Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FRÁ vígslu Skógakirkju, Þórður Tómasson fyrir miðju. ■ ■ LEGSTEINN Gíslrúnar Sigurbergsdóttur. Ljósmynd/Snorri Snorrason Systrastapi. Kirkjubæjar- klaustursbréf Fjarðarárgljúfur. I ÞAÐ er sunnudaginn 14. júní að við hjónin höldum austur að Skóg- um undir Eyjafjöllum. Þar er okk- ur boðið að vera viðstödd vígslu Skógarkirkju. Ég á nokkrar rætur í Skógum, því þaðan var langamma mín, Guðrún Sveinsdóttir Isleifs- sonar. Hún var móðir Sveins Jóns- sonar afa míns. Vígsluhátíðin tókst hið besta. Karl biskup Sigurbjöms- son vígði kirkjuna, en síðan var efnt til samsætis í „Fossbúanum" 'r og þar margar ræður fluttar. I ræðum manna kom fram, að efnið í kirkjuna er m.a. úr 16 gömlum kirkjum, sem höfðu verið rifnar eða aflagðar, en tekist að bjarga mörgu nýtilegu úr. Þórður safn- vörður Tómasson átti sér þann draum, að aftur risi kirkja að Skóg- um. Fáir menn sjá drauma sína rætast, en nú hefur draumur Þórð- ar rætst. Var hann hylltur í sam- sætinu og honum þökkuð forysta í máli þessu og það að verðleikum. Ég hefi veitt því athygli í tíðum heimsóknum mínum að Skógum, að það er tvennt, sem erlendum ferðamönnum finnst merkilegast að Skógum. Annað er Skógafoss, hitt Þórður Tómasson. Þegar Þórð- ur tekur að leika á orgelið og syng- ur með, þá ljóma andlit ferðamann- anna. Við Skógafoss verða þeir aft- ur á móti orðlausir, að sjá svo mik- ið og tært vatnsmagn falla fram af fossbrúninni í allri þeirri vatns- nauð, sem ríkir í heiminum. Þeir aka hljóðir frá Skógum, í minningu þeirra stendur eftir tvennt: Tær- leiki vatns og hreinleiki sálar. II Við stöndum upp frá veisluborð- inu að Skógum og höldum austur að Kirkjubæjarklaustri, þar sem við eigum tryggt gisirými næstu ««*rætur. Veður er hið fegursta, glampandi sólskin, allir jöklar ský- lausir. Skömmu áður en við komum að Klaustri verður okkur starsýnt á bæ einn, þar sem rekin er glæsi- leg bændagisting. Heitir þar að Hunkubökkum. Þaðan var ættaður Samúel Jónsson trésmíðameistari (1864-1937), faðir Guðjóns húsa- meistara ríkisins (1887-1950). Samúel var kvæntur afasystur minni, Margréti Jónsdóttur. Samú- el var maður lágvaxinn en knárri miklu en þeir sem stóðu röskar þrjár álnir. Ég minnist þess að hafa lesið í Lesbók Morgunblaðs- ins fyrir margt löngu frásögn um Samúel, þá er hann var ungur mað- ur að Hunkubökkum. Vetur einn verður kona ein austur í Öræfum sjúk og þurfti að koma til hennar meðölum og lá líf við. Samúel legg- ur af stað með lyfin, en er hann JÞ kemur að Skeiðará rennur hún * Utsýni úr Meðalland- inu er óviðjafnanlegt, segir Leifur Sveinsson. Jöklar á báðar hendur, Mýrdalsjökull í vestri, en Vatnajökull í austri. milli skara og virtist ófært með öllu að komast þar yfir. Samúel lét það þó ekki aftra sér, tók langt tilhlaup og stökk milli skara. Lyfin komust því til hinnar sjúku konu í Öræfun- um og hlaut hún bata. I Lesbókar- greininni eru borin saman stökk Skarphéðins Njálssonar við Mark- arfljót, er hann drap Þráin, og ferð Samúels með lyfin. Verður hver að meta fyrir sig, hvort afrekið var meira. III Þann 1. júlí 1934 var brúin yfir Markarfljót vígð. Þá opnaðist leiðin austur að Kirkjubæjarklaustri fyr- ir fólksbíla, en áður hafði Brandur Stefánsson í Litla-Hvammi brotist yfir fljótið og átt bíl allt frá 1927. Ekið hafði verið yfir brúna frá nóv- ember 1933. Semur því faðir minn við Steindór Einarsson bílakóng, að hann leigi sér bifreið til ferðar austur í Skaftafellssýslu. Bílstjóri hér Sigurjón og var úr Mýrdaln- um. Bíllinn líklegast Chevrolet. Hófst ferðin í miðjum júlí 1935. Fyrst var gist í Vík, en síðan haldið að Klaustri og gist hjá Lárusi Helgasyni bónda. I fórinni var fað- ir minn, Sveinn Magnús Sveinsson forstjóri, við bræður þrír, Sveinn Kjartan, Haraldur og greinarhöf- undur. Enn fremur móðursystir okkar bræðra Guðrún Haralz, og bróðursonur föður okkar, Sveinn Arsælsson frá Vestmannaeyjum. Þetta var í fyrsta sinni, sem ég kom að Klaustri. Þó að ég væri að- eins nýorðinn 8 ára er þessi fór mér enn fersk í minni. Prestur var þá á Klaustri sr. Óskar Þorláksson, en við urðum síðar á ævinni sam- starfsmenn í Dómkirkjunni, hann dómkirkjuprestur, en ég sóknar- nefndarformaður. Ræddum við þá stundum um þessa ferð og innti ég sr. Óskar eftir því, hvort hann myndi nokkuð eftir okkur bræðr- um þar eystra. „Jú, ég man eftir ykkur, því þið voruð alltaf að met- ast.