Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Breytingar á fjarkennslu fyrirhugaðar
hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri
Kennarar telja
sig verða fyrir
kj arasker ðingu
Forseti Islands heimsækir íslenska erfðagreiningu
Afanga náð í rann-
sóknum á psoriasis
Morgunblaðið/Golli
AÐ lokinni raóttöku í hátíðarsal ÍE var farið ura húsakynni fyrirtækis-
ins og var starfsemin kynnt forsetanum. Hi’einn Stefánsson verkefnis-
stjóri, Þorlákur Jónsson verkefnisstjóri, Sigriín Sigurðardóttir, Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Islands, Kári Stefánsson forstjóri IE,
Inga Reynisdóttir verkefnisstjóri og Birgir Pálsson verkefnisstjóri.
KENNARAR sem tengjast fjar-
námi við Verkmenntaskólann á
Akureyri funduðu í gær um fyrir-
hugaðar breytingar á fyrirkomulagi
kennslunnar. Með þeim breytingum
telja kennaramir sig verða fyrir
töluverðri kjaraskerðingu, sem þeir
eiga erfítt með að sætta sig við.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var samið bréf á fundinum
sem sent verður til menntamála-
ráðuneytisins og stéttarfélaga
kennara, en ekki fengust upplýsing-
ar um innihald bréfsins.
Ingi Bjömsson, formaður skóla-
nefndar VMA, sagði að skólinn
hefði takmarkað fé til umráða og
SÉRA Þórir Jökull Þorsteinsson,
sóknarprestur á Selfossi, fer í haust
til staiifa í átta mánuði hjá Ensku
biskupakirkjunni í borginni Scunt-
horthe á Bretlandseyjum.
„Ástæða þessa er sú að fyrir
rösku ári var samþykktur sáttmáli
á milli Ensku biskupakirkjunnar á
Bretlandseyjum annars vegar og
þjóðkirknanna á Norðurlöndum
hins vegar, að dönsku þjóðkirkj-
unni undanskilinni. Þessi sáttmáli
fjallar um gagnkvæma viðurkenn-
ingu kirknanna á vígslum, starf-
semi og lærdómum hverrar ann-
arrar og felur í sér að prestar geta
farið og starfað við söfnuði í þess-
um löndum," segir Þórir Jökull en
hann er fyrsti sendimaður þessa
sáttmála frá íslensku þjóðkirkj-
unni.
Þjónar við þijár kirkjur
Þórir Jökull fer til Bretlands í
byrjun október næstkomandi og
verður sóknarprestur í enskum
söfnuði til loka maímánaðar á næsta
ári í borginni Scunthorthe, sem er
skammt frá York. „Þetta er 60 til 70
þúsund manna borg. Ég mun lík-
lega starfa með tveimur prestum
við þrjár kirkjur. Prestariiir skipta
með sér verkum og mynda
kirkjuteymi, og heyra um 24 þús-
nefndin væri að setja saman tillögur
um að standa að fjamáminu miðað
við fyrirliggjandi fjárhagsramma.
„Við höfum lagt fram ákveðnar til-
lögur, sem snúa að þvi að færa
þessa vinnu meira í dagvinnuform
og minnka þá þjónustu sem veitt er
og hefur verið of mikil miðað við
það fé sem við höfum til umráða.
Sjálfsagt geta einhverjir fundið það
út að þeir lækki í launum við þá
breytingu, en við höfum einfaldlega
ekki úr meiru að spila. Hafi menn
hins vegar tillögur um hvemig hægt
er að gera hlutina á annan hátt inn-
an fjárhagsrammans er sjálfsagt að
skoða það.“
und manns undir það teymi sem ég
verð í.
Ég hef talað við biskupinn í Grims-
by sem hefur haldið utan um þetta og
það virðist vera gagnkvæm tilhlökk-
un um hvemig þetta gangi allt upp.
Það er afskaplega spennandi að
horfast í augu við þessi verkefni og fá
að spreyta sig á öðm tungumáli í
þessu sambandi. Þetta er mjög
skemmtilegt tækifæri,“ segir hann.
