Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 23 hins vegar tölu á hversu margir kaupi bara samlokur, kökur og drykkjarvörur, en þeir eru margir. Hlaðborðið svignar undan pasta- salati, frönsku kartöflusalati og sauðaostssalati. Þar hjá standa hlaðar af grófum bollum með mis- munandi fyllingum og heilar fimmt- án kökutegundir lokka, svo sem þung og þétt súkkulaðikaka, súkkulaðirúllukaka með smjör- kremi, gulrótarkaka, snúðar og berja- og möndlupæjar. Eldri glæsidama lætur hitann ekki hindra sig í að fá sér heitt súkkulaði með vænum rjómakúf. Tengdamaður Strindbergs í garði kóngsins Gestimir snæða úti um allar grundir, bæði mat jurtagarðsins, en einnig mat að heiman. Á flötinni eru hlaðborð fyrir hópa, sem hafa pantað mat fyrirfram. Við langborð er fundað, en svo leysist fundurinn upp og fundarmenn halda að hlað- borði rétt við. Hér er félag lífrænna ræktenda að ljúka aðalfundi sínum, segir for- mælandinn, Hans von Essen, ráð- gjafi um lífræna ræktun. Félags- menn eru bæði garðyrkjumenn og áhugamenn um garðrækt. Rosen- dal er í eigu Svíakonungs, sem fyr- ir fimmtán árum fór þess á leit við félagið að það endurreisti ræktun og rekstur Rosendals, sem var í al- gjörri niðurníðslu þá. Nú er jurta- garðurinn í Rosendal víðfrægur, bæði fyrir ræktunina og matinn. „Það er eðlilegt að við komum hingað til að halda aðalfund,“ bætir von Essen við brosandi. Von Essen er sögufrægt nafn í Svíþjóð og Hans segist aðspurður vera fjar- skyldur ættingi Siri von Essen leikkonu og fyrstu eiginkonu Strindbergs. Þróað félagsstarf: Undirstaða auðugs þjóðfélags I félagsfræði er kenning um að sterk félagsleg tengsl séu undir- staða ríkidæmis þjóðfélaga. Sam- kvæmt því er í jurtagarðinum að finna skýringuna á velferð Svía, glæsibrag borgarinnar og glæstum bílaflota borgarbúa. Við annað borð situr stór hópur kvenna, með- limir í heimilisiðnaðarfélagi í smá- bæ nokkrum í heimsókn í Stokk- hólmi til að skoða stóra heimilisiðn- aðarsýningu. Meðlimir eru bæði áhugamenn um og atvinnufólk í heimilisiðnaði. Kvenfólk virðist yf- irleitt í meirihluta í garðinum. Þarna sitja sex vinkonur saman og syngja gamla kirkjutónlist af snilld, áður en þær halla sér útaf og spjalla. Við eitt af borðunum við matsöl- una sitja vinkonurnar Britt-Marie og Harriet. Þær búa í úthverfi Stokkhólms, en lögðu leið sína í garðinn, eftir að hafa fylgt dætrum sínum áleiðis í fermingarbúðir, en stelpurnar eiga að fennast nú í sumarbyrjun. Þær tvær eru gamlar vinkonur, kynntust fyrir um 25 ár- um í gegnum vinnuna, en þær vinna báðar við félagsþjónustu bæj- arins. Svo eignuðust þær dætur um leið, sem nú eru 13 og 15 ára og dæturnar eru vinkonur. Britt-Marie var annars í jurta- garðinum fyrir nokkrum dögum, þegar dæturnar, 13 og 15 ára, voru að ljúka skólanum. „Þá tók ég frí til að vera með í skólagarðinum, þegar krakkarnir komu út og svo fórum við hingað á eftir,“ segir hún og bætir við að það sé algengt að sænskir foreldrar geri sér daga- mun með krökkum á grunnskóla- aldri síðasta skóladaginn. „Þegar krakkarnir eru komnir í fram- haldsskóla dettur þetta upp fyrir, því þá eru þau of stór til að hafa mömmu og pabba með,“ segir hún brosandi. Sunnudeginum eyða þær oftast með fjölskyldunni. „Það er sjaldan að við höfum svona heilan dag fyrir okkur sjálfar,“ segir Harriet og undir það tekur vinkona hennar. Harriet er á leið heim, en Britt- Marie að hitta vinkonur á Skansin- um. Nú er morgunninn líka að líða, síðdegið að taka við og það er auð- vitað allt önnur saga... DANILO ekki greifi heldur veiðimaður. KÖKUUNNENDUR kaupa sér kökur í jurtagarðinum í Rosendal. HLAÐBORÐIÐ í jurtagarðinum svignaði af kræsingum, BLÓMAUNNENDUR geta keypt blóm til að taka með sér heim. Eru elliglöp vax- andi vandamál ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Elliglöp Spurning: Það fer ekki fram hjá neinum að umönnun aldr- aðra er að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamálið hér á landi, oftast af því að gamla fólkið getur ekki hugsað um sig sjálft vegna elliglapa. Af hverju stafa elliglöp og fara þau vax- andi? Svar: Því er fyrst til að svara, að það getur verið álitamál hvað við köllum heilbrigðis- vandamál eða hvað við flokkum yfirleitt sem vandamál í lífi okkar. Hvert aldursskeið hefur sín vandamál sem eru eðlilegir þættir í gangi lífsins. Við lítum tæpast á umönnun ungbarna sem heilbrigðisvandamál, en fjölgun fæðinga verður til þess að meiri tími fer í að sinna þörfum barna. Nú á tímum krefjumst við þess að samfélag- ið sinni þessari umönnun í auknum mæli með fjölgun dag- vista og leikskóla svo að báðir foreldrar