Morgunblaðið - 25.08.1998, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Skagstrendingur skilar 73 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins
Afkoman batnar
um 264 milljónir kr.
SKAGSTRENDINGUR Jif. var
rekinn með tæplega 73 milljóna
króna hagnaði á fyrstu sex mánuð-
um ársins, samkvæmt milliupp-
gjöri, en á sama tímabili á síðasta
ári tapaði félagið 191 milljón kr.
Afkoman batnaði því um 264 millj-
ónir kr. Framkvæmdastjórinn seg-
ir að skýringin á bættri afkomu
felist einkum í betri tekjumögu-
leikum fyrirtækisins vegna kvóta-
stöðu í upphafi rekstrarárs en
einnig sé árangur hagi-æðingar í
rekstri að koma fram.
Heildartekjur Skagstrendings á
tímabilinu janúar til júní sl. námu
985 milljónum kr. sem er 17% aukn-
ing frá fyrra ári og rekstrargjöld
námu 839 milljónum sem er 0,8%
minna. Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsgjöld var því 146 milljónir
kr. á móti 4 milljóna kr. tapi ári
fyrr. Veruleg breyting varð á fjár-
magnsliðum. Fjármunatekjm’ námu
tæpum 4 milljónum á fyrstu sex
mánuðum þessa árs en fjármagns-
gjöld námu 109 milljónum á sama
tímabDi á síðasta ári. Helsta ástæða
þessa er að umtalsvert gengistáp
kom fram í milliuppgjöri á síðasta
ári en gengishagnaður á þessu ári.
Hagnaður tímabilsins varð því 73
milljónir á móti 191 milljónar króna
halla á sama tíma í fyrra.
Skýringanna á miklum viðsnún-
ingi í afkomutölum er fyrst og
fremst að leita í kvótastöðu fyrir-
tækisins í upphafi rekstrarársins
nú og í fyrra, að sögn Jóels Krist-
jánssonar framkvæmdastjóra
Skagstrendings. Staðan var mun
betri í upphafi þessa árs en á því
síðasta. Sem dæmi um þetta nefnir
framkvæmdastjórinn að í byrjun
árs 1997 hafi félagið átt eftir 570
tonn af þorski en 2.600 tonn í upp-
hafi þessa árs. Þá hefur hjálpað
upp á sakirnar að verð á sjófryst-
um afurðum hefur hækkað. Á móti
hefur afurðaverð rækju lækkað og
kostnaður við veiðarnar aukist.
Betri kvótastaða
Kostnaður hefur minnkað. Segir
Jóel að nú séu að skila árangri þær
hagræðingaraðgerðir sem unnið
hafi verið að í góðu samstarfí við
starfsfóikið. Meðal annars hafi
frystitogarinn Örvar verið seldur
og kvótinn veiddur á færri skipum.
Miklar breytingar hafa verið
gerðar á rekstri Skagstrendings á
undanförnum þremur árum. Félag-
ið var nær eingöngu í útgerð frysti-
togara en hefur nú haslað sér völl í
rækjuvinnslu á Skagaströnd og í
bolfiskvinnslu og frystingu loðnu
og síldar á Seyðisfirði.
Skagstrendingur gerir nú út tvö
skip, frystitogarann Arnar og
rækjufrystiskipið Helgu Björgu.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Skagstrendingi að útgerð Am-
ars hafi gengið vel þar sem fram
hafi farið góð veiði og hátt verð fyr-
ir sjófrystar afurðir. Rekstur
Helgu Bjargar hafi hins vegar ein-
kennst af þeim samdrætti sem orð-
ið hafi í rækjuveiðum. Fram kemur
að rekstur nýendurbyggðrar
rækjuvinnslu félagsins á Skaga-
strönd hafi gengið vel. Reksturinn
á Seyðisfirði hafi einnig gengið vel
það sem af er ári en hann byggi
einkum á samstarfi við útgerð tog-
arans Gullvers.
Skagstrendingur var rekinn með
tapi á síðasta ári, þrátt fyrir að
tekjufærður hafi verið umtalsverð-
ur söluhagnaður. Útlitið fyrir yfir-
standandi ár er betra, að sögn Jó-
els. Segir hann stefnt að hagnaði
og telur allar forsendur vera til
þess að það takist.
Heildareignir Skagstrendings
hf. nema tæplega 2,3 milljörðum og
skuldir 1,5 milljörðum kr. Hlutafé
er liðlega 750 milljónir kr. Breyt-
ingar hafa orðið í hluthafahópnum
á árinu. Ber þar hæst að í febrúar
keypti Sfldarvinnslan hf. í Nes-
kaupstað 23% hlut.
