Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjárfesta verð-
ur skipulega í
fj ar lækningum
BESTA nýting á möguleikum fjar-
lækninga væri að verja t.d. 3-5% af
heildarfjármagni stóru sjúkrahús-
anna til fjárfestinga í tækjabúnaði.
Með því yrði byggt upp nútíma
samskipta- og upplýsingakerfi þar
sem fjarlækningar gegndu lykil-
hlutverki.
Þetta var meðal þess sem Ingi-
mar Einarsson, deildarstjóri hjá
heilbrigðisráðuneytinu, greindi frá
á ráðstefnu um fjarlækningar í
dreifðum byggðum og norður-
skautssvæðum sem nú er haldin í
Reykjavík. Ingimar segir að fram-
lög til stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík nemi kringum 15
milljöðrum króna á ári og því sé
verið að tala um nokkuð hundruð
milljóna króna fjárfestingu í um-
ræddum búnaði. Hann segir að með
fjarlækningum sé unnt að rjúfa fag-
lega einangrun heilbrigðisstarfs-
manna í dreifðum byggðum. Lækn-
ar þar geti leitað ráðgjafar hjá
starfsbræðrum sínum á stóru
sjúkrahúsunum, þar sem mest
þekking á að vera fyrir hendi, sem
ýtt geti undir símenntun þeirra, en
læknar í þéttbýlinu öðlist einnig við
það betri skilning á aðstæðum í
dreifbýlinu.
Ingimar segir að oft sé erfitt að
koma í gegn framlögum til nýjunga
sem þessara, þær lendi aftast í röð-
inni og detti síðan uppfyrir og víki
fyrir launum og öðrum fjárfesting-
um sem taldar eru nauðsynlegar.
Þess vegna hafí nefnd um for-
gangsröðun á sjúkrahúsum lagt til
stefnumörkun af þessum toga og að
horft yrði t.d. til ársins 2005. „Þró-
un í tækni- og gæðamálum líður
þess vegna oft fyrir það að menn
eru alltaf að glíma við launaliðinn.
Það yrði ekki ef við gætum fest
ákveðið hlutfall til þessa mála-
flokks,“ sagði Ingimar í samtali við
Morgunblaðið.
Tilraunir með fjarlækningar hafa
staðið yfir um nokkurt skeið og
segir Ingimar sjúkrahús í Vest-
mannaeyjum, Neskaupstað, Sauð-
árkróki og Stykkishólmi hafa tekið
þátt í þeim. Á næstunni munu
einnig Höfn og Egilsstaðir verða
með, en til þessa hefur einkum ver-
ið um aflestur á röntgenmyndum
að ræða.
Talið er að fjarlækningar þurfi
ekki að auka kostnað við heilbrigð-
isþjónustu þegar til lengri tíma er
litið. Þær geta í sumum tilvikum
orðið til þess að ekki þarf að senda
sjúkling t.d. með sjúkraflugi til
stórs sjúkrahúss en stundum gætu
þær hins vegar einmitt orðið til
þess. Segir Ingimar að reikna megi
með að þetta jafni sig út til lengri
tíma.
Morgunblaðið/Kristján
PJÖLDI manns heiðraði Halldór Blöndal á sextugsafmæli hans í gær. Á myndinni taka Halldór og Kristrún
Eymundsdóttir, eiginkona hans, á móti gestum í Iþróttahölliimi á Akureyri.
Blöndal sextugur
Halldór
HALLDÓR Blöndal, samgöngu-
ráðherra og þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra, varð sextugur í
gær og af því tilefni buðu Hall-
dór og kona hans, Kristrún Ey-
mundsdóttir, vinum og vanda-
mönnum til afmælisveislu í
íþróttahöllinni á Akureyri. Mikill
Qöldi fólks heiðraði Halldór með
nærveru sinni og bárust honum
margar gjafir og heillaóska-
skeyti á þessum tímamótum.
Fjölmargar ræður voru haldn-
ar Halldóri til heiðurs en það var
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, sem reið á vaðið. Halldór
er mikill hagyrðingur og hann
hefur auk þess staðið fyrir lagn-
ingu fleiri kílómetra af bundnu
slitlagi en nokkur annar sam-
gönguráðherra. Það vakti því
mikla kátínu þegar Davíð Odds-
son sagði í ávarpi sínu að fyrir
utan konu og fjölskyklu væri
Halldóri ekkert kærara en bund-
ið mál og bundið slitlag.
