Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 21 Númerin gefa til kynna til- ganginn Númerin á E-efnunum gefa til kynna í hvaða tilgangi þau eru notuð. # Litai’efni hafa nr. ElOO-199. # Rotvarnarefni hafa nr. E200-299. # Þráavamarefni hafa nr. E300-399 # Bindiefni, ýruefni og þykk- ingarefni hafa nr. E400-495 # Lyftiefni, sýrustillar og kekkjavarnarefni hafa nr. 500-585 # Bragðaukandi efni hafa nr. E620-640 # Sætuefni, húðunarefni, froðueyðar, loftskiptar og drifefni hafa nr. E900-999 # Lífhvatar hafa nr. frá E1103-1202 # Umbreytt sterkja hefur nr. E1404-1451 # Raka- og froðuefni eru með nr. E1505-1520 Það er helst að á bilinu 500-599 og 900-999 megi fínna efni sem tilheyra þremur eða fleiri aukefnaflokkum. Sama gildir líka um númerin 400-499 eftir að aukefnaflokknum bindiefni var skipt í fleiri aukefnaflokka. E-efnarík máltíd Borði fólk bjúgu og tilbúna kartöflumús úr pakka með sultu í kvöldmat og fái sér ís og jarðarberjasósu (eftirrétt innbyrðir það í leiðinnni eftirfarandi E-efni: Litarefnin: E127 Erýtrósín* E150 Karmellubrúnt E160B Annannólausnir (bixín, norbixín) 'er nánast búið að banna Rotvarnarefnin: E 202 Kalíumsorbat E 223 Natríummetabísúlfit (pýósúlfít) E 250 Natríumnítrít ^ Þráavarnarefnin: E 300 Askorbfnsýra E 301 Natriumaskorbat E 330 Sítrónusýra Bindiefnin: E 401 Natríumalgfnat E 407 Karragenan „ E 410 Karbógúmmí ^ E 412 Gúargúmmí E 433 Póýoxíetýlen sorbitanmónóóleat E 440 Pektín, amíderað E E442 Ammóníumfosfatíð E 450 Dínatríumdifosfat E 466 natríumkarboxímetýlsellulósa E 471 Mónó- og díglýseríð fitusýra leggingum Feingold til að lækna ofvirkni." Niðurgangur og magaverkur I skandinavískum neytendablöð- um hafa aukefni verið nokkuð til umræðu undanfarið og þar hefur verið talað um að sætuefni á við xylitól og sorbitól geti valdið niður- gangi og magaverkjum. Asmundur segir að umrædd efni tilheyri efna- flokki sem kallast sykuralkahólar. „Þessi efni gefa sætt bragð líkt og sykur. Tannskemmdarbakteríur geta hins vegar ekki unnið úr þess- um efnum. Þau eru því fyi’st og fremst notuð til að gefa sætt bragð og minnka hættu á tannskemmd- um. Þessi efni geta valdið niður- gangi sé þeirra neytt í miklu magni. Þess vegna er framleiðend- um gert skylt fyrir 31. desember næstkomandi að merkja vörur sem innihalda meira en 10% af sykur- alkahólum með orðunum: Mikil neysla getur haft hægðalosandi áhrif." Morgunblaðið/Amaldur Nammipokinn BORNUM fínnst spennandi að fara með hundraðkallinn sinn út í sjoppu og kaupa gott í munninn á nammidögum. En hvað er verið að bjóða börnunum? Engar innihaldslýsingar eru á sælgætinu í sjoppum þar sem það er yfirleitt selt í lausu. í stórmörkuðum er sælgætið selt í stærri einingum og þar er að fínna innihaldslýsingar þó oft séu þær ekki á íslensku. Við völdum af handahófi í poka handa litlu barni. í pokanum er m.a. eftirfarandi: Sykur, glúkósusíróp, sítrónusýra, lakkrískjarni, umbreytt sterkju- sambönd, sórbítól, bindiefni, ein og tvíglýserið, salt og gelatín. Eftirfarandi aukefna var getið á pakkningum: Litarefnin: E100 Kúrkúmín, E120 Karmín E141 Klórófyll-koparkomplex E153 Viðarkolsvart E160c Papríkuóleórsín E162 Rauðrófulitur E170 Kalsíumkarbónat E171 Títandíoxíð Þráavarnarefnið: E330 sítrónusýra Bindiefnin: E406 Agar E414 Arabískt gúmmí Sætuefni, húðunarefni, froðueyð- ar, loftskiptar og drifefni: E901 Bívax E903 Karnabauvax E904 Shellakk Þegar talið berst að því hvernig neytendur geti sneitt hjá aukefn- um í matvælum segir Asmundur að þeir sem þurfi eða kjósi að forðast aukefni geti kynnt sér innihaldslýsingar á umbúðum matvæla. Þar er að finna upplýs- ingar um þau aukefni sem er að fmna í vörunni og það hlutverk sem þau gegna.