Morgunblaðið - 16.08.1998, Side 5

Morgunblaðið - 16.08.1998, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1998 E 5 Leikland ehf. Leikland hyggst opna nýjan skemmtigarð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þar geta börnin skemmt sér konunglega í vistvænum ieiktækjum, borðað uppáhalds pizzurnar sínar og jafnframt kallað til veislu með vinum og kunningjum á afmælisdeginum. Fóstrur liðsinna börnunum og aðrir starfsmenn sjá um að þjónusta af einstakri prýði. Ráðgert er að nýji skemmtigarðurinn og starfsmenn hans geti tekið á móti öllum kátum krökkum frá og með september n.k. Pizzugerðarmaður Við leitum að snjöllum pizzugerðarmanni til starfa hjá Leiklandi ehf. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu af pizzugerð og annarri matargerð auk þess að vera snjall á sínu sviði. Áhersla er lögð á snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð, reglusemi, létta lund og jákvætt hugarfar. Viðkomandi þarf að hafa stjómunarhæfileika. Leikskólakennarar eða nemar Við leitum einnig að uppeldismenntuðum manneskjum til að liðsinna og leiðbeina smávöxnum viðskiptavinum skemmtigarðsins. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi ofangreinda menntun eða reynslu af umgengni við böm auk þess að hafa umfrarn allt gaman af að starfa með bömum, vera brosmild og með jákvætt hugarfar. Áhersla er lögð á reglusemi og þægilega ífamkomu. Framreiðslufólk Vantar jafnframt að ráða þjónustulundað og lipurt ffamreiðslufólk til starfa hjá Leiklandi. Hæfniskröfur em að umsækjendur séu vanir afgreiðslu- og/eða þjónustustörfum og hafi gaman af að umgangast böm. Við leitum að fólki með létta lund og jákvætt hugarfar. Áhersla er lögð á þjónustulipurð, reglusemi, snyrtimennsku og að sjálfsögðu þægilega framkomu. í boði eru: Áhugaverð og gefandi störf í líflegu starfsumhverfi. Starfsmenn taka virkan þátt í að móta ímynd skemmtigarðsins þar sem hver og einn fær tækifæri að koma á ffamfæri nýjum hugmyndum er vekja kynnu ánægju bamanna og aðstandenda þeirra. Um er að ræða vaktavinnu, en hlutastörf koma einnig til greina. Umsóknarfresturertilogmeð24. ágúst n.k. Ráðningarverða fljótlega. Guðrún, María og Hildur hjá STRÁ ehf.veita nánari upplýsingar um ofangreind störf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10- lóalla virkadaga. STRÁ ehf. STARFSRÁÐNINGAR GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR ■ Mörkinni 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044 Bókhald Vegna aukinna verkefna leitum viö eftir starfsmönnum til bókhaldsstarfa. ísAco Leitað er aö áhugasömum aöilum, sem hafa góða þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum. Hér er jafnframt tilvalið tækifæri fyrir þá, sem vilja auka þekkingu sína og færni á sviöi bók- halds og hyggja á frekara nám á sviði reikn- ingshalds og endurskoðunar. í boði eru góðir tekjumöguleikar fyrir dugmikla einstaklinga. Umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun og reynslu, sendist undirrituðum í síðasta lagi 21. ágúst næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað. Veltir ehf., Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík, sími 581 1800, fax 581 1881, netfang veltir@isholf.is VÉLSTJÓRI/VÉLVIRKI ÓSKAST (alt mulig man.) ÍSACO ehf er fyrirtæki sem starfar á svið hreinlætis í matvælaiðnaði. Starfsvið fyrirtækisins er framleiðsla og sala á hreinsiefnum og tækjum til þrifa í matvælavinnslu. Við leitum að starfsmanni sem getur tekið að sér véladeild fyrirtækisins. Starfið felst m.a. í hönnun og framleiðslu, á tækjum og búnaði ásamt uppsetningu og viðgerðum. Hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í vélvirkjun/vélstjórn, plötu eða rennismíði eða aðra sambærilega menntun eða þjálfun. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Áhugasamir sendi inn umsóknir til Morgunblaðsins merkt „ísaco" fyrir 20. ágúst. Allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Kennarar! Eftirtaldar stöður eru lausar í grunnskólum Akureyrar: Oddeyrarskóli er einsetinn grunnskóli þar sem 160 nemendur 1. —8. bekkjar munu stunda nám næsta vetur. Oddeyrarskóla vantar kennara í: 1 stöðu, íþróttakennslu. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 462 4999 og heimasíma 461 3386. Síðuskóli er einsetinn skóli með um 600 nemendur í 1, —10. bekk og eru tværtil þrjár hliðstæður í hverjum árgangi. Síðuskóla vantar kennara í: 2 stöður almenna bekkjarkennslu í 1. bekk. 2 stöður sérkennslu. Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstodar- skólastjóra í síma 462 2588. Brekkuskóli er einsetinn skóli með 700 nemendur í 1, —10. bekk. Brekkuskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1.—4. bekk. 1 stöðu í tölvukennslu (ritvinnslu og tölvu- fræði) og umsjón með tölvum. 1 stöðu heimilisfræðikennslu í 1.—9. bekk. 2 stöður sérkennslu (kennarar með framhalds- menntun í sérkennslufræðum). Hálfa stöðu handamenntakennslu. í Brekkuskóla vantar einnig forstödumann skólavistunar. Uppeldismenntun er áskilin. Upplýsingar veitir Björn Þórleifsson, skóla- stjóri, í símum 460 1410 og 893 1730. Glerárskóli er einsetinn skóli með 500 nemendur í 1,—10. bekk. Glerárskóla vantar kennara í: Hálfa stöðu almenna bekkjarkennslu. 2 stöður sérkennslu. 1 stöðu heimilisfræðikennslu (forföll v/barns- burðarleyfis í september til febrúar). Upplýsingar hjá skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra í síma 461 2666. Giljaskóli er skóli í mótun í nýju húsnæði. Næstkomandi skólaár verður kennt í 1.—5. bekk og í sérdeild. Nemendafjöldi er um 150. Óskað er eftir metnaðarfullu starfsfólki sem vill taka þátt í uppbyggingarstarfi í skóla fyrir alla. Giljaskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 2. bekk. Hálfa stöðu bókasafnskennara. Einnig vantar uppeldismenntaðan starfsmann í skólavistun. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 462 4820. Einnig veitir starfsmannadeild Akureyr- arbæjar upplýsingar í síma 462 lOOO. Umsóknum skal skila til starfsmanna- deildar í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 1998. Starfsmannastjóri. |E£9| Aðstoðarskólastjóri [|Wgj og kennarar óskast til starfa við grunn- skólann á Hólmavík. Lausar eru stöður aðstoðarskólastjóra (til eins árs) og kennara í almennri bekkjar- kennslu, sérgreinakennslu í 8 - 10 bekk, handmennt og íþróttakennslu í 1 - 10 bekk. Nánari upplýsingar veita: Skarphéðinn Jónsson skólastjóri í v.s. 451-3129 og h.s. 451-3123 og Birna Richardsdóttir f.h. skólanefndar í h.s. 451-3177. Umsóknir skulu sendar skólastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.