“ Ég svara: „Þetta stendur heima, þetta hafa verið við bræð- ur.“ Hámark ferðarinnar 1935 var, þegar lagt var á Skeiðarársand austur í Óræfi, en frá þeirri ferð hefi ég bæði greint í Eiðfaxa, 9. tbl. 1984 og í Lesbók Morgunblaðsins, 15. febrúar 1997. IV Næsta ferð mín austur að Klaustri var gagnfræðaferð vorið 1942, en ég hafði þá útskrifast gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Fararstjóri var sr. Knútur Arngrímsson sögu- og landafræðikennari okkar. Hótel mun þá hafa verið reist á Klaustri árið 1939, en ekki gistum við þar, heldur lágum í tjöldum. Þetta var ánægjuleg ferð, mikil gleði í mönn- um eftir þennan áfanga á mennta- brautinni, enda sumir lagt hart að sér. Systrastapi stendur ofarlega í minningunni úr þessari ferð, því þá hefi ég líklegast komist upp á stapann, en þá verður að feta sig upp eftir keðju síðasta spölinn. A.m.k. núna 56 árum síðar treysti ég mér ekki upp á stapann. V En nú er enn haldið að Klaustri og fyrirhugað að skoða Meðalland- ið, en þangað höfðum við aldrei komið. A leið okkar um Meðalland- ið komum við að Langholtskirkju, litum inn í kirkjuna og skoðuðum kirkjugarðinn. Varð mér þar star- sýnt á legstein einn veglegan, en á hann var letrað: Gíslrún Sigur- bergsdóttir, fædd 1887, dáin 1913. „Hlaut verðlaun Carnegies fyrir hetjudáð." Á bókasafninu á Klaustri fékk ég upplýsingar um konu þessa, sem reyndist vera móðir Sigurbjarnar Einarssonar biskups. I bók Sigurðar A. Magn- ússonar: „Sigurbjöm biskup, ævi og stari,“ er út kom hjá Setbergi, Reykjavík, 1988, er skýrt frá þeim harmleik, er lá að baki verðlaunum þessum. Eldur varð laus á heimili þeirra hjóna Einars Sigurfinnsson- ar og Gíslrúnar Sigurbergsdóttur að Efri-Steinsmýri í Meðallandi á öðrum degi jóla 1912. Tveir dreng- ir þeirra hjóna, Sigurbjörn 1 '/2 árs og Sigurfinnur 3ja vikna voru í bráðri lífshættu. Einar bjargaði Sigurbirni, en Gíslrún Sigurfinni. Hlaut hún svo mikil bmnasár, að hún lést á nýársdag 1913. Með liðs- styrk Sigurbjarnar Á. Gíslasonar sótti Einar um styrk úr Carnegie- sjóðnum, sem veitti verðlaun: „Þeim, sem hugrekki sýna,“ til uppeldis drengjunum sínum, þar eð móðirin hafði með hugrekki sínu og snarræði forðað öðrum drengn- um frá fjörtjóni. Að fengnum vott- orðum og alls kyns öðmm skilríkj- um féllst sjóðsstjómin á að veita Einari árlegan 200 króna styrk í fimm ár: „sökum hugprúðrar fram- göngu móðurinnar, sem olli dauða hennar." VI í nágrenni Klausturs er margt að skoða svo sem: Systrastapi, Kirkjugólfið, Fjarðarárgljúfur, Tröllshylur, Foss á Síðu og Dverg- hamrar. Gott er að hafa með í för Árbók Ferðafélags Islands frá 1983, er fjallar um V-Skaftafells- sýslu austan Skaftár og Kúða- fljóts, svo og „Vestur-Skaftafells- sýsla og íbúar hennar,“ sem sr. Björn 0. Björnsson bjó undir prentun og gaf út árið 1930, Reykjavík, Isafoldarprentsmiðja. Bókasafn er gott á Klaustri, svo þar má leita fróðleiks, ef menn hafa gleymt heimavinnunni sinni áður en lagt var af stað. Útsýni úr Meðallandinu er óviðjafnanlegt. Jöklar á báðar hendur, Mýrdals- jökull í vestri, en Vatnajökull í austri. Mánudaginn 15. júní var einmitt glaðasólskin um morgun- inn og að heita skýlaust. Ég tók mynd af Mýrdalsjökli í vestur, er við vorum stödd hjá Melhól. Þar bjó einn magnaðasti sögumaður allra tíma, Gísli á Melhól. Lýk ég hér bréfkorni þessu með einni sögu af Gísla: Vilhjálmur Bjarna- son frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, annar af stofnendum Kassagerðar Reykjavíkur kemur í heimsókn til Gísla: „Megum við ekki renna fyrir sjóbirting í fljótinu, Gísli minn,“ segir Vilhjálmur: „Nei,“ segir Gísli, „strákarnir mínir leggja net- stubb í fljótið á meðan við fáum okkur kaffi og brennivín." „Ha, átt þú brennivín, Gísli.“ „Nei, nei, en ég veit, að þú átt alltaf brennivín." VII Ferðalok Þriggja daga dvöl á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri er lokið. Frábært hótel með rúmgóðum her- bergjum, ágætum mat og vinalegri þjónustu. Heim er haldið „öfugan hringveg" um Hornafjörð, Djúpa- vog, Breiðdalsvík, Egilsstaði og komið til Akureyrar 18. júní. P.S. Að lokum ábending til Nátt- úruverndarráðs: „Er ekki rétt að girða af Kirkjugólfið og Hildishaug hjá Klaustri? Lambaspörð og nátt- úruvætti eiga ekki saman.“ Höfundur er lögfræðingur og býr ýmist (Reykjavík eða á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.