“ Asmundur tekur dæmi um svaladrykk. Innihalds- lýsing: Kolsýrt vatn, sykur, sítrónusýra, rotvamarefni,(E-211) og náttúruleg bragðefni. Hráefnin í þessum drykk eru því kolsýrt vatn og sykur og aukefnin eru tvenns konar, sýra sem að gefur drykknum súrt bragð og rotvarn- arefnið natríum bensóat E211 sem eykur geymsluþolið. I svala- drykknum eru að lokum náttúru- leg bragðefni sem gefa væntan- lega ávaxtabragð. Þeir sem vilja ekki setja rotvarnarefni inn fyrir sínar varir gætu þá út frá þessari innihaldslýsingu sniðgengið þessa vöru og valið ávaxtasafa án rot- varnarefna í staðinn. Notkun aukefna háð skilyrðum - Hvernig er hægt að átta sig á magni aukefna í matvælum? „Framleiðendum er ekki skylt f vikublaðinu Norsk ukeblad var nýlega birtur listi yfir þær vörutegundir sem innihalda mest magn aukaefna. Þar eru meðal annars ofarlega á lista: E -Kartöflumús i pökkum -Gos og sykurlausir svaldrykkir -Sælgæti nema hreint súkkulaði -Kökur í loftskiptum umbúðum og kex með fyllingum <o E -Majónes, remúlaði og sumar salatsósur -Sósur, súpur og pottréttir í pökkum -ís E -Ýmsar „léttar" eða „diet“ matvörur -Tyggjó E -Barnavítamín með ávaxtabragði að gefa upp magn aukefna á um- búðum. Hins vegar skulu hráefni og aukefni talin upp í röð eftir magni. Notkun aukefna er háð ýmsum skilyrðum sem fram koma í aukefnareglugerð t.d. magntak- mörkunum, auk þess sem bannað er að nota aukefni í lítið unnin matvæli, s.s. nýmjólk, ómeðhöndl- að, ferskt grænmeti, ferskt kjöt, fersk egg, ölkelduvatn og fleira. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með að þessum skil- yrðum sé fylgt og grípur stundum til mælinga á efnainnihaldi mat- væla. Þegar Asmundur er inntur eftir því hvort nauðsynlegt sé að nota aukefni í matargerð segir hann það óhugsandi að bjóða upp á jafn fjöl- breytt úrval matvæla og við höfum vanist án aukefna. „Eins er óhugs- andi að framleiða ýmsar vörur með viðunandi geymsluþoli án aukefna. Tökum sem dæmi salatsósu, án bindiefna er hætt við að sósan myndi skilja sig og fitan setjast of- an á, flestum þætti slík sósa frem- ur fráhrindandi. Án rotvamarefna myndi sósan skemmast á örfáum dögum.“ Asmundur bendir að lokum á að neytendur geti fengið upplýsingar um aukefnainnihald matvæla með því að lesa innhaldslýsingar og tek- ið ákvörðun út frá henni. Bæklingurinn um aukefni, sem nýlega kom út á vegum Hollustu- verndar, mun liggja frammi á heilsugæslustöðvum og í apótekum og er hann ókeypis. ,L Squeezy orkugel Orkugelið er sagt henta fólki sem stundar langhlaup, fjallgöngur eða skíðagöngur vegna þess hve fyrir- ferðarlitlar og léttar pakkningarnar eru. Kolvetnablanda er í orkugelinu og kreistir fólk innihaldi pokans upp í sig og skolar niður með vatni. Sportdrykkur fyrir krakka „Fuel for School" er orkuríkur drykkur fyrir krakka á aldrinum 5- 11 ára og inniheldur vítamín, steinefni og kolvetni í hæfilegu magni fyrir þennan aldurshóp. „Fuel for School" fæst í duftformi sem