Að sögn Þóris Jökuls verður að
öllum líkindum settur prestur í emb-
ætti sóknarprests á Selfossi í vetur í
fjarveru hans en ekki er á þessari
stundu ljóst hver það verður.
-----------------
Týndist í
Öskjuhlíð
TALSVERÐ leit var gerð að fimm
ára dreng í Öskjuhlíðinni í gær-
kvöld. Fimm bílar lögreglunnar í
Reykjavík voru kallaðir á vett-
vang.
Drengurinn var með föður sínum
í Keiluhöllinni þegar þeir urðu við-
skila. Hann fannst eftir um tuttugu
mínútna leit heill á húfí í brekkum
austan í Öskjuhlíð skammt frá
Keiluhöllinni.
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heimsótti í gær íslenska
erfðagreiningu. Af þessu tilefni
vom þrjú rannsóknarverkefni
kynnt og fjölluðu þau um hand-
skjálfta, þarmabólgu og psoriasis en
mikilvægum áfanga hefur verið náð
í rannsóknum á því. Það er Helgi
Valdimarsson, prófessor í ónæmis-
fræði, sem ásamt Bárði Sigurgeirs-
syni húðlækni, era ábyrgðarlæknar
að þeim en rúmt ár er síðan þær
hófust.
í ávarpi í höfuðstöðvum ÍE vísaði
forseti íslands til orða sinna á Hóla-
hátíð fyrir rúmri viku. Sagði hann að
þar sem nú væri glímt við gmndvall-
arspumingu á sviði vísinda og varð-
andi einstaklinginn, lýðræði og sið-
fræði hefði hann talið það siðferðis-
lega skyldu sína að koma á framfæri
hvað hann teldi spumingar þessar
mikilvægar við það tækifæri.
Ástæðu þess að forsetinn tók upp
fyrrnefnda umræðu á Hólum kvað
hann tengjast þeirri vitneskju sem
hann hefði aflað sér í Seattle en þar
ræddi hann við marga vísindamenn
og rannsakendur á meðan hann
dvaldi þar síðastliðna tvo mánuði
vegna meðferðar Guðrúnar Katrín-
ar Þorbergsdóttur, eiginkonu sinn-
ar. Þar hefði hann komist að því að
bæði er fylgst af áhuga með málefn-
um tengdum IE og einnig því
hvernig Island muni sem þjóð leysa
úr þeim málefnum sem tengjast
erfðavísindunum.
Ævintýranlegnr vöxtur
Heimsóknin hófst í hátíðarsal ÍE
þar sem Kári Stefánsson flutti
ávarp og bauð forsetann velkominn.
Að því loknu voru þrjú rannsóknar-
verkefni kynnt þar sem fram kom
eðli þeirra og staða. Að því búnu
hélt Ólafur Ragnar Grímsson fyrr-
nefnt ávarp þar sem hann byrjaði á
að rifja upp fundi þeirra Kára í for-
setabústaðnum á Staðarstað fyrir
tveimur áram sem og síðar á Bessa-
stöðum þar sem Kári hefði kynnt
fyrir honum áform sín með íslenska
erfðagreiningu. Sagði Ólafur að það
hefði verið ævintýri líkast að fylgj-
ast síðan með vexti fyrirtældsins
sem skapað hefði starfsvettvang
fyrir fjölda fólks.
Tæplega
helmingi
færri endur
en fyrir helgi
FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ
stóð fyrir talningu á fuglum á
föstudag og svo í gær og sam-
kvæmt þeirra tölum fækkaði
öndum á Tjörninni um tæplega
helming eftir uppákomur á
menningamótt, sem var á laug-
ardagskvöld og aðfaranótt
sunnudags. Aðrir fuglar sem
ekki hafa náttstað á Tjörninni
em hins vegar álíka margir og
vanalega að sögn Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglafræðings.
