Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 11 FRÉTTIR Fundir með hagsmunaaðilum um virkjanir á hálendi Austurlands Ekki ríkir sátt um áformin Landsvirkjun hélt á laugardag tvo fundi með hagsmunaaðilum á Austurlandi vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma á hálendinu norðan Vatnajökuls. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við þátttakendur að fundunum loknum og segir þá staðfesta að ekki ríki sátt um áformin í landsfjórð- ungnum. Hæst bar kröfur um betri kynn- ingu á áformunum og lögformlegt um- hverfísmat á Fljótsdalsvirkjun, FUNDIR Landsvirkjunar í Hall- ormsstað á laugardag voru tveir og voru áform um Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsvirkjun aðallega til umræðu. Annars vegar var fundað með fulltrúum sveitai-félaga og orku- og stóriðjunefnd samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), og hins vegar með fulltrúum nátt- úruverndar, ferðamála, atvinnuþró- unar og landbúnaðar. Á fyrri fund- inum kom berlega í ljós að mikill stuðningur er við virkjanir á há- lendi Austurlands meðal sveitar- stjórnarmanna. Á þeim síðari var hins vegar gerð krafa um að Fljóts- dalsvirkjun færi í lögformlegt um- hverfismat og að áformin yrðu kynnt betur fyrir almenningi, en með tilkomu Fljótsdalsvn-kjunar verður hið umdeilda uppistöðulón við Eyjabakka að veruleika. Fljótsdalsvirkjun er undanþegin lögum um umhverfismat þar sem virkjunarleyfi fyi-ir henni var gefið út árið 1991 eða skömmu áður en lögin um umhverfismat tóku gildi. Fulltrúar náttúruverndar bentu á að lögformlegt mat væri nauðsyn- legt til þess að gefa öllum tækifæri á að tjá sig um virkjunina, en ekki einungis útvöldum aðilum. Fulltrú- ar ferðamála bentu einnig á að þeir vildu eiga sömu möguleika og aðrir við að nýta svæðin sem fara muni undir vatn verði virkjanimar að veruleika, og því væri umhverfis- mat nauðsynlegt. Sveitastjórnar- menn bentu hins vegar á að ferða- mennska og virkjanir gætu vel átt Morgunblaðið/Einar Falur FUNDARMENN heilsast í upphafi fundar Landsvirkjunar og sveita- stjórnarmanna. Fyrir miðri mynd er Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Landsvirkjunar og bak við hann glittir í Halldór Jónatansson forsljóra Landsvirkjunar. samleið og sögðu að virkja þyrfti þá orku sem landið hefði að geyma til þess að bjarga íbúabyggð á Áustur- landi. Opinn fundur ef eftir því er óskað „Á fundinum kom í ljós að meðal stjórnarmanna sveitarstjórna og stóriðjunefndarinnar ríkir það al- menna sjónarmið að menn vilja ráðast hér í vikjunarframkvæmdir, en því var einnig komið á framfæri að menn ættu að fara að öllu með gát,“ sagði Jóhannes Geir Sigur- geirsson stjórnarfoi-maður Lands- virkjunar um fundinn með sveita- stj órnarmönnum. Jóhannes sagði að Landsvirkjun hygði á frekara kynningarstarf á Austurlandi varðandi áformin og myndi til dæmis halda opinn fund ef eftir því yrði óskað. Hann sagði jafnframt að bæði ábendingar og gagnrýni hefðu komið fram á síðari fundinum, en þar hefði hæst borið kröfuna um að Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt umhverfismat. Um það segir hann að líklega muni stjórn Landsvirkjunar í samráði við stjórnvöld taka afstöðu til þess í haust. „Stjórnin ákvað í maí að ráð- ist skyldi í alla þá vinnu sem væri nauðsynleg fyrir formlegt umhverf- ismat. Pað er nákvæmlega sú vinna sem þarf til ef virkjunin fer í lög- formlegt mat. I nóvember verður tilbúin umhverfismatsskýrsla og þá taka menn ákvörðun um það hvort hún fer alla leiðina í gegnum lög- formlega fei-ilinn,“ segir Jóhannes. Umhverfismat til að t.eíja framkvæmdir Broddi B. Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Austurhéraðs og for- maður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sagði að sveitar- stjórnarmenn sem sátu á fundinum hefðu sagt hug sinn og sinna sveit- arstjórna til framkvæmdanna. „Mér fannst það koma fram sem rauður þráður í ummælum sveitar- stjómarmanna að menn skyldu virkja en fara varlega með tilliti til náttúrunnar, umfram allt.“ Broddi sagði að bent hefði verið á að Fljótsdalsvirkjun væri nánast tilbúin til þess að menn færu að virkja. Virkjun við Kárahnúka væri ferli sem tæki mun lengri tíma, en kostirnir væru að sjálfsögðu metnir eftir því hvernig orkusölusamning- ar næðust, þar sem Kárahnúka- virkjun væri mun stærri en Fljóts- dalsvirkjun. „Eg get ekki séð að það sé neinn eðlismunur á því umhverfismati sem Landsvirkjun framkvæmir og lögformlegu umhverfismati,“ sagði Smári Geirsson forseti bæjar- stjórnar Austurríkis eftir fundinn. „Mér finnst þessi krafa um lög- formlegt umhverfismat fyrst og fremst kannski þjóna þeim tilgangi að tefja þetta mál og ég er alfarið andvígur því,“ sagði hann. Hjörtur Kjerúlf oddviti Fljóts- dalshrepps sagðist vera þeirrar skoðunar að framkvæma ætti lög- formlegt umhverfismat, það yrði líklega til þess að meiri sátt næðist um virkjunina. „Það breytir í sjálfu sér engu þótt virkjunin fari í matið, en til þess að ná meiri sátt um hana þá tel ég rétt að það fari fram, þetta mat.“ Hjörtur sagðist ekki telja að virkjunarframkvæmdir myndu hafa neikvæð áhrif á ferða- þjónustu á svæðinu eins og bent hefur verið á. „Þetta er enginn dauðadómur á ferðaþjónustu, nema síður sé. Mér finnst umhverfissinn- ar öfgakenndir í sínum málflutningi og tel þá byggja afstöðu sína veru- lega á tilfinningamati en ekki raun- hæfu mati,“ sagði Hjörtur. Liður í að stemma stigu við fólksflótta Þorvaldur Jóhannsson formaður Orku- og stóriðjunefndar SSA og framkvæmdastjóri SSA, lýsti yfir ánægju sinni með að forsvarsmenn Landsvirkjunar skyldu koma og kynna þau áform sem væru í gangi uppi á hálendinu. „Við bíðum spenntir eftir því Austfirðingar að þetta leiði til þess að við getum far- ið að nýta orkuna úr þessum fall- vötnum. Við erum á því að hana eigi að nýta hér fyrir austan og hvergi annars staðar. Við teljum að nú sé röðin komin að okkur. Það er hins vegar ákaflega mikill misskilningur að við sem viljum vii'kja norðan Vatnajökuls séum ekki náttúru- sinnar. Það er alveg deginum ljós- ai’a að ef það á að virkja þá verður einhverju að fórna. Við erum að tapa hér fólki, það munu hafa farið héðan um 150 manns síðan um ára- mót. Ef ekkert verður að gert horfir maður með hryllingi til þróunarinn- ar hér á Austurlandi. Þess vegna held ég að menn verði að vera til- búnir að fórna einhverju í umhverf- inu til að ná fram þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, því það þarf að byggja upp atvinnulíf hér á Austurlandi," sagði Þorvaldur. „Viljum lögform- legt umhverfismat“ GAGNRÝNISRADDIR fulltrúa náttúruverndar og ferðamála voru háværar að fundinum loknum. Þeir vilja að lögformlegt umhverf- ismat verði gert á Fljótsdalsvirkj- un og benda í því samhengi á að allir eigi að hafa sama rétt á að nýta landsvæðið. Þetta séu nátt- úruperlur sem geti nýst á marga vegu og hafi mikið aðdráttarafl fyrir til dæmis ferðamenn. „Við viljum fá lögfonnlegt um- hverfismat sem lýtur þeim lögum sem eru í landinu. Þaf’er okkar krafa númer eitt, tvö og þrjú. Við viljum umhverfismat þar sem allir geta komið með athugasemdir en ekki bara einstakir aðilar sem fá bréf frá Landsvirkjun. Það þýðir að virkjunarleyfið verði dregið til baka og síðan verði farið eftir sett- um reglum,“ sagði Karen Erla Er- lingsdóttir