Skagstrendingur hf ■
Ujr mimuppgjori
Jan.-júní Jan.-júní
Rekstrarreikningur Mnijónir króna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur Rekstrargjöld 985.2 839.3 842,0 846.1 +17,0% -0.8%
Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöid) 146,0 -80,9 3,8 -4,2 -79,6 -109,4 +1,6%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld Reiknaðir skattar 68,8 5,7 -2,0 -193,2 3,3 -1.1 +72,7% +81,8%
Hagnaður (tap) tímabilsins 72,5 -191,0 -
Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12 '97 Breyting
1 Eignir: \ Milljónir króna
Veltufjármunir 563,6 371,2 +51,8%
Fastafjármunir 1.723,7 1.749,3 -1,5%
Eignir samtals 2.287,3 2.120,5 +7,9%
1 Skuidir og eigid /é: \
Skammtímaskuldir 538,3 344,3 +56,4%
Langtímaskuldir 997,8 1.092,8 -8,7%
Eigiðfé 751,1 683,5 +9.9%
Skuldir og eigið fé samtals 2.287,3 2.120.5 +7.9%
Sjóðstreymi 30/6 '98 31/12 '97 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 100,9 -90,7 -
Hyundai nær samkomulagi við verkalýðsfélög
Endi hundinn á
ólöglegt verkfall
Stikla ehf. kaupir öll hluta
bréf Skeljungs í Frigg hf.
SKELJUNGUR hf. hefur selt öll
hlutabréf sín í dótturfélaginu
Sápugerðinni Frigg hf. og var
starfsfólki Friggjar tilkynnt um
eigendaskiptin í gær. Kaupandi var
fyrirtækið Stikla ehf. sem hingað
til hefur aðallega fengist við heild-
sölu og þjónustað útgerð og mat-
vælaiðnað m.a., að sögn fram-
kvæmdastjóra félagsins, Luthers
Guðmundssonar.
Skeljungur hefur átt Frigg í um
tvö og hálft ár og að sögn Kristins
Björnssonar, forstjóra Skeljungs,
var ástæða sölunnar sú að fyrirtæk-
ið hentaði Skeljungi ekki nógu vel,
þegar á reyndi. „Það komu aðilar að
máli við okkur sem höfðu áhuga á
VOlQ Bliindunartæki
Vola blöndunartæki hafa verið
margverðlaunuð fyrir sérstakan
stíl og fágun, en hönnuðurinn er
hinn þekkti danski arkitekt
Arne Jacobsen, sem öðlaðist
heimsfrægð fyrir framúrskarandi
arkitektúr. Tækin eru fáanleg í
litum, krómuð og í burstuðu stáli.
Heildsöludreifing:
cÆuiflMBfca Smiðjuvegi 11. Kópavogi
TEflGlehf. Sími564 1088,fax564 1089
Fæst í byggingavörui/erslunum um iand allt.
að kaupa og kynntu okkur hug-
myndir sínar um rekstur fyrirtæk-
isins og því ákváðum við að selja,“
sagði Kristinn.
Hann sagði að Frigg hefði upp-
haflega verið keypt til þess m.a. að
tappa á ýmsar vörur sem Skeljung-
ur framleiðir, eins og terpentínu,
rúðuvökva ofl.
Verða rekin hvort í sínu lagi
Luther Guðmundsson segir að
þeir hafi ákveðnar hugmyndir um
SKULDABRÉF í nýju skulda-
bréfaútboði Landsvirkjunar seldust
upp í gær, á fyrsta söludegi, en
reiknað hafði verið með fimm vikna
sölutímabili. Gefin eru út verð-
tryggð skuldabréf að fjárhæð 2,5
milljarðar kr. til 15 ára og er útboð-
ið hið langstærsta sem fyrirtæki
hefur ráðist í á íslenska fjánnagns-
markaðnum. Samið var við Islands-
banka um að sjá um útgáfu og sölu
skuldabréfanna að afloknu útboði
en Búnaðarbanki íslands annaðist
sölu á helmingi bréfanna.
Stofnanafjárfestar voru áberandi
stærstu kaupendur skuldabréfa
Landsvirkjunar, samkvæmt upp-
lýsingum Heiðars Guðjónssonar,
verðbréfamiðlara hjá Viðskipta-
stofu Islandsbanka. Er þá átt við
lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og ein-
stök fyrirtæki sem vilja fjárfesta til
lengri tíma.
Skuldabréfaútgáfunni er ætlað
reksturinn en of snemmt sé að
segja til um á hvaða nýjungum sé
von. „I fyrsta lagi býður Frigg upp
á mikla þjónustu við smásölumark-
að, í tengslum við útgerð og mat-
vælaiðnað, og í öðra lagi þjónustar
Frigg smásölumarkaðinn og fram-
leiðir geysilega mikið af góðum
hreinsiefnum fyrir heimilin m.a.,“
sagði Luther.
Fyrirtækin verða rekin hvort í
sínu lagi. Hjá Stiklu vinna nú 10
manns en 18 manns hjá Frigg.
að fullnægja hluta af fjárþörf
Landsvirkjunar vegna virkjunar-
framkvæmda í ár en fjárfestingar
fyrirtækisins nema alls um 10,7
milljörðum kr. á árinu. Einkum er
um að ræða fjárfestingar við Sult-
artangavirkjun og Búrfellslínu 3A,
samkvæmt upplýsingum Lands-
virkjunar.
