Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nafn Alfreðs Elíassonar á þotu Atlanta BOEING 747 breiðþotu Atlanta flugfélagsins verður á morgun gefíð nafn Aifreðs Elíassonar, eins af stofnendum Loftleiða. Er það sjötta þota félagsins sem fær nafn ein- hvers frumkvöðuls íslenskrar flug- sögu. Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, mun af- hjúpa nafnið á þotunni við athöfn á Keflavíkurflugvelli á morgun að við- stöddum forráðamönnum og starfs- mönnum Atlanta og fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða. Frá árinu 1993 hefur einni þotu Atlanta á ári verið gefíð nafn einhvers frum- kvöðuls úr íslenskri flugsögu. Nöfn- __^ in sem þoturnar fimm bera eru Agnar Kofoed-Hansen, Alexander Jóhannesson, Karl Magnússon, Ulf- ar Þórðarson og Þorsteinn E. Jóns- son. ■ Atlanta boðið/4 ---------------- 800 lítrar láku úr olíu- Mb flutningabfl ÁTTA hundruð lítrar af olíu láku úr olíuflutningabfl frá Skeljungi á vegarkaflanum frá Fellskoti að Laugarási í Biskupstungum í gær. Talsverð hálka myndaðist á vegin- um og tilkynnti vegfarandi um óhappið síðdegis í gær. Klukku- stund síðar var farið að vinna að því að hreinsa veginn og var starf- inu lokið um klukkan 20. Olíufélag- ið Skeljungur sá um hreinsunar- starfið en að sögn lögreglunnar á Selfossi er vegarkaflinn milli 15 og 20 km langur. Orsök lekans var sú að slanga á tengivagni fór í sundur. Haft var samband við Hollustuvernd ríkis- ins og Vegagerðina vegna málsins. Morgunblaðið/Arnaldur Klædd eftir veðri REGNIÐ á suðvesturhorninu, sem undanfarna daga hefur vökvað þurran gróður og bætt í vatnslitl- ar ár er senn á enda, að minnsta kosti í bili. Það ætti að gleðja marga, enda nú að hefjast önnur mesta ferða- helgi ársins. Veðurstofa íslands spáir góðu veðri vestan- og sunn- anlands í dag og á morgun. Norð- anáttin færir Vestur- og Suður- landi sólina en kælir Iandið að norðanverðu. A Austurlandi verð- ur skýjaö framan af deginum og lítils háttar úrkoma. Spáin er svipuð fyrir land allt á morgun. Þessi kona, sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í gær, kann að klæða sig og sína eftir veðri. Hún lét rigninguna ekki aftra sér frá því að viðra hundana sína, heldur klæddi þá í þar til gerðar regnkápur, ef svo má segja. Hún getur þó sleppt regn- klæðunum um helgina, þar sem sólin mun að öllum líkindum verma íbúa Reykjavíkurborgar með geislum sínum. Sala á kjúklingum jókst um 20% á 12 mánuðum SALA á kjúklingum hefur aukist um 20% á síðustu 12 mánuðum. Salan síðustu mánuðina hefur verið enn meiri og var sala á kjúklingum í maí 32,5% meiri en í maí í fyrra. Ástæð- an fyrir þessari breytingu er stór- aukin sala á ferskum kjúklingum, auk þess sem verð hefur heldur lækkað. Sala á lambakjöti dróst saman um 3,8% á síðustu 12 mánuðum, en sala á nautakjöti jókst hins vegar um 3,8%. Sala á lambakjöti í vor hefur hins vegar verið allgóð. Salan síðustu þrjá mánuðina var t.d. um 12,4% meiri en í sömu mánuðum í fyrra. í fyrsta skipti í áratugi hefur sala á svínakjöti dregist saman, en ástæðan er fyrst og fremst sú að framleiðsla á svínakjöti hefur minnk- að. Sölusamdrátturinn frá áramótum er 4%, en síðustu ár hefur sala á svínakjöti aukist um u.þ.b. 10% á ári að jafnaði. Verð lækkaði umtalsvert 1996 og í kjölfarið hættu nokkrir svinabændur framleiðslu. Þrátt fyrir minni framleiðslu á svínakjöti hefur verð á því ekki hækkað. Samtals hefur neysla á kjöti aukist hér á landi um 1,4% á síðustu 12 mán- uðum. Ef litið er til síðustu þriggja mánaða er neysluaukningin 6,5%. Kaup Myllunnar-Brauðs á Samsölubakaríi Máli samkeppnis- ráðs vísað frá HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur vísað frá máli samkeppnisráðs þar sem krafa var gerð um að ógiltur yrði úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að fella úr gildi fyrri ákvörðun samkeppnisráðs um ógildingu yfirtöku Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Málinu var vísað frá á þeirri for- sendu að samkeppnisráði væri sam- kvæmt lögum ekki heimilt að vera aðili máls með þeim hætti sem hér um ræðir, enda hefði það ekki lögvarða hagsmuni af því að fá um- ræddan úrskurð áfrýjunarnefndar- innar felldan úr gildi. Samkvæmt samkeppnislögum væri hlutverki samkeppnisráðs lokið þegar það hefði tekið ákvörðun um tiltekið málefni. Þeirri ákvörðun mætti skjóta til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála og yrði samkeppnisráð