Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 35
1
MORGUNBLAÐIÐ
i
i
í
í
1
I
I
1
I
i
1
í
4
4
4
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 35^-
AÐSENDAR GREINAR
ÁRLEGA leita til
mín fjölmargir foreldr-
ar, afar, ömmur, syst-
ur, bræður og önnur
skyldmenni barna sem
hafa ekki náð árangri í
skóla - en notið samt
mikillar sérkennslu.
Saga þeirra allra er
áþekk og hún er
nokkum veginn svona:
Hann var lengi að ná
tökum á lestri, var ekki
orðinn þokkalega læs
fyrr en 13 ára. Skriftin
vafðist líka fyrir hon-
um og okkur gekk illa
að fá hann til að æfa
sig. Á tímabili lagði
skólinn ekki áherslu á skrift af því
að lestrarþjálfunin var talin taka
svon mikinn tíma að hann hefði
ekki orku á að skrifa líka. Stafsetn-
ing var og er mjög slæm. Við gerð-
um allt sem við gátum til að hjálpa
honum en það var erfítt, skapið
hljóp oft með hann í gönur og þá
rann heimanámið út í sandinn. Eft-
ir því sem nær dró loka-prófunum í
10. bekk uxu áhyggjur okkar. Við
hjónin sváfum varla heilan svefn á
tímabili, við vissum að drengurinn
okkar var heilbrigður og eðlilegur
á allan hátt - hvers vegna í ósköp-
unum gat hann þá ekki skrifað
rétt, jafnvel ekki einföld orð eins
og skilaboðin sem hann festi iðu-
lega á ísskápshurðina. Ævinlega
skyldi hann skrifa: „Vegtu mig kl.
8,“ þó var hann leiðréttur i hvert
skipti.
Við höfðum auðvitað samband
við skólann um leið og drengnum
fór að ganga illa, þá var hann í 2.
bekk. Honum hafði gengið vel að
læra stafina í 1. bekk en náði ekki
að tengja í orð síðari
hluta vetrarins. Næsta
haust hafði hann
gleymt öllum stöfun-
um og þurfti að byrja
upp á nýtt. Okkur var
sagt að þetta væri al-
gengt og við þyrftum
engar áhyggjur að
hafa. En um vorið
hafði lítið miðað,
drengurinn virtist
ekki ná neinum tökum
á náminu og gat ekki
lesið nema tveggja og
þriggja stafa orð um
vorið. Við reyndum að
halda kunnáttunni við
um sumarið en það
gekk illa. Um haustið náðum við
tali af bekkjarkennaranum, skiln-
ingsríkri ungi-i konu. Hún vildi
samt ekki gera mikið úr lestrar-
vandanum. „Þetta kemur,“ sagði
hún. „Hann er bara ekki tilbúinn,
þroskinn er ekki orðinn nægur
ennþá. En ég skal útvega honum
sérkennslu, hann á rétt á henni.“
Við nánast svifum heim, nú þyrft-
um við ekki að hafa áhyggjur fram-
ar úr þvi að drengurinn fékk
kennslu aukalega. En Adam var
ekki lengi í Paradís. Þegar komið
var fram undir jól kom drengurinn
eitt sinn heim illa til reika. Eldri
strákar höfðu setið fyrir honum,
barið hann, troðið snjó ofan á bakið
á honum og kallað hann heilabilað-
an aula, sérkennslufífl og fleira í
svipuðum dúr. Okkur rak í
rogastans, við vissum ekki annað
en að allt gengi vel. Að vísu höfðu
framfarir í lestri ekki aukist að ráði
og sérkennarinn hafði hvorki talað
við okkur né sent heim nein gögn
um kennsluna. Við vissum því
næsta lítið um sérkennsluna,
treystum því bara að hún væri góð
og vönduð og til viðbótar við annað
nám drengsins í skólanum.
Þannig var það ekki og nú sagði
drengurinn okkur hvernig sér-
kennslan gekk fyrir sig. Annar
kennari en bekkjarkennarinn kom
þrisvai’ í viku og sótti hann, annan
dreng og stúlku og fór með þau í
I þessari þriðju og
síðustu grein Helgu
Sigurjónsdóttur um
kreppu sérkennslunar
segir hún sögu af
dreng sem er verðugt
íhugunarefni.
litið herbergi þar sem þau voru lát-
in lesa í öðrum bókum en lestrar-
bókunum. Stundum voru þau látin
skrifa, stundum að föndra og fyrir
kom að kennarinn spjallaði bara
við þau um íþróttir eða annað sem
þau höfðu áhuga á. það þótti börn-
unum gaman. Oftast var þó lesið.
