Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.08.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra braut ekki jafnréttislög Kærunefnd telur Harald hæfari KÆRUNEFND jafnréttísmála hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi ekki brotið jafnréttislög með skipun Haralds Johannessen í embætti ríkislög- reglustjóra. í úrskurði nefndarinn- ar segir að það sé álit kærunefndar að starfs- og stjómunarreynsla þess sem skipaður var, þ.e. Haralds Jo- hannessen, hafi verið meiri en Hjör- dísar B. Hákonardóttur, héraðs- dómara, sem kærði embættisveit- inguna. Sú reynsla geri að verkum að Haraldur teljist hæfari til skip- unar í embætti ríkislögreglustjóra. „Telst skipun í stöðu ríkislögreglu- stjóra því ekki brot gegn ákvæðum laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,“ segir í úrkurðinum. Einn nefndarmanna, Helga Jónsdóttir, skilaði séráliti og kemst að þeirri niðurstöðu að ráð- herra hafi brotið gegn fyrmefndum lögum þar sem Hjördís hafi verið að minnsta kosti jafnhæf. Dómsmálaráðherra skipaði Har- ald Johannessen ríkislögreglustjóra frá 1. febrúar 1998 úr hópi 7 um- sækjenda. Einn umsækjendanna, Hjördís B. Hákonardóttir, héraðs- dómari, taldi að með embættisveit- ingunni væri brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Hún taldi sig hafa meiri menntun og taldi ekki réttlætanleg þau sjón- armið í rökstuðningi ráðuneytisins að níu ára starf Haralds, sem for- stjóra Fangelsismálastofnunar, væri látið vega þyngra en tveggja áratuga reynsla hennar sem dóm- ara og sýslumanns. Kærunefnd vék sæti Bæði Haraldur og Hjördís hafa embættispróf í lögfræði. Bæði upp- fylla embættisskilyrði dómara. Hjördís hefur einnig lokið MA prófi í réttarheimspeki en Haraldur hef- ur stundað framhaldsnám í afbrota- fræði. Þar sem Hjördís er aðalmaður í Kærunefnd jafnréttismála viku hún og aðrir fastir nefndarmenn sæti. Nefndina, sem fór með málið, skip- uðu Andri Amason, hæstaréttarlög- maður, sem var formaður nefndar- innar, Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor, og Helga Jónsdóttir, lögfræðingur, starfsmaður Sjóvár- Almennra. í úrskurði nefndarinnar segir m.a. að ekki verði fram hjá því litið að Haraldur teljist vegna starfa sinna sem forstjóri Fangelsismála- stofnunar ríkisins um níu ára skeið og sem varalögreglustjóri í Reykja- vík, hafa haft víðtækari og nýlegri reynslu af löggæslu- og afbrotamál- um en kærandi. Þá komi til skoðun- ar hvort kostum Hjördísar vegna meiri menntunar verði jafnað við við stjórnunar- eða starfsreynslu þess sem ráðinn var. Dómarastörfum fylgir ekki stjórnunarreynsla „Fyrir liggur í málinu að fram- haldsmenntun kæranda er ekki á sérsviði afbrotafræði eða löggæslu, þó svo að um ákveðin tengsl geti verið að ræða. Verður því að telja að framhaldsmenntun kæranda hafi hér minni þýðingu en ella. Ohjá- kvæmilegt er að líta til þess, að um var að ræða skipan í stöðu sem var nýleg og að mörgu leyti ómótuð. í slíkum tilfellum verður að telja að meira svigrúm sé en ella til að leggja áherslu á stjórnunar- og starfsreynslu þess sem skipaður er, en þegar um er að ræða fastmótaða stöðu,“ segir í úrskurðinum. Þar segir ennfremur: „Kærandi hefur um árabil starfað sem héraðs- dómari og hefur öðlast mikla reynslu sem slíkur. Ekki verður hins vegar fram hjá því litið að dóm- arastörfum fylgir ekki almenn stjórnunarreynsla, þ.e. reynsla