Fjarlækningar geta laðað lækna
til starfa á afskekktum stöðum
FJARLÆKNINGAR krefjast
nýrra vinnubragða og stundum
getur verið erfitt að breyta þeim
en þær geta líka orðið til þess að
auðveldara sé að fá lækna til starfa
á afskekktum stöðum, var meðal
þess sem Curt Made, heilsugæslu-
læknir frá Svíþjóð, benti á í erindi
sínu á ráðstefnu um fjarlækningar
í dreifðum byggðum sem nú stend-
ur í Reykjavík.
Curt Made hefur tekið saman
tölur um fjarlækningar sem stund-
aðar hafa verið í Tarnaby í norður-
hluta Svíþjóðar nálægt landamær-
um Noregs. Sambandi var komið á
við háskólaspítalann í Umeá. Á 20
mánaða tímabili frá 1996 til 1998
HVER ber ábyrgð á meðferð
sjúklings sem veitt er gegnum
íjarlækningar? Hvemig era upp-
Iýsingar um sjúklinga, t.d. á
myndböndum, varðveittar? Er
sambandi læknis og sjúklings
háttað á annan hátt við íjarlækn-
ingar en þegar þoir sitja augliti
til auglitis? Þessar og fleiri
spuraingar komu fram þegar
læknar og lögfræðingar ræddu
um lagaleg og siðfræðileg álita-
mál á ráðstefnu um fjarlækning-
ar.
Ásmundur Brekkan, fyrrver-
andi prófessor og fulltrúi í ráð-
gjafarnefnd heilbrigðisráðuneyt-
isins um fjarlækningar, sagði í
inngangserindi sínu að gagn-
kvæmt traust milli sjúklings og
læknis væri horasteinn heil-
brigðiskerfisins. Aukin fjöl-
var fjarlækningum beitt í 123 til-
vikum. Af þessum fjölda var í
þriðjungi tilfella leitað ráðgjafar
lækna í Umeá. Curt Made sagði að
eftir könnun hefði komið í ljós að
98% sjúklinga myndu þiggja með-
ferð eða ráðleggingar með fjar-
lækningum. Sérfræðingar sem
veittu ráðgjöf töldu hana fullnægj-
andi í 79% tilvika og heilsugæslu-
læknar meta mjög mikils þann
þátt sem fjarlækningar væru í við-
bótarmenntun þeirra, sagði Curt
Made.
Pál Weihe greindi frá fjarlækn-
ingum í Færeyjum en sambandi
milli sjúkrahússins í Þórshöfn og
Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn
breytni og nýir möguleikar
hefðu ekki og myndu vonandi
ekki breyta því. í fjarlækningum
yrði að athuga afstöðu sjúklings
til fjarlækninga sem væru í
mörgum tilvikum frábrugðnar
hinu hefðbundna sambandi þeg-
ar læknir og sjúklingur stæðu
augliti til auglitis.
Því var varpað fram að fjar-
lækningar væru ekki sérgrein
eða sérstakur þáttur í hefðbund-
inni heilbrigðisþjónustu heldur
ætti að líta á þær sem viðbót,
tæki til að meðhöndla sjúklinga.
Læknar og aðrir heilbrigðis-
starfsmenn sem sinntu fjarlækn-
ingum væru undir sömu löggjöf
seldir og við hefðbundnar lækn-
ingar.
Ragnhildur Arnljótsdóttir,
lögfræðingur og deildarstjóri í
var komið á fyrir tveimur árum.
Sagði hann mögulegt að hafa
myndbandsfundi og einbeittu
menn sér á sviði röntgenlækninga,
meinafræði, hjartalækninga, augn-
lækninga og kvensjúkdóma.
