta
og fullgilda strax Kyotobókunina
um takmörkun á losun gróðurhúsa-
lofttegunda og uppfylla allar aðrar
skuldbindingar sínar í alþjóðasam-
starfi um umhverfismál.
Steingrímur skilar séráliti
Steingrímur J. Sigfússon alþing-
ismaður skilar séráliti í hópnum þar
sem hann gagnrýnir vinnubrögð við
skýrslugerðina, einkum að ekki hafi
gefíst nægur tími til umræðna, enda
hafi fyrsti raunverulegi vinnufund-
ur hópsins verið haldinn 22. júní, en
hópurinn var skipaður í mars síð-
astliðnum. Upphaflega var gert ráð
fyrir að hópurinn skilaði niðurstöð-
um fyrir miðstjórnarfund Alþýðu-
bandalagsins sem haldinn var um
miðjan júní.
Steingrímur segir um skýrsluna
að hún sé „stutt, almennt orðað
plagg þar sem búið er um undir-
liggjandi ágreiningsmál með mála-
miðlunarorðalagi". Ekki liggi fyrir
heilsteypt málefnaleg stefnuskrá
eða grundvöllur framboðs eða
flokks.