Morgunblaðið - 25.08.1998, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur.Jif. er útgefandLMQigunblaðsins.
vantar í eftirtalin hverfi:
Innbæ, miðbæ og Ásabyggð/Jörvabyggð.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
► Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
Samningur framhaldsskólanna á
Norðurlandi og Háskólans á Akureyri
Háskólinn
annast verk-
efnisstjórn
SAMSTÁRFSNEFND framhalds-
skólanna á Norðurlandi og Háskól-
inn á Akureyri hafa undirritað sam-
komulag um að háskólinn annist
verkefnisstjórn á grundvelli sam-
starfssamnings framhaldsskólanna
frá því í júní í sumar. Megintilgang-
ur samkomulagsins er að sú þekk-
ing sem til er á fræðisviðum Há-
skólans á Akureyi’i verði nýtt til að
styrkja og þróa framhaldsskólanám
og kennslu á Norðurlandi og skapa
samstarfsvettvang milli skólastig-
anna tveggja.
Þessu fyrirkomulagi er jafnframt
ætlað að tryggja að verkefnisstjóm-
in byggi á víðum og faglegum
grunni sem yrði samstarfi og þróun
framhaldskólanna á Norðurlandi til
hagsbóta. Rannsóknarstofnun Há-
skólans á Akureyri hefur fyrir hönd
háskólans framkvæmd verkefnis-
stjómarinnar með höndum og til-
nefnir verkefnisstjóra í samráði við
Samstarfsnefnd framhaldsskólanna.
Trausti Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarstofnun-
ar HA mun hafa verkefnisstjómina
með höndum.
Stórt framfaraskref
Hjalti Jón Sveinsson, skólameist-
ari Framhaldsskólans á Laugum í
Reykjadal og formaður samstarfs-
nefndarinnar sagði þennan samning
við háskólann mjög merkilegan og
stórt framfaraskref sem ætti eftir
að verða háskólanum og ekki síður
framhaldsskólunum á Norðurlandi
til* góðs.- ;,Við getum notfært okkur
starfsmenn og sérfræðinga rann-
sóknarstofnunar HA á sviði
kennslu- og skólamála og eins fær
háskólinn tækifæri til að vera í
beinu sambandi við framhaldsskóla-
stigið," sagði Hjalti Jón.
Skólameistarar framhaldsskól-
anna fimm á Norðurlandi, þ.e. Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki, Framhaldsskólans á
Húsavík, Menntaskólans á Akur-
eyin, Verkmenntaskólans á Akur-
eyri og Framhaldsskólans á Laug-
um undirrituðu samstarfssamning
fyrr í sumar.
Skólarnir
hafí samráð
Markmið hans er m.a. að bjóða
nemendum á Norðurlandi eins fjöl-
breytt nám á framhaldsskólastigi
og kostur er svo unnt sé að tryggja
þeim sem bestan undirbúning undir
frekara nám og störf. Einnig að
stuðla að því að draga úr vanda sem
stafað getur af fámenni eða vanbún-
aði í einstökum skólum og nýta að-
stöðu og kennslukrafta á Norður-
Iandi í sem flestra þágu.
„Við erum að reyna að tryggja
það að verið sé að gera sömu hlut-
ina á öllum stöðunum og að þróunin
í skóla- og kennslumálum sé sam-
hliða alls staðar og að skólarnir hafi
samráð um hlutina. Þetta verður
vonandi til þess að þessir lands-
byggðarskólar standi saman og það
verði þeim öllum til góðs.“
Morgunblaðið/Kristján
LEIKARAR og annað starfsfólk Leikfélags Akureyrar glennir sig upp í sólina af þaki Samkomuhússins eftir
fyrsta samlesturinn í gær.
Barnaleikrit frumsýnt
hjá LA í október
um Rummung ræningja er bráð-
skemmtilegt ævintýri, fullt af töfr-
um og ljúfri spennu og er við hæfi
barna allt frá fjögurra ára aldri.
Agnar Jón Egilsson og Oddur
Bjarni Þorkelsson fara með hlut-
verk strákanna tveggja en aðrir
leikarar eru Halla Margrét Jóhann-
esdóttir, Aðalsteinn Bergdal og
Þráinn Karlsson. Daniel Þorsteins-
son og Eiríkur Stephensen semja
og flytja tónlist og leikhljóð í sýn-
ingunni. Jóhann Bjarni Pálmason
hannar lýsingu og Messína Tómas-
dóttir er höfundur leikmyndar og
búninga. Frumsýningin á Rumm-
ungi ræningja verður laugardaginn
3. október.
Pétur Gautur jólaleikrit
félagsins
Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar,
Pétur Gautur, er jafnframt frum-
flutningur þýðingar Helga Hálfdán-
arsonar á þessu sígilda verki norska
skáldjöfursins en þýðing Helga
birtist fyrst í bókinni Sígildir ljóð-
leikir, sem Mál og menning gaf út á
síðastliðnu ári. Það verður Jakob
Þór Einarsson sem fer með titil-
hlutverkið, Pétur Gaut, Þórunn
Magnea Magnúsdóttir leikur Ásu
móður hans en leikstjóm er í hönd-
um Sveins Einarssonar.