að hlíta úrskurði hennar á sama hátt og önnur lægra sett stjórnvöld yrðu að hlíta ákvörðunum æðra settra stjórnvalda. ■ Samkeppnisráð/16 --------♦“♦-♦------ Pottur gleymd- ist á eldavél SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út í gærkvöld eftir að tilkynn- ing barst um mikinn reyk í húsi á Vatnsstíg 11. Pottur hafði gleymst á eldavélar- hellu með fyrrgreindum afleiðing- um. Loftað var út úr húsinu og að sögn slökkviliðsins hlaust ekkert tjón af reyknum. Hart var deilt um samfylkingartillögu aukalandsfundar Alþýðubandalagsins Formaðurinn leg’g’iir til sameiginlegt framboð 34 fulltrúar lög-öu fram gagntillögu STRAX við upphaf aukalandsfund- ar Alþýðubandalagsins á Hótel Sögu í gær lagði Margrét Frímannsdóttir, formaður flokks- ins, fram tillögu um, að stefnt skyldi að sameiginlegu framboði Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Samtaka um kvennalista og annarra félags- hyggjuafla í öllum kjördæmum landsins í næstu alþingiskosningum. Harðar deilur urðu um tillöguna við umræður fulltrúa á aukalandsfund- inum, sem stóðu yfir fram eftir kvöldi. " I gærkvöldi lögðu Steingrímur J. Sigfússon og 33 aðrir fulltrúar á fundinum fram tillögu um að for- manni flokksins verði falið, í sam- ráði við framkvæmdastjórn og þing- flokk, að bjóða öðrum stjórnarand- stöðuflokkum, óháðum samstarfsað- ilum flokksins og öðrum þeim sem vilji fylkja liði undir merkjum vinstristefnu og félagshyggju til viðræðna um gerð samstarfsáætl- unar til fjögurra ára. „Áætlunin skal meðal annars fela í sér bind- andi yfirlýsingu um samstarf á næsta kjörtímabili, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, mál- efnasamning og verkáætlun til næstu fjögurra ára, ramma um samstarf þingflokka á Alþingi og viljayfirlýsingu um að þróa að öðru leyti áfram samstarf viðkomandi að- ila á næsta kjörtímabili." Ragnar Arnalds alþingismaður var meðal flutningsmanna tillög- unnar og Ögmundur Jónasson þing- maður lýsti einnig stuðningi við hana. „Alþýðubandalagið hyrfi af sjónarsviðinu" Hjörleifur Guttormsson sagði að ákvörðun um sameiginlegt framboð hefði í för með sér að Alþýðubanda- lagið hyrfi af sjónarsviðinu sem stjórnmálaafl. Gagnrýndi hann samfylkingartillöguna harðlega og sagðist ekki verða samferða hópi sem felldi merkið fyrirfram. Svavar Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, lýsti í ræðu sinni þeirri skoðun að fresta ætti ákvörðun um sameiginlegt framboð og fela miðstjórn flokksins endanlegt úrskurðarvald. Yrði ákvörðun tekin strax væri hætta á klofningi flokksins. Persónuleg skoðun Svavars á sameiginlegu framboði kom skýrt fram. „Það væri betra fyrir málefni og hugsjónir Alþýðubandalagsins að láta reyna á styrk sinn í næstu kosningum sem Álþýðubandalag í málefnabandalagi við hina flokkana. Margt bendir til þess að Alþýðu- bandalagið fengi við þær aðstæður verulegt fylgi; skoðanakannanir hafa verið okkur hagstæðar að und- anförnu," sagði Svavar í ræðunni. Margi’ét vitnaði í ræðu sinni óspart til sögulegra fordæma af samfylkingu vinstrimanna og minnti einnig á það að Alþýðu- bandalagið hefði löngum hvatt til samfylkingar félagshyggjuflokk- anna en talað fyrir daufum eyi'um þangað til fyrir fáeinum árum þegar stefnubreyting varð í þessum mál- um hjá Alþýðuflokki. „Lái mér hver sem vill þótt ég undrist stundum harðorðar yfirlýsingar einstakra manna í minn gai-ð fyrir það eitt að framfylgja yflrlýstri stefnu Alþýðu- bandalagsins til margra ára,“ sagði Margrét. ■ Gerir tillögu/11 ■ Felurísér/11 ■ Engar breytingar/11 Þrjú óhöpp á nýlögðum vegarkafla ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu á nýlögðum vegarkafla við Lyngholt í Borgarfirði í gær. í tveimur þeirra komu mótor- hjól á leið á landsmót bifhjóla- samtakanna Sniglanna við sögu. Stúlka sem var farþegi á öðru mótorhjólinu slasaðist h't- illega þegar hjólið rann til á veginum og fór á hliðina en ökumaður þess kvartaði undan eymslum í úlnliðum, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Hjólið er hins vegar mikið skemmt og óökufært. í hinu mótorhjólaslysinu var einn maður á ferð og varð óhappið með sama hætti og hið fyrrnefnda. Ökumaður slasað- ist ekki en hjólið rispaðist lítil- lega. Á sama stað hægði bíll á sér í bílalest með þeim afleiðing- um að bíll sem á eftir kom lenti aftan á honum. Engin meiðsl urðu á fólki í árekstrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.