frá Samtökum til verndar hálendis norðan Vatna- jökuls. Samtökin gagmýndu einnig kynningu Landsvirkjunar á áformunum og sögðu fólk ekki nógu vel að sér í málinu. „Það er lágmarkskrafa að áður en menn taka ákvörðun um hvort þeir séu með eða á móti þessum virkjunum viti þeir nákvæmlega hvað felst í því. Það er ekki nóg að kíkja í skýrslu þar sem er fagurblátt uppistöðulón, göng neðanjarðar og virkjun. Það er svo margt fleira í þessu og jafnvel er sumt ekki sýnt á þessum einföldu kortum. Það er lágmarkski’afa að Austfirð- ingum og landsmönnum reyndar öllum, þar sem þetta er ekki einkamál okkar Austfirðinga, verði kynnt þessi mál og viti um. hvað þau snúast. Hvort Lands- virkjun eigi alfarið að standa að þeiiTÍ kynningu eða hvort um- hverfisráðuneytið, Náttúruvernd eða aðrir eigi að koma þar inn í, breytir því ekki að yfirvöld eiga að sjá til þess að þeir sem hagsmuni hafa, og það eru í þessu tilviki landsmenn allir, viti um hvað mál- ið snýst,“ sagði Skarphéðinn Þór- isson frá Samtökum til verndar hálendis norðan Vatnajökuls. „Við viljum ekki að hér gerist sama slysið og við Hágöngumiðl- un, að allt í einu vakni menn upp við vondan draurn," bætti Karen Erla við. Skarphéðinn gagnrýndi harð- lega hverjir hefðu verið boðaðir á fundinn. „Það eru miklu fleiri hér sem hafa eitthvað um þetta mál að segja, en það er talað við þá sem hafa verið yfirlýstir stuðnings- menn þessa alls og sjá framtíð Austurlands ekki öðruvísi en með risaálveri á fjörðunum. Við erum ekki sammála því að framtíð Aust- firðinga liggi í álveri á Reyðar- firði,“ sagði Skarphéðinn. „Mig langar til að vita hvað Davíð hefur að segja um þetta. Það hefur ekki heyrst múkk frá sjálfstæðismönn- um og ég óska eftir yfirlýsingu frá Davíð um þetta mál.“ Ilagsmunir allra Islendinga Karl Ingólfsson og Óskar Helgi Guðjónsson frá ferðaskrifstofunni Ultima Thule sátu fundinn en fyr- irtækið er með ferðaþjónustu á svæðinu sem Fljótsdalsvirkjun mun koma til með að snerta. „Við erum að nýta þetta svæði á ákveð- inn hátt og umhveifismatið á að fjalla um hvernig nýta eigi svæðið. Við viljum nýta það áfram en ef ekki verður farið í lögformlegt umhverfismat þá höfum við ná- kvæmlega ekkert að segja um það hvernig þessu svæði verður ráð- stafað. Það vantar alvöru um- hverfismat, en ekki innanhússmat frá Landsvirkjun. Við erum ekki að berjast á móti virkjunum, við i /F* $ il _ |lp| 11 j i f j j! j j 1 j 1 j j I j í'. : !|| Morgunblaðið/Einar Falur UMRÆÐUNUM haldið áfram að loknum fundi. Skarphéðinn Þóris- son og Karen Erla Erlingsdóttir frá Samtökum um verndun há- lendis norðan Vatnajökuls ræða við Helga Bjarnason deildarstjóra umhverfisdeildar Landsvirkjunar. Ásmundur Gislason frá Ferða- málasamtökum Austurlands fylgist með. erum bara að biðja um að fá sama tækifæri og aðrir sem vilja nota þetta svæði,“ sagði Karl Ingólfs- son frá Ultima Thule. „Það sem mér finnst vera verst er áhugaleysi ferðaþjónustunnar. Ég held að það séu það mikil verð- mæti í þessari ósnortnu víðáttu sem við eigum, hún sé hrein og klár útflutningsvara sem verður beinlínis eyðilögð,“ .sagði Óskar Helgi. „Ósnortin náttúra hefur mjög sterkt aðdráttargildi og þarna er verið að skerða verulega þá auðlind sem er drifkrafturinn á bak við þá þjónustu sem við erum að veita. Við viljum nýta svæðið en leggjum ekki í mikla vinnu við að byggja upp ferðaþjónustu á svæði sem að enginn veit hvað verður um. Ef svo fer að það verður ekki virkjað þá munum við vinna eins mikið á þessu svæði og við getum. Þetta er ekki hagsmunamál Aust- firðinga heldur alha Islendinga," sagði Óskar Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.