Jóhann segir að ýmsar uppá-
komur á og við Tjörnina á laug-
ardagskvöld hafi komið styggð á
fuglana og því hafi þeir verið
famir af Tjörninni áður en flug-
eldasýningin fór fram á mið-
nætti. Þeim hafi e.t.v. ekki orðið
jafn bmgðið við flugeldasýning-
una og í fyrra en þá leið langur
tími áður en sumir þeirra snera
aftur. Hann segir það samt um-
Einstakar aðstæður
á Islandi
Að sögn Helga Valdimarssonar
hefur hópurinn þegar unnið áfanga-
sigur í rannsóknum á psoriasis þar
sem tekist hafí að þrengja leitina
við eitt af þeim genum sem valdi
sjúkdómnum í um það bil helmingi
sjúklinganna auk þess sem fundist
hafi vísbendingar um að fleiri gen
geti orsakað psoriasis. Segir hann
að vegna aðstæðna hér á landi og
góðrar þátttöku psoriasissjúklinga
og aðstandenda þeirra hafí þeim
tekist að þrengja hringinn mun bet-
ur og fyrr heldur en ella.
Vonast hann til að innan fárra
mánaða takist þeim að einangra
genið endanlega. Þegar því sé lokið
verði hægt að bera saman það
prótein sem heilbrigt gen framleiðir
við það sem framleitt er af psorias-
isgeninu sem sé lykillinn að því að
hægt verði að þróa lyf. Hann tekur
þó fram að þó að genið fínnist sé
ekki þar með sagt að hægt verði að
lækna sjúkdóminn, þar spili fleiri
atriði inn í.
hugsunarefni að endur séu tæp-
lega helmingi færri en þær vora
fyrir helgi á Tjörninni.
Jóhann segir að Fuglavernd-
arfélagið muni senda borgaryf-
irvöldum niðurstöður talningar-
innar og óskað eftir því að end-
urskoðuð verði sú stefna að
halda uppákomur af þessu tagi
við Tjörnina. Jóhann segir ýmsa
Hafa fundið 30 ættir
með psoriasis
Það eru rúm 15 ár síðan Helgi hóf
rannsóknir sínar á psoriasis með
ýmsum aðilum og segir hann að
með tilkomu ÍE hafí opnast nýir
möguleikar þar sem þegar hafí ver-
ið Ijóst að sjúkdómurinn gengi mjög
oft í erfðir. Þá hafi samtök psorias-
issjúklinga einnig verið mikilvægur
hlekkur í rannsókninni.
Hann segir að þær upplýsingar,
sem hafi verið aflað, séu einstakar
í heiminum og að meðal annars
hafí þeir þegar fundið 30 ættir þar
sem sjúkdómurinn er algengur.
Hann bætir við að stefnt sé að því
að gera enn betur með þvi að ná til
sem allra flestra sem hafa þennan
sjúkdóm og ættingja þeirra og
segir hann að slíkt sé gerlegt
vegna smæðar þjóðarinnar og
góðrar skráningar heilbrigðisupp-
lýsinga.
Talið að um 2% af íbúum á norður-
hveli jarðar fái þennan sjúkdóm sem
samsvarar að um 4-5.000 psoriasis-
sjúklingai' séu hér á landi.
aðra staði geta verið vettvang
fyrir flugeldasýningar og menn-
ingarviðburði, en ef fuglar eigi
að þrífast á Tjörninni sé slæmt
fordæmi að halda uppákomur af
þessu tagi þar. Þær komi óhjá-
kvæmilega styggð á fuglana sem
séu íhaldssamir og þó þeir séu
ýmsu vanir þá sé óþarfa röskun
af þessu tagi slæm.
ISérsamii^óHiand^kólafólki
lÓpBL
S 3.115,-
SKOLAORÐAiiOK
Verð frá 1. október 4,450,-
• 36.000 uppflettiorð og
50.000 orðaskýringar.
• Margs konar málfræðilegar
upplýsingar um merkingar,
beygingar, stigbreytingu,
fleirtölu, framburð og fleira.
Mál og menning
Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson til starfa hjá
ensku biskupakirkjunni
Þjónar í enskum
söfnuði í 8 mánuði
Fuglarnir yfírgáfu Tjörnina á menningarnótt
FUGLARNIR á Reykjavíkurtjörn virtust lítt hrifnir af uppákomum á
Tjörninni og við hana á menningarnótt og höfðu yflrgefíð hana áður
en flugeldasýning fór fram á miðnætti.
!
I
\
\
\
i
i
l
i
I
í
I
i
\
\