Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
TtHVERN
FRJU AE>
H&N6JA?
£vjg2gy
Grettir
Tommi og Jenni
Ég er sammála...
Heimska tré!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Heyrnartæki full-
orðna fólksins
Frá Sigríði Johnsen:
MARGAR greinar hefi ég lesið í
Morgunblaðinu frá því ég fluttist
heim til Islands. Fáar hafa undrað
mig meir en grein Einars Sindra-
sonar læknis, sunnudaginn 24. maí
sl. Hann montar sig af málakunn-
áttu og gott er að þurfa ekki að
nota „Parlören", eins og við hin á
ferðalögum erlendis. Það er þó
aukaatriði. Verra er að hann gerir
lítið úr okkur, eldra fólkinu, sem
hann telur það vanþroska og það
sóðalegt, að við tökum ekki eftir
því þegar og ef heyrnartæki okkar
fyllast af eymamerg. Eram við
sem sagt hætt að þrífa okkur,
hendum bara tækjunum ofan í
skúffu, förum til eymalæknis, sem
kennir svo biessuðu fólkinu að
þrífa sig og tæki sin? Eða lætur
okkur kaupa önnur tæki sem ekki
era hótinu betri. Það era til ágæt
dönsk tæki, sem ég hefi spurt um á
Heymar- og talmeinastöðinni, en
þau fást ekki hér.
Eg byrjaði að missa heyrn þegar
ég var komin yfir sextugt og fékk
fyrsta heymartækið mitt um sjö-
tugt. Það reyndist lélegt og var
alltaf að bila. Eins er með það sem
ég á núna. Það þarf oft í viðgerð,
og er þó eymamerg ekki um að
kenna. Þó að ég sé komin á níræð-
isaldur þá þríf ég mig sem aðrir og
ekki síður heyrnartækið mitt,
hvaða álit sem læknirinn hefur svo
á öldraðum. Það hefur aldrei komið
eyrnamergur á tækið mitt.
Eg ætla að minnast lítillega á
ömmur mínar tvær. Anna Sigríður
Johnsen, föðuramma mín, var
glæsileg kona, prúð og háttvís í
framkomu. Þó líkaminn hrömaði
var hún andlega ern og heil þegar
hún dó 75 ára gömul. Sömu sögu er
að segja af móðurömmu minni,
Þóreyju Jónsdóttur Möller, sem
var bráðgreind kona (fædd 1855),
víðlesin þótt skólaganga væri stutt.
Minni hennar, Þóreyjar ömmu, á
sögur og ævintýri, sem hún fór
með, var mjög gott. Já, ég nota ís-
lenska orðalagið, Þórey amma (ekki
það tilgerðarlega ameríkaníseraða
slanguryrði „amma Þórey“) sagði
okkur hvert ævintýrið á fætur
öðra, svo unun var á að hlýða. Mörg
hefur óljós minning dvalist, síðan í
mínum hug og falist, en aldrei
gleymi ég kvöldunum þeim, sitjandi
í rökkrinu, en þó ferðast í hugan-
um, út um allan heim.
Eplið fellur sjaldan langt frá eik-
inni, er sagt. Og nú era erfðir mjög
í umræðu. Það mætti máski
ímynda sér að fólk komið á efri ár
væri meira og minna út úr heimin-
um, hafi ömmur þess verið það.
Lýk ég svo spjalli þessu með von
um að öldungadeildin, sem ég er
félagi í, láti í sér heyra.
SIGRÍÐUR JOHNSEN,
Hjaltabakka 2,109, Reykjavík.
Bréf til ritstjórnar
Frá Einari Þór Gunnlaugssyni:
VEGNA umræðu um ritfrelsi og
birtingu greina í Morgunblaðinu í
vor: Það er sjálfsagt og eðlilegt að
fjölmiðill hafni efni af einhverjum
ástæðum. I þessu sambandi vil ég
spyrja Mbl. um grein sem blaðið
virðist hafa týnt og aldrei hefur
fengist skýring á.
Sá sem þetta skrifar var/er ekki
höfundur umræddrar greinar en
hún var skrifuð vegna myndar um
leitarhunda sem ég framleiddi,
sýnd í ríkissjónvarpinu í janúar
1997. Greinin var viðbrögð við at-
hugasemd Björgunarhundasveitar
íslands (BHSÍ), sem birtist í Mbl.
um umrædda mynd og skrifuð til
þess að kasta skugga á hana. í
greininni, sem var skrifuð af fyrr-
verandi stjómarmanni í BHSI, var
gerð grein fyrir því hvemig stjórn
BHSI eða einstakir meðlimir innan
Landsbjargar unnu þrotlaust gegn
gerð þessarar myndar, reyndu að
kippa grundvelli undan starfinu
með kafbátahemaði allan tímann
sem hún var í vinnslu. Ekki verður
farið nánar út í það hér en afleið-
ingarnar vora m.a. þær að meiri-
hluti félagsmanna BHSI hraktist
úr félaginu og Landsbjörg og
stofnaði nýja sveit hjá Slysavama-
félagi íslands. En ástæðurnar fyrir
skemmdarstarfseminni vora aldrei
kunngerðar.
Skærar í félagsstarfsemi og víð-
ar era ekki óalgengar en fram-
koma félaga í Landsbjörg á þess-
um tíma var ekki sæmandi fólki
sem er treyst til að leita að og finna
fólk. Þess vegna var þetta alvarlegt
mál.
Undirritaður hafði spurnir af af-
drifum áðurnefndrar greinar og
fleira varðandi þetta mál nokkru
síðar þegar málið var orðið „gam-
alt“. En hvað var það sem Morgun-
blaðið taldi ekki þola dagsins ljós?
Morgunblaðið hefur sýnt karakter
með því að birta skrif Sverris Her-
mannssonar án þess að hleypa öðr-
um bullskrifum í blaðið. Tilraunir
einhverra til að senda inn allskyns
greinar með dónaskap til að reyna
að vekja umræðu um ritfrelsi, mál-
frelsi og hver sé séra Jón og hver
sé bara Jón voru ósannfærandi. En
týnir greinasafn Morgunblaðsins
mörgum greinum?
EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON,
framleiðandi,
London.
Aths. ritstj.
Það er ljóst, að grein sú, sem
spurt er um, hefur týnzt og biður
Morgunblaðið höfund hennar og
aðra, sem hlut eiga að máli, afsök-
unar á því.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.