Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 25.08.1998, Síða 15
MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 15 Morgunblaðið/Sig. Fannar. HAFÞÓR Snorrason á fullu við að kurla pappa. NOKKRIR starfsmanna Husls ehf. sem una glaðir við vinnu sína. Endur- vinnsla og atvinnu- sköpun fatlaðra Selfossi - Endurvinnslufyrirtækið Husl ehf. tók formlega til starfa í desember síðastliðnum. Frumkvæði að stofnun fyrirtækisins kom frá Mjólkurbúi Flóamanna, en þeirra hugmynd var sú að veita fötluðum atvinnu við að búa til verðmæti úr því mikia magni af pappa sem fellur frá mjólkurbúinu og stuðla að end- urvinnslu og umhvei’fisvemd. I fyr- irtækinu starfa að jafnaði 10 manns á dag. Framleiðslan hefur hingað til að mestu miðast við kurlun á bylgju- pappa og hafa viðskiptavinir aðal- lega verið hestamenn sem nota pappakurlið sem undirburð í stíum og básum. Starfsmenn Husls ehf. hafa haft þá stefnu að skoða sem flestar hugmyndir um endurvinnslu á pappa. Meðal þeirra hugmynda sem hafa verið ræddar eru grillkolagerð, notkun á kurli í göngustíga, við svepparækt, umbúðagerð, í bygg- ingariðnaði auk skógræktar. Fyrirtækinu Husli eþf. er ætlað að auka starfsgetu og starfskunn- áttu fatlaðra við að vinna hráefni, sem annars væri hent, til hagsbóta fyrir umhverfi okkar. Morgunblaðið/Silli Útlend- ingum fækk- ar ekki Húsavík. Morgunblaðið. FERÐAMANNASTRAUMUR um Húsavík á líðandi sumri mun verða í meðallagi, þó íslendingar séu þar mun færri á ferð en ella, en þar um ræður veðráttan, sem ríkt hefur á þessu sumri. Fjöldi gistinátta á tjaldstæði bæj- arins mun verða svipaður og sl. ár, þó íslendingar séu þar í tölu mun færri en áður, en útlendingarnir þeim mun fleiri. Flestir eru þar Þjóðverjar, en Hollendingum og ítölum fjölgar. Það fer vaxandi að samstilltir hópar útlendinga búi í tjöldum en gisti ekki hótel. Tjaldstæðið er á góðum stað í hvammi norðan við íþróttavellina og aðstaða öll góð, heitt og kalt vatn í litlu húsi og sundlaugin í innan við 100 metra fjarlægð. Frakkland san á LaugardalsveiH 5. september kí. 18.45 Heimsmeistarar Frakka mæta íslendingum á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september. Leikurinn er liður í Evrópukeppni landsliða, EM 2000, og er því aðeins leyfilegt að selja miða í sæti. .2 § * => < í boði Safnkortsins hefja leikinn kl. 17.15 eins og þeim einum er lagið. Áfram ísland! Nýju miðarnir og ósóttar pantanir verða til sölu á eftirtöidum ESSO-stöðvum: Ártúnshöfða, Geirsgötu, Skógarseli, Ægisíðu, Borgartúni, Stóragerði, Stórahjalla í Kópavogi og Lækjargötu í Hafnarfirði. Enn fremur Aðalstöðinni Keflavík, Skútunni Akranesi, Veganesti Akureyri og ESSO-stöðinni Hveragerði. Verð miða í nýju sætin er 3.000 kr. Miðaverð ósóttra pantana er 2.000, 3.000 eða 4.000 kr. - eftir sætum. Athugið að tiiboðsverð til Safnkortshafa gildir ekki lengurí Börn yngri en 12 ára fáfrítt í stœði. Nánari upplýsingar um leikinn eru á heimasíðu ESS0 www.esso.is Ljósmyrii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.