af því að bera ábyrgð á og reka stofn- anir eða fyrirtæki. Sá sem skipaður var hafði á hinn bóginn samfellt 10 ára stjómunarreynslu af rekstri embætta á vegum ríkisins, fyrst sem forstjóri Fangelsismálastofn- unar ríkisins frá stofnun árið 1988, en síðan sem varalögreglustjóri í Reykjavík, þar til að skipun í emb- ætti ríkislögreglustjóra kom. Leggja má til grundvallar að stjóm- unarstörf hjá umræddum embætt- um hafi falið í sér hvort tveggja um- svifamikið mannahald og umsjón með fjárreiðum. Er því óhjákvæmi- legt að telja að sá sem skipaður var standi kæranda framar að því er al- menna stjómunarreynslu varðar og hafi að því leyti verið hæfari til að gegna forstöðumannsembætti ríkis- stofnunar.“ Sérálit Helga Jónsdóttir skilaði séráliti þar sem fram kemur að hún telji að Hjördís hafi verið að minnsta kosti jafnhæf til þess að gegna embætti ríkislögreglustjóra og Haraldur. „Með vísan til þess hve fáar konur gegna störfum yfírmanna við þau embætti og þær stofnanir sem heyra undir dómsmálaráðherra og sérstaklega til kynjaskiptingar inn- an embættis ríkislögreglustjóra, er það mat mitt að ráðherra hafi brotið gegn ákvæði 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sbr. 8. gr. sömu laga,“ segir í séráliti Helgu. Heyskap- ur síðla sumars ÞEGAR sólin var í þann mund að setjast við sjóndeildarhringinn sat Víkingur Gislason, bóndi í Skógargerði, á dráttarvélinni sinni og rakaði heyinu saman áð- ur en dögg næturinnar myndi falla. Skógargerði er í Norður- Múlasýslu, rétt norðan við Egils- staði, og var heyskapurinn þar með seinna móti í sumar að sögn Víkings. Hann sagðist vera mán- uði síðar við heyskap en vana- lega, enda hefði tíðin ekki gefið færi á öðru. Stórútsalan er í fullum gangi út þessa viku! Gardínuefni fyrir eldhúsið og fjölbreytt úrval annarra efna á 190 kr. m. 15-50% afsláttur af allri vefnaðarvöru. Úrval gluggatjaldaefna með miklum afslætti. 'OgUö-búðirnar Frumkvöðlar og kenningar í félagsfræði Fólk hætt að reyna að leysa sjálft úr daglegum vanda Steve Taylor FYRIR nokkru var haldið námskeið á vegum Félags fé- lagsfræðikennara í fram- haldsskólum og Endur- menntunarstofnunar Há- skóla Islands um frum- kvöðla og kenningar fé- lagsfræðinnar. Meðal fyr- irlesara var Steve Taylor félagsfræðingur sem tal- aði um þróun félagsfræð- innar og hvort hægt væri að heimfæra kenningar klassísu félagsfræðing- anna Karls Marx, Max Webers og Emile Durk- heims upp á ýmsar að- stæður í samtímanum. „Ég hef skoðað þróun í heilsufélagsfræði með kenningar þessara sígildu félagsfræðinga í huga. Fólk í nútíma samfélagi hefur í auknum mæli þörf fyrir sérfræðiaðstoð lækna, sál- fræðinga, hjónabandsráðgjafa, fjölskyldufræðinga og félagsráð- gjafa þegar ýmis vandamál í dag- legu lífi koma upp. Persónulegur vandi verður tæknilegur og við ætlumst til að aðrir geti leyst úr honum fyrir okkur.“ -Er hægt útfrá kenningum Marx, Webers og Durkheims að ieita skýringa áþessariþróun? „AUir þessir sígildu félags- fræðingar geta að mínum dómi hjálpað okkur að öðlast skilning á þróuninni. Þeir koma ekki með einfaldar lausnir heldur varpa fram spurningum sem vert er að skoða nánar. Hjá Karli Marx hefði svarið við þessari þróun einfaldlega verið hagnaður. Það eru miklir fjármunir sem liggja í læknavís- indum og lyfjaiðnaði og þeir sem eiga hagsmuna að gæta örva fólk til að taka lyf, leita læknisaðstoð- ar í auknum mæli og tilgangur- inn væri þá að hagnast meira.