geti sinnt störfum sínum utan heimilis. Öldruðum fer nú ört fjölgandi sem fyrst og fremst stafar af betri lífs- skilyrðum og bættri heilbrigð- isþjónustu, þannig að fólk lifir lengur en áður. Aldrað fólk hef- ur alltaf þurft umönnun í sam- ræmi við eðlilega hrörnun lík- amans. Lengst af hafa aldraðir verið í skjóli nánustu fjölskyldu sinnar, þar sem þeir hafa haft sínu hlutverki að gegna að svo miklu leyti sem heilsa þeirra leyfði. Þjóðfélagsbreytingar síðustu áratugi hafa átt þátt í því að breyta stöðu aldraðra að þessu leyti, þannig að nú er þess krafist að samfélagið ann- ist þá svo að hin vinnandi kyn- slóð geti sinnt sínum störfum. Þegar það bætist við að öldruð- um fjölgar vegna betra heil- brigðis, sem leiðir til lengra lífs, gefur það augaleið að kröf- urnar á samfélagið verða meiri. Ef við viljum líta á aldraða sem vandamál er það ekki síður samfélagslegur vandi en heO- brigðisvandamál. Hrörnun líkamans, og þá ekki síst miðtaugakerfisins, fylgir ellinni. Talsverður hluti fólks yfir sjötugt fær smám saman einkenni umjjað sem við kölum elliglöp. Áður var sagt að fólk væri farið að kalka. I fróðlegri grein dr. Hallgríms Magnússonar geð- læknis í tímaritinu Geðvernd frá 1993 gefur hann gott yfirlit yfir orsakir og algengi elli- glapa. Það eru einkum tvær orsakir fyrir elliglöpum, Alzheimer sjúkdómurinn og blóðrásartruflanir í heilaæð- um. Alzheimer stafar af sjúk- legum breytingum á heilavef og hefur lengi verið þekktur sjúkdómur. Hann byrjar oftast fyrir 70 ára aldur og var því ekki litið á hann sem elliglöp. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum að menn gerðu sér ljóst að hann á sök á um helm- ingi þeirra elliglapa sem grein- ast. Hin aðalorsök elliglapa, blóðrásartruflanir í heila, veld- ur því að litlar slagæðar heil- ans stíflast öðru hverju, sem aftur veldur súrefnisskorti og dauða heilafruma á svæðinu. Helsta einkenni elliglapa er minnistap. Algengastar eru truflanir á skammtímaminni, þannig að fólk man ekki það sem gerðist fyrir fáeinum mín- útum eða klukkustund. Reynd- ar byrja truflanir á skamm- tímaminni að koma fram hjá fólki á miðjum aldri, eins og margir kannast við. Slík gleymska í smáum stíl fylgir aldrinum og telst ekki til elli- glapa fyrr en það fer að há fólki verulega. Þetta stafar af því að fólk á erfiðara með að festa sér nýja hluti og atvik í minni, en man hins vegar löngu liðna atburði mjög greinilega. Oft vekur það at- hygli hve andlega heilt gamalt fólk hefur nákvæmt minni á bernsku sína og aðra löngu liðna atburði, þótt það muni svo ekki stundinni lengur hvar það lagði frá sér gleraugun. Eftir því sem minnistruflanir ágerast tapast einnig minni á eldri atburði og þar með hæfi- leikinn til að tengja fortíð og nútíð. Önnur einkenni, sem vart verður með vaxandi elli- glöpum, eru erfiðleikar við að muna nöfn á algengum hlutum eða hvernig á að framkvæma einföld verk. Einstaklingur með væg elliglöp gerir sér yf- irleitt góða gi-ein fyrir þessum erfiðleikum sínum og finnur til vanmáttar síns. Þunglyndi og kvíði eru því fylgifiskar þessa ástands. Eftir því sem elliglöp- in verða alvarlegri gerir hann sér minni grein fyrir ástandi sínu. Þá skerðist dómgreind hans og ekki er óalgengt að fram komi ranghugmyndir, t.d. um að verið sé að stela frá honum, þegar hann finnur ekki það sem hann leitar að. Minnkuð tilfinningastjórn, árásarhneigð og jafnvel breyt- ingar á persónuleika geta komið fram. I rannsókn Hallgríms Magn- ússonar á elliglöpum meðal Is- lendinga kom fram að rúmlega 10% af 75 ára gömlu fólki greinist með elliglöp, 17% meðal 81 árs gamals fólks og tæp 30% hjá þeim sem eru 87 ára, og hjá þeim síðastnefndu eru elliglöpin á háu stigi hjá um helmingi þeirra. Fyrir 65 ára aldur eru glöp mjög sjald- gæf og eiga sér þá venjulega aðrar orsakir en þau sem ráð- ast af aldursbreytingum. Sjaldgæft er að elliglöp breyt- ist til batnaðar þótt þau geti verið óbreytt um tíma. Algeng- ast er að þau fari smám saman versnandi og dánartíðni fólks með elliglöp er mun hærri en hinna. Eins og fram kom hér að framan fer öldruðum fjölgandi með betra heilsufari og lengri lífslíkum og því íylgir óhjá- kvæmilega að fleiri lifa svo lengi að eðlileg hrörnun komi fram í elliglöpum. Þannig myndast sú þverstæða að batn- andi heilbrigðisþjónusta hefur í fór með sér vaxandi heilbrigðis- vandamál að þessu leyti. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sfma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, fax: 5691222. Enn- fremur símbréf merkt: Gylfi Ás- mundsson, fax: 5601720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.