Leikritið Systur í syndinni, eftir
Iðunni og Kristínu Steinsdætur,
byggir á atburðum sem gerðust í
Reykjavík í kringum 1870, þar sem
fjórar konur búa allar með sama
manninum og tengjast honum á
ýmsan hátt. Fjölmargir leikarar
munu koma fram í sýningunni sem
Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrii-.
L/ n • • /
ii og rjor a
fjölskyldu-
degi STÚA
STARFSMANNAFÉLAG títgerð-
arfélags Akureyringa hf., STtíA,
stóð fyrir fjölskyldudegi og grill-
hátíð í Kjarnaskógi sl. laugar-
dag. Þar voru saman komnir
starfsmenn IJA, makar og börn
og skemmtu sér hið besta í góðu
veðri. Götuleikhúsið mætti á
svæðið og skemmti, spákona
spáði fyrir fólki og farið var í
leiki. A myndinni er fulltrúi
Götuleikhússins á léttri æfingu
með ungum knattspyrnumönnum
en á teppi þar fyrir aftan situr
spákona og rýnir í kúlu sína fyrir
unga blómarós.
Blaðbera
„Barnið mitt og barnið þitt“
Tónleikar til styrktar
barnadeild FSA
KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur
stórtónleika í íþróttahöllinni á
Akureyri laugardaginn 19. sept-
ember nk. kl. 17.00 í tilefni af
opnun nýrrar barnadeildar við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. Tónleikarnir eru haldnir
undir yfirskriftinni; „Barnið mitt
og barnið þitt.“
Allur ágóði af tónleikunum
mun renna til tækjakaupa fyrir
barnadeildina. Fjölmargir lista-
menn munu koma fram og gefa
þeir allir vinnu sína. Einnig hafa
mörg fyrirtækið heitið stuðningi
við tónleikana. Félagið treystir
jafnframt á góða þátttöku al-
mennings og velunnara barna-
deildarinnar.
Kvenfélagið Hiíf hefir síðast-
liðinn aldarfjórðung beitt kröft-
um sínum nær eingöngu að söfn-
un til tækjakaupa fyrir barna-
deild FSA og nú þarf mikils við.
Nýverið varð félagið 90 ára og
var þá ákveðið að efna til þessa
stórátaks sem varðar okkur öll;
barnið þitt og barnið mitt.
VETRARSTARF Leikfélags Akur-
eyrar er hafið af fullum krafti með
æfingum á bamaleikritinu Rumm-
ungi ræningja, eftir þýska höfund-
inn Otfried Preussler. Jólaleikrit fé-
lagsins verður eitt mest leikna
sviðsverk allra tíma, Pétur Gautur,
eftir Henrik Ibsen. I mars á næsta
ári frumsýnir Leikfélag Akureyrar
nýtt íslenskt leikrit, Systur í synd-
inni, eftir þær Iðunni og Kristínu
Steinsdætur.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
föstu starfsliði LA frá síðasta leik-
ári. Guðbjörg Thoroddsen leikari er
hætt störfum en hún hefur verið
fastráðinn leikari leikhússins und-
anfarin tvö ár. Ekki hefur verið ráð-
ið í hennar stað og fastráðnir leikar-
ar á leikárinu verða því aðeins þrír,
þau Aðalsteinn Bergdal, Sunna
Borg og Þráinn Karlsson.
Þórey Aðalsteinsdóttir, fjárreiðu-
1Ms5nw
Sýnt á Rennii/erkstœðinu
Akureyri
FJÖGUR HJÖRTU
fimmtud. 27/8 kl. 20.30 örfá sæti
föstud. 28/8 kl. 20.30 örfá sæti
laugard. 29/8 kl. 20.30
MIÐASALA ÍSÍMA 1,61-3690
stjóri verður í ársleyfi á leikárinu og
í hennar stað hefur Edda Jóhanns-
dóttir verið ráðin rekstrarstjóri
leikhússins. Freygerður Magnús-
dóttir búningameistari leikhússins
til margra ára hefur einnig fengið
ársleyfi frá störfum. I hennar stað
hefur Svandís Þóroddsdóttir verið
ráðin forstöðumaður saumastofu
hússins.
Fyrir barðinu á
Rummungi ræningja
Otfried Preussler er í hópi þekkt-
ustu höfunda í hinum þýskumæl-
andi heimi á þessari öld og hefur
skrifað fjölda barnabóka og leikrita
fyrir börn. Rummungur ræningji er
fyrsta verkið sem sýnt er eftir hann
hérlendis. Hulda Valtýsdóttir þýddi
fyrir mörgum árum bók Preusslers
sem hann sjálfur gerði leikrit eftir
og Helga systir hennar las söguna í
barnatíma þeirra systra í útvarpinu.
Hulda hefur einnig í samvinnu við
Sigrún Valbergsdóttur, þýtt leikrit-
ið fyrir Leikfélag Akureyrar en Sig-
rún leikstýrir verkinu.
I leikritinu segir frá tveimur
drengjum og ömmu þeirra sem
verða fyrir barðinu á ótætinu hon-
um Rummungi ræningja. Ekki tek-
ur betra við þegar drengirnir lenda
í klónum á Petrósilíusi galdramanni
sem svífst einskis í brögðum sínum.
í dimmum kjallara í kastala galdra-
mannsins rekast drengirnir á
klukkufrosk sem reynist vera und-
irfögur álfamær í álögum. Leikritið