Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 ( 1 ( ( 4 ( i < < í l < ( < ( i (3 i : í 4 ■1 < i 1 4 ! «0 GUÐMUNDUR ÓLAFSSON + Guðmundur Ólafsson fædd- ist í Hnífsdal 26. mars 1922. Hann andaðist^ á heimili sínu á ísafirði 27. júní siðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafs- son, f. 18. ágúst 1888 á Berjadalsá á SnæQallaströnd, d. 3. mars 1957, og .Jó- ney Sigri'ður Óla- dóttir, f. 4. júlí 1893 á Drangsnesi, d. 2. mars 1971. Guðmundur var fjórði í röð sjö systkina. Hin eru: Ólafur Helgi, f. 14. maí 1918, d. 20. apríl 1993; Ólöf Júl- íana, f. 20. nóv. 1920, d. 3. okt. 1956; Halldór Þorvaldur, f. 17. maí 1923; Magnúsína, f. 30. júlí 1931; og Einar Kristbjörn, f. 18. des. 1933, d. 16. nóv. 1953. Hálfbróðir Guðmundar og sam- feðra er Eyjólfur Guðmundur, f. 27. des. 1916. Hinn 25. desember 1949 kvæntist Guðmundur Guð- björgu S. Valgeirsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði. Foreldr- ar hennar voru hjónin Valgeir Jónsson, f. 3. apríl 1899, d. 5. júlí 1981, og Ingibjörg Margrét Guðmundsdóttir, f. 15. septem- ber 1901, d. 8. mars 1993. Börn Guðmundar og Guð- bjargar eru: Kristján, f. 1947, kvæntur Guðfinnu Skúladóttur; Val- geir, f. 1948, kvænt- ur Hildi Bærings- dóttur; Ólafur, f. 1951, kvæntur Steinunni Arnórs- dóttur; Einar Krist- björn, f. 1953, kvæntur Aðal- björgu Pálsdóttur; Sigurður Rúnar, f. 1955, í sambúð með Jónu Guðmunds- dóttur; Ólöf Minný, f. 1957; Ingibjörg Sigríður, f. 1962, gift Guð- mundi Asgeirssyni; og Birgir Már, f. 1966, í sambúð með Nínu E. Sandberg. Barnabörn- in eru tuttugu og íjögur og barnabarnabörnin eru orðin þijú. Sem unglingur var Guð- mundur í sveit, lengst af á Mið- dalsgröf í Tungusveit í Strandasýslu. Síðar starfaði hann m.a. til sjós og hjá Olíufé- lagi útvegsmanna. Hin síðari ár starfaði Guðmundur við rækju- vinnslu, m.a. hjá Rit hf. og nú síðast hjá Básafelli hf. eða þar til hann lét af störfum við árs- lok 1997. Einnig átti Guðmund- ur bát sem hann reri á í frí- stundum, allt til síðasta dags. títför Guðmundar verður gerð frá Isafj arðarkirkj u í dag, og hefst athöfnin klukkan 11. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þessar b'nur úr sálminum „Kalbð er komið“ langar mig að gera að mínum orðum, nú þegar ég kveð þig, elsku tengdapabbi. Ekki óraði mig fyrir því, þegar þú faðmaðir mig í kveðjuskyni fyrir vestan í vor, að það væri í síðasta sinn. Þú varst kallaður burt svo skyndilega og óvænt. Það eru margar og ljúfar minningar sem vakna þegar ég lít yfir síðustu 29 ár, en þá sá ég þig fyrst þar sem þú .varst að draga slönguna úr olíubílnum fyrir utan húsmæðraskólann, þar sem ég var. Þá skaut upp í kollinum á mér hvort þú ættir eftir að verða tengdapabbi minn, því ég var svo skotin í einum syni þínum. Þú hefðir eflaust brosað ef þú hefðir vitað af mér þarna í glugg- anum. En þannig er einmitt myndin af þér sem kemur upp í hugann núna - brosandi og léttur í lund. Þær voru margar stundirnar sem við hjónin sátum með þér í litla herberginu á Hlíðarvegi 7 þegar við komum vestur. Sérstak- lega man ég eftir ágústkvöldunum þegar við sátum í rökkrinu og hlustuðum á þig segja sögur, en þú hafðir alveg einstakt lag á að segja frá, enda varstu hafsjór af fróðleik. Þótt þú hafir ekki verið á ferðalögum erlendis, vissir þú meira um staði og atburði en margur sem víða hefur farið, því þú varst svo víðlesinn. Við hjónin vorum farin að hlakka svo mikið til að fara með ykkur tengda- mömmu til Þýskalands í haust og skoða alla staðina sem þú varst svo fróður um og að slaka þar á með ykkur, því þið áttuð það svo sannarlega skilið. En vegir Guðs eru órannsakanlegir, og þú varst kallaður í annað og lengra ferða- lag - ferðalag sem við öll fórum í á endanum og þá getum við ferðast saman eins og við ætluðum. Elsku tengdapabbi, hafðu hjart- ans þakkir fyrir alla þá hlýju og all- ar þær stundir sem þú gafst mér, ég vildi að þær hefðu verið miklu, miklu fleiri. Elsku tengdamamma, megi Góð- ur Guð vernda þig og gefa þér og okkur öllum styrk og kraft til að takast á við sorgina. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Þín Steinunn. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginngeturmokaðmold minningamar yfir. (Bjami Jónsson frá Gröf.) Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni okkar. A síð- astliðnu ári misstum við elskulega föðurömmu og föðurafa og nú hef- ur þú líka kvatt okkur, elsku afi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka þér allar ljúfu samveru- stundimar. Þakka þér allar sög- umar og hlýju faðmlögin. Þakka þér fyrir að hafa haft áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og fyrir það að hafa alltaf haft nóg- an tíma til að hlusta á það sem við höfðum að segja. Elsku amma, við biðjum góðan guð að styrkja þig í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í ffiði, elsku afi. Ásgeir, Arnar og Aron. Hvert örstutt spor var auðnu spor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undri því að heyra þennan róm. Já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumar nótt. 0 alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) MINNINGAR Elsku afi minn er dáinn og sorg okkar allra er mikil, en við vitum að hann er kominn á góðan stað uppi hjá Guði, og hver veit, kannski er hann kominn með englahárið sitt aftur? Hann afi minn var góður maður sem naut þess mjög að sitja og segja litlu barnabörnunum sínum alls kyns sögur og ævintýri jafnt um það þegar hann var í stríðinu og um htlu trilluna sína hana Von, en mest hélt hann upp á að lesa fyrir okkur úr barnabibhunni, því að afi minn var mjög trúaður mað- ur og staðfastur í trú sinni. Alltaf var stutt í brosið hjá honum afa mínum, og gullmolamir hrundu ávallt af vönim hans. Já, það eru margar góðar minn- ingar sem sitja eftir í hjörtum okk- ar og eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Elsku afi minn, guð blessi þig og varðveiti um alla eilífð í nýjum heimkynnum og verði henni ömmu minni stoð og stytta í gegnum sorgina sem bar svo skjótt að. Elsku amma mín, við sendum þér og börnum þínum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ástarkveðjur, Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir (Hilda) og Elías Hilmar Utley. Elsku afi, aldrei grunaði okkur að þú myndir kveðja okkur svo fljótt og að fráfall þitt myndi bera svo snöggt að. Söknuður okkar er mikill og missirinn stór en sem huggun gegn harmi skilur þú eftir ótal sögur og ljúfar minningar. Vegna fjarlægða á milli staða voru samverustundir okkar ekki eins margar og við hefðum helst kosið og oft leið of langur tími á milli heimsókna. Á móti kemur að þær stundir sem við áttum voru ætíð innilegar og út í eitt skemmti- legar. Hjá ykkur ömmu á Isafirði var ávallt dekrað við okkur bræð- urna og aldrei skorti á neitt. Þú hafðir einstakt lag á því að segja frá og þær eru ófáar minningarnar sem við eigum frá Hlíðarvegi þar sem við stóðum með þér við glugg- ann og horfðum yfir fjörðinn hug- fangnir af sögum þínum. Vonin IS er einnig órjúfanlegur hluti af minningunni um þig enda ríkti ávallt mikil spenna þegar við bræð- urnir fengum að fara með þér á sjóinn sem var svo stór hluti í lífi þínu. Elsku afi, nú ert þú farinn þang- að sem allra leið liggur að lokum og við kveðjum þig með söknuði en líka með þökk fyrir allt það sem þú varst og það sem þú gafst okkur og kenndir. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og veita ömmu styrk í sorginni. „Fylgdu vini þúsund mílna leið, en á endanum þarftu þó að kveðja.“ (Kínverskt spakmæh) Guðmundur, Baldur og Arnór Ólafssynir. Sérfræðingar í blóniaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði IflNNA Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 + Okkar elskulega, SIGRÍÐUR BRIEM THORSTEINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 2. júlí. Davíð Sch. Thorsteinsson, Gyða Bergs, Erla Sch. Thorsteinsson, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Gunnlaugur E. Briem, Guðrún Briem, Garðar Briem, Stefanía Sch. Thorsteinsson, Jón H. Bergs, Áslaug Björnsdóttir, Þóra Briem, Þráinn Þórhallsson, Hrafnhildur Briem. ■#> + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN SVANLAUGSSON, Víðilundi 21, Akureyri, andaðist fimmtudaginn 2. júlí. Lissý Sigþórsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Haraldur Rafnar, Ásta Þorsteinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Heimir Gunnarsson og barnabörn. Systir okkar, + ERNA JÓHANNA HELGADÓTTIR frá Hörgsdal, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum miðvikudaginn 1. júlí. Guðrún Helgadóttir, Jósteinn Helgason. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ BJÖRNSSON frá Útkoti á Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 6. júlí kl. 13.30. Björn Alfreðsson, Erla Jósefsdóttir, Hafsteinn Alfreðsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Óskar Alfreðsson, Helga Valdimarsdóttir, Sæmundur Alfreðsson, Dagbjört Flórentsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför INGIBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR, Hólmavík. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ANDRÉSAR KRISTINSSONAR bónda, Kvíabekk f Ólafsfirði. Annetta María Norbertsdóttir, Rögnvaldur Axel Sigurðsson, Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Sverrir Reynir Reynisson, Guðlaug Kristín Andrésdóttir, Pálmar Þór Jóhannesson, Bjarnveig Berglind Sigurðardóttir, Kristinn Sigurðsson, Guðbjörg Helga Andrésdóttir, Vilmundur Þeyr Andrésson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.