er blandað í vökva. Sportdrykkur fyrir unglinga „Fuel High School“ er orkuríkur sportdrykkur fyrir unglinga frá tólf ára aldri. Drykkúrinn inniheldur vítamín, steinefni og amínósýrur sem henta þessum aldurshóp. Eins og „Fuel for School" selst þessi vara í duftformi. Morgunblaðið/Júlíus Hveiti fyrir brauð og brauðvélar KORNAX ehf. er að setja á markað nýtt hveiti fyrir brauð og brauðvél- ar. Kemur það í stað 5 stjörnu hveitisins sem hverfur nú af mark- aði. Að sögn Arnars Stefánssonar, bakara hjá Kornaxi, hefur hveitið mjög hátt próteininnihald (glúten- ríkt) eða 14%. Hann segir að prótein í hveiti segi til um bakst- urseiginleika þess og því hærra hlutfall próteins því betur er hveitið fallið til brauðbaksturs. „Deigið lyftir sér betur og verður léttara. Þetta auðveldar íblöndun á heil- hveiti, rúgmjöli, fræjum og klíði án þess að brauðið verði þétt og þungt.“ Hveitið er sérstaklega hannað fyrir brauðvélar og almennan brauðbakstur. VÍS leigir öllum barna- bflstóla FRÁ OG með 1. júlí gengu í gildi nýjar reglur um leigu á barnabíl- stólum Vátryggingafélags íslands. í fréttatilkynningu frá VÍS kemur fram að helsta breytingin er sú að nú geta allir foreldrar, og aðrir sem ferðast með böm í bíl, leigt barnabílstóla VIS - án tillits til við- skipta við félagið. Þá gefst nú kostur á að gera nk. framtíðaráætlun um öryggi barns- ins frá fæðingu og eins lengi og það þarf á stól að halda. Sú áætlun felst í því að gerður er fjögurra ára samningur við VÍS, sem kallaður er „Leigðu & eigðu“ en þar leigir viðskiptavinurinn allar þrjár teg- undir barnabílstóla VÍS, MICRO, MACRO og MIDI og eignast síðan MIDI stólinn að samningstíma loknum. Leigutaki greiðir jafnar, mánað- arlegar greiðslur í 48 mánuði og á tímabilinu getur hann skipt um stóla eftir því sem barnið stækkar. Þetta tryggir að barnið er alltaf ör- uggt í stól sem hentar stærð þess. Þá segir ennfremur í fréttatil- kynningunni að bamabílstólarnir frá VIS, MICRO, MACRO og MIDI, sem framleiddir era í Sví- þjóð, séu eingöngu leigðir út - ekki seldir á almennum markaði. Ástæðan er sú að stólarnir eru dýr- ir í framleiðslu. Stólarnir fyrir yngri bömin era hannaðir þannig að innan í egglaga skel úr sterku harðplasti er stálgrind en hvoru tveggja vemdar sérstaklega höfuð og háls barnsins og tryggir þannig ýtrastu vörn í bílnum. Vert er að geta þess að VÍS veit- ir 15% systkinaafslátt séu leigðir fleiri en einn stóll til fjölskyldu með sama lögheimili. Að koma sér í form FYRIRTÆKIÐ B. Magnússon hf. hefur hafið dreifíngu á myndband- inu „Body of Work“, en fyrirtækið er umboðsmaður EAS fæðubótar- efna á Islandi. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að tvö markmið séu að baki dreifingu myndbandsins, styrktarsöfnun og að sýna fram á að allir geti komist í betra form með réttu hugarfari og æfingum. Allur ágóði af sölu mynd- bandsins rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Myndbandið er tæpir tveir tímar að lengd og fæst á heilsuræktar- stöðvum og myndbandaleigum. Verðið er 1.900 krónur. Nýtt rasp KATLA hefur bætt við nýrri teg- und af raspi í vöruúrval fyrirtækis- ins og sett á markað rasp í 500 g pokum. Þetta rasp er ólitað og fín- korna sem gerir það að verkum að það er ódýrara en gullna raspið frá Kötlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.