Myndbandsfundir
þungir í vöfum
Fram kom að myndbandsfundir
hefðu þótt nokkuð þungir í vöfum
og krefðust mikils skipulags þai-
sem svo margir þyi-ftu að vera við-
staddir á báðum endum. Oft væri
allt eins hægt að greina frá vanda-
málinu á myndbandi, senda það til
Kaupmannahafnar og fá ráðlegg-
ingar til baka. Pál Weihe sagði
heilbrigðisráðuneytinu, taldi
nauðsynlegt að selja ákveðnar
reglur um íjarlækningar. Byggja
mætti á gildandi löggjöf en
skýra yrði betur og skilgreina
fjarlækningar og það yrði best
gert með leiðbeiningum sem
kæmu frá landlæknisembættinu.
ljóst að samband milli lækna með
fjarlækningatækni myndi aukast
en benti jafnframt á að oft vildu
læknar í fámennari byggðum fá
sérfræðinga í heimsókn sér til að-
stoðar.
Fleiri læknar greindu frá notkun
fjarlækninga í löndum sínum, m.a. í
Kanada og Noregi, en algengast er
að samskipti eigi sér stað vegna
röntgenmynda eða mynda með
tölvutækni sem læknar í dreifbýli
sýna sérfræðingum á háskóla-
sjúkrahúsum gegnum fjarlækn-
inganet og fá þannig ráðleggingar.
Þá kom fram að talið er að kostn-
aður við búnað vegna fjarlækninga
muni fara lækkandi.
Hún sagði að líta mætti á það
sem skyldu heilbrigðisyfirvalda
að bjóða þjónustu með fjarlækn-
ingum í Ijósi þess að nauðsynlegt
væri að veita bestu mögulegu
heilbrigðisþjónustu hveiju sinni.
Það yrði að fara eftir aðstæðum
og tæknimöguleikum.
Notkun
sjálfvirkra
myndavéla
hefst á ný
RÁÐGERT er að hefja notkun á
sjálfvirkum myndavélum á gatna-
mótum á næstu dögum. Notkun á
þeim var hætt um tíma eftir að
dómur féll sem kvað á um að ekki
væri unnt að byggja á ljósmyndum
sem sönnunargögnum í máli öku-
manna sem óku gegn rauðu ljósi.
Jón Bjartmars, hjá ríkislögreglu-
stjóra, sagði að eftir að dómurinn
féll hefði búnaðurinn verið prófaður
og innsiglaður í Þýskalandi af viður-
kenndum aðila og samkvæmt al-
þjóðlegum stöðlum. Þá hefðu verið
bætt úr öðrum atriðum, sem fjallað
var um í dómnum.
Guðmundur Guðjónsson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, sagðist
gera ráð fyrir að myndavélarnar
yrðu teknar í notkun á næstu dög-
um, en það yrði áður kynnt sérstak-
lega í dagblöðum.
Myndavélarnar voru teknar úr
notkun eftir bflstjóri var í júní sýkn-
aður í Héraðsdómi Reykjavíkur af
ákæru um að hafa ekið gegn rauðu
ljósi. Ákæruvaldið sótti málið á
grunni gagna úr sjálfvirkri og tölvu-
stýrðri myndavél á gatnamótum
Miklubrautar og Snorrabrautar og
komst héraðsdómur að þeirri niður-
stöðu að ekki væri unnt að byggja á
ljósmyndum sem sönnunargögnum
í málinu.
í dómnum sagði að Ijósmynda-
búnaðurinn hefði ekki hlotið lög-
gildingu hérlendis. Sagði að um-
ferðarljósin sæjust ekki á myndun-
um, en á þeim komu fram upplýs-
ingar sem áttu að gefa sönnun um
stöðu Ijósanna þegar myndirnar
voru teknar. Var niðurstaða dóms-
ins sú að sýkna beri ákærða þar
sem ákæruvaldið hefði ekki sýnt
fram á að eftirlitsmyndavélin væri
prófuð reglulega né hvort þekking
og þjálfun þeirra, sem hana nota,
væri viðhlítandi. Væri því ekki hægt
að byggja á ljósmyndunum sem
sönnunargögnum í málinu.
Hver ber ábyrgð
á meðferð?
Morgunblaðið/Porkell
UM eitt hundrað manns sitja ráðstefnur um fjarlækningar. Hófst sú
fyrsta í gær og standa þær út vikuna.
I
>