„Sú vaxtalækkun sem orðið hefur
undanfarið á innlendum lánsfjár-
markaði veldur því að lánsfjáröflun
innanlands er mun áhugaverðari
kostur en fyrr,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Landsvirkjun. Gerir
fyrirtækið sér vonir um að njóta
góðs af hagstæðum markaðsað-
stæðum og traustri stöðu fyrirtæk-
isins á fjármálamörkuðum en eins
og kunnugt er hefur Landsvirkjun
sömu lánshæfiseinkunn og ríkið á
bæði innlendum og erlendum láns-
fjármörkuðum.
Stefnt er að skráningu skulda-
Ulsan í Suður-Kóreu. Reuters.
ENDI var í gær bundinn á ólög-
legt verkfall starfsmanna
Hyundai-bílaverksmiðjunnar í
Ulsan í Suður-Kóreu, sem staðið
hafði í heilan mánuð, eftir að
verkalýðsfélög féllust á að nokkur
hundruð starfsmönnum yrði sagt
upp.
Verkamenn tóku verksmiðjuna í
Ulsan herskildi 20. júlí síðastliðinn,
til að mótmæla áformum bflafram-
leiðandans um fjöldauppsagnir.
Forsvarsmenn Hyundai tilkynntu í
maí að ráðgert væri að fækka
starfsmönnum um nær fimm þús-
und, en í gær náðist samkomulag
um að 277 fengju uppsagnarbréf.
Uppsagnirnar hjá Hyundai eru þær
fyrstu síðan suður-kóreska þingið
samþykkti lög í febrúar sl. sem
auðvelda fyrirtækjum að fækka
bréfanna í opinn flokk á Verðbréfa-
þingi Islands eftir um það bil viku
og yrði hann þar með stærsti
skuldabréfaflokkur fyrirtækisins á
þinginu. Gert hefur verið sérstakt
samkomulag við íslandsbanka um
virka viðskiptavakt fyrir skulda-
bréfin og er stefnt að stækkun
flokksins til að auka enn seljanleika
skuldabréfanna á eftirmarkaði.
fslandsbanki og
Búnaðarbanki selja bréfin
Landsvirkjun leitaði eftir tilboð-
um í umsjón með skuldabréfaútgáf-
unni frá bönkum og verðbréfafyrir-
tækjum. Þrjú tilboð bárust, frá
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
og Kaupþingi sameiginlega, frá ís-
landsbanka og frá Landsbanka Is-
lands. Stjórn Landsvirkjunar ákvað
að taka tilboði Islandsbanka sem
samkvæmt mati fyrirtækisins var
hagstæðast. I gær var síðan skrifað
starfsmönnum, en það var eitt af
skilyrðunum sem Álþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn setti fyrir aðstoð sinni í
desember á síðasta ári.
Viðbrögð við samkomulaginu
voru blendin í gær. Sérfræðingar
lýstu yfir vonbrigðum með mála-
lvktii', þar sem verkfallið hefði ver-
ið ólöglegt og verkalýðsfélögunum
virtist því hafa verið umbunað fyrir
lögbrot. Samkomulagið gæti einnig
sent neikvæð skilaboð til erlendra
fjárfesta, en stjórnvöld í Suður-
Kóreu treysta á framlag þeirra til
að vinna á efnahagskreppunni í
landinu.
Forsvarsmenn Hyundai segja að
fyrirtækið hafi tapað jafnvirði 90
milljarða íslenskra króna á verk-
fallinu og öðrum vinnustöðvunum
síðan í lok maí.
undir samninga milli bankans og
Landsvirkjunar.
Skuldabréf Landsvirkjunar voru
seld með ávöxtunarkröfu sem er
0,03% undir kaupávöxtunarkröfu
sautján ára spariskíi-teina og neimo'
umsjónargjald bankans 0,82%.
Landsvirkjun mun greiða um 4,35%
fasta raunvexti af skuldabréfunum,
miðað við núverandi markaðsað-
staiðui', og leggjast þeir árlega við
höfuðstól skuldarinnar. Landsvirkj-
un greiðir síðan skuldabréfin upp í
einu lagi hinn 24. ágúst árið 2013.
Búnaðarbanki íslands tók að sér
sölu hluta skuldabréfanna sam-
kvæmt sérstöku samkomulagi við
íslandsbanka. Að sögn Þorsteins
Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra
Búnaðarbankans Verðbréfa, fól
samkomulagið það í sér að Búnað-
arbankinn annaðist sölu og sölu-
tryggði helming skuldabréfaútboðs-
ins.
Stærsta skuldabréfaútboð fyrirtækis á innlenda verðbréfamarkaðnum
Skuldabréf Landsvirkjunar
seldust upp á fyrsta degi