“ Hver teiur þú að skýring Durkheims hefði verið? „Hún myndi vera á þeim nót- um að fólk færi til lækna og ann- arra sérfræðinga vegna þess að þeir sem áður veittu félagslegan stuðning eru óðum að hverfa. Náin tengsl innan stórfjölskyld- unnar eru á undanhaldi, tengsl við kirkju eru veikari en áður og í staðinn koma læknar, sálfræð- ingar og t.d. sjónvarpsþættir, þ.e.a.s. sérfræðingar koma fram og veita ráðgjöf. Áður var það presturinn, afi eða amma sem veittu sams konar ráðgjöf." - Væri Max Weber á annarri skoðun? „Hann aðhylltist skynsemis- hyggju og hefði skýrt þróunina út þannig að hefðbundin gildi og hugmyndir væru að hverfa og meira af líf- inu væri að verða tæknilegur vandi sem krefðist tæknilegra úrlausna. Weber hefði haldið því fram að fólk sæi ekki lengur tilfinningavanda sem hluta af líf- inu heldur lití á hann á svipaðan hátt og þegar bíllinn bilar og far- ið er með hann á verkstæði." - Benda nútíma rannsóknir til að þeir hafi rétt fyrir sér? „Það er ýmislegt athyglisvert sem hefur komið á daginn í þessu sambandi. Það er löngu sannað að lyfjaiðnaður býr tíl vanda til að fá fólk til að auka lyfjanotkun. Þá hefur sýnt sig að þeir sem leita til sálfræðinga njóta minni stuðnings fjölskyldu og vina en þeir sem ekki leita sérfræðiað- ►Steve Taylor er fæddur í London árið 1948. Hann lauk doktorsnámi í félagsfræði árið 1978 og er einnig lögfræðing- ur að mennt. Hann ritar útvarpsleikrit í tómstundum og hefur unnið að gerð kennslumyndbanda um kenningar og aðferðafræði í félagsfræði. Steve Taylor kennir félags- fræði við The London School of Economics. Hann hefur gert ýmsar rannsóknir á sviði heilsufé- Iagsfræði og bæði ritað og rit- stýrt bókum um félagsfræði auk þess sem hann hefur skrif- að fjölda greina í fræðitímarit. Eiginkona hans er Sue Taylor og eiga þau þrjú börn. stoðar. Komið hefur fram að það fólk sem býr í góðu hjónabandi er betra til heilsunnar en ein- hleypir og það sama á við ef fólk getur leitað eftir styrk í trú.“ - Þú hefur líka veríð að rann- saka breytingar á viðhorfum fólks til dauðans í nútíma samfé- lagi. „Já, breyttar þjóðfélagsað- stæður geta kallað á breytt við- horf. Læknavísindum fleygir fram og það meðal annars veldur því að fólk lifir æ lengur. Roskið fólk er að verða byrði í mörgum samfélögum, þ.e.a.s. fjárhags- lega. Það er ekki nóg að lengja líf fólks, það þarf að gera ráðstafan- ir til að hlúa að gömlu fólki. Þó það lifi lengur er ekki þar með sagt að heilsa þess sé í lagi fram á síðasta dag. I veiðimannasamfélögum var jafnvel gert ráð fyrir að þegar fólk gæti ekki lengur veitt sér til matar legðist það íyr- ir í frumskóginum og biði dauðans. í þessu sambandi hef ég velt því fyrir mér hvort viðhorf okkar til dauðans séu að breyt- ast og við lítum ekki á dauðann sem ógnvekjandi heldur finnist eðlilegt að gamalt fólk fái að deyja, stundum áður en tíminn er fullnaður. Mun gömlu fólki í framtíðinni finnast það skylda sín að fá að deyja áður en kallið kemur?“ -A félagsfræðin eríndi í sam- tímanum? „Tvímælalaust. Við búum í heimi örra breytinga þar sem gömul gildi eru óðum að hverfa. Félagsfræðin gefur fólki tæki- færi til að skilja betur þessar breytingar.“ Eru viðhorf okkar til dauðans að breytast?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.