Einstaka sinnum var fjórða barnið
í hópnum, drengur sem átti erfitt
með að sitja kyrr. Hann fékk
stundum að liggja á gólfinu og
leika sér að bílum á meðan hin lásu
eða skrifuðu. „Og hvemig hefur
þér líkað þetta“? spurðum við. Jú,
það var svo sem gott að fara til sér-
kennarans, hann var ágætur og
gott að þurfa ekki að lesa upphátt í
bekknum. En það var leiðinlegt að
verða að fara úr bekknum sínum,
oft í skemmtilegustu tímunum eins
og reikningi, söng eða samfélags-
fræði. Sérkennslan lenti oftast á
þeim tímum. Það var samt ekki það
versta. Verst var að allir krakkam-
ir í bekknum vissu að hann fór í
þessa tíma af því að honum gekk
svo illa að þæra. Hann var auli.
Við höfum verið að hugsa, svona
eftir á, að einmitt þennan vetur
hafi sjálfsstraust drengsins byrjað
að skaðast. Hann hefði sannfærst
um að hann væri ekki eins og önn-
ur börn. Samt talaði hann aldrei
um þetta við okkur og við vissum
ekki annað en allt væri í himna-
lagi.“ Svo sem nærri má geta var
þetta okkur mikið áfall, satt að
segja vissum við ekki okkar rjúk-
andi ráð. Fyrsta verk okkar daginn
eftir var að tala við skólastjórann.
Honum kom ekki á óvart að um-
ræddir piltar hefðu barið drenginn
okkar, þeir væra óttalega uppi-
vöðslusamir. En við skyldum ekki
hafa áhyggjur, hann skyldi tala yfir
hausamótunum á þeim og láta þá
biðjast afsökunar. Ekki hljómaði
ræða skólastjórans sannfærandi
enda sótti fljótt í sama horf.
Eftir tvö eða þrjú ár var dreng-
urinn orðinn svo miður sín að hann
kveið fyrir að fara í skólann á
hverjum degi. Nú var það ekki bara
námið sem olli kvíða hans heldur
eineltið. Ástandið batnaði þó mikið
þegar verstu hrekkjusvínin fluttu í
annað skólahverfi. Þá var drengur-
inn kominn í 8. bekk og orðinn frá-
bitinn öllu námi. Stundum grét
hann yfir skólabókunum, þessi stóri
og myndarlegi drengur. Það sem
hélt honum uppi vora íþróttimar.
Annars vitum við ekki hvemig
hefði farið. Hann var mjög góður í
fótbolta, lék með meistaraflokki
unglinga og átti þar góða vini.
En skólinn var honum kvöl. Við
bjuggumst við að hann félli á sam-
ræmdu prófunum en hann gerði
það ekki heldur rétt skreið með
lágmarkseinkunnir í stærðfræði,
ensku og íslensku. Það fleytti hon-
um inn í framhaldsskóla en þá tók
ekki betra við. Hann var of illa
undirbúinn fyrir erfitt nám, kunni
ekki að læra og vantreysti sjálfum
sér; var fyrir löngu farinn að trúa
því að hann væri einn af þeim sem
gæti ekki lært. það var því ekki von
á góðu enda féll hann á fyrstu önn
og stóð þá í sömu sporam og um
vorið. „Og nú vitum við hreinlega
ekki okkar rjúkandi ráð,“ sagði
faðirinn. „Er hvergi neina hjálp að
fá?“
Þetta er sönn saga fólks sem
stendur í þessum sporam núna.
Nokkrum atriðum er samt sleppt,
svo sem viðtölum við sálfræðing að
ráði skólastjórans og tillögum
lækna um lyf. Foreldrarnir léðu
ekki máls á lyfjagjöfum en þáðu
aðstoð sálfræðings. Hann var
elskulegur og gerði sitt besta en
það breytti engu, sjálfstraust
barnsins virtist gufað upp. En
löngun drengsins til að læra var og
er fyrir hendi engu að síður. „Hann
þarf góða kennslu en ekki lyf,“
sagði móðirin um leið og hún
kvaddi. Hér er engu við að bæta.
Boltinn er hjá yfirvöldum.
Höfundur er námsráðgjafi og kenn-
ari í MK.
Góður - betri - bestur
Helga
Siguijónsdóttir
I
€
Hi
PARHÚS
HLÍÐ AR ÁS ■ A
M 0 S F E L L S B Æ
SÝNING UM HELGINA
Þessi fallegu 195 m2 parhús verða til sýnis
laugardag og sunnudag milli kl. 12 og 17.
Húsin eru á tveimur hæðum með frábæru
útsýni og suður- og vesturgarði.
Verið velkomin - sjón er sögu ríkari.
Framhlið
II II II
r:J I ™
tjjLLl
Bakhlið
Gafl
Cl
STOFA
32 m*
wottur/
GEYMSLA
6.9 m2
o lol»ICZP
Neðri hæð
98 m'
il®
aHi
Efri hæð
97 m’
Byggingaraöili:
Glás ehf.
Slgurður Andrésson
Upplýsingar f símum:
H.s: 566 